Bæjarstjórn - 365. fundur - 17. september 2015

 

 

 

Dagskrá:

1.  

Strandblakvellir í Tungudal - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015060080

 

Tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar um framkvæmdaleyfi fyrir strandblakvöll í Tungudal.

Blakfélagið Skellur sækir um framkvæmdaleyfi fyrir strandblakvelli í Tungudal skv. uppdrætti frá Teiknistofunni Eik, júní 2015. Óskað er eftir að nefndin taki síðustu afgreiðslu til endurskoðunar sbr. bréf dags. 7. ágúst 2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi fyrir blakvöllinn skv. fyrirliggjandi gögnum verði veitt þegar samningur við Mýrarboltafélagið rennur út.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður Jón Hreinsson, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Marzellíus Sveinbjörnsson,

Sigurður Jón Hreinsson lætur bóka að sem stjórnarmaður í Blakfélaginu Skelli sé hann vanhæfur til að taka ákvörðun í þessu máli.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0.

 

   

2.  

Hlíðarvegur 36 - lóðarleigusamningur - 2015070001

 

Tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar vegna lóða að Hlíðarvegi 36.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóð Hlíðarvegs 36 verði stækkuð að nýjum lóðamörkum lóðarinnar Hlíðarvegur 34 og sett verði kvöð um aðkomu lóðarhafa Hlíðarvegs 38, 40, 42, 44 og 46 að baklóðum. Að öðru leyti verði lóðarmörk skv. lóðablaði dags. 31. maí 2005.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

3.  

Hafnarstræti 29, Flateyri - umsókn um lóð - 2015080059

 

Tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar að lóðarumsókn Sigurbjörns Svavarssonar um lóðina Hafnarstræti 29, Flateyri verði samþykkt.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

4.  

Brekkustígur 7 - umsókn um byggingarleyfi - 2015060072

 

Umsókn Elíasar Guðmundssonar um leyfi til að endubyggja og byggja við Brekkustíg 7, Suðureyri, erindið tekið fyrir á 441. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem samþykkti.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður Jón Hreinsson,

Sigurður Hreinsson leggur fram eftirfarandi breytingatillögu.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að veita byggingarleyfi vegna endurbyggingar og byggingu við Brekkustíg 7, Suðureyri, með þeim fyrirvara að deiliskipulag hafi tekið gildi.

Forseti ber breytingatillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0.

 

   

5.  

Tillaga um að Ísafjarðarbær kaupi íbúðir á Hlíf I - 2015080081

 

Tillaga Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa, um kaup á íbúðum á Hlíf I.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að stefna að því að Ísafjarðarbær kaupi þær íbúðir á Hlíf 1 sem kunna að fara í sölu á næstu árum. Um er að ræða sex íbúðir sem pólitísk ákvörðun var tekin um að selja í einkaeigu á sínum tíma. Hlíf I verði þannig að fullu í eigu Ísafjarðarbæjar á ný.
Tekið skal mið af þessari samþykkt við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2016, sem nú stendur fyrir dyrum.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir, Gunnar Jónsson, Kristján Andri Guðjónsson og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 6-0.

Daníel Jakobsson lagði fram eftirfarandi bókun vegna tillögu Marzellíusar Sveinbjörnssonar um kaup bæjarins á íbúðum á Hlíf.

Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn taka undir það sjónarmið að framboð leiguíbúða fyrir eldri borgara þurfi að vera til staðar í sveitarfélaginu. Bæði s.k. þjónustuíbúða eins og eru á Hlíf 1 en einnig hefðbundinna íbúða hannaðra með þarfir eldra fólks í huga. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja beita sér fyrir því að framboð leiguíbúða verði aukið, bæði á Hlíf en einnig með nýbyggingu eða endurbyggingu eldra húsnæðis sem myndi hafa þarfir eldri borgara í huga.

Undirritaðir bæjarfulltrúar eru hinsvegar ekki sammála því að bærinn þurfi að eiga umræddar leiguíbúðir, það eru fleiri leiðir til að tryggja það markmið. T.d. má benda á að til eru íbúðir á Hlíf sem eru í einkaeigu aðila sem ekki búa á Hlíf en eru leigðar út á almennum markaði. Aðalmarkmiðið er að tryggja að til staðar séu íbúðir bæði til sölu og leigu fyrir eldra fólk í sveitarfélaginu.

Á biðlista eftir íbúðum á Hlíf eru nú um 15-20 aðilar en sá listi gæti orðið styttri þegar að Hjúkrunarheimilið Eyri verður tekin í notkun í lok þessa árs. Þá gætu verið um 10-15 aðilar á biðlista eftir leiguíbúðum. Íbúðum á Hlíf er úthlutað til þeirra sem taldir eru hafa brýnasta þörf fyrir íbúð með hliðsjón af s.k. þjónustumati. Heilsuhraustir eldriborgarar sem vilja komast í leiguíbúð eiga þ.a.l. litla möguleika á að fá íbúð og þurfa því að kaupa þær til að fá íbúð á Hlíf eða bíða í mörg ár eftir þeim. Kaup Ísafjarðarbæjar á þessum íbúðum gæti þ.a.l. gert slíkum borgurum erfiðara fyrir að komast í íbúðir fyrir eldri borgara en nú er. Við teljum að það þurfi að hafa báða þessa hópa í huga þegar að ákvörðun sem þessi er tekin.

Undirritaðir bæjarfulltrúar telja einnig að fjármunum bæjarins sé betur borgið í að reyna að fjölga íbúðum fyrir eldri borgara en að kaupa aftur íbúðir sem þegar hafa verið seldar. Í dag eru engar íbúðir til sölu á Hlíf 1, sé tekið mið af framboði á helstu fasteignasölusíðum bæjarins. Það bendir til þess að þessi markaður sé nokkuð skilvirkur og að framboð sé a.m.k. ekki meira en eftirspurn.

Verði stefnuyfirlýsing þessi samþykkt ætti að okkar mati ekki að einskorða kaupin við íbúðir á Hlíf 1 heldur einnig á Hlíf 2. Þau rök að kaupa eigi þessar íbúðir til einföldunar á rekstri Ísafjarðarbæjar eru ekki nægjanleg til að réttlæta þessa fjárfestingu.

Að lokum má benda á að skuldir sveitarfélagsins hafa hækkað nokkuð á undanförnu og ekki liggur fyrir hvert skuldaviðmið Ísafjarðarbæjar verður í árslok. Gangi fjárhagsáæltun bæjarins eftir hvað það varðar og þær blikur sem eru á lofti núna varðandi rekstur bæjarins, eru ekki mikil tilefni til fjárfestinga.

Daníel Jaobsson
Jónas Þ. Birgisson og
Sif Huld Albertsdóttir

 

   

6.  

Bæjarráð - 897 - 1509004F

 

Fundargerð 897. fundar bæjarráðs sem haldinn var 7. september sl., fundargerðin er í 12 liðum.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

7.  

Bæjarráð - 898 - 1509008F

 

Fundargerð 898. fundar bæjarráðs sem haldinn var 14. september sl., fundargerðin er í 13 liðum.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

8.  

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 136 - 1508004F

 

Fundargerð 136. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 17. ágúst sl., fundargerðin er í 1 lið.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

9.  

Fræðslunefnd - 358 - 1508015F

 

Fundargerð 358. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 9. september sl., fundargerðin er í 10 liðum.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

10.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 159 - 1508016F

 

Fundargerð 159. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 2. september sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

11.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 18 - 1508011F

 

Fundargerð 18. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 15. september sl., fundargerðin er í 7 liðum.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Daníel Jakobsson, Gunnar Jónsson og Kristján Andri Guðjónsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

12.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 441 - 1507009F

 

Fundargerð 441. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9. september sl., fundargerðin er í 12 liðum.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.55

 

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Sigurður Jón Hreinsson

 

Sif Huld Albertsdóttir

Gunnar Jónsson

 

Hjördís Þráinsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?