Bæjarstjórn - 359. fundur - 19. mars 2015
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, er fjarverandi. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari, gegnir hlutverki staðgengils bæjarstjóra.
Í byrjun fundar bar forseti upp tvær tillögur að málum sem tekin yrðu á dagskrá með afbrigðum.
Forseti leggur til að tekin verði á dagskrá undir 10. lið tillaga sjálfstæðisflokks um ályktun vegna ómskoðana við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Tillaga forseta samþykkt 9-0.
Forseti leggur til að tekin verði á dagskrá undir 11. lið tillaga um lánsumsókn til Lánasjóðs sveitarfélaga.
Tillaga forseta samþykkt 9-0.
Dagskrá:
1. |
Notendastýrð persónuleg aðstoð fyrir fatlað fólk - 2014110066 |
|
Lagt fram bréf dags. 21. nóvember 2014 frá Sif Huld Albertsdóttur, verkefnastjóra Byggðasamlags Vestfjarða, ásamt drögum að reglum Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks varðandi þjónustuformið notendastýrð persónuleg aðstoð fyrir fatlað fólk (NPA). Óskað er eftir umsögn félagsmálanefndar um reglurnar. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
2. |
Hvalárvirkjun og hringtenging raforku um Djúp - 2015030065 |
|
Tillaga Í-listans til bæjarstjórnar að ályktun. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður Jón Hreinsson, Jónas Þór Birgisson, Kristín Hálfdánsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Kristján Andri Guðjónsson og Marzellíus Sveinbjörnsson. |
||
|
||
3. |
Umhverfisvottaðir Vestfirðir - 2011070061 |
|
Lögð er fram framkvæmdaáætlun Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir árin 2015-2016 um umhverfisvottunarferli sveitarfélaga á Vestfjörðum ásamt sameiginlegri stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Daníel Jakobsson. |
||
|
||
4. |
Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018 |
|
Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar, leggur fram tillögu að breyttri samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar til annarra umræðu, vegna breytinga á nefndum Ísafjarðarbæjar. Forseti leggur til að tillögurnar verði samþykktar af bæjarstjórn. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
5. |
20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 ára kaupstaðarafmæli Ísafjarðar - 2014080069 |
|
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 12. mars sl., með tillögu um stofnun starfshóps til undirbúnings kaupstaðarafmælis Ísafjarðarbæjar. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra og Marzellíus Sveinbjörnsson. |
||
|
||
6. |
Deiliskipulag Torfnesi - 2015030035 |
|
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að hafist verði handa við endurskoðun gildandi deiliskipulags íþróttasvæðis á Torfnesi. Til umræðu eru endurbætur á knattspyrnuvelli ásamt girðingum sem núverandi deiliskipulag tekur ekki til. Einnig er brýnt að færa inn mannvirki sem byggð hafa verið án deiliskipulags eftir grenndarkynningu. Við gerð deiliskipulagsins verði tekið tillit til þeirra hugmynda sem lengi hafa verið til umræðu um nýtingu svæðisins og gildandi deiliskipulag tiltekur að hluta. Jafnframt þarf samhliða deiliskipulagsvinnu að gæta að framtíðarlausn frárennslismála, bæði frá svæðinu og ofan þess. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Sigurður Jón Hreinsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Kristján Andri Guðjónsson, Jónas Þór Birgisson og Gunnhildur Björk Elíasdóttir. |
||
|
||
7. |
Hönnun við Sundhöll Ísafjarðar - 2015020087 |
|
Í-listi leggur til að haldin verði samkeppni um hönnun á Sundhöll Ísafjarðar og umhverfi hennar við Austurveg. Skipulags- og byggingarnefnd og íþrótta- og tómstundanefnd komi að forvinnu og þarfagreiningu fyrir samkeppnina. Sérstök áhersla verði lögð á útipotta og endurbætur aðstöðu í víðu samhengi. Aðgengi, klefar, gufa og almenn íþróttaaðstaða yrðu til skoðunar í þessu samhengi og allt húsið og umhverfi þess. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra, Sigurður Jón Hreinsson, Gunnhildur Björk Elíasdóttir, Jónas Þór Birgisson, Kristín Hálfdánsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson og Arna Lára Jónsdóttir |
||
|
||
8. |
Samráðsvettvangur varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæðinu - 2015020087 |
|
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir orð HSV um samráðsvettvang sveitarfélaga varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæðinu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að slíkum samráðsvettvangi verði komið á fót. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
9. |
Hjúkrunarheimili á Ísafirði - 2011120009 |
|
Vegna umræðna um hvenær má vænta þess að hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði verði tekið í notkun, þá óska bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir formlegu svari frá bæjarstjóra um hvernig fundir með Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og í Velferðarráðuneytinu um málefni Eyrar, hafi gengið. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra, Daníel Jakobsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Sigurður Jón Hreinsson og Gunnhildur Björk Elíasdóttir. |
||
|
||
|
||
10. |
Ómskoðun hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - 2015030024 |
|
Mál tekið á dagskrá með afbrigðum. |
||
Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Kristín Hálfdánsdóttir. |
||
|
||
11. |
Lánasjóður - ýmis erindi 2012/2015 - 2012020099 |
|
Mál tekið á dagskrá með afbrigðum. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
12. |
Bæjarráð - 877 - 1503005F |
|
Fundargerð 877. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 9. mars sl., fundargerðin er í 8 liðum. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
13. |
Bæjarráð - 878 - 1503010F |
|
Fundargerð 878. fundar bæjarráðs sem haldinn var 16. mars sl., fundargerðin er í 19 liðum. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
14. |
Félagsmálanefnd - 395 - 1503001F |
|
Fundargerð 395. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 3. mars sl., fundargerðin er í 7 liðum. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
15. |
Hafnarstjórn - 178 - 1503009F |
|
Fundargerð 178. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 10. mars sl., fundargerðin er í 4 liðum. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Daníel Jakobsson. |
||
|
||
16. |
Íþrótta- og tómstundanefnd - 157 - 1503013F |
|
Fundargerð 157. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 16. mars sl., fundargerðin er í 3 liðum. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
17. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 430 - 1503007F |
|
Fundargerð 430. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 11. mars sl., fundargerðin er í 8 liðum. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Daníel Jakobsson og Sigurður Jón Hreinsson. |
||
|
||
18. |
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 11 - 1502016F |
|
Fundargerð 11. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 12. mars sl., fundargerðin er í 3 liðum. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30
Nanný Arna Guðmundsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Arna Lára Jónsdóttir |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Kristín Hálfdánsdóttir |
Gunnhildur Björk Elíasdóttir |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
Hjördís Þráinsdóttir |
|
|