Bæjarstjórn - 357. fundur - 19. febrúar 2015

 

 

Fjarverandi aðalfulltrúar Daníel Jakobsson, í hans stað Martha Kristín Pálmadóttir, Sigurður Jón Hreinsson, í hans stað Gunnar Jónsson.

 

Dagskrá:

1.  

I. tillaga - Aðalgata, Suðureyri, akstursstefna - 2014090031

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn á 425. fundi sínum að Aðalgata á Suðureyri yrði hönnuð sem tvístefnugata þar sem umferðarhraði yrði í lágmarki. Málið var aftur tekið á dagskrá á 426. fundi nefndarinnar.$line$Forseti leggur til að bæjarstjórn vísi málinu aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til frekari úrvinnslu, hugmyndin verði útfærð nánar og henni fylgi útfærsla og kostnaðaráætlun. Einnig verði kannað með hvaða hætti Vegagerðin muni koma að málinu.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Jónas Þór Birgisson, Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra og Arna Lára Jónsdóttir.

Tillaga forseta borin upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

2.  

II. tillaga - Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

 

Á 871. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að 1. viðauka við fjárhagsáætlun 2015 til að mæta aukinni þörf fyrir starfsfólk á leikskólanum Tjarnarbæ. $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra.

Forseti ber tillögu bæjarráðs upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

3.  

III. tillaga - Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

 

Á 872. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að 2. viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015, vegna vinnumarkaðsúrræða. $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra.

Forseti ber tillögu bæjarráðs upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

4.  

IV. tillaga - Frumvarp til laga um náttúrupassa - 2015020032

 

Fyrir fundinum liggja drög að ályktun bæjarstjórnar vegna frumvarps til laga um náttúrupassa, sem lögð voru fram á 874. fundi bæjarráðs.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Jónas Þór Birgisson.

Forseti ber ályktun bæjarstjórnar upp til atkvæða.
Ályktunin samþykkt 9-0.

 

   

5.  

V. tillaga - Frumvörp til umsagnar 2015 - 2015020078

 

Forseti leggur til að staðfestar verði umsagnir nefnda um tiltekin frumvörp til laga, sem send hafa verið Ísafjarðarbæ til umsagnar.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Arna Lára Jónsdóttir

Kristján Andri Guðjónsson leggur fram eftirfarandi bókun við tillögu B:
Bókun við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr.36/2011 um stjórn vatnamála með síðari breytingum (gjaldtaka vegna vatnsþjónustu).
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir með Sambandi íslenskra sveitafélaga um að sveitafélög verði ekki fyrir auknum útgjöldum að öðru leyti en því sem næmi þátttöku í gerð vatnssvæðaáætlana og auknu álagi á stjórnsýslu sveitarfélaga. Enn fremur áréttar bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að stjórnvöld komi aftur að því með sveitarfélögunum að endurnýja frárennsliskerfi og verði komið í viðunandi horf en stjórnvöld hafa ekki komið að þeim málum eftir hrun.

Kristján Andri Guðjónsson Bæjarfulltrúi.

Forseti ber tillögu A upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

Forseti ber tillögu Kristjáns Andra Guðjónssonar að bókun upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

Forseti ber tillögu B upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

Forseti ber tillögu C upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

Forseti ber fram tilögu um að taka mál 2013-01-0070 inn á dagskrá með afbrigðum.
Tillaga forseta samþykkt 9-0.

6.  

Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum - 2013010070

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga frá 353. fundi fræðslunefndar.

Lagt fram minnisblað, dagsett 5. febrúar 2015, frá Sigríði Ólöfu Kristjánsdóttur, formanni fræðslunefndar, þar sem hún telur að mikilvægt sé að skilgreina upp á nýtt stefnu Ísafjarðarbæjar varðandi málefni leikskóla og skoða til hvaða aðgerða hægt er að grípa til að setja Ísafjarðarbæ í fremstu röð sem búsetukost fyrir foreldra ungra barna.

Fræðslunefnd óskar eftir að bæjarstjórn heimili vinnu við mótun heildstæðrar stefnu í dagvistarmálum, með hliðsjón af minnisblaði Sigríðar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti leggur til að málinu verði vísað til bæjarstjóra til frekari úrvinnslu og verði lagt aftur fyrir bæjarstjórn, ásamt viðauka.

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

   

7.  

Bæjarráð - 873 - 1502005F

 

Fundargerð 873. fundar bæjarráðs sem haldinn var 9. febrúar sl., fundargerðin er í 12 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

8.  

Bæjarráð - 874 - 1502009F

 

Fundargerð 874. fundar bæjarráðs sem haldinn var 16. febrúar sl., fundargerðin er í 19 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gunnhildur Björk Elíasdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir og Gunnar Jónsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

9.  

Fræðslunefnd - 353 - 1502002F

 

Fundargerð 353. fundar fræðslunefndar haldinn 5. febrúar sl., fundargerðin er í 9 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson og Martha Kristín Pálmadóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

10.  

Hafnarstjórn - 177 - 1502006F

 

Fundargerð 177. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 10. febrúar sl., fundargerðin er í 6 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

11.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 155 - 1502001F

 

Fundargerð 155. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 4. febrúar sl., fundargerðin er í 4 tölulið.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

12.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 427 - 1501008F

 

Fundargerð 427. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 11. febrúar sl., fundargerðin er í 1 lið.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

13.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 9 - 1501017F

 

Fundargerð 9. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldin var 12. febrúar sl., fundargerðin er í 7 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:24

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Arna Lára Jónsdóttir

Martha Kristín Pálmadóttir

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gunnar Jónsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Hjördís Þráinsdóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?