Bæjarstjórn - 356. fundur - 5. febrúar 2015

 

 

Fjarverandi aðalfulltrúi er Marzellíus Sveinbjörnsson, í hans stað er mætt Helga Dóra Kristjánsdóttir.

 

Dagskrá:

1.

2011070026 - Setning siðareglna kjörinna fulltrúa

 

Lögð fram drög að siðareglum kjörinna fulltrúa Ísafjarðarbæjar sem síðast voru til umræðu á 355. fundi bæjarstjórnar 15. janúar síðastliðinn. Meirihluti bæjarstjórnar leggur til að fyrirliggjandi drög að siðareglunum verði samþykkt.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Daníel Jakobsson, Gunnhildur Björk Elíasdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Sigurður Jón Hreinsson og Helga Dóra Kristjánsdóttir.

Daníel Jakobsson leggur fram eftirfarandi breytingatillögu við 2. grein reglnanna:
Í stað orðsins „hagsmunir“ komi orðið „rekstur“ og að síðasta setning 2. greinar falli niður.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, leggur fram eftirfarandi breytingatillögu við 2. grein reglnanna:
Í stað síðustu setningar 2. greinar komi setningin „Þeir sýna ábyrgð í verkum sínum.„

Kristján Andri Guðjónsson leggur til að málinu verði vísað til forsetanefndar bæjarstjórnar.

Forseti ber tillögu Kristjáns Andra til atkvæða.
Tillaga Kristjáns Andra samþykkt 9-0.

 

   

2.

2009120009 - Þingeyri - deiliskipulag

 

Auglýsinga- og athugasemdafresti vegna deiliskipulags fyrir miðbæ og hafnarsvæði á Þingeyri er lokið.
Þrjár athugasemdir bárust frá Þóri Erni Guðmundssyni dags 29. desember 2014, Pálmari Kristmundssyni dags. 14. nóvember 2014 og Íbúasamtökunum Átak á Þingeyri dags. 12. janúar 2015.
Varðandi athugasemd Pálmars og Þóris verður kvöð um aðgengi sett inn í deiliskipulag.
Athugasemd Íbúasamtakanna er í tveimur liðum.
1. Færslu á Gramsverslun
2. Bílastæði við Vallargötu 3
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að með færslu hússins frá Vallargötu yfir á Hafnarstræti myndast góð götumynd við Hafnarstrætið. Jafnframt lokast svæðið aðeins frá hafnarsvæðinu og hægt að mynda torg eins og tillagan gerir ráð fyrir. Þá verður mænisstefna hússins sú sama og var í upphafi, áður en það var fært til árið 1947. Nefndin getur því ekki tekið undir athugasemd hverfisráðsins.
Nefndin fellst á athugsemd vegna bílastæðis við Vallargötu 3.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagið verði samþykkt með ofangreindum breytingum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti ber tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0.

Gunnhildur Björk Elíasdóttir gerir grein fyrir hjásetu sinni.
„Í heildina er ég nokkuð sátt við deiliskipulagið, en þar sem ég og margir aðrir Þingeyringar erum á móti þeirri færslu á Gramsverslun sem ákveðin er í deiliskipulaginu, þá hef ég ákveðið að sitja hjá og greiða ekki atkvæði.„

 

   

3.

2011020059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði

 

Auglýsinga og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags á Suðurtanga er lokið. Ein athugasemd barst við tillöguna frá Jóni Sigurpálssyni dags. 27. ágúst 2014
Umsögn barst frá Vegagerðinni dags. 18. desember 2014.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að athugasemdir frá Jóni eins og fram kemur í bréfinu eiga að litlu leyti við deiliskipulagið sjálft. Varðandi svæði fyrir skemmtigarð fyrir Byggðasafnið þá gerir Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar ráð fyrir að Byggðasafnið og svæðið að skipasmíðastöð verði svæði fyrir opinberar stofnanir (samfélagsþjónustu skv. nýrri skipulagsreglugerð). Til að koma skemmtigarði inn á deiliskipulagið þyrfti að breyta aðalskipulagi af svæðinu og gera ráð fyrir að svæðið yrði afmarkað sem afþreyingar- og ferðamannasvæði. Nefndin fellst ekki á þennan hluta athugasemdarinnar. Nefndin tekur undir athugasemd Jóns um að gera ráð fyrir bryggju fyrir safnasvæðið á skipulagsuppdrætti.
Nendin óskar eftir að sjóvarnargarðar verði teiknaðir á skipulagsuppdrátt sbr. umsögn Vegagerðarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulögin verði samþykkt með ofangreindum breytingum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður Jón Hreinsson, Daníel Jakobsson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Kristján Andri Guðjónsson.

Forseti ber tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar til atkvæða.
Tillagan samþykkt 6-0.

 

   

4.

2012060001 - Ályktun vegna Dýrafjarðarganga

 

Ályktun til innanríkisráðherra vegna Dýrafjarðarganga.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ítrekar nauðsyn þess að framkvæmd Dýrafjarðarganga verði boðin út á þessu ári, eins og gildandi samgönguáætlun gerir ráð fyrir. Hönnun Dýrafjarðarganga er nú lokið og Vegagerðin er tilbúin að bjóða verkið út þegar ákvörðun stjórnvalda um fjárframlög liggur fyrir.
Það er afar brýnt að stjórnvöld sýni í verki vilja sinn til uppbyggingar á Vestfjörðum. Framtíðarmöguleikar, m.a. í fiskeldi og ferðamálum, og atvinnumál á Þingeyri og á Flateyri að undanförnu hlýtur að vera hvatning til að taka á samgöngumálum af einurð og festu.
Gerð Dýrafjarðarganga mun hafa afar jákvæð áhrif á atvinnu- og mannlíf á öllum Vestfjörðum til framtíðar og gjörbreytir öllum möguleikum til uppbyggingar á svæðinu. Þannig munu þau skila sínu í þjóðarbú landsmanna.
Samgöngubætur og ekki síst jarðgangagerð hafa margsannað áhrifamátt sinn í framþróun atvinnulífs og samfélaga. Í því samhengi má benda á eflingu byggðar á Tröllaskaga með tilkomu Héðinsfjarðarganga og þau jákvæðu áhrif sem tilkoma Bolungarvíkurganga hefur haft í för með sér. Hvalfjarðargöng er einnig afbragðs dæmi. Segja má að öll vegagöng á Íslandi hafi farið fram úr björtustu vonum.
Byggðir á Vestfjörðum hafi ekki náð að þróast og eflast sem skyldi síðustu áratugi og möguleikar byggðanna til þróunar verið skertir verulega vegna lélegra samgangna, eða hreinlega samgönguleysis, á milli norðurs og suðursvæðis Vestfjarða. Jafnframt hefur bið eftir samgöngubótum einnig heft ýmsa aðra framþróun sem fara á í samhliða t.d. jarðgangagerð. Má þar m.a. nefna lagningu raforkulína í gegnum jarðgöng.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson og Helga Dóra Kristjánsdóttir.

Forseti ber tillögu að ályktun vegna Dýrafjarðarganga til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

5.

1501018F - Bæjarráð- 872

 

872. fundur, haldinn 2. febrúar 2015.
Fundargerðin er í 12 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

6.

1501014F - Bæjarráð - 871

 

871. fundur, haldinn 26. janúar 2015.
Fundargerðin er í 6 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

7.

1501010F - Bæjarráð - 870

 

870. fundur, haldinn 19. janúar 2015.
Fundargerðin er í 9 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

8.

1501015F - Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 131

 

131. fundur, haldinn 29. janúar 2015.
Fundargerðin er í 1 lið.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

9.

1501011F - Félagsmálanefnd - 394

 

394. fundur, haldinn 22. janúar 2015.
Fundargerðin er í 9 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Gunnhildur Björk Elíasdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

10.

2014080051 - Fundargerðir nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis

 

41. fundur, haldinn 28. janúar 2015.
Fundargerðin er í 4 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

11.

1501009F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 154

 

154. fundur, haldinn 15. janúar 2015.
Fundargerðin er í 1 lið.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

 

 

 

12.

1501001F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 153.

 

153. fundur, haldinn 14. janúar 2015.
Fundargerðin er í 5 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

13.

1501007F - Skipulags- og mannvirkjanefnd - 426

 

426. fundur, haldinn 28. janúar 2015.
Fundargerðin er í 6 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

14.

1412013F - Skipulags- og mannvirkjanefnd - 425

 

425. fundur, haldinn 14. janúar 2015.
Fundargerðin er í 10 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Sigurður Jón Hreinsson, Jónas Þór Birgisson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

15.

1501002F - Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 8

 

8. fundur, haldinn 29. janúar 2015.
Fundargerðin er í 4 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson

 

Sigurður Jón Hreinsson

Kristín Hálfdánsdóttir

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

Helga Dóra Kristjánsdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Hjördís Þráinsdóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?