Bæjarstjórn - 355. fundur - 15. janúar 2015
Dagskrá:
1. |
2014120069 - I. tillaga - Mávagarður C - umsókn um lóð |
|
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð C við Mávagarð, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Marzellíus Sveinbjörnsson. |
||
|
||
2. |
2014120068 - II. tillaga - Mávagarður D - umsókn um lóð |
|
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð D við Mávagarð, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. |
||
|
||
3. |
2013080025 - III. tillaga - Kosning stjórnar Minjasjóðs Önundarfjarðar |
|
Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs gera tillögu um að Jón Sigurpálsson og Jóna Símonía Bjarnadóttir verði kosin stjórnarmenn af Ísafjarðarbæ í Minjasjóð Önundarfjarðar. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Marzellíus Sveinbjörnsson. |
||
|
||
4. |
2011070026 - IV. tillaga - Setning siðareglna kjörinna fulltrúa |
|
Meirihluti bæjarstjórnar leggur fram drög að siðareglum kjörinna fulltrúa Ísafjarðarbæjar til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Meirihluti bæjarstjórnar leggur til að drögunum að siðareglunum verði vísað til annarrar umræðu í bæjarstjórn. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson og Kristján Andri Guðjónsson. |
||
|
||
5. |
2014120028 - V. tillaga - Sumarlokun Eyrarskjóls og Sólborgar 2015 |
|
Fræðslunefnd leggur til að sumarlokunin á Eyrarskjóli og Sólborg verði þannig að báðir leikskólarnir loka í tvær vikur, 20. júlí - 5. ágúst og foreldrar velji frí, þannig að öll börn taki 4 vikur samfelldar. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Gunnhildur Björk Elíasdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og Jónas Þór Birgisson. |
||
|
||
6. |
2013010070 - VI. tillaga - Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum |
|
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að ekki verði starfrækt leikskóladeild á Eyrarsól leikskólaárið 2015-2016, þar sem ekki er sama þörf fyrir leikskólapláss og þegar deildin var sett á laggirnar. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Gunnar Jónsson, Gunnhildur Björk Elíasdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson, Marzellíus Sveinbjörnsson og Kristín Hálfdánsdóttir. |
||
|
||
7. |
2014080027 - VII. tillaga - Gjaldskrár 2015 |
|
Lögð er fram bókun 176. fundar hafnastjórnar þar sem tillaga var gerð að breytingu á orðalagi í 1. flokki vörugjalda og einnig tillaga um gjaldtöku af fiskeldiskvíum sem geymdar eru í höfninni. Lagt er fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, dags. 7. janúar sl., auk tillögu að breyttri gjaldskrá Hafna Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2015. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. |
||
|
||
8. |
2014080027 - VIII. tillaga - Reglur um afslætti til ellilífeyrisþega og öryrkja á fasteignagjöldum |
|
Lagðar eru fram tillögur að breyttum reglum um afslætti til ellilífeyrsiþega og öryrkja á fasteignagjöldum. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Gunnar Jónsson og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. |
||
|
||
9. |
2014080027 - IX. tillaga - Reglur um styrkveitingar til félaga og félagasamtaka |
|
Lagðar eru fram tillögur að breyttum reglum um styrkveitingar til félaga og félagasamtaka. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson, Kristín Hálfdánsdóttir og Jónas Þór Birgisson. |
||
|
||
10. |
2014090033 - X. tillaga - Byggðakvóti fiskveiðiárið 2014/2015 |
|
Lagt er til að reglum Ísafjarðarbæjar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015 verði breytt þannig að landa megi til vinnslu hvar sem er í sveitarfélaginu, vinnslan sé þannig ekki bundin við byggðalagið. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jónas Þór Birgisson, Kristján Andri Guðjónsson, Gunnhildur Björk Elíasdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gunnar Jónsson, Kristín Hálfdánsdóttir. |
||
|
||
11. |
2014080044 - Fundargerðir bæjarráðs |
|
867. fundur haldinn 15. desember 2014, fundargerðin er í 9 liðum. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
12. |
2014080042 - Fundargerðir atvinnu- og menningarmálanefndar |
|
123. fundur haldinn 10. desember sl., fundargerðin er í 5 liðum. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
13. |
2014080047 - Fundargerðir fræðslunefndar |
|
352. fundur haldinn 8. janúar sl., fundargerðin er í 6 liðum. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
14. |
2014080049 - Fundargerðir hafnarstjórnar |
|
176. fundur haldinn 6. janúar sl., fundargerðin er í 3 liðum. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
15. |
2014080054 - Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdanefndar |
|
7. fundur, haldinn 11. desember, fundargerðin er í 3 liðum. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
16. |
2014080043 - Fundargerðir barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum |
|
130. fundur, haldinn 22. desember sl. og er í 1 lið. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
17. |
2014080055 - Fundargerðir skipulags- og mannvirkjanefndar |
|
424. fundur, haldinn 7. janúar sl., fundargerðin er í 3 liðum. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson og Jónas Þór Birgisson. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:47
Nanný Arna Guðmundsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Arna Lára Jónsdóttir |
Marzellíus Sveinbjörnsson |
|
Kristín Hálfdánsdóttir |
Gunnhildur Björk Elíasdóttir |
|
Gunnar Jónsson |
Sif Huld Albertsdóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|