Bæjarstjórn - 351. fundur - 6. nóvember 2014

 

 

Dagskrá:

1.

2009120009 - I. tillaga - Þingeyri - deiliskipulag

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga á Þingeyri verði auglýst.

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar til atkvæða.

Tillaga nefndarinnar staðfest 9-0.

 

   

2.

2009040020 - II. tillaga - Sjókvíaeldi í Dýrafirði

 

Lagður er fram tölvupóstur frá Sigurði Péturssyni, f.h. Dýrfisks er varðar handhafabreytingu starfsleyfis fyrir þorsk- og laxeldi í Dýrafirði. Þar sem fram kemur að Dýrfiskur hf. muni yfirtaka starfsleyfi Sjávareldis ehf. Skipulags- og mannvirkjanefnd gerði ekki athugasemdir við erindið.

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar til atkvæða.

Tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest 9-0.

 

   

3.

2011020059 - III. tillaga - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að nýju deiliskipulagi Suðurtanga á Ísafirði verði auglýst.

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Daníel Jakobsson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Marzellíus Sveinbjörnsson, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Hreinsson.

Daníel Jakobsson leggur fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður telur ekki rétt að svo stöddu að samþykkja umrætt skipulag. Lítil eftirspurn er eftir því að byggja íbúðarhús á þessum reit að svo stöddu. Jafnframt er þarna þrengt að Byggðasafninu með þeim hætti að það gæti hamlað þróun þessa mikilvæga svæðis.
Frekar ætti að mínu mati að sameinast um að næstu 10 árin verði þarna styrkt sú notkun sem verið hefur á þessu svæði s.l. ár með tjaldstæði, tónleikahaldi og útivist almennt. Gengið yrði í að taka til þarna, koma t.d. upp sviði, útigrilli o.fl. Þegar eftirspurn hefur myndast eftir íbúðarhúsnæði þarna yrði sú notkun endurskoðuð."

Forseti ber tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar varðandi deiliskipulag er varðar íbúðar- og þjónustusvæði Suðurtanga til atkvæða.

Tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar varðandi deiliskipulag er varðar íbúðar- og þjónustusvæði Suðurtanga er staðfest 6-3.

Forseti ber tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar varðandi deiliskipulag er varðar hafnar- og iðnaðarsvæði Suðurtanga til atkvæða.

Tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar varðandi deiliskipulag er varðar hafnar- og iðnaðarsvæði Suðurtanga er staðfest 9-0.

 

   

4.

2012110034 - IV. tillaga - Endurskoðun erindisbréfa

 

Lögð eru fram drög að erindisbréfi fyrir íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt.

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillögu íþrótta- og tómstundanefndar til atkvæða.

Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar staðfest 9-0.

 

   

5.

2014080070 - V. tillaga - Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - ráðning 2014

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Brynjar Þór Jónasson verði ráðinn sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, Kristín Hálfdánsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.
Tillaga bæjarráðs staðfest 9-0.

 

   

6.

2014080064 - VI. tillaga - Byggðasafn Vestfjarða 2014

 

Bæjarráð leggur til að viðauki við fjárhagsáætlun Byggðasafns Vestfjarða vegna breytinga í starfsmannamálum Byggðasafns Vestfjarða verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Daníel Jakobsson og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Daníel Jakobsson situr hjá við atkvæðagreiðslu.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri leggur til að málinu verði frestað, þar sem fullnægjandi gögn liggja ekki fyrir.

Ákveðið var að fresta fyrirtöku viðaukans.

 

   

7.

2014110005 - VII. tillaga - Tillaga til bæjarstjórnar um að draga úr plastpokanotkun

 

Lögð er fram tillaga bæjarfulltrúa Í-listans að eftirfarandi bókun:
"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að finna leiðir til að minnka plastpokanotkun í sveitarfélaginu. Til að draga verulega úr plastpokanotkun í sveitarfélaginu þarf samstillt átak íbúa, verslunareigenda, sveitarfélagsins og annarra hagsmunaaðila svo að árangur náist."

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir og Gunnhildur Elíasdóttir.

Forseti ber tillögu bæjarfulltrúa Í-listans til atkvæða.

Tillaga bæjarfulltrúa Í-listans staðfest 9-0.

 

   

8.

2014110008 - VIII. tillaga - Kjarasamningaviðræður við tónlistarkennara

 

Lögð er fram tillaga bæjarfulltrúa Í-listans að eftirfarandi bókun:
"Hvatning bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar til samningsaðila vegna verkfalls Félags tónlistarkennara (FT).
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir áhyggjum af stöðu kjarasamningsviðræðna við tónlistarkennara og áhrifum þess á tónlistarnám í bæjarfélaginu. Bæjarstjórn hefur miklar áhyggjur af, að brottfall verði úr nemendahópum ef þeir fara á mis við það stöðuga aðhald og leiðsögn sem sérfræðingur í listkennslu getur veitt. Einnig er ófyrirséð hver áhrif langvarandi verkfalls verða, m.t.t. hugsanlegs brottfalls nemenda.
Bæjarstjórn hvetur samningsaðila til að ræða saman og leita leiða til að ná samningum svo núverandi verkfall valdi sem minnstum skaða fyrir nemendur og hið góða starf sem unnið er í tónlistarskólum í Ísafjarðarbæ."

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Gunnhildur Elíasdóttir.

Arna Lára Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
Í stað orðsins "samningsaðilar" komi orðið "samninganefndir" í tillögunni.

Forseti ber tillögu bæjarfulltrúa Í-listans til atkvæða.

Tillaga bæjarfulltrúa Í-listans staðfest 9-0.

 

   

9.

2012110034 - IX. tillaga - Endurskoðun erindisbréfa

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að verkefni menningarmála verði flutt frá bæjarráði til atvinnumálanefndar.

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs staðfest 9-0.

 

   

10.

2014090033 - X. tillaga - Byggðakvóti fiskveiðiárið 2014/2015

 

Lögð er fram tillaga bæjarstjóra um að úthlutunarreglur skuli vera óbreyttar.

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Marzellíus Sveinbjörnsson, Daníel Jakobsson, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir, Gunnar Jónsson og Kristín Hálfdánsdóttir.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Ákvæði reglugerðar nr. 652 frá 4. júlí 2014 gilda um úthlutun byggðakvóta í Ísafjarðarbæ með eftirfarandi viðauka/breytingum:
a) Ákvæði a-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests.
b) Ákvæði c-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í sveitarfélaginu 1. júlí 2014.
c) Þrátt fyrir önnur ákvæði 4. greinar skal koma í hlut hvers báts, sem hefur frístundaleyfi og veiðireynslu skv. 6. grein, 2,5 tonn í þorskígildum talið, frekari úthlutun frístundabáta verður ekki að ræða.
d) Áður en skipt er hlutfallslega skv. 4. grein skal koma í hlut hvers báts, annarra en frístundabáta, sem fær úthlutun af byggðakvóta Flateyrar, að lágmarki 15 tonn í þorskígildum talið, áður en skipt er skv. veiðireynslu.
e) Áður en skipt er hlutfallslega skv. 4. grein skal koma í hlut hvers báts, annarra en frístundabáta, sem fær úthlutun af byggðakvóta Suðureyrar, að lágmarki 5 tonn í þorskígildum talið, áður en skipt er skv. veiðireynslu.
f) Áður en skipt er hlutfallslega skv. 4. grein skal koma í hlut hvers báts, annarra en frístundabáta, sem fær úthlutun af byggðakvóta Þingeyrar, að lágmarki 5 tonn í þorskígildum talið, áður en skipt er skv. veiðireynslu.
g) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa, annarra en fiskiskipa með frístundaleyfi, sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorsk¬ígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2013 til 31. ágúst 2014.
Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan sveitarfélagsins á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
h) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa, þeim afla sem telja á til byggðakvóta innan sveitar¬félagsins á tímabilinu frá 1. september 2014 til 31. ágúst 2015."

Forseti leggur til að bæjarráð verði kallað saman kl. 12:00 á morgun og þar verði tillögur að breytingum að reglugerð um úthlutun byggðakvóta í Ísafjarðarbæ kláraðar.

Bæjarstjórn samþykkti tillögu forseta 9-0.

 

   

11.

2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015

 

Gögn verða lögð fram til kynningar á fundinum.
Um er að ræða þau gögn sem lögð voru fyrir bæjarráð mánudaginn 3. nóvember sl. sem eru í frekari vinnslu hjá fjármálastjóra.

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson.

Daníel Jakobsson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins:
"Á síðasta kjörtímabili réðist þáverandi meirihluti, með stuðningi minnihlutans vissulega, í miklar hagræðingaraðgerðir sem skiluðu þeim árangri að árin 2012 og 2013 voru langbestu rekstrarár í sögu bæjarfélagsins. Þrátt fyrir verulega útgjaldaaukningu umfram áætlun eftir valdatöku núverandi meirihluta, lítur jafnframt út fyrir prýðilega afkomu þetta árið. Markmið okkar sjálfstæðismanna með þessum hagræðingaraðgerðum var hins vegar ekki að geta aukið útgjöld til rekstrar á ný. Segja má að markmiðin hafi verið þríþætt:
- Að lækka skuldir bæjarfélagsins
- Að lækka álögur á bæjarbúa, t.d. fasteignagjöld
- Að ráðast í framkvæmdir án skuldaaukningar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn hafa áhyggjur af þeim losarabrag sem virðist vera á fjármálastjórn bæjarins. Enn hefur ekki verið lögð fram stefna og megináherslur Í-listans þegar kemur að áætluninni og í raun erfitt að átta sig á hvaða línu er verið að fylgja. Sá losarabragur sem sjá má af því að 6. nóvember eru ekki einu sinni lögð fram eiginleg frumdrög að fjárhagsáætlun heldu miklu frekar hugmyndalisti sem gerir ráð fyrir 200 m.kr. hallarekstri og stórauknum útgjöldum á sama tíma og miklar fjárfestingar liggja fyrir."

Drög að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015 eru lagðar fram til kynningar.

 

   

12.

2014100026 - Rannsóknir í fiskeldi

 

Kristján Andri Guðjónsson, forseti bæjarstjórnar, óskar eftir að tillaga bæjarfulltrúa bæjarstjórnar, um bókun vegna opinberra starfa í fiskeldi, verði tekin á dagskrá með afbrigðum.
Kristján Andri Guðjónsson, forseti, leitar eftir samþykki fundarmanna um að taka málið á dagskrá með afbrigðum. Fundarmenn samþykkja það 9-0.

Bæjarfulltrúar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar bera fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar krefst þess að staðið verði við þau fyrirheit að sérfræðistörf tengd fiskeldi verði staðsett á Ísafirði.
Starfsstöð Fiskistofu á Ísafirði hefur verið mannlaus frá því á áramótum þrátt fyrir fyrirheit Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að hann telji að opinber starfsemi tengd fiskeldi eigi að vera staðsett á Ísafirði. Það á ekki að skipta máli hvort að starfstöð með áherslu fiskeldi starfi undir merkjum Fiskistofu eða Matvælastofnunar, heldur hlýtur nálægð við atvinnugreinina að vega þyngra. Það eru gríðarleg vonbrigði að sjá starf fagsviðsstjóra í fiskeldi vera auglýst til umsóknar á Selfossi og er í algjörri andstöðu við það sem ráðherra hefur boðað.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vill ítreka fyrri áskorun sína til Alþingis og ríkisstjórnar Íslands frá því 17.janúar sl. þar sem bent er á mikilvægi þess að uppbygging í tengslum við fiskeldi, hvort sem það eru rannsóknir, eftirlit eða menntun verði byggð upp á Ísafirði, enda ljóst að umfangsmikil starfsemi er nú þegar í fiskeldi á svæðinu og er fyrirsjáanleg mikil aukning í náinni framtíð."

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Jónas Þór Birgisson.

Forseti ber tillögu bæjarfulltrúa bæjarstjórnar til atkvæða.

Tillaga bæjarfulltrúa bæjarstjórnar staðfest 9-0.

 

   

13.

1410011F - Bæjarráð 27/10

 

859. fundur

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin er í fimmtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

14.

1410008F - Bæjarráð 20/10

 

858. fundur

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

15.

1410013F - Bæjarráð 3/11

 

860. fundur

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin er í fimmtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

16.

1410012F - Félagsmálanefnd 28/10

 

392. fundur

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Gunnhildur Elíasdóttir, Daníel Jakobsson og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

17.

1410010F - Hafnarstjórn 21/10

 

174. fundur

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, og Kristín Hálfdánsdóttir.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

18.

1410005F - Íþrótta- og tómstundanefnd 15/10

 

150. fundur

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

19.

2014080051 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis 29/10

 

40. fundur

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Kristín Hálfdánsdóttir.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

20.

1410009F - Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu 27/10

 

3. fundur

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

21.

1410004F - Skipulags- og mannvirkjanefnd 22/10

 

421. fundur

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, og Sigurður Hreinsson.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

22.

2011030002 - Íbúasamtökin átak 29/4

 

Aðalfundur 2014

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Gunnhildur Elíasdóttir.

Fundargerð Íbúasamtakanna Átaks lögð fram til kynningar.

 

   

23.

2011030002 - Hverfisráð Holta- og Tunguhverfis 20/10

 

1. fundur

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerð Hverfisráðs Holta- og Tunguhverfis lögð fram til kynningar.

 

   

24.

2011030002 - Hverfisráð Eyrar og Efri bæjar 21/10

 

1. fundur

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerð Hverfisráðs Eyrar og efri bæjar lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:25

 

 

Kristján Andri Guðjónsson

 

Jónas Þór Birgisson

Arna Lára Jónsdóttir

 

Daníel Jakobsson

Marzellíus Sveinbjörnsson

 

Sigurður Jón Hreinsson

Kristín Hálfdánsdóttir

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

Gunnar Jónsson

 

Gísli Halldór Halldórsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?