Bæjarstjórn - 350. fundur - 16. október 2014

 

 

Dagskrá:

1.

2012110034 - Endurskoðun erindisbréfa

 

Lagðar eru fram tillögur að erindisbréfum skipulags- og mannvirkjanefndar og umhverfis- og framkvæmdanefndar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillögu að erindisbréfi skipulags- og mannvirkjanefndar til atkvæða með þeirri breytingu að í kaflanum um starfsmannamál skuli standa "til bæjarstjóra" en ekki "til bæjarstjórnar".
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9-0.

Forseti ber tillögu að erindisbréfi umhverfis- og framkvæmdanefndar til atkvæða með þeirri breytingu að í kaflanum um starfsmannamál skuli standa "til bæjarstjóra" en ekki "til bæjarstjórnar".
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9-0.

 

   

2.

2012120018 - Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar

 

Lögð er fram tillaga að breyttum samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, vegna breytinga á nefndum sveitarfélagsins.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, leggur til að fresta afgreiðslu bæjarmálasamþykkta vegna fyrirhugaðra breytinga á atvinnumálanefnd.

Nanný Arna Guðmundsdóttir ber tillögu bæjarstjóra til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9-0.

 

   

3.

2011070026 - Setning siðareglna kjörinna fulltrúa

 

Lögð er fram tillaga að siðareglum kjörinna fulltrúa Ísafjarðarbæjar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Gunnar Jónsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, Arna Lára Jónsdóttir og Jónas Þór Birgisson.

Gísli Halldór Halldórsson lagði til að bæjarstjóra yrði falið að skoða reglurnar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Forseti bar tillögu bæjarstjóra til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkti tillöguna 9-0.

 

   

4.

2014060030 - Breyting á lögreglulögum og sýslumannsumdæmum

 

Lögð eru fram drög að ályktun vegna breytinga á lögreglulögum og sýslumannsumdæmum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Jónas Þór Birgisson, Gunnar Jónsson, Sigurður Hreinsson.

Tillaga forseta að ályktun:
"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ítrekar þá skoðun sína að aðsetur sýslumanns og lögreglustjóra verði í Ísafjarðarbæ. Það er til þess fallið að draga úr vægi Ísafjarðarbæjar sem höfuðstaðar Vestfjarða og styrk þeirra stofnana sem um ræðir að þessir mikilvægu embættismenn verði ekki til staðar. Flutningur verkefna innan Vestfjarða er ekki líklegur til að styrkja byggðir svæðisins. Eins og samgöngumálum er háttað á Vestfjörðum, þar sem ekki er fært milli suður- og norðursvæða Vestfjarða stærstan hluta ársins, er eðlilegt að sömu sjónarmið verði lögð til grundvallar eins og t.d. í Vestmannaeyjum og sérstök embætti verði staðsett á Patreksfirði."

Kristín Hálfdánsdóttir leggur til breytingartillögu að ályktuninni þannig að síðasta verði felld út úr ályktuninni og ályktunin verði svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ítrekar þá skoðun sína að aðsetur sýslumanns og lögreglustjóra verði í Ísafjarðarbæ. Það er til þess fallið að draga úr vægi Ísafjarðarbæjar sem höfuðstaðar Vestfjarða og styrk þeirra stofnana sem um ræðir að þessir mikilvægu embættismenn verði ekki til staðar. Flutningur verkefna innan Vestfjarða er ekki líklegur til að styrkja byggðir svæðisins."

Forseti bar tillögu Kristínar Hálfdánsdóttur til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkti tillöguna 8-0.

Forseti bar ályktunina með breytingum Kristínar Hálfdánsdóttur til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkti ályktunina 7-1. Gunnar Jónsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.

 

 

 

 

5.

1410001F - Bæjarráð 6/10

 

856. fundur

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Hreinsson og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

6.

1410003F - Bæjarráð 13/10

 

857. fundur

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin er í 17 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

7.

1409015F - Fræðslunefnd 2/10

 

349. fundur

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

8.

1409017F - Félagsmálanefnd 30/9

 

391. fundur

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

9.

1409006F - Skipulags- og mannvirkjanefnd 8/10

 

420. fundur

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

10.

1410002F - Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál 9/10

 

4. fundur

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Gunnar Jónsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gunnhildur Elíasdóttir, Jónas Þór Birgisson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Gunnhildur Elíasdóttir, Gísli Halldór Halldórsson og Sigurður Hreinsson.

Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:23

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Jónas Þór Birgisson

Arna Lára Jónsdóttir

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Sigurður Jón Hreinsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Gunnar Jónsson

Martha Kristín Pálmadóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?