Bæjarstjórn - 348. fundur - 18. september 2014

 

 

Dagskrá:

1.

2014090004 - I. tillaga - Deiliskipulag - Mjósund

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd, 418. fundur.
Tekin fyrir deiliskipulagslýsing fyrir Mjósund, unnin af Teiknistofunni Eik, dags ágúst 2014.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagslýsingin verði send til umsagnar til hagsmunaaðila og kynnt almenningi.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, ber tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar til atkvæða.

Tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkt 9-0.

 

   

2.

2013060014 - II. tillaga - Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting.

 

Skipulags- og mannvirkjanefndar, 418. fundur.
Tekin fyrir skipulags- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020 dags 2. september.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsing verði send til umsagnar og kynnt almenningi. Jafnframt samþykkir nefndin að lýsingin verði send til umsagnar skipulagshópa sem tóku þátt við gerð Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Nefndin leggur jafnframt til að nefndir bæjarins fái lýsinguna til umfjöllunar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson og Sigurður Hreinsson.

Sigurður Hreinsson leggur fram þá breytingartillögu að málinu sé frestað til næsta fundar bæjarstjórnar.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, ber breytingartillöguna til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 9-0.

 

   

3.

2011100054 - III. tillaga - Stafræn smiðja (Fab Lab)

 

Bæjarráð, 853. fundur, 15. september 2014.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samstarfssamningur milli Menntaskólans á Ísafirði, Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um Fab Lab.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Daníel Jakobsson, Kristján Andri Guðjónsson

Arna Lára Jónsdóttir vék af fundi undir þessum lið dagskrár.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.

Að lokinni afgreiðslu þessa liðar dagskrár kom Arna Lára Jónsdóttir aftur til fundarins.

 

   

4.

2014020030 - IV. tillaga - Nefndarmenn 2014

 

Lagður er fram tölvupóstur Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa, frá 10. september sl., með tilnefningum framsóknarflokksins á áheyrnarfulltrúum og vara áheyrnarfulltrúum í nefndir Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilnefndir áheyrnarfulltrúar verði staðfestir.

43. gr. samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar er svohljóðandi:

"Áheyrnarfulltrúar.
Framboðsaðila sem fulltrúa á í bæjarstjórn en ekki hefur fengið kjörinn fulltrúa í fastanefnd er heimilt að tilnefna áheyrnarfulltrúa til til þátttöku á fundum nefnda að undanskilinni barnaverndarnefnd. Um áheyrnarfulltrúa á fundum nefnda gilda sömu þagnarskylduákvæði laga og eiga við um aðra nefndarmenn. Áheyrnarfulltrúi og varaáheyrnarfulltrúi skulu fullnægja kjörgengisskilyrðum í viðkomandi nefnd."

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson og Kristján Andri Guðjónsson.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, bar nafn hvers og eins áheyrnarfulltrúa og varamanns áheyrnarfulltrúa upp og samþykki fyrir honum.

Fræðslunefnd: Elísabet Samúelsdóttir og til vara Sigfús Fossdal
Tillaga framsóknarflokksins samþykkt 9-0.

Félagsmálanefnd: Sólveig Guðnadóttir og til vara Kristjana Sigurðardóttir
Tillaga framsóknarflokksins samþykkt 9-0.

Nefnd um umhverfis ? og framkvæmdamál: Helga Dóra Kristjánsdóttir og til vara Jón Reynir Sigurðsson
Tillaga framsóknarflokksins samþykkt 9-0.

Skipulags- og mannvirkjanefnd: Jón Sigmundsson og til vara Geir Sigurðsson
Tillaga framsóknarflokksins samþykkt 9-0.

Hafnarstjórn: Gísli Jón Kristjánsson og til vara Marzellíus Sveinbjörnsson
Tillaga framsóknarflokksins samþykkt 7-0. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Íþrótta- og tómstundanefnd: Guðrún Karlsdóttir, og til vara Jón Sigmundsson.
Tillaga framsóknarflokksins samþykkt 9-0.

Nefnd um Íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu: Sólveig Guðnadóttir, og til vara Helga Dóra Kristjánsdóttir
Tillaga framsóknarflokksins samþykkt 9-0.

 

   

5.

2014090032 - V. tillaga - Tjaldsvæði Tungudalur 2015

 

Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál leggur til að rekstur tjaldsvæðisins verði boðinn út að nýju í vor.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að rekstur tjaldsvæðisins verði boðinn út fyrir sumarið 2015.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

   

6.

2012110034 - VI. tillaga - Endurskoðun erindisbréfs félagsmálanefndar

 

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir félagsmálanefnd en í drögunum er búið að gera breytingar í samræmi við umræður á síðasta fundi nefndarinnar.
Smávægilegar breytingar voru gerðar á erindisbréfinu á fundinum. Félagsmálanefnd vísar erindisbréfinu til bæjarstjórnar og leggur til að það verði samþykkt með áorðnum breytingum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, leggur til að drög að erindisbréfi félagsmálanefndar verði samþykkt.

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

 

 

 

7.

2014020125 - VII. tillaga - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014

 

Bæjarráð leggur til að viðauki verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar. Viðauki nr. 17 vegna kaupa Hafna Ísafjarðarbæjar á skotbómulyftara er lagður fram til samþykktar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

   

8.

2014020125 - VIII. tillaga - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014

 

Bæjarráð leggur til að viðauki verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar. Viðauki nr. 18 vegna leiðréttingar á afsláttum og styrkjum á móti fasteignaskatti, er lagður fram til samþykktar.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

   

9.

2014020125 - IX. tillaga - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014

 

Bæjarráð leggur til að viðauki verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar. Viðauki nr. 19 vegna leiðréttingar á vinnufatnaði og fasteignagjöldum á Hlíf, er lagður fram til samþykktar.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

   

10.

2014080071 - X. tillaga - fulltrúar á fjórðungsþingi Vestfirðinga

 

Bæjarstjóri leggur til að allir bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar verði fulltrúar sveitarfélagsins á Fjórðungsþingi og að varabæjarfulltrúar verði varamenn þeirra á sama hátt og í bæjarstjórn. Hver þingfulltrúi skal fara með níunda hluta atkvæða Ísafjarðarbæjar.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, ber tillögu bæjarstjóra til atkvæða.

Tillaga bæjarstjóra samþykkt 9-0.

 

 

 

 

11.

2014080066 - Sambandsleysi Vestfjarða

 

Tillaga bæjarstjóra að ályktun:
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir ánægju yfir þeim skilningi sem alþingismenn og ráðamenn þjóðarinnar hafa sýnt í umræðum um nauðsyn úrbóta í fjarskiptamálum á Vestfjörðum. Brýn nauðsyn er til og góðar vonir að þessi skilningur verði ekki aðeins í orði kveðnu heldur fylgi efndir strax á næsta ári. Fjarskiptaumhverfi Vestfirðinga eins og það er í dag er ekki aðeins efnahagslega skaðlegt samfélaginu heldur beinlínis hættulegt ef neyð skapast. Eina raunhæfa úrbótin er hringtenging ljósleiðara á Vestfjörðum tafarlaust og sambærileg hringtenging raforku um Ísafjarðardjúp eins fljótt og kostur er.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, ber tillögu bæjarstjóra til atkvæða.

Tillaga bæjarstjóra samþykkt 9-0.

 

   

12.

1409002F - Bæjarráð - 852. fundur 8/9

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin er í 12 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

13.

1409008F - Bæjarráð - 853. fundur 15/9

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin er í 14 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

14.

1409004F - Félagsmálanefnd - 390. fundur 8/9

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

15.

1409001F - Fræðslunefnd - 348. fundur 4/9

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

16.

1409009F - Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 2. fundur 12/9

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

17.

1409007F - Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál - 2. fundur 11/9

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

18.

1409003F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 149. fundur 3/9

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Kristján Andri Guðjónsson.

Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

19.

1407004F - Skipulags- og mannvirkjanefnd - 418. fundur 3/9

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:03

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Sigurður Jón Hreinsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?