Bæjarstjórn - 339. fundur - 20. febrúar 2014

 

 

Dagskrá:

 

I Tillaga frá 829. fundi bæjarráðs Áhaldahúsið Flateyri
II Tillaga frá 829. fundi bæjarráðs Hvetjandi
III Tillaga frá 408. fundi umhverfisnefndar Afnotasamningur „land í fóstur“
IV Tillaga frá 408. fundi umhverfisnefndar Stækkun á golfvelli í Tungudal
V Tillaga frá 408. fundi umhverfisnefndar Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf.
VI Tillaga frá 408. fundi umhverfisnefndar Deiliskipulag á Ingjaldssandi
VII Tillaga frá 408. fundi umhverfisnefndar Deiliskipulag í Reykjanesi
VIII Tillaga frá 408. fundi umhverfisnefndar

Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla,

framkvæmdaleyfi

IX

Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og

stofnana 2015-2017

Seinni umræða
X Bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar Seinni umræða
XI Súðavíkurhlíðin Ályktun
XII Fundargerð(ir) bæjarráðs 10/2 og 17/2
XIII " félagsmálanefndar 11/2
XIV " fræðslunefndar 15/1
XV " umhverfisnefndar 12/2 og 18/2

 

 

I.              Tillaga til 339. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. febrúar 2014.

          Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Bæjarráð, 829. fundur 20. janúar 2014.

3.    Áhaldahúsið á Flateyri. 2012-01-0022.

„Bæjarstjóri gerir grein fyrir beiðni björgunarsveitar um að fá að eignast húsið.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að afhenda Slysavarnarfélaginu á Flateyri, helminginn af Túngötu 7, Flateyri.“ 

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

II.           Tillaga til 339. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. febrúar 2014. 

Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson og Jóna Benediktsdóttir

 

Bæjarráð, 829. fundur 17. febrúar 2014.

  1. 6.      Hvetjandi. 2014-02-0061.

„Lagt er fram minnisblað Shirans Þórissonar, framkvæmdastjóra Hvetjanda, dags. 11. febrúar 2014, um að taka þátt í hlutafjáraukningu í Hvetjanda að fjárhæð kr. 20.000.000,- merkt trúnaðarmál.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindi Hvetjanda um að Ísafjarðarbær auki hlutafé sitt í Hvetjanda um kr. 20.000.000,- á genginu 1.“

 

Jóna Benediktsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Í-listans:

„Í listinn fagnar því að nú eigi að auka hlutafé í Hvetjanda og treystir því að það verði atvinnulífinu á svæðinu til hagsbóta.  Mikilvægt er að Vestfirskt atvinnulíf hafi öflugan fjárfestingasjóð að leita í og í ljósi þess að Hvetjandi fer með almannafé er mikilvægt að bæjarráð sé upplýst reglulega um gang mála.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

 

III.        Tillaga til 339. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. febrúar 2014.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Umhverfisnefnd, 408. fundur 18. febrúar 2014

1.      Afnotasamningur „land í fóstur“. 2014-02-0059.

„Lögð fram tillaga að afnotasamningi frá byggingarfulltrúa sem gerir ráð fyrir að hægt sé að taka svæði í "fóstur". Umrætt svæði verður úthlutað með kvöðum um að afnotin séu eingöngu til uppgræðslu og/eða snyrtingar. Samningurinn er til 5 ára með framlengingarákvæði til fimm ára enda verði samningnum ekki sagt upp.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirmynd afnotasamnings verði samþykkt.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillögu umhverfisnefndar til atkvæða.

Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

IV.        Tillaga til 339. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. febrúar 2014.

          Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Umhverfisnefnd, 408. fundur 18. febrúar 2014

4.      Stækkun á golfvelli í Tungudal. 2014-02-0059.

Lagt fram bréf Tryggva Sigtryggssonar fh. stjórnar Golfklúbbs Ísafjarðar dags. 28. janúar 2014 þar sem sótt er um stækkun á golfvelli skv. teikningu og greinargerð Hannesar Þorsteinssonar golfvallararkitekts.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Golfklúbbur Ísafjarðar fái heimild til að stækka golfvöllinn eins og fram kemur í umsókninni.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillögu umhverfisnefndar til atkvæða.

Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.

 

V.           Tillaga til 339. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. febrúar 2014.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Umhverfisnefnd, 408. fundur 18. febrúar 2014

7.      Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf. 2012-03-0012.

„Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 27. desember 2013 þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á því hvort og á hvaða forsendum 4.000 tonna framleiðsluaukning á regnbogasilungi Dýrfisks í Ísafjarðardjúpi við Snæfjallaströnd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Erindinu var frestað á síðasta fundi umhverfisnefndar.

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar telur miður að enga stefnumörkun stjórnvalda er að finna um sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi fremur en annarsstaðar. Sérstaklega er þetta slæmt í ljósi þess að sveitarfélögin hafa ekki skipulagsvald yfir aðliggjandi strandsvæðum, fjörðum og flóum. Gerð nýtingaráætlunar fyrir Ísafjarðardjúp á vegum sveitarfélaga við Ísafjarðardjúp er reyndar hafin, fjárskortur kemur hinsvegar í veg fyrir að hægt sé að halda henni áfram og því ekki útlit fyrir að henni ljúki á allra næstu árum. Slík nýtingaráætlun hefur ekki lögformlegt gildi eins og þyrfti að vera, þó hún sé vissulega stefnumarkandi og sveitarfélögum og atvinnulífi til mikils gagns. Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt er að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu. Ef svo væri má jafnvel gera ráð fyrir að nýtingaráætlun fyrir Ísafjarðardjúp væri þegar lokið. Sú skoðun umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar og bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að sveitarstjórnir skuli hafa ákvörðunarrétt í máli sem þessu hefur margsinnis komið fram, t.d. varðandi leyfisveitingar til fiskeldis á Vestfjörðum, sem nú er í örum vexti. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki gert breytingar sem tryggja raunhæfa aðkomu sveitarstjórna að slíkum málum.

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar telur sig ekki hafa forsendur til að krefjast þess að fyrirhugað eldi sæti mati á umhverfisáhrifum m.t.t. 3. viðauka laga númer 106/2000. Þó er mikilvægt í ljósi greinar 1.v. í 3. viðauka laganna, m.a. með tilliti til ofangreinds ágalla á íslenskri stjórnsýslu að því er varðar stefnumörkun á strandsvæðum utan netlaga, að gerð verði ítarleg grein fyrir áhrifum þeim sem eldið kann að hafa á hefðbundna nýtingu svæðisins s.s. fiskveiðar, rækjuveiðar og ýmsa hlunnindanýtingu og að haft verði samráð við þá nýtingaraðila um tilhögun eldisins. Jafnframt er nauðsynlegt að gert verði hættumat og viðbragðsáætlanir um viðbrögð við slysasleppingum laxfiska vegna laxveiðiánna við Ísafjarðardjúp.

Hagnýting fjarða og flóa við strendur Íslands er mjög vandasamt og flókið mál sem þarfnast víðtæks undirbúnings og samstarfs áður en til ákvarðana kemur. Verkefni Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem nú er unnið að og lýtur að hagnýtingu strandsvæða á Vestfjörðum, er enn á frumstigum, en við verkefnið eru bundnar miklar vonir, sem auðvelda munu ákvarðanatöku í slíkum málum í framtíðinni.
Meðan nýtingaráætlun liggur ekki fyrir í Ísafjarðardjúpi er æskilegt að leyfi séu ekki veitt til of langs tíma og að komið verði í veg fyrir að hefðarréttur geti myndast á fiskeldisleyfum. Í því samhengi má til framtíðar benda á möguleika þessa að stýra eftirspurn í leyfi með leyfisgjöldum.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber umsögn umhverfisnefndar til staðfestingar.

Umsögnin staðfest 9-0.

 

VI.        Tillaga til 339. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. febrúar 2014.

          Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Umhverfisnefnd, 408. fundur 18. febrúar 2014

9.      Deiliskipulag á Ingjaldssandi. 2011-09-0100.

„Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags á Ingjaldssandi er liðinn, ein athugasemd barst við tillöguna, frá Guðmundi Ásvaldssyni dags. 20. janúar 2014.
Erindinu var frestað á síðasta fundi umhverfisnefndar.

Umhverfisnefnd bendir á að í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 er gert ráð fyrir frístundahúsum á Ingjaldssandi og því er deiliskipulagið í samræmi við aðalskipulag. Það verður nánar tekið á útliti húsa við afgreiðslu byggingarleyfis þar sem uppbygging frístundahúsa eigi ekki að skerða sérstöðu svæðisins.

Landeigendur Álfadals og Ástúns hafa gert með sér samkomulag um skiptingu lands þar sem fyrirhuguð frístundabyggð er staðsett, sjá samkomulag dags. 11. september 2013 undirritað af landeigendum.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag í landi Álfadals og Hrauns (Svæði F29, F30, F31 og F32)verði samþykkt óbreytt.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillögu umhverfisnefndar til atkvæða.

Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.

 

 

VII.     Tillaga til 339. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. febrúar 2014.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti og Gísli Halldór Halldórsson.

 

Umhverfisnefnd, 408. fundur 18. febrúar 2014

10.  Deiliskipulag í Reykjanesi. 2011-03-0164.

"Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags í Reykjanesi er liðinn. Tvær athugasemdir bárust, frá Ragnheiði Hákonardóttur dags. 25. janúar 2014 og frá Margréti Karlsdóttur dags. 21. janúar 2014.
Erindinu var frestað á síðasta fundi umhverfisnefndar.

Svör við athugasemdum eru í minnisblaði dags. 18. febrúar 2014 og staðfest af nefndarmönnum er fylgiskjal með fundargerð þessari.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að neðangreindar breytingar verði gerðar á deiliskipulagi í Reykjanesi.
Að kvöð um göngustíg í gegnum lóð merkt S1, Hveravík verði felld út.
Lóð Þ2a og Þ2b verði skráðar sem tvær lóðir í greinargerð.
Umhverfisnefnd leggur jafnframt til við bæjarstjórn að minnisblaðið verði sent sveitarstjórn Súðavíkurhrepps sem álit bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillögu umhverfisnefndar til atkvæða.

Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

VIII.  Tillaga til 339. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. febrúar 2014.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti og Gísli Halldór Halldórsson.

 

Umhverfisnefnd, 408. fundur 18. febrúar 2014.

11.  Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla. 2013-03-0023.

„Lagt fram minnisblað frá Teiknistofunni Eik, ódagsett. þar sem fjallað er um ásýnd og ímynd svæðisins.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að ÍAV verði heimilt að taka efni í Seljalandsmúla, allt að 30.000 rúmmetrum.
Mikilvægt er að uppgræðsla fylgi ekki ytri mörkum námunnar, heldur nái til alls raskaða svæðisins, hvort sem raskið er nýtt eða gamalt. Frágangurinn ætti einnig að vera í samræmi við áætlaðan frágang varnargarðsins og mynda eðlilegt framhald af honum. Trjágróður ætti að miðast við innlendar tegundir, s.s. birki, gul-, og loðvíði og jafnvel stöku reynitré. Mikilvægt er að ekki séu notaðar tegundir sem eru ólíkar aðliggjandi gróðri og skeri sig þannig úr landslaginu. Einnig er mikilvægt að ekki séu nýttar ágengar tegundir sem geta raskað gróðri á aðliggjandi svæði.
Aðstæður til uppgræðslu á aðliggjandi varnargarði eru fremur erfiðar. Aðstæður á námusvæðinu ættu að vera betri, bæði þar sem svæðið hallar í hásuður og er hluti af fjallshlíðinni þannig að aðrennsli vatns ætti að vera til staðar að einhverju leiti. Líklegt er að helstu vandamál við uppgræðslu varnargarðsins sé vatnsskortur.
Miðað við fyrirliggjandi tillögu um efnisnám, skapast nægt rými fyrir áningarstað með bílastæðum. Meðfylgjandi hugmynd sýnir 7 bílastæði, þar af eitt fyrir hreyfihamlaða, en staðurinn er um 100 m frá gangaopinu. Göngustígur er sýndur upp frá áningarstaðnum að stígum og útivistarsvæðum í nágrenni Skíðheima. Mikilvægt er að námubotninn utan áningarstaðarins verði ekki sléttaður, heldur mótaður þannig að hann svipi til náttúrulegs landslags.
Auk þess telur nefndin mikilvægt að sett verði vegrið á kaflann.“

 

Gísli Halldór Halldórsson leggur til neðangreinda breytingartillögu:

„Bæjarstjóra er falið að ganga til samninga við ÍAV um frágang og efnisgjald.“

 

Albertína F. Elíasdóttir leggur til neðangreinda breytingartillögu aftan við setninguna „Einnig er mikilvægt að ekki séu nýttar ágengar tegundir sem geta raskað gróðri á aðliggjandi svæði.“:

„Jafnframt verði sérstaklega gætt að fornminjum sem liggja á svæðinu og þar sérstaklega járnbrautateinum sem þekktir eru.“

 

Albertína F. Elíasdóttir leggur fram breytingatillögu Gísla Halldórs Halldórssonar til atkvæða.

Breytingartillaga Gísla Halldórs Halldórssonar samþykkt 9-0.

 

Albertína F. Elíasdóttir leggur fram breytingartillögu forseta til atkvæða.

Breytingartillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Albertína F. Elíasdóttir leggur fram tillögu umhverfisnefndar til atkvæða.

Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

IX.        Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar 2015-2017. Seinni umræða. 2013-06-0033.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir og Jóna Benediktsdóttir.

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti, lagði til við bæjarstjórn að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans, eins og hún liggur nú fyrir, verði samþykkt.

 

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

X.           Bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar. 2012-12-0018.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari, Jóna Benediktsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, Arna Lára Jónsdóttir og Lína Björg Tryggvadóttir.

 

Jóna Benediktsdóttir leggur fram neðangreindar breytingartillögur við 31. gr. bæjarmálasamþykktarinnar fyrir hönd Í-listans:

  1. Að áheyrnarfulltrúi skuli hafa málfrelsi og tillögurétt og að samsvarandi breytingar séu gerðar á 31. gr. samþykktanna.
  2. Að áheyrnarfulltrúi skuli hafa málfrelsi og tillögurétt, nema aukinn meirihluti bæjarstjórnar ákveði annað og að samsvarandi breytingar séu gerðar á 31. gr. samþykktanna.

 

Albertína F. Elíasdóttir leggur fram breytingartillögu 1. Í-listans til atkvæða.

Breytingartillaga felld 5-4.

 

Albertína F. Elíasdóttir leggur fram breytingartillögu 2. Í-listans til atkvæða.

Breytingartillaga felld 5-4.

 

Forseti lagði til að bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar í heild sinni, eins og hún liggur nú fyrir, verði samþykkt.

Tillagan forseta samþykkt 9-0.

 

XI.        Súðavíkurhlíðin.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson,

 

Fyrir fundinum liggur svohljóðandi tillaga að ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar:

 

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á stjórnvöld að ráðast strax í úrbætur á veginum um Súðavíkurhlíð samhliða því að Súðavíkurgöngum verði komið á langtímasamgönguáætlun.

Súðavíkurhlíð tengir saman sveitarfélögin Súðavík, Ísafjarðarbæ og Bolungarvík og er jafnframt lífæð þeirra við umheiminn. Snjóflóð og grjóthrun eru algeng á þessum hættulega vegi, en um hann fer meginhluti vöru- og fólksflutninga til og frá svæðinu.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur áríðandi að hefjast strax handa við vegbætur um Súðavíkurhlíð ásamt því að byggja vegskála og snjóvarnir þannig halda megi veginum opnum í vondum veðrum og íbúar geti ekið þar óhultir.

Jafnframt ítrekar bæjarstjórn að algjörlega óviðunandi er að vegurinn frá Ísafjarðarbæ til Reykjavíkur sé ekki mokaður daglega, heldur einungis 6 daga vikunnar og því lokað á laugardögum.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti, leggur fram neðangreinda breytingartillögu, sem lítur að því að breytingartillagan verði samþykkt skipt í tvær ályktanir:

 

„Ályktun A:

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á stjórnvöld að ráðast strax í úrbætur á veginum um Súðavíkurhlíð samhliða því að Súðavíkurgöngum verði komið á samgönguáætlun.

Súðavíkurhlíð tengir saman sveitarfélögin Súðavík, Ísafjarðarbæ og Bolungarvík og er jafnframt lífæð þeirra við umheiminn. Snjóflóð og grjóthrun eru algeng á þessum hættulega vegi, en um hann fer meginhluti vöru- og fólksflutninga til og frá svæðinu.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur áríðandi að hefjast strax handa við vegbætur um Súðavíkurhlíð ásamt því að byggja vegskála og snjóvarnir þannig halda megi veginum opnum í vondum veðrum og íbúar geti ekið þar óhultir.“

 

Ályktun B:

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur brýnt að farið verði í þær úrbætur sem nauðsynlegar eru til að tryggja lágmarksöryggi vegfarenda á þjóðvegi 61 um Ísafjarðardjúp. Á þessari leið eru hættulegar brattar beygjur og vegir sem ekki rúma tvær bílbreiddir. Tillögur að úrbótum eru til hjá Vegagerðinni og vantar aðeins fjármagn til að hrinda þeim í framkvæmd.

Jafnframt ítrekar bæjarstjórn að algjörlega óviðunandi er að þjóðvegur 61 frá Ísafjarðarbæ til Reykjavíkur sé hvorki mokaður daglega né hálkuvarinn eins nauðsynlegt væri. Taka þarf upp A-reglu í vetrarþjónustu, líkt og tíðkast hjá öðrum landsmönnum, svo að umferðaröryggi sé ásættanlegt á þessari leið, eins og nú háttar er vegurinn ekki mokaður á venjulegum laugardegi.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber breytingartillöguna til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

 

XII.     Fundargerðir bæjarráðs.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

Fundargerðin 10/1. 828. fundur.

Fundargerðin er í sex liðum.

 

Fundargerðin 17/2. 829. fundur.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðirnar lagðar fram kynningar.

 

XIII.  Fundargerð félagsmálanefndar.

            Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 11/2. 385. fundur.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIV.  Fundargerð fræðslunefndar.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti og Jóna Benediktsdóttir.

 

Fundargerðin 15/1. 340. fundur.

Fundargerðin er í einum lið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. XV.     Fundargerðir umhverfisnefndar.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir, Gísli Halldór Halldórsson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Kristín Hálfdánsdóttir.

 

Fundargerðin 12/2. 407. fundur.

Fundargerðin er í átta liðum.

 

Fundargerðin 18/2. 408. fundur.

Fundargerðin er í ellefu liðum.

 

Fundargerðirnar lagðar fram til staðfestingar.

Fundargerðirnar staðfestar 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 18:30.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar

Jóna Benediktsdóttir                                                            

Gísli Halldór Halldórsson

Arna Lára Jónsdóttir                                                            

Steinþór Bragason

Lína Björg Tryggvadóttir                                                     

Guðný Stefanía Stefánsdóttir

Kristján Andri Guðjónsson                                                  

Kristín Hálfdánsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?