Bæjarstjórn - 332. fundur - 17. október 2013

 

 

Fjarverandi aðalfulltrúar. Kristján Andri Guðjónsson, í hans stað Lína Björg Tryggvadóttir.

 

Dagskrá:

 

I Tillaga frá 400. fundi umhverfisnefndar Auglýsing deiliskipulags- og matslýsingar fyrir Dynjanda.
II Tillaga frá 400. fundi umhverfisnefndar Auglýsing deiliskipulagstillögu fyrir Hraun á Ingjaldssandi.
III Tillaga frá 402. fundi umhverfisnefndar Auglýsing deiliskipulagstillögu fyrir Álfadal á Ingjaldssandi.
IV Tillaga frá 402. fundi umhverfisnefndar Vísun deiliskipulagstillögu fyrir Reykjanes til Súðavíkurhr.
V Tillaga frá 402. fundi umhverfisnefndar Vísun deiliskipulagstillögu til úrvinnslu í vinnuhóp.
VI Tillaga B- og D lista Úthlutun fjárframlaga til tónlistarskóla.
VII Tillaga frá Í-lista Framtíð úthafsrækjuveiða og rækjuvinnslu í Ísafjarðarbæ
VIII Tillaga frá Í-lista Niðursk. í málefnum landsbyggðar í fjárlagafrumv. 2014
IX Tímabundið leyfi frá störfum bæjarfulltrúa Bréf Halldórs Halldórssonar og Guðfinnu Hreiðarsdóttur.
X Tillaga frá Í-lista Kosning aðalmanns í íþrótta- og tómstundanefnd.
XI Fjárhagsáætlun - gjaldskrár 2014 Samantekt upplýsingafulltrúa.
XII Fundargerð(ir) Almannavarnanefndar 27/9 og 28/9.
XIII " Bæjarráðs 23/9, 30/9, 8/10 og 14/10.
XIV " Félagsmálanefndar 8/10.
XV " Fræðslunefndar 24/9.
XVI " Hafnarstjórnar 30/9.
XVII " Nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 3/10.
XVIII " Nefndar um sorpmál 2/10.
XIX " Umhverfisnefndar 25/9, 2/10 og 9/10.

 

I. Tillaga til 332. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 17. október 2013.

Til máls tók Albertína Elíasdóttir, forseti.

 

Umhverfisnefnd, 400. fundur 25. september 2013.

2

2012100060 - Dynjandi 2013

 

Lögð fram deiliskipulags- og matslýsing dagsett í september 2013 unnin af Landform.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulags- og matslýsingin verði auglýst.

Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

II. Tillaga til 332. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 17. október 2013.

Til máls tók Albertína Elíasdóttir, forseti.

 

Umhverfisnefnd, 400. fundur 25. september 2013.

4

2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi.

 

Lögð fram deiliskipulagstillaga Álfadals, Hrauns og Nesdals á Ingjaldssandi, svæði F27, F29, F30, F31 og F32 ásamt uppdrætti dags 11.09.2013 af landamerkjum milli Álfadals og Ástúns.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan fyrir Hraun verði auglýst.

 

Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

III.  Tillaga til 332. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 17. október 2013.

Til máls tók Albertína Elíasdóttir, forseti.

 

Umhverfisnefnd, 402. fundur 25. september 2013.

5.

2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi.

 

Lögð fram ný deiliskipulagstillaga af Álfadal svæði F32 við Vonarland á Ingjaldssandi.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst í stað fyrri deiliskipulagstillögu, þar sem fyrir liggja nýjar upplýsingar frá Veðurstofu Íslands um hættumatslínur.

Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

IV. Tillaga til 332. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 17. október 2013.

Til máls tók Albertína Elíasdóttir, forseti.

 

Umhverfisnefnd, 402. fundur 25. september 2013.

 

6.

2011030164 - Deiliskipulag í Reykjanesi.

 

Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 11. september sl.
Bæjarráð gerði ekki athugasemd við erindið á fundi sínum 23. september sl.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn, að deiliskipulagstillagan verði send til Súðavíkurhrepps til auglýsinga- og athugasemdarferlis.
Umhverfisnefnd óskar eftir að fá athugasemdir, ef fram koma, til umsagnar áður en Súðavíkurhreppur tekur afstöðu til þeirra.
Lína Björg Tryggvadóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

 

Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.

 

V. Tillaga til 332. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 17. október 2013.

Til máls tóku Albertína Elíasdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Umhverfisnefnd, 402. fundur 25. september 2013.

 

7.

2011020060 - Deiliskipulag smáhýsa í Tungudal

 

Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 25. september sl.

 

Umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagstillagan verði send til úrvinnslu í vinnuhóp um deiliskipulag Tungudals og Seljalandsdals.

Magnús Reynir Guðmundsson bókaði eftirfarandi:
Undirritaður telur að samþykkja eigi hugmynd að byggingu smáhýsa í Tungudal. Slík hús yrðu góð viðbót við framboð gistingar á svæðinu bæði sumar og vetur. Það er mikilvægt að taka nýjum hugmyndum um uppbyggingu í bæjarfélaginu fagnandi í stað þess að þvælast stöðugt fyrir með efasemdum og úrtölum. Bæjaryfirvöld þurfa að leita allra ráða til að efla byggðina og taka fagnandi öllum tillögum sem miða að framförum.

 

Gísli Halldór Halldórsson leggur fram svohljóðandi breytingatillögu.

Bæjarstjórn telur smáhýsabyggðina góða hugmynd og óskar eftir því við umhverfisnefnd að farið verði betur yfir deiliskipulagstillöguna og tryggt að hún verði tæk til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar.

Tillaga Gísla H. Halldórssonar samþykkt 8-0.

 

VI. Tillaga til 332. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 17. október 2013.

Til máls tóku Albertína Elíasdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir

 

Tillaga frá bæjarfulltrúum B- og D-lista.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að taka upp úthlutun fjárframlaga til tónlistarskóla með úthlutunarlíkani sem byggir á nemendaígildum. Slík framlög myndu renna til þeirra tónlistarskóla sem hafa viðurkenningu Ísafjarðarbæjar og menntamálaráðuneytisins. Í dag er hér um að ræða Tónlistarskóla Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Megináhersla verður lögð á að styrkja tónlistarnám einstaklinga upp að 20 ára aldri.

Tónlistarskóli Ísafjarðar mun engu að síður halda ýmiskonar sérstöðu sem hann hefur í Ísafjarðarbæ, sem t.d. má sjá í fyrirkomulagi við starfsmannahald skólans og launaumsýslu bæjarskrifstofu fyrir hann.

 

Gísli Halldór Halldórsson lagði fram, fyrir hönd meirihluta, svohljóðandi breytingatillögu.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að taka upp úthlutun fjárframlaga til tónlistarskóla með þjónustusamningum sem byggja á skilgreindum nemendafjölda. Slík framlög myndu renna til þeirra tónlistarskóla sem hafa viðurkenningu Ísafjarðarbæjar og Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samræmi við lög. Í dag er hér um að ræða Tónlistarskóla Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Megináherslan verður lögð á að styrkja tónlistarnám einstaklinga upp að 20 ára aldri.

Tónlistarskóli Ísafjarðar mun engu að síður halda ýmiskonar sérstöðu sem hann hefur í Ísafjarðarbæ, sem t.d. má sjá í fyrirkomulagi við starfsmannahald skólans og launaumsýslu bæjarskrifstofu fyrir hann.

 

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi breytingatillögu við breytingatillögu meirihluta.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að taka upp úthlutun fjárframlaga til tónlistarskóla með þjónustusamningum sem byggja á skilgreindum nemendafjölda . Slík framlög myndu renna til þeirra tónlistarskóla sem hafa viðurkenningu Ísafjarðarbæjar og Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samræmi við lög. Markmiðið með þessari samþykkt er að jafna stöðu tónlistarskóla í Ísafjarðarbæ. Í dag er hér um að ræða Tónlistarskóla Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Megináherslan verður lögð á að styrkja tónlistarnám einstaklinga upp að 20 ára aldri.

 

Breytingatillaga Örnu Láru Jónsdóttur felld 4-3.

Breytingatillaga meirihluta samþykkt 5-0.

 

Jóna Benediktsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram svohljóðandi bókun.

Í-listinn leggst ekki gegn þeirri hugsun sem fram kemur í tillögunni. Kveða hefði þurft fastar að orði um jafnræði skólanna og skýra betur hvernig fjárhagur skólanna muni þróast verði unnið eftir þessari tillögu. Í-listinn situr því hjá við afgreiðslu málsins.

Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Línu Björg Tryggvadóttur, Örnu Láru Jónsdóttur og Sigurði Péturssyni.

 

VII. Tillaga til 332. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 17. október 2013.

Til máls tóku Albertína Elíasdóttir, forseti og Sigurður Pétursson.

 

Tillaga frá bæjarfulltrúum Í-lista.

Framtíð úthafsrækjuveiða og rækjuvinnslu í Ísafjarðarbæ

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hafnar alfarið þeirri leið sem ráðherra sjávarútvegsmála hefur boðað í úthlutun aflamarks í úthafsrækju. Ljóst má vera að verði fyriráætlanir ráðherra samþykktar verði það til stórtjóns rækjuiðnaðarins á Vestfjörðum.

Veiðar á úthafsrækju voru upphaflega byggðar upp að verulegu leyti af rækjuvinnslum við Ísafjarðardjúp á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Þegar aflamark var sett á úthafsrækju var því einungis úthlutað til skipa, en vinnslan fékk enga hlutdeild í því. Á síðustu árum hafa úthafsrækjuveiðar aftur verið byggðar upp að stórum hluta kringum rækjuvinnslur á Vestfjörðum. Í annað sinn ætla stjórnvöld að svipta fyrirtæki og starfsfólk rækjuvinnslunnar á Vestfjörðum afrakstri uppbyggingarinnar. Slíkt er algerlega óásættalegt.

Skynsamlegasta leiðin út úr þeim ógöngum sem stjórnvöld eru komin í varðandi úthlutun veiðiréttar á úthafsrækju er að leigja út veiðiheimildir til þeirra sem byggt hafa upp veiðarnar á síðustu árum og láta arðinn skiptast jafnt á ríkið og sveitarfélög þar sem rækjan er unnin.

 

Tillaga Í-lista samþykkt 9-0.

 

VIII. Tillaga til 332. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 17. október 2013.

Til máls tóku Albertína Elíasdóttir, forseti, Sigurður Pétursson og Guðfinna Hreiðarsdóttir.

 

Tillaga frá bæjarfulltrúum Í-lista.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir undrun og hneykslun á mörgum þeirra tillagna sem fram koma í fjárlagafrumvarpi ríkistjórnarinnar fyrir árið 2014. Andi fjárlagafrumvarpsins er í heild afar andsnúinn íbúum í landsbyggðunum. Má þar nefna orkumál, byggðamál og menningarmál. Bæjarstjórn hvetur alþingismenn til að leiðrétta þann halla gagnvart landsbyggðinni sem fram kemur í frumvarpinu og hvetur ríkisstjórnina til að heiðra sinn eigin stjórnarsáttmála sem lagði allt aðrar áherslur en þær sem birtast í áðurnefndu frumvarpi.

 

Hér skulu nefnd örfá dæmi:

 

Orkumál

Niðurskurður á fjárveitingum til jöfnunar raforku- og húshitunarkostnaðar.

 

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir áskorun Fjórðungsþings Vestfirðinga um að fara að tillögum starfshóps um jöfnun húshitunarkostnaðar, sem starfaði á vegum iðnaðarráðuneytisins og skilaði niðurstöðum í desember 2011 undir nafninu: „Skýrsla starfshóps um breytingar á niðurgreiðslum til húshitunar“ .

 

Sóknaráætlanir landshluta

Stórfelldur niðurskurður á fjárveitingum til Sóknaráætlana landshluta, sem nemur tæpum 400 milljónum og setja í uppnám verkefni út um allt land sem byrjað var á á þessu ári. Tryggja þarf að framlag ríkisvaldsins til sóknaráætlana landshlutanna verði ekki lægra en á yfirstandandi ári, annað er óásættanlegt.

 

Flutningsjöfnun

Flutningsjöfnun til framleiðslufyrirtækja á landbyggðinni var í fyrsta sinn tekin upp á þessu ári. Mikilvægt er að sá stuðningur sem felst í þeirri aðgerð fyrir uppbyggingu í landsbyggðunum haldi áfram.

 

Menningarsamningar

Það er samdóma álit allra sem að málum koma að framkvæmd menningarsamnings ríkisins og sveitarfélaga á Vestfjörðum hafi tekist afar vel. Niðurskurður á fjármagni til menningarsamninga kemur ekki aðeins niður á menningarstofnunum, söfnum og sýningum, heldur einnig þeirri fjölskrúðugu flóru menningarverkefna sem dafnað hefur með stuðningi frá Menningarráði Vestfjarða.

 

Tillaga Í-lista samþykkt 7-0.

 

IX. Tímabundið leyfi frá störfum bæjarfulltrúa. 2013-01-0048.

Til máls tóku Albertína Elíasdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson og Sigurður Pétursson.

 

Guðfinna Hreiðarsdóttir vék af fundi undir þessum lið dagskrár og í hennar stað kom Steinþór Bragason.

 

Lögð fram bréf Halldórs Halldórssonar og Guðfinnu Hreiðarsdóttur, bæði dagsett 10. október sl., þar sem þau óska eftir heimild bæjarstjórnar til að víkja tímabundið frá störfum bæjarfulltrúa, en þau þurfa um stundarsakir að flytja lögheimili sitt úr sveitarfélaginu.

 

Bæjarstjórn samþykkir beiðni Halldórs Halldórssonar og Guðfinnu Hreiðarsdóttur 8-0.

 

Viðaukatillaga frá bæjarfulltrúum D-lista.

Á meðan Guðfinna Hreiðarsdóttir víkur úr bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skal Kristín Hálfdánsdóttir bæjarfulltrúi taka sæti sem varamaður í bæjarráði.

 

Tillaga D-lista samþykkt 9-0.

 

X. Tillaga til 332. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 17. október 2013. 2013-01-0048.

Til máls tók Albertína Elíasdóttir, forseti.

 

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu.

Tillaga Í-lista um aðalmann í íþrótta- og tómstundanefnd.

Bragi R. Axelsson, Ísafirði, sem aðalmaður í stað Dags Hákons Rafnssonar.

 

Tillaga Í-lista samþykkt 9-0.

 

XI.  Fjárhagsáætlun – gjaldskrár 2014. 2013-06-0033.

Til máls tók Albertína Elíasdóttir, forseti.

 

Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, dagsett 15. október sl., ásamt samantekt yfir ferli gjaldskráa í nefndum og þær breytingar sem hafa átt sér stað á gjaldskránum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

XII. Almannavarnanefnd.

Til máls tók Albertína Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 27/9. 18. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 28/9. 19. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIII. Bæjarráð.

Til máls tóku Albertína Elíasdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, Sigurður Pétursson, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Jóna Benediktsdóttir.

 

Fundargerðin 23/9. 810. fundur.

Fundargerðin er í tíu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 30/9. 811. fundur.

Fundargerðin er í tíu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 8/10. 812. fundur.

Fundargerðin er í nítján liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 14/10. 813. fundur.

Fundargerðin er í tíu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIV. Félagsmálanefnd.

Til máls tók Albertína Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 8/10. 381. fundur.

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XV. Fræðslunefnd.

Til máls tóku Albertína Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, Arna Lára Jónsdóttir,

 

Fundargerðin 24/9. 336. fundur.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

  1. liður. 2013-09-0009. Forseti leggur til að tillögu fræðslunefndar um sumarlokun leikskólanna Sólborgar og Eyrarskjóls verði vísað til bæjarráðs til frekari úrvinnslu. Tillaga forseta samþykkt 9-0.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XVI. Hafnarstjórn.

Til máls tók Albertína Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 30/9. 167. fundur.

Fundargerðin er í tíu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XVII. Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis.

Til máls tók Albertína Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 3/10. 31. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XVIII. Nefnd um sorpmál.

Til máls tóku Albertína Elíasdóttir, forseti, Sigurður Pétursson og Kristín Hálfdánsdóttir.

 

Fundargerðin 2/10. 27. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIX. Umhverfisnefnd.

Til máls tók Albertína Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 25/9. 400. fundur.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin staðfest 9-0.

 

Fundargerðin 2/10. 401. fundur.

Fundargerðin er í einum lið.

Fundargerðin staðfest 9-0.

 

Fundargerðin 9/10. 402. fundur.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðin staðfest 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:15.

 

Hjördís Þráinsdóttir, skjalastjóri.

Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar.

Guðfinna Hreiðarsdóttir.                                                      

Kristín Hálfdánsdóttir.

Guðný Stefanía Stefánsdóttir..                                            

Gísli H. Halldórsson

Lína Björg Tryggvadóttir.                                                    

Sigurður Pétursson.

Jóna Benediktsdóttir.                                                           

Arna Lára Jónsdóttir.

Steinþór Bragason.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?