Bæjarstjórn - 324. fundur - 7. mars 2013
Fjarverandi aðalfulltrúar: Sigurður Pétursson í h. st. Lína Björg Tryggvadóttir. Kristján Andri Guðjónsson í h. st. Benedikt Bjarnason. Eiríkur Finnur Greipsson í h. st. Steinþór Bragason.
Dagskrá:
I | Tillaga frá 784. fundi bæjarráðs | Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll. 2013-02-0010. |
II | Tillaga frá 785. fundi bæjarráðs | Kauptilboð í íbúð að Sindragötu 4, Ísafirði. 2013-01-0072. |
III | Tillaga frá 787. fundi bæjarráðs |
Beiðni um ráðningu þroskaþjálfa við Grunnskólann á Ísafirði. 2013-02-0059. |
IV | Tillaga frá 787. fundi bæjarráðs | Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði. 2013-01-0070. |
V | Tillaga frá 787. fundi bæjarráðs | Sumarlokun leikskóla í Ísafjarðarbæ. 2012-03-0054. |
VI | Tillaga frá 375. fundi félagsmálanefndar | Sérstakar húsaleigubætur. 2007-01-0072. |
VII | Tillaga frá 375. fundi félagsmálanefndar | Fjárhagsaðstoð. 2012-12-0016. |
VIII | Tillaga frá 389. fundi umhverfisnefndar | Umsókn um lóð að Sindragötu 4b, Ísafirði. 2013-02-0001. |
IX | Tillaga frá 389. fundi umhverfisnefndar | Umsókn um lóð á Skeiði 7, Ísafirði. 2013-02-0016. |
X | Fundargerð(ir) | bæjarráðs 11/2., 18/2., 26/2. og 5/3. |
XI | " | félagsmálanefndar 19/2. |
XII | " | fjallskilanefndar 20/2. |
XIII | " | fræðslunefndar 6/2. og 27/2. |
XIV | " | íþrótta og tómstundanefndar 13/2. |
XV | " | starfshóps- um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði 15/2. |
XVI | " |
umhverfisnefndar 13/2. |
XVII | Viðaukatillaga við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2013 | 2012-09-0006. |
I. Tillaga til 324. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. mars 2013.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 784. fundur 11. febrúar 2013.
3. Bréf nefndasviðs Alþingis. - Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll 174. mál. 2013-02-0010.
Lagt fram bréf frá nefndasviði Alþingis dagsett 4. febrúar sl., ásamt tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll 174. mál. Óskað er eftir umsögn um þingsályktunartillöguna fyrir 21. febrúar n.k.
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir þau rök sem fram koma í greinargerð þingsályktunartillögu um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, sérstaklega hvað varðar minni farþegaflugvélar í millilandaflugi og vélar í ferjuflugi, en gríðarlega mikilvægt er upp á flug þessara véla, að útstöðvar séu á suðaustan- og norðvestanverðu landinu, þ.e.a.s. á Höfn í Hornafirði og á Ísafirði.“
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að ofangreind umsögn verði samþykkt.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
II. Tillaga til 324. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. mars 2013.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 785. fundur 18. febrúar 2013.
2. Minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Kauptilboð í íbúð að Sindragötu 4, Ísafirði. 2013-01-0072.
Lagt fram minnisblað Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 12. febrúar sl., er fjallar um kauptilboð er borist hefur í íbúð í eigu Ísafjarðarbæjar að Sindragötu 4, Ísafirði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kauptilboðinu verði tekið með þeim fyrirvara að Ísafjarðarbær hafi forkaupsrétt að íbúðinni og að því gefnu að málefni núverandi íbúa verði leyst með fullnægjandi hætti.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
(2013-01-0004) Einnig leggur bæjarráð til að bæjarstjóra verði falið að leggja fram breytingar á fjárfestingaráætlun ársins 2013 vegna breytinga á húsnæði bæjarins við Pollgötu, Ísafirði.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
III. Tillaga til 324. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. mars 2013.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Jóna Benediktsdóttir.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 787. fundur 4. mars 2013.
4. Minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - Beiðni um ráðningu þroskaþjálfa við Grunnskólann á Ísafirði. 2013-02-0059.
Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 1. mars sl., þar sem gerð er grein fyrir beiðni um ráðningu þroskaþjálfa við Grunnskólann á Ísafirði, út yfirstandandi skólaár. Beiðnin var til umræðu á 329. fundi fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar og þar lagt til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að beiðnin verði samþykkt. Í minnisblaðinu koma fram kostnaðarútreikningar vegna þessa.
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, er mætt á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu fræðslunefndar og leggur til að bæjarstjórn heimili ráðningu þroskaþjálfa við Grunnskólann á Ísafirði í 180 kennslustunda starf á yfirstandandi skólaári. Kostnaði verði vísað til endurskoðunar launaáætlunar á hausti komanda.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
IV. Tillaga til 324. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. mars 2013.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Albertína F. Elíasdóttir.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 787. fundur 4. mars 2013.
5. Minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði. 2013-01-0070.
Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstunda- sviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 1. mars sl., er fjallar um að opna leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði. Gerð er grein fyrir hugsanlegum möguleika á staðsetningu, sem og kostnaðaráætlun.
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, er mætt á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að heimiluð verði opnun á leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, í húsnæði á Hlíf II, Ísafirði. Opnunin taki gildi frá og með 1. ágúst n.k.
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögu bæjarráðs 9-0.
V. Tillaga til 324. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. mars 2013.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Lína Björg Tryggvadóttir.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 787. fundur 4. mars 2013.
6. Minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - Sumarlokanir leikskóla í Ísafjarðarbæ. 2012-03-0054.
Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 1. mars sl., þar sem hún gerir grein fyrir sumarlokunum leikskóla í Ísafjarðarbæ og kostnaðarauka með tilvísun til samþykktrar tillögu á 323. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 7. febrúar sl.
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, er mætt á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að móta tillögu til bæjarstjórnar, um sumarlokanir leikskóla Ísafjarðarbæjar, í samræmi við umræður í bæjarráði.
Tillaga bæjarstjóra til bæjarstjórnar hljóðar svo:
Lagt er til að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykki, að stytta sumarlokun leiksskóla sumarið 2013, úr fimm í fjórar vikur á leikskólunum Eyrarskjóli, Tjarnarbæ og Sólborg. Heimilað verði að ráða samtals í 75-80% stöðugildi á árinu 2013 inn á umrædda leikskóla, eftir nánari ákvörðun sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.
M.v. þessar forsendur hækkar launaáætlun bæjarins um 3,4 m.kr. Vísað er til meðf. viðauka við fjárhagsáætlun sem einnig er til umfjöllunar bæjarstjórnar á þessum fundi.
Tillaga bæjarstjóra mótuð í framhaldi af umræðum í bæjarráði samþykkt 9-0.
VI. Tillaga til 324. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. mars 2013.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir þessum lið dagskrár.
,,Sérstakar húsaleigubætur eru félagslegt úrræði til að aðstoða fólk í fjárhagsvanda. Mörg sveitarfélög hafa tekið upp ákvæði um búsetu í tiltekinn tíma sem forsendu fyrir bótarétti eins og félagsmálanefnd leggur til að gert verði nú hjá Ísafjarðarbæ. Slík forsenda stríðir gegn hugmyndum um jafnræði og getur virkað hamlandi fyrir fólk til/við að bæta aðstæður sínar. Það er hinsvegar flókið þegar um þetta gilda ekki samræmdar reglur hjá sveitarfélögum landsins.
Í-listinn situr því hjá við afgreiðslu þessa máls og óskar eftir því að bæjarstjóri beiti sér fyrir því að innan Sambands íslenskra sveitarfélaga verði hafin vinna við að samræma reglur um sérstakar húsaleigubætur.“
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar 375. fundur 19. febrúar 2013.
3. 2007010072 - Sérstakar húsaleigubætur.
Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um sérstakar húsaleigubætur í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar á fundi nefndarinnar og lagt til að bæjarstjórn samþykki endurskoðaðar reglur um sérstakar húsaleigubætur í Ísafjarðarbæ.
Tillaga félagsmálanefndar samþykkt 5-0.
VII. Tillaga til 324. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. mars 2013.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar 375. fundur 19. febrúar 2013.
6. 2012120016 - Fjárhagsaðstoð.
Lagt fram minnisblað frá Sædísi Maríu Jónatansdóttur dags. 19. febrúar 2013, um grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar. Lagt er til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar fyrir einstakling hækki í samræmi við vísitölu neysluverðs miðað við 1. janúar 2013 og taki gildi 1. mars n.k. Gert er ráð fyrir að hækkunin rúmist innan fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.
Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hækki í samræmi við vísitölu neysluverðs miðað við 1. janúar 2013.
Tillaga félagsmálanefndar samþykkt 9-0.
VIII. Tillaga til 324. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. mars 2013.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 389. fundur 13. febrúar 2013.
1. 2013020001 - Sindragata 4b, Ísafirði. - Umsókn um lóð.
Lagt fram erindi dags. 1. febrúar sl. þar sem Guðmundur Tr. Ásbergsson sækir um lóðina Sindragata 4b, Ísafirði, undir fjölbýlishús.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Guðmundur Tr. Ásbergsson fái lóðina Sindragata 4b, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
IX. Tillaga til 324. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. mars 2013.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 389. fundur 13. febrúar 2013.
2. 2013020016 - Skeið 7, Ísafirði. - Umsókn um lóð.
Lagt fram erindi frá Verkís f.h. Landsnets, þar sem sótt er um lóðina Skeið 7, Ísafirði, undir tengivirki Landsnets.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Landsnet fái lóðina Skeið 7, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
X. Bæjarráð.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Benedikt Bjarnason, Albertína Elíasdóttir og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 11/2. 784. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 18/2. 785. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 26/2. 786. fundur.
Fundargerðin er í þrettán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 5/3. 787. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XI. Félagsmálanefnd.
Fundargerðin 19/-21. 375. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XII. Fjallskilanefnd.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 20/2. 1. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIII. Fræðslunefnd.
Fundargerðin 6/2. 328. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 27/2. 329. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIV. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Fundargerðin 13/2. 138. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XV. Starfshópur um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði.
Fundargerðin 15/2. 7. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XVI. Umhverfisnefnd.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Fundargerðin 13/2. 389. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.
XVII. Tillaga til 324. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. mars 2013.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.
Viðaukatillaga við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2013, lögð fram af bæjarstjóra. 2012-09-0006.
Lögð fram af Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, viðaukatillaga við fjárhagsáætlun ársins 2013, er varðar nýja áætlun frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna fasteignaskatts- framlags, samkvæmt reglugerð 80/2001 og breytinga vegna sumarlokunar leikskóla Ísafjarðarbæjar.
Tillaga bæjarstjóra um viðauka við fjárhagsáætlun 2013 samþykkt 9-0.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 18:17.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.
Steinþór Bragason.
Guðfinna Hreiðarsdóttir.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Albertína Elíasdóttir.
Lína Björg Tryggvadóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir.
Benedikt Bjarnason.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.