Bæjarstjórn - 322. fundur - 17. janúar 2013

 

  

Dagskrá:

I. Tillaga frá 779. fundi bæjarráðs. Álagning fasteignagjalda 2013 og innheimta þeirra. 2013-01-0007.
II. Tillaga frá 780. fundi bæjarráðs. Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana 2014/2016.Fyrri umræða í bæjarstjórn. 2012-09-0006.
III.  Tillaga frá 387. fundi umhverfisnefndar. Smáhýsi í Tungudal, Skutulsfirði.2010-08-0007.
IV. Tillaga frá 387. fundi umhverfisnefndar. Neðri-mið Hvammur í Dýrafirði, skiptung lands. 2012-04-0041.
V. Tillaga frá 387. fundi umhverfisnefndar. Deiliskipulag á Torfnesi,Ísafirði, vegna hjúkrunarheimilis.2011-04-0052.
VI. Tillaga til bæjarstjórnar frá Kristjáni Andra Guðjónssyni, bæjarfulltrúa. Skipan starfshóps til að kanna vararaforku í Ísafjarðarbæ.
VII. Fundargerð(ir) bæjarráðs 8/1. og 14/1.13.
VIII. " barnaverndarnefndar 10/1.13.
IX. " íþrótta- og tómstundanefndar 9/1.13.
X. " umhverfisnefndar 9/1.13.
XI. " almannavarnanefndar 28/12., 29/12., 31/12. og 31/12.12.
XII.   Tillaga Í-lista um kosningu fulltrúa í íþrótta- og tómstundanefnd.
XIII.   Tillaga um ályktun bæjarstjórnar varðandi starfsstöð Fiskistofu á Ísafirði.

 

I.         Tillaga til 322. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 17. janúar 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 779. fundur 8. janúar 2013.

1.         Minnisblað fjármálastjóra. - Álagning fasteignagjalda 2013 og innheimta þeirra.  2013-01-0007.

            Lagt fram minnisblað Jóns H. Oddssonar, fjármálastjóra, dagsett 4. janúar sl., þar sem fram koma ýmis praktísk atriði, sem þarf að taka afstöðu til varðandi álagningu og innheimtu fasteignagjalda vegna ársins 2013.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillögur í minnisblaði fjármálastjóra varðandi álagningu og innheimtu fasteignagjalda 2013 verði samþykktar.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

II.        Tillaga til 322. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 17. janúar 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Jóna Benediktsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 780. fundur 14. janúar 2013.

5.         Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana 2014/2016.  2012-09-0006.

            Lögð fram drög að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árin 2014/2016.  Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, er mættur á fund bæjarráðs.

            Bæjarráð samþykkir að leggja drög að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar ásamt greinargerð, fyrir fund bæjarstjórnar þann 17. janúar n.k.

            Forseti lagði til að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja verði vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

III.      Tillaga til 322. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 17. janúar 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Eiríkur Finnur Greipsson, Arna Lára Jónsdóttir og Kristín Hálfdánsdóttir.

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 387. fundur 9. janúar 2013.

5.         2010080007 - Smáhýsi í Tungudal, Skutulsfirði.

            Lagt fram bréf dags. 26. nóvember sl. frá Guðmundi Tryggva Ásbergssyni, þar sem sótt er um leyfi til að reisa 20 smáhýsi á svæði, sem er innan og vestan við tjaldsvæðið í Tungudal, Skutulsfirði.  Erindið var tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar 12. des. 2012 og var óskað eftir því að bréfritari kæmi á næsta fund nefndarinnar og sat hann fundinn undir þessum lið dagskrár.

 

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn, að tekin verði upp að nýju deiliskipulagsvinna af svæðinu. Gert yrði ráð fyrir smáhýsunum á næst innsta túninu í Tungudal, neðan Landsbankabústaðar.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir sat hjá við afgreiðslu erindisins.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt  9-0.

 

IV.      Tillaga til 322. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 17. janúar 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Eiríkur Finnur Greipsson.

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 387. fundur 9. janúar 2013.

9.         2012040041 - Neðri-mið-Hvammur í Dýrafirði. - Skipting lands.

            Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 28. nóvember sl.

 

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

V.        Tillaga til 322. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 17. janúar 2013.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 387. fundur 9. janúar 2013.

10.       2011040052 - Deiliskipulag hjúkrunarheimilis.

            Lögð fram deiliskipulagstillaga að hjúkrunarheimili á Torfnesi, Ísafirði. Skipulagstillagan var samþykkt í umhverfisnefnd 21. mars 2012 og tekin fyrir í bæjarráði 30. apríl 2012.

Í bréfi dags. 18. apríl 2012 frá Skipulagsstofnun, var ekki gerð athugasemd við að Ísafjarðarbær birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í b-deild Stjórnartíðinda.

 

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

VI.      Tillaga Kristjáns Andra Guðjónssonar, bæjarfulltrúa, til 322. fundar

            bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 17. janúar 2013.   2013-01-0015.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Eiríkur Finnur Greipsson, Jóna Benediktsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Tillaga um skipan starfshóps til að kanna mögulega nýtingu skipaflotans til raforkuframleiðslu í Ísafjarðabæ  ef neyðarástand skapast.

            Bæjarstjórn Ísafjarðabæjar samþykkir, að fela bæjarstjóra  að hafa forgöngu um  skipan starfshóps skipaðan fulltrúum Ísafjarðabæjar, Orkubús Vestfjarða og Landsnets, til að gera tillögur um með hvaða hætti nýta megi þá miklu möguleika til raforkuframleiðslu, sem eru fyrir hendi í skipaflotanum, þegar raforkulínur og jafnvel varaaflstöðvar bregðast í óveðri eins og því sem gekk yfir landið um áramótin síðustu.  Starfshópurinn skili áliti sínu fyrir 1.júní n.k.

Greinargerð:

            Í óveðri því sem gekk yfir landið um áramótin síðustu, voru íbúar  Ísafjarðabæjar og margir aðrir íbúar Vestfjarða rækilega minntir á, hversu ótryggt ástand raforkumála getur verið í aftaka veðrum.

            Raforkulínur rofnuðu og voru óvirkar í marga sólarhringja  vegna ofsaveðurs og varaaflstöðvar gátu ekki haldið uppi raforkuframleiðslu, til að tryggja nauðsynlegustu starfsemi. Önnur stóra varaaflstöðin á Ísafirði bilaði þegar til átti að taka. 

            Á sama tíma og óveðrið geisaði var togarafloti Ísfirðinga í höfn, en þar um borð eru stórar og öflugar ljósavélar, sem hefðu auðveldlega getað nýst sem varaafl fyrir Ísafjarðabæ, ef eftir væri leitað og skipulagning og búnaður væri með þeim hætti að unnt væri að mæta því ástandi, eins og varð hér um áramótin.

            Með tillögu þessari er lagt til að þessi mál verði könnuð til hlítar. Bent skal á að hér er um að ræða öryggi íbúa svæðisins.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Kristjáns Andra Guðjónssonar, um skipan starfshóps 9-0.

 

 VII.    Bæjarráð.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Eiríkur Finnur Greipsson og  Kristján Andri Guðjónsson.     

 

Fundargerðin 8/1.13.  779. fundur.

Fundargerðin er í níu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 14/1.13.   780. fundur.

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VIII.   Barnaverndarnefnd.

Fundargerðin 10/1.13.  123. fundur.

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

IX.      Íþrótta- og tómstundanefnd.

Fundargerðin 9/1.13.  137. fundur.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

X.        Umhverfisnefnd.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Fundargerðin 9/1.13.  387. fundur.

Fundargerðin er í þrettán liðum.

Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

XI.      Almannavarnanefnd.

            Til máls tók:  Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Fundargerðin 28/12.12.  12. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 29/12.12.  13. fundur.

Fundargerðin er í átta liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 31/12.12.  14. fundur.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 31/12.12.  15. fundur.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XII.     Tillaga Í-lista um kosningu fulltrúa í íþrótta- og tómstundanefnd. 2013-01-0048.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

 

            Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista um breytingar á fulltrúum í íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar.

Tillaga.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, Fífutungu 5, Ísafirði, verði aðalfulltrúi í íþrótta- og tómstundanefnd í stað Vernharðs Jósefssonar.

Vernharður Jósefsson, Aðalgötu 37, Suðureyri, verður varafulltrúi í stað Örnu Sigríðar Albertsdóttur.

            Tillagan samþykkt 9-0.

 

XIII.   Tillaga um ályktun bæjarstjórnar varðandi starfsstöð Fiskistofu á Ísafirði.

            Til máls tóku:  Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Eiríkur Finnur Greipsson.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu að ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

            ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mótmælir alfarið fyrirhuguðum breytingum á starfssemi Fiskistofu á Ísafirði.  Umræddar breytingar eru líklegar til að fela í sér bæði fjárhagslegt óhagræði og fækkun starfsmanna á svæðinu.

            Hlutdeild Vestfirðinga í fiskveiðum er langt umfram þau umsvif Fiskistofu sem birtast í starfsemi hennar hér.

            Bæjarstjórn telur þessi áform óásættanleg með öllu og hvetur stjórnendur Fiskistofu til að endurskoða þessar áætlanir og auki þess í stað starfsemi sína á svæðinu.“

Ályktunin er undirrituð af öllum bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar.

            Tillagan samþykkt 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl.19:08.  

 

Þorleifur Pálsson, ritari. 

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.

Eiríkur Finnur Greipsson.                                                     

Guðfinna Hreiðarsdóttir.

Kristín Hálfdánsdóttir.                                                        

Marzellíus Sveinbjörnsson.

Sigurður Pétursson.                                                              

Arna Lára Jónsdóttir.

Jóna Benediktsdóttir.                                                           

Kristján Andri Guðjónsson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?