Bæjarstjórn - 318. fundur - 8. nóvember 2012

 

 

 

Dagskrá:

 

I Tillaga frá 770. fundi bæjarráðs Erindisbréf nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði. 2010-07-0042.
II Tillaga frá 771. fundi bæjarráðs Málefni Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, flutningur rekstrar á milli stjórnsýslusviða. 2011-02-0114.
III Tillaga frá 772. fundi bæjarráðs Drög að reglum Ísafjarðarbæjar við úthlutun byggðakvóta 2012/2013. 2012-09-0043.
IV Tillaga frá 758. fundi bæjarráðs Reglur um vinnulag við eftirfylgni og breytingar á fjárhagsáætlun. 2012-07-0030.
V Tillaga frá 770. fundi bæjarráðs Samtök sjávarútvegssveitarfélaga. 2012-09-0049.
VI Tillaga frá 23. fundi nefndar um sorpmál Endurskoðun samnings við Kubb ehf., Ísafirði. 2011-01-0069.
VII Fundargerð(ir) bæjarráðs 22/10., 30/10. og 5/11.
VIII " nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 24/10.
IX " nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ 5/11.
X " umhverfisnefndar 31/10.

 

I.         Tillaga til 318. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 8. nóvember 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Eiríkur Finnur Greipsson.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 770. fundur 22. október 2012.

3.         Minnisblað bæjarritara. - Erindisbréf nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.  2010-07-0042.

 Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 19. október sl., er fjallar um endurskoðun erindisbréfs nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði og bókun nefndarinnar á 21. fundi sínum þann 19. september sl.

Bæjarráð vísar erindisbréfi nefndarinnar til samþykktar í bæjarstjórn.

 

Eiríkur Finnur Greipsson lagði til að í textann um hlutverk nefndarinnar yrði bætt í næst síðasta lið orðunum ,,sem og fjármögnun þess“.

            Tillaga bæjarráðs með viðbótartexta EFG samþykkt 9-0.

 

II.        Tillaga til 318. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 8. nóvember 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson, Kristján Andri Guðjónsson og Guðfinna Hreiðarsdóttir.

 

 Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 771. fundur 30. október 2012.

1.         Málefni Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar til umræðu í bæjarráði. 2011-02-0114.

            Formaður bæjarráðs ræddi um að á næsta fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, muni liggja fyrir tillaga meirihluta bæjarstjórnar, um að rekstur Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar verður færður frá umhverfis- og eignasviði yfir á skóla- og tómstundasvið.

 

            Með tilvísun til ofangreindrar bókunar í bæjarráði Ísafjarðarbæjar þann 30. október sl., leggur undirritaður til f.h. meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, að rekstur Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar verði fluttur frá umhverfis- og eignasviði yfir á skóla- og tómstundasvið.

             Tillagan  byggir á skýringum í minnisblaði Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, frá 15. september 2012, er lagt var fram á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 20. september 2012.  Einnig á stuttri greinargerð frá sviðsstjórum umhverfis- og eignasviðs og skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar.

F.h. meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, Eiríkur Finnur Greipsson, bæjarfulltrúi.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi dagskrártillögu undir þessum lið dagskrár.

,,Bæjarfulltrúar Í-lista leggja til að málið verði tekið af dagskrá, þar sem það hefur þegar verið afgreitt með formlegum hætti í bæjarstjórn með nákvæmlega sömu forsendum og nú eru settar fram.“

Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni, Örnu Láru Jónsdóttur og Sigurði Péturssyni.   

Frávísunartillaga felld 5-4.

 

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir þessum dagskrárlið.

,,Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar að endurflytja tillögu um flutning skíðasvæðis frá umhverfis- og eignasviði yfir á skóla- og tómstundasvið óbreytta, sem var felld á lögmætum bæjarstjórnarfundi þann 20.september sl. er með ólíkindum.  Slík málsmeðferð hefur til þessa verið óþekkt og sýnir skýr merki um valdníðslu og þá stjórnunarhætti, sem meirihluti bæjarstjórnar stundar. Til þessa hefur afgreiðsla bæjarstjórnar á tillögum verið endapunktur á málsmeðferð og er það alveg fáheyrt að þær séu fluttar óbreyttar eins og hér er gert.

Þau rök sem færð voru fram þegar tillaga um flutning skíðasvæðis frá umhverfis- og eignasviði yfir á skóla- og tómstundasvið var felld standa enn. Ekki hefur verið sýnt fram á ávinning flutningsins milli sviða eða að skilvirkni aukist. Þessi flutningur mun veikja áhaldahúsið enn frekar í stað þess að styrkja starfsemi þess, sem þörf er á.  Skóla- og tómstundasvið er langumfangsmesta stjórnsýslusviðið og vart á það bætandi verkefnum. Fram kemur í minnisblaði bæjarstjóra að starfsmenn áhaldahússins séu á þeim aldri að ekki sé heppilegt að senda þá upp í lyftustaura í viðgerðir, en ekki er sýnt fram á að starfsmenn skóla- og tómstundasviðs séu heppilegri til þessa verkefnis svo dæmi sé nefnt. Bæjarfulltrúar Í-listans átelja gjörning sem þennan og fer þessi afgreiðsla á langan lista óvandaðra vinnubragða og stjórnsýsluhátta meirihlutans.“

 

            Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 5-4.

             

III.      Tillaga til 318. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 8. nóvember 2012.

            Til máls tóku:  Gísli H. Halldórsson, forseti, Albertína F. Elíasdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir og Guðfinna Hreiðarsdóttir.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 772. fundur 5. nóvember 2012.

2.         Drög að reglum Ísafjarðarbæjar við úthlutun byggðakvóta 2012/2013. 2012-09-0043.

            Lögð fram í bæjarráði drög að reglum Ísafjarðarbæjar við úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013.

            Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.

            Bæjarráð vísar fram lögðum drögum að reglum Ísafjarðarbæjar við úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013 til afgreiðslu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann  8. nóvember n.k.

 

Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi undir þessum lið dagskrár bæjarstjórnar og í hans stað kom Ingólfur Þorleifsson.

Kristján Andri Guðjónsson vék af fundi undir þessum lið dagskrár bæjarstjórnar og í hans stað kom Lína Björg Tryggvadóttir.

 

Tillaga til fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 8. nóvember 2012 að byggðakvótareglum fyrir Ísafjarðarbæ árið 2012/2013.

Ákvæði reglugerðar nr. 629 frá 13. júlí 2012 gildi um úthlutun byggðakvóta byggðarlaga í Ísafjarðarbæ með eftirfarandi viðauka/breytingum, er lagðar voru fram á fundi bæjarstjórnar.

 

a.         A-liður 1. greinar breytist og verður:

Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests.

b.         Ákvæði 1. málsl. c-liðar 1. gr. breytist og verður svohljóðandi:

Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í sveitarfélaginu              8. nóvember 2012.

c.         Nýr liður bætist við:

6. gr. breytist þannig að inn í textann bætist sem 3. málsliður, ,,Ef ekki næst bindandi samningur sveitarfélags við fiskvinnslustöð í byggðarlagi, um móttöku afla vegna byggðakvóta, að lágmarki miðað við Verðlagsstofuverð eða ef vinnslur byggðalags loka og geta ekki tekið við afla, er skipum í því byggðarlagi heimilt að landa til vinnslu hvar sem er í sveitarfélaginu á meðan“.

d.         Nýr liður bætist við:

Við 4. grein bætist málsliðurinn, ,,Sá byggðakvóti á Ísafirði, sem færðist af fiskveiðiárinu 2011/2012 til fiskveiðiársins 2012/2013 deilist hlutfallslega milli þeirra skipa, sem uppfylltu öll skilyrði og fengu því endanlega úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2011/2012“.

Til vara ef ráðuneytið samþykkir ekki ofanritað orðalag þá, ,,Af byggðakvóta vegna Ísafjarðar fari að hámarki 12 tonn á hvern bát“.

 

Tillaga forseta, lögð fram á fundi bæjarstjórnar, við B lið um breytta dagsetningu frá        1. nóvember 2012 til 8. nóvember 2012 samþykkt 9-0. 

Nýr C liður. tillagan samþykkt 9-0.

Nýr D liður. tillagan samþykkt 6-3.

Tillagan í heild sinni eins og bókuð hér að framan samþykkt 6-0.

 

Að lokinni afgreiðslu III. lið dagskrár komu aftur til fundarins þeir Eiríkur Finnur Greipsson og Kristján Andri Guðjónsson og af fundi viku Ingólfur Þorleifsson og Lína Björg Tryggvadóttir.

 

IV.       Tillaga til 318. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 8. nóvember 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 758. fundur 23. júlí 2012.

3.         Setning reglna um vinnulag við eftirfylgni og breytingar á fjárhagsáætlun. Minnisblað bæjarstjóra. 2012-07-0030.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra og Jóns Halldórs Oddsonar, fjármálastjóra, ásamt drögum að reglum um vinnulag og eftirfylgni við breytingar á fjárhagsáætlun.

            Bæjarráð samþykkir ofangreind drög sem vinnureglur með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

            Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

V.        Erindi til 318. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 8. nóvember 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Sigurður Pétursson og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 770. fundur 22. október 2012.

2.         Minnisblað bæjarstjóra. - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga.  2012-09-0049.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 19. október sl., er fjallar um Samtök sjávarútvegssveitarfélaga og stofnun þeirra.  Minnisblaðinu fylgir samþykkt Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, sem öðlast hefur gildi.

            Bæjarstjóra var falið að mæta á stofnfund samtakana og í frh. átti að ákveða hvort að sóst væri eftir aðild að samtökunum. Bæjarstjóri hefur nú sent minnisblað ásamt

ályktun fundarins og stofnsamþykktum. Óskað er eftir afstöðu bæjarstjórnar til þess hvort að ganga eigi í samtökin.

 

Eiríkur Finnur Greipsson lagði fram svohljóðandi bókun undir þessum lið dagskrár.

            ,,Ísafjarðarbær er að stærstum hluta samsettur af fimm byggðakjörnum sem allir eru á einn eða annan hátt nátengdir sjávarútvegi og byggja afkomu sína og framtíðarmöguleika að lang mestu leyti á honum. Mjög miklar umræður eru í íslensku samfélagi um breytingar á allri umgjörð veiða og vinnslu, þ.e.  fiskveiðistjórnunar-kerfisins og sýnist þar sitt hverjum og einum.

            Hagsmunir bæjarfélagsins eru gífurlegir í þessum málaflokki og því teljum við undirrituð augljóst að bæjaryfirvöld eigi að gerast stofnaðili að þessum samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.“

Bókunina undirrita Eiríkur F. Greipsson, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir og Kristín Hálfdánsdóttir.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun undir þessum lið dagskrár.

            ,,Í nýstofnuðum samtökum sjávarútvegssveitarfélaga eru sveitarfélög, sem ekki eiga fleira sameiginlegt, en sveitarfélög almennt.  Vinna að sameiginlegum hagsmunum sveitarfélaganna í landinu fer meðal annars fram hjá Samtökum íslenskra sveitarfélaga og ekki verður séð að aðild að þessum samtökum geti gefið bæjarfélaginu eitthvað umfram það sem fæst í því samstarfi.  Því telja undirritaðir bæjarfulltrúar Í-listans að árgjaldinu sem greiðist til samtakanna verði betur varið í önnur verkefni.“

Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni, Sigurði Péturssyni og Örnu Láru Jónsdóttur.  

 

VI.      Tillaga til 318. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 8. nóvember 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Eiríkur Finnur Greipsson og Jóna Benediktsdóttir.

 

Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ 23. fundur 5. nóvember 2012.

1.         Endurskoðun á samningi við Kubb ehf. 2011-01-0069.

             Á 23. fundi nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ voru lögð fram drög að endurskoðun á samningi við Kubb ehf. dagsett í nóvember 2012.

Undir þessum lið komu til fundar við nefndina þeir Sigurður Óskarsson og Jón Páll Hreinsson fulltrúar Kubbs ehf.

            Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur enda ljóst að um gríðarlega hagsmuni er að ræða fyrir bæjarfélagið og bæjarbúa.

 

Kristín Hálfdánsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu.

            ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur jákvætt undir framlagðan samning um sorphirðu við Kubb ehf. og vísar honum til frekari úrvinnslu í bæjarráði.  Samningurinn verði lagður að yfirferð lokinni fyrir bæjarstjórn.“ Undirritað af Kristínu Hálfdánsdóttur.

             Tillaga Kristínar Hálfdánsdóttur samþykkt 9-0.

             

VII.     Bæjarráð.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Sigurður Pétursson.

 

Fundargerðin 22/10.  770. fundur.

Fundargerðin er í níu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 30/10.  771. fundur.

Fundargerðin er í níu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 5/11.  772. fundur.

Fundargerðin er í fjórtán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VIII.   Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

Fundargerðin 24/10.  22. fundur.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

IX.      Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ.

Fundargerðin 5/11.  23. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

X.        Umhverfisnefnd.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Fundargerðin 31/10.  383. fundur.

Fundargerðin er í þrettán liðum.

Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

XI.       Tillaga til bæjarstjórnar frá forseta bæjarstjórnar. - Landsskipulagsstefna. 2011-07-0023.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Sigurður Pétursson og Kristján Andri Guðjónsson,.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti lagði fram svohljóðandi tillögu að áskorun.

Áskorun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar til innanríkisráðherra og umhverfisráðherra.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á innanríkisráðherra og umhverfisráðherra, f.h. ríkisstjórnar Íslands, að beita sér fyrir því að á Alþingi verði hafin vinna við að færa skipulagslögsögu sveitarfélaga út í eina sjómílu utan við grunnlínu landhelginnar.

Í samfélaginu er mikil umræða um aukið íbúalýðræði. Nærtæk leið til að auka íbúalýðræði er að beina því m.a. í gegnum þann farveg sem nefndir sveitarfélaga og skipulagslög hafa þegar búið til. Metnaðarfull sveitarfélög hafa, undir eftirliti Skipulagsstofnunar, gert vandaðar skipulagsáætlanir á borð við aðalskipulag sveitarfélaga. Slík vinna er bæði samfélagslega eflandi og lýðræðisleg.

Víða um heim eru strandsvæðin innan einnar sjómílu utan við grunnlínu á skipulagsvaldi sveitarfélaga. Þannig er það í Noregi. Í Svíþjóð og Finnlandi eru skipulagsmörk sveitarfélaga 12 sjómílur utan grunnlínu. Að auki miðast Vatnatilskipun Evrópusambandsins við eina sjómílu utan við grunnlínu. Það er tæpast nokkur ástæða til þess fyrir Íslendinga að halda í flókið og svifaseint stofnanafyrirkomulag að svo miklu leyti sem hægt er að greiða úr málum með skipulagsvaldi sveitarfélaga og því íbúalýðræði sem því fylgir.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu að breytingu (viðauka) er kæmi í framhaldi af tillögu Gísla H. Halldórssonar, forseta.

Gera má ráð fyrir að skipulagsmál yrðu skilvirkari, heildstæðari og einfaldari ef skipulagsvald á strandssvæðum yrði fært til sveitarfélaga.

Breytingatillaga Jónu Benediktsdóttur samþykkt 9-0.

Tillagan í heild sinni samþykkt 9-0.

 

 

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:55.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.

Eiríkur Finnur Greipsson.                                                     

Guðfinna Hreiðarsdóttir.

Kristín Hálfdánsdóttir.                                                        

Albertína F. Elíasdóttir.

Sigurður Pétursson.                                                              

Arna Lára Jónsdóttir.

Jóna Benediktsdóttir.                                                           

Kristján Andri Guðjónsson.                                                             

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?