Bæjarstjórn - 317. fundur - 18. október 2012
Fjarverandi aðalfulltrúar: Albertína F. Elíasdóttir í h. st. Marzellíus Sveinbjörnsson. Sigurður Pétursson í h. st. Lína Björg Tryggvadóttir. Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Benedikt Bjarnason. Kristján Andri Guðjónsson í h. st. Dagur Hákon Rafnsson.
Dagskrá:
I. | Tillaga frá 766. fundi bæjarráðs. |
Erindi HSV Unglingalandsmót. 2011-02-0008. |
II. | Tillaga Eiríks Finns Greipssonar. |
Sala eignarhluta Ísafjarðarbæjar í Austurvegi 2, Ísafirði. 2011-07-0038. |
III. | Tillaga frá 768. fundi bæjarráðs. |
Rekstur íþróttasvæðisins á Torfnesi. 2011-10-0009. |
IV. | Tillaga frá 122. fundi barnaverndarnefndar. |
Fjárhagsáætlun 2013. 2012-09-0065. |
V. | Tillaga frá 371. fundi félagsmálanefndar |
Reglur frá Byggðasamlagi Vestfjarða. 2012-02-0063. |
VI. | Tillaga frá 381. fundi umhverfisnefndar. | Lóðaúthlutun. 2012-09-0017. |
VII. | Tillaga frá 381. fundi umhverfisnefndar. | Lóðaúthlutun. 2012-09-0080. |
VIII. |
Tillaga frá 381. fundi umhverfisnefndar. |
Tengivirki Stórurð. 2011-11-0051. |
IX. | Tillaga frá 381. fundi umhverfisnefndar. |
Deiliskipulag á Þingeyri. 2009-12-0009. |
X. | Tillaga frá 382. fundi umhverfisnefndar. |
Snjóflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla. 2012-100012. |
XI. | Tillaga meirihluta. | Áherslur í fjárhagsáætlunargerð 2013. 2012-09-0006. |
XII. | Fundargerð(ir) | bæjarráðs 24/9., 2/10., 8/10. og 15/10. |
XIII. | " | barnaverndarnefndar 19/9. |
XIV. | " |
félagsmálanefndar 25/9. |
XV. | " |
fræðslunefndar 26/9. |
XVI. | " |
hafnarstjórnar 2/10. |
XVII. | " |
íþrótta- og tómstundanefndar 3/10. |
XVIII. | " | nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 19/9. |
XIX. | " | nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ 26/9. og 15/10. |
XX. | " | |
XXI. | " | þjónustuhóps aldraðra 27/9. |
I. Tillaga til 317. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 18. október 2012.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Jóna Benediktsdóttir.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 766. fundur 24. september 2012.
14. Minnisblað bæjarritara. - Erindi HSV, Unglingalandsmót 2015. 2011-02-0008.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 21. september sl., er varðar erindi HSV vegna Unglingalandsmóts 2015. Erindið fór fyrir 134. fund íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar þann 12. september sl. og fékk þar jákvæðar undirtektir.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindi HSV verði samþykkt.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
II. Tillaga til 317. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 18. október 2012.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Dagur Hákon Rafnsson, Jóna Benediktsdóttir, Benedikt Bjarnason, Marzellíus Sveinbjörnsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir og Guðfinna Hreiðarsdóttir.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, vék af fundi undir þessum lið dagskrár.
Minnisblað til bæjarstjórnar. Varðar sölu á Austurvegi 2, 400 Ísafjörður
Höf. Eiríkur F Greipsson, form. bæjarráðs.
Á 310. fundi bæjarstjórnar þann 12/04/12, var eftirfarandi bókað:
XII. Tillaga til 310. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 12. apríl 2012.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson, Lína Björg Tryggvadóttir, Jóna Benediktsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson. Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi breytingartillögu við tillögu Eiríks Finns Greipssonar. ,,Lagt er til að tillögunni um sölu Austurvegar 2, verði vísað til bæjarráðs, til frekari umfjöllunar.“ Eiríkur Finnur Greipsson lagði fram svohljóðandi breytingartillögu við síðustu málsgrein tillögu sinnar. ,,Bæjarráði er falið að ganga frá endanlegum kaupsamningi, er síðan verði lagður fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.“ Tillaga Eiríks Finns Greipssonar, bæjarfulltrúa. Kauptilboð í eignarhluta Ísafjarðarbæjar í Austurvegi 2, Ísafirði. 2011-07-0038. Á 744. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 2. apríl sl., var lagt fram tölvubréf frá Fasteignasölu Vestfjarða dagsett 26. mars sl., ásamt kauptilboði frá Flosa Kristjánssyni, Gísla Má Ágústssyni, Alfreð Erlingssyni og Ágústi Gíslasyni, í fasteign Ísafjarðarbæjar að Austurvegi 2, Ísafirði. Kauptilboðið er upp á kr. 35.000.000.-. Í kauptilboðinu er gert ráð fyrir að eignarhlutanum fylgi 14 bílastæði á planinu norðan við Austurveg 2, Ísafirði. Bæjarráð samþykkti að eiga viðræður við tilboðsgjafa. Í framhaldi af afgreiðslu bæjarráðs og með tilvísun til viðræðna er átt hafa sér stað við fulltrúa tilboðsgjafa, er lagt til að undirrituðum ásamt bæjarritara, verði heimilað að ganga til samninga við tilboðsgjafa á grundvelli tilboðs þeirra. Bæjarráði er falið að ganga frá endanlegum kaupsamningi, er síðan verði lagður fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. (Tekið var út: Bæjarráði er falið að afgreiða endanlegan kaupsamning.) Tillaga Örnu Láru Jónsdóttur felld 5-4. Breytingatillaga Eiríks Finns Greipssonar samþykkt 5-0. Tillaga Eiríks Finns Greipssonar ásamt breytingartillögu hans samþykkt 5-3. |
Endanlegur kaupsamningur við félagið Þöll ehf. kt. 520411-1190, um kaup á eignarhluta Ísafjarðarbæjar í Austurvegi 2, Ísafirði, liggur nú fyrir. Þá liggur fyrir eignaskipta-samningur, lóðarblað sem og heimild eiganda 1. hæðar hússins til að leggja frárennslislagnir, sem byggir alfarið á framangreindu kauptilboði sem samþykkt var af bæjarstjórn þann 12/04/12. Samningurinn var kynntur á 768. fundi bæjarráðs 08/10/12.
Í ljósi þess að öllum formlegheitum vegna sölu bæjarins á eignarhluta sínum í Austurvegi 2, Ísafirði, hefur verið uppfyllt og hann í fullu samræmi við samþykkt kauptilboð, er lagt til að bæjarstjórn staðfesti framlagðan kaupsamning og feli bæjarritara að ganga frá honum.
Ísafirði 16/10/12 Eiríkur Finnur Greipsson, form.bæjarráðs.
Tillaga Eiríks Finns Greipssonar samþykkt 5-1.
III. Tillaga til 317. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 18. október 2012.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Benedikt Bjarnason og Lína Björg Tryggvadóttir
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 768. fundur 8. október 2012.
12. Minnisblað bæjarritara. - Rekstur íþróttasvæðisins á Torfnesi. 2011-10-0009.
Lagt fram minnisblað bæjarritara er varðar rekstur íþróttasvæðisins á Torfnesi, Ísafirði. Á 766. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað bæjarstjóra og sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs um rekstur íþróttasvæðisins, en frestað á þeim fundi og kemur nú aftur fyrir bæjarráð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að fallið verði frá þeim áformum, að HSV taki við rekstri íþróttahússins á Torfnesi, Ísafirði.
Jafnframt óskar bæjarráð eftir viðræðum við stjórn HSV um rekstur íþróttaskóla HSV.
Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi viðaukatillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við tillögu bæjarráðs.
,,Ísafjarðabær mun auka framlag sitt til Íþróttaskóla HSV þannig að HSV verði jafn vel sett og ef samningar hefðu tekist um rekstur HSV á íþróttahúsinu.“
Viðaukatillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 5-2.
Tillaga bæjarráðs með viðaukatillögu samþykkt 5-0.
Benedikt Bjarnason gerði grein fyrir hjásetu sinni.
Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista.
,,Í-listinn lýsir yfir ánægju með starf íþróttaskóla HSV, en vill taka afstöðu til fjárveitinga vegna hans í samhengi við annað í gerð fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar.“
Undirritað af: Jónu Benediktsdóttur, Degi Hákoni Rafnssyni, Línu Björg Tryggvadóttur og Benedikt Bjarnasyni.
IV. Tillaga til 317. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 18. október 2012.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.
Barnaverndarnefnd 122. fundur 19. september 2012.
6. 2012090065 – Fjárhagsáætlun barnaverndar 2013.
Umræður um fjárhagsáætlun barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum fyrir árið 2013.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar og hreppsnefnd Súðavíkurhrepps að á árinu 2013 verði kostnaðarhlutdeild í barnavernd skipt þannig að mannfjöldatölur í desember 2012, ásamt fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir málaflokkinn á árinu 2013, verði grundvöllur hlutfallslegrar ábyrgðar og skiptingar kostnaðar í barnavernd.
Sami háttur verði hafður á til framtíðar með breytilegum tölum eftir mannfjölda og fjárhagsáætlunum í málaflokknum. Í lok hvers árs verði fjárhagsstaða í málaflokknum endurskoðuð með tilliti til hvort áætlunin hafi staðist, hvort hækkun sé eða lækkun á kostnaði og þá ábyrgð dreift í réttum hlutföllum við útkomu.
Nefndin telur eðlilegt að Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur taki sameiginlega ábyrgð á málaflokknum, enda séu fulltrúar frá öllum sveitarfélögunum í nefndinni, fulltrúar sem taka ákvarðanir og ábyrgð, án tillits til búsetu fólks á svæðinu.
Tillaga barnaverndarnefndar samþykkt 9-0.
V. Tillaga til 317. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 18. október 2012.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Félagsmálanefnd 371. fundur 25. september 2012.
5. |
2012020063 - Byggðasamlag. - Ýmis erindi 2012. |
Lagt fram bréf dags. 13. september s.l., frá Arnheiði Jónsdóttur er varðar drög að reglum Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks um styrki til náms- og verkfærakaupa fatlaðs fólks samkv. lögum nr. 59/1992. Óskað er eftir umsögn félagsmálanefndar um drögin. |
|
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemdir við drögin og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki reglurnar. Tillaga félagsmálanefndar samþykkt 9-0. |
VI. Tillaga til 317. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 18. október 2012.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 381. fundur 3. október 2012.
1. 2012090017 - Freyjugata 7, Suðureyri. - Umsókn um lóð.
Lagt fram erindi dags. 24. ágúst sl. frá Þórði E. Sigurvinssyni f.h. Flugöldu ehf., þar sem sótt er um lóðina Freyjugötu 7, Suðureyri.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Flugalda ehf. fái lóðina Freyjugata 7, Suðureyri, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
VII. Tillaga til 317. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 18. október 2012.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 381. fundur 3. október 2012.
2. 2012090080 - Mávagarður A og B, Ísafirði. - Umsókn um lóð fyrir atvinnustarfsemi.
Lagt fram erindi dags. 21. sept. sl. frá Brynjari Ingasyni f.h. Kampa ehf. þar sem sótt er um lóðirnar Mávagarður A og B, Ísafirði.
Á fundi í Hafnarstjórn 2. okt. sl. var fjallað um erindið.
Hafnarstjórn lýsti yfir ánægju sinni með að það skuli vera eftirspurn eftir byggingarlóðum og gerði því ekki athugasemdir við úthlutun lóða A og B á Mávagarði, Ísafirði.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Kampi ehf. fái lóðirnar Mávagarður A og B á Ísafirði með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
VIII. Tillaga til 317. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 18. október 2012.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 381. fundur 3. október 2012.
6. 2011110051 - Flutningur á tengivirki í Stórurð á Ísafirði.
Lagt fram bréf dags. 21. ágúst sl. þar sem Árni Traustason hjá Verkís hf. f.h. Landsnets og Orkubús Vestfjarða óskar eftir framkvæmdaleyfi Ísafjarðarbæjar á færslu 66kV rafstrengs, sem liggur nú ofan byggðar frá bílaverkstæði við Seljalandsveg og að tengivirki í Stórurð, niður að Skutulsfjarðarbraut.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt, eins og tilgreint er í bréfi Verkís frá 21. ágúst 2012. Framkvæmdaaðili skal hafa náið samráð við tæknideild Ísafjarðarbæjar um framkvæmd og frágang verksins og leggur bæjarstjórn áherslu á að frágangur verði vandaður og þess verði gætt að sem minnst rask sé á meðan á framkvæmdatíma stendur.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
IX. Tillaga til 317. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 18. október 2012.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 381. fundur 3. október 2012.
10. 2009120009 - Þingeyri - deiliskipulag.
Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulagsins á Þingeyri er liðinn. Alls bárust 5 athugasemdir vegna deiliskipulagsins. 3 athugasemdir voru teknar fyrir á 380. fundi umhverfisnefndar 12. sept. sl., en athugasemdir frá Torfa G. Sigurðssyni og Pálmari Kristmundssyni hafa ekki verið til umfjöllunar.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði tekið til endurskoðunar á grundvelli framkominna athugasemda.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
X. Tillaga til 317. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 18. október 2012.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 382. fundur 16. október 2012.
4. 2012100012 - Snjóflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, færsla vatnslagna.
Lagt fram bréf dags. 8. október sl. frá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs f.h. Ísafjarðarbæjar, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir færslu vatnslagna og rafstrengja frá Stórurð og inn undir Grænagarðsnámu.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt enda verður frágangur verkloka með þeim hætti að malbikað verði á framkvæmdasvæði á Urðarvegi og sáð í framkvæmdasvæði innan við Stórurð.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
XI. Tillaga til 317. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 18. október 2012.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Jóna Benediktsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir og Benedikt Bjarnason.
Tillaga meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að áherslum í fjárhagsáætlunargerð 2013.
Vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2013 og þriggja ára áætlunar til ársins 2015, leggja fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar til, að eftirfarandi áherslur verði hafðar til grundvallar.
Áherslur í fjárhagsáætlunargerð 2013.
Rekstur
• Áfram verði stefnt að aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins.
• Framlegð fyrir vexti, afborganir, afskriftir og skatta, s.k. EBITDA, verði um 15% af veltu.
• 150% hlutfalli skulda og tekna skv. reiknireglu um skuldahlutfall sveitarfélaga verði náð á næstu þremur árum.
• Laun sem hlutfall af veltu samstæðu verði ekki umfram 53%
• Laun sem hlutfall af veltu A-hluta verði ekki umfram 57% og lækki um
1 prósentustig á ári út tímabil 3ja ára áætlunar.
• Almennt hækki gjaldskrár ekki meira en verðlag.
• Leikskólagjöld hækki ekki.
• Leitast verði við að auka niðurgreiðslu vegna vistunar hjá dagmæðrum, sérstaklega vegna barna eldri en 18 mánaða sem ekki fá leikskólapláss.
• Stefnt verði að lækkun sorpgjalda um allt að 10%
• Launakjör starfsmanna verði almennt ekki skert umfram það sem nú er.
Framkvæmdir.
Framkvæmdir sem hafa tekjustofna sem standa undir fjárfestingunni eða eru að meirihluta eða meira styrktar af ríkissjóði verða settar í forgang, ásamt fjárfestingum sem hafa það í för með sér að rekstrarkostnaður lækki eða stuðla að aukinni sjálfbærni. Jafnframt er litið til framkvæmda sem hafa jákvæð umhverfisáhrif. Einnig skal horft til fjárfestinga sem geta eflt atvinnustig í bænum.
Forgangsverkefni.
• Snjóflóðavarnir undir Gleiðarhjalla og Kubba
• Nýtt stálþil og þekja á Suðureyrarhöfn
• Þekja og sjóvörn á Mávagarði
• Endurnýjun lagna og slitlags við Heiðarbraut og Dalbraut í Hnífsdal á árinu 2013
• Endurnýjun lagna og slitlags við Hlíðarveg á Ísafirði á árinu 2014
• Framkvæmdir við hjúkrunarheimili
• Malbikun
• Eyrin á Ísafirði.
• Minni byggðarlög.
• Skólalóð við Grunnskólann á Ísafirði.
Verkefni sem sérstaklega er horft til.
• Bílastæði, skólalóð og Túngata á Suðureyri.
• Útiklefar og frekari uppbygging sundlaugar á Suðureyri
• Bílastæði við kirkju og byggðasafn á Ísafirði og göngustígur við Pollgötu meðfram Edinborgarhúsi
• Útiaðstaða við Sundlaug á Þingeyri
• Lokafrágangur á salthúsi Þingeyri
• Frágangur á pakkhúsi Flateyri
• Skólalóð við Grunnskólann á Flateyri
Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði til að í kafla um forgangsverkefni kæmi orðalagið Eyrin á Ísafirði í stað miðbær Ísafjarðar og að við bættist liðurinn skólalóð við Grunnskólann á Ísafirði. (Breytingarnar hafa verið færðar inn í ofangreindan texta og eru skáletraðar.)
Tillaga forseta um breytt orðalag og með viðbótum við forgangsverkefni samþykkt 9-0.
Tillaga meirihluta bæjarstjórnar með viðbótum og breyttu orðalagi samþykkt 5-0.
XII. Bæjarráð.
Til máls tóku: Lína Björg Tryggvadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Benedikt Bjarnason, Eiríkur Finnur Greipsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 24/9. 766. fundur.
Fundargerðin er í sextán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 2/10. 767. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 8/10. 768. fundur.
Fundargerðin er í þrettán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 15/10. 769. fundur.
Fundargerðin er í fjórtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIII. Barnaverndarnefnd.
Fundargerðin 19/9. 122. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIV. Félagsmálanefnd.
Fundargerðin 25/9. 371. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XV. Fræðslunefnd.
Fundargerðin 26/9. 324. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XVI. Hafnarstjórn.
Fundargerðin 2/10. 161. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XVII. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson og Jóna Benediktsdóttir.
Eiríkur Finnur Greipsson lagði fram svohljóðandi bókun undir 5. lið 135. fundargerðar íþrótta- og tómstundanefndar. Bókun um flutning umsýslu skíðasvæðis yfir á skóla- og tómstundasvið, á fundi bæjarstjórnar þann 18/10/2012 lögð fram af fulltrúum B- og D-lista
,,Vegna bókunar íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar undir lið 5.b á fundi þann 3. október 2012, upplýsa fulltrúar meirihluta B- og D-lista í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að á næsta bæjarstjórnarfundi verður lögð fram að nýju tillaga um að flytja umsýslu skíðasvæðisins frá umhverfis- og eignasviði yfir á skóla- og tómstundasvið.“
Fyrir hönd fulltrúa meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar,
Eiríkur Finnur Greipsson, bæjarfulltrúi.
Fundargerðin 3/10. 135. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XVIII. Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.
Fundargerðin 19/9. 21. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIX. Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Benedikt Bjarnason, Jóna Benediktsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Lína Björg Tryggvadóttir og Dagur Hákon Rafnsson.
Fundargerðin 26/9. 21. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 15/10. 22. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XX. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Jóna Benediktsdóttir.
Fundargerðin 3/10. 381. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.
Fundargerðin 16/10. 382. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.
XXI. Þjónustuhópur aldraðra í Ísafjarðarbæ.
Fundargerðin 27/9. 71. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 19:45.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.
Eiríkur Finnur Greipsson.
Guðfinna Hreiðarsdóttir.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Marzellíus Sveinbjörnsson.
Lína Björg Tryggvadóttir.
Benedikt Bjarnason.
Jóna Benediktsdóttir.
Dagur Hákon Rafnsson.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.