Bæjarstjórn - 312. fundur - 24. maí 2012
Fjarverandi aðalfulltrúar: Albertína F. Elíasdóttir í h. st. Marzellíus Sveinbjörnsson. Gísli H. Halldórsson í h. st. Ingólfur Þorleifsson.
Í upphafi fundar áður en gengið var til dagskrár óskaði Jóna Benediktsdóttir, forseti, eftir heimild bæjarstjórnar til að taka á dagskrá sem XIV. lið tillögu bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá 748. fundi, um samninga við Héraðssamband Vestfirðinga.
Beiðni forseta samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
I | Tillaga frá 748. fundi bæjarráðs |
Hjúkrunarheimili á Ísafirði, undirbúningur lóðar. 2011-12-0009. |
II | Tillaga frá 751. fundi bæjarráðs | Sindragata 4, Ísafirði. 2011-05-0037 |
III | Tillaga frá 751. fundi bæjarráðs | Áhorfendastúka við Torfnesvöll á Ísafirði. Endurskoðaðir samningar. 2011-06-0053. |
IV | Tillaga frá 374. fundi umhverfisnefndar | Tungudalur 40, Ísafirði, úthlutun lóðar. 2012-04-0052. |
V | Tillaga frá 375. fundi umhverfisnefndar | Fjallskilareglugerð fyrir Vestfirði. 2011-07-0030. |
VI | Tillaga frá 375. fundi umhverfisnefndar | Veðrará 2, Breiðadal, Önundarfirði. Vatnsvirkjun. 2008-02-0077. |
VII | Tillaga frá 375. fundi umhverfisnefndar | Deiliskipulag á Ingjaldssandi, Önundarfirði. 2011-09-0100. |
VIII | Fundargerð(ir) | bæjarráðs 30/4., 7/5., 14/5. og 21/5. |
IX | " | atvinnumálanefndar 16/5. |
X | " | félagsmálanefndar 8/5. |
XI | " | nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 26/4., 11/5. og 15/5. |
XII | " | starfshóps um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði 20/4., 27/4., 7/5., 11/5. og 18/5. |
XIII XIV
|
" |
umhverfisnefndar 8/5. og 18/5. Tillaga frá 748. fundi bæjarráðs. - Samningar við Héraðssamband Vestfirðinga. 2012-03-0068. |
I. Tillaga til 312. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 24. maí 2012.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, forseti og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 748. fundur 30. apríl 2012.
4. Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Hjúkrunarheimili á Ísafirði, undirbúningur lóðar. 2011-12-0009.
Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett þann 25. apríl sl., er fjallar um opnun tilboða í verkið ,,Hjúkrunarheimili á Ísafirði, undirbúningur lóðar“. Alls bárust sex tilboð í verkið.
Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar leggur til, að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Vesturfell ehf., Ísafirði, á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Vesturfell ehf.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
II. Tillaga til 312. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 24. maí 2012.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 751. fundur 21. maí 2012.
7. Minnisblað bæjarstjóra. - Sindragata 4, Ísafirði. 2011-05-0037.
Lagt fram minnisblað frá Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, dagsett 18. maí sl., þar sem hann gerir grein fyrir viðræðum sínum við fulltrúa Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs, um að Ísafjarðarbær kaupi þrjár íbúðir að Sindragötu 4, Ísafirði, af sjóðnum. Í minnisblaðinu er lagt til að bæjarráð leggi til við bæjarstjórn, að bæjarstjóra verði veitt heimild f.h. Eignasjóðs Ísafjarðarbæjar til að kaupa umræddar eignir fyrir samtals kr. 36.515.000.-. Kaupin verði fjármögnuð með útgáfu skuldabréfs, sem ekki verður með veði í eignunum, en er bundið vísitölu neysluverðs og beri 2% fasta vexti og er til 25 ára.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að ganga frá kaupum á þremur íbúðum að Sindragötu 4, Ísafirði, á grundvelli fyrirliggjandi samkomulags.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
III. Tillaga til 312. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 24. maí 2012.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Marzellíus Sveinbjörnsson, Arna Lára Jónsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Ingólfur Þorleifsson.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 751. fundur 21. maí 2012.
9. Áhorfendastúka við Torfnesvöll á Ísafirði. Drög að samningum. 2011-06-0053.
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 18. maí sl., ásamt drögum að samningum Ísafjarðarbæjar við Héraðssamband Vestfirðinga, Boltafélag Ísafjarðar og Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar, er varðar byggingu áhorfendastúku við Torfnesvöll á Ísafirði. Málið var síðast á dagskrá bæjarráðs þann 14. maí sl.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Heildarsamningur um byggingu áhorfendastúku samþykktur 5-0.
Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir þessum hluta III. liðar dagskrár, heildarsamningur við HSV.
,,Við undirrituð vorum mótfallin því, að veita styrk til byggingar stúku í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og sitjum því hjá við þessa afgreiðslu.“
Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Jónu Benediktsdóttur, Sigurði Péturssyni og Kristjáni Andra Guðjónssyni.
Samningi tengdum Boltafélagi Ísafjarðar vísað til bæjarráðs til frekari frágangs samkvæmt tillögu Eiríks Finns Greipssonar og með tilvísun til umræðna á fundinum.
Samningi tengdum Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar vísað til bæjarráðs til frekari frágangs samkvæmt tillögu Eiríks Finns Greipssonar og með tilvísun til umræðna á fundinum.
IV. Tillaga til 312. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 24. maí 2012.
Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir, forseti.
Umhverfisnefnd 374. fundur 8. maí 2012.
1. 2012040052 - Tungudalur 40, Ísafirði. - Umsókn um lóð.
Á fundi umhverfisnefndar 21. mars sl., var tekið fyrir erindi frá Hermanni Þorsteinssyni fh.Vestfirskra Verktaka ehf., þar sem sótt var um lóðina Tunguskógur/Aspaskógur 49, en til vara lóð nr. 40. Hlutkesti var varpað og féll lóðin í hlut annars umsækjanda, því er lögð fram umsókn um lóð nr. 40.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir Verktakar ehf., fái lóð nr. 40 í Tungudal með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Bent er á að eftir snjóflóðið 1994 úrskurðaði umhverfisráðuneytið um heimild til uppbyggingar og búsetu í hverfinu. Skv. því var endurbygging hverfisins heimil, en búseta takmörkuð við tímabilið frá 16. apríl til 15. desember ár hvert.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
V. Tillaga til 312. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 24. maí 2012.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Arna Lára Jónsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Sigurður Pétursson og Kristján Andri Guðjónsson.
Umhverfisnefnd 375. fundur 18. maí 2012.
4. 2011070030 - Fjallskilareglugerð fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur.
Lagður fram tölvupóstur dags. 24. apríl 2012 frá Jóhanni Pétri Ágústssyni er varðar fjallskilasamþykkt fyrir Vestfirði.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur verði samþykkt.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
VI. Tillaga til 312. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 24. maí 2012.
Til máls tóku: Jóna Beneditsdóttir, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Kristín Hálfdánsdóttir og Sigurður Pétursson.
Umhverfisnefnd 375. fundur 18. maí 2012.
5. 2008020077 - Veðrárá 2, Breiðadal í Önundarfirði. - Vatnsvirkjun.
Lagt fram að nýju bréf dags. 5. febrúar 2012, er varðar stækkun Breiðadalsvirkjunar með því að veita viðbótarvatni í stöðina frá Heiðarvatnslæk og Langá.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir lagningu 1.200 m þrýstivatnslagnar frá stöðvarhúsi að inntaki í Heiðarvatnslæk og Langá, ásamt steyptri inntaksþró, enda er framkvæmdaaðili þinglýstur eigandi af landinu samkvæmt gögnum frá sýslumanni.
Samráð skal haft við Tæknideild Ísafjarðarbæjar við frágang á framkvæmdasvæði.
Forseti lagði til að þessum lið dagskrár verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar og var það samþykkt 9-0.
VII. Tillaga til 312. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 24. maí 2012.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson og Kristján Andri Guðjónsson.
Tillaga frá 375. fundi umhverfisnefndar 18. maí 2012.
6. 2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi í Önundarfirði.
Lagt fram bréf dags. 10. maí sl. frá Bjarna Maríusi Jónssyni fh. landeigenda í Álfadal, Hrauni og Sæbóli I, II og III, Ingjaldssandi, þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær taki til meðferðar deiliskipulag á svæðum sem merkt eru F27, F29, F31 og F32 í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
VIII. Bæjarráð.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson, Kristján Andri Guðjónsson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.
Tillaga að bókun lögð fram af Jónu Benediktsdóttur, forseta, undir þessum lið dagskrár.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar minnir ríkisstjórn Íslands á þá umræðu sem fram fór á fundi ríkisstjórnar og bæjarfulltrúa á vordögum 2011, þar sem meðal annars var fjallað um Menntaskólann á Ísafirði. Skólinn er fremur fámennur en hefur gríðarlegt vægi í menntamálum fjórðungsins og er helsta ástæða þess, að ungt fólk á aldrinum 16 – 20 ára getur stundað nám og þar með búið í heimabyggð, allt þar til það hefur háskólanám. Menntaskólinn er einnig mikilvægur í atvinnulífi fjórðungsins og hefur mikil jákvæð áhrif í samfélaginu.
Niðurskurður fjárframlaga til skólans er nú þegar farinn að bitna á námsframboði og ef áfram verður haldið á sömu braut er hætt við að í gang fari neikvæð þróun, sem leiði til þess að fleiri nemendur kjósi að stunda nám annarsstaðar, sem aftur leiði til enn meiri skerðingar á námsframboði.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á ríkisstjórn Íslands að gera Menntaskólanum á Ísafirði kleift að bjóða ungu fólki á Vestfjörðum upp á sambærilegt námsframboð og það getur fengið annarsstaðar.“
Svohljóðandi bókun lögð fram af öllum bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar undir þessum lið dagskrár.
,,Bæjarfulltrúar taka heilshugar undir kröfu þúsunda Vestfirðinga um gerð Dýrafjarðarganga, sem fram kom í undirskriftum sem nýlega voru afhentar Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra.
Skýr vilji Vestfirðinga kom þar fram um að Dýrafjarðargöng eru ein mikilvægasta framkvæmdin í samgöngumálum til að tengja saman fjölmennustu byggðarlög fjórðungsins.
Bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar hvetja Alþingi og ríkisstjórn, til að standa við fyrirheit sín um aukin framlög til samgönguframkvæmda og að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng eigi síðar en á árunum 2014-2015.“
Fundargerðin 30/4. 748. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 7/5. 749. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 14/5. 750. fundur.
Fundargerðin er í fjórtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 21/5. 751. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Tillaga Jónu Benediktsdóttur, forseta, að bókun samþykkt 9-0.
IX. Atvinnumálanefnd.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Sigurður Pétursson, Eiríkur Finnur Greipsson, Ingólfur Þorleifsson og Arna Lára Jónsdóttir
Fundargerðin 16/5. 114. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
X. Félagsmálanefnd.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, forseti, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 8/5. 368. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XI. Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.
Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir, forseti.
Fundargerðin 26/4. 16. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 11/5. 17. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 15/5. 18. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XII. Starfshópur um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson og Kristján Andri Guðjónsson.
Fundargerðin 20/4. 1. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 27/4. 2. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 7/5. 3. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 11/5. 4. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 18/5. 5. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIII. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Kristín Hálfdánsdóttir og Ingólfur Þorleifsson.
Fundargerðin 8/5. 374. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.
Fundargerðin 18/5. 375. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.
XIV. Tillaga til 312. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 24. maí 2012.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og
Sigurður Pétursson.
Bæjarráð 748. fundur 30. apríl 2012.
3. Samstarfssamningar Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar. 2012-03-0068.
Lagðir fram yfirfarnir, en óundirritaðir samstarfssamningar Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar. Samningarnir hafa verið í meðförum bæjarráðs og íþrótta- og tómstundanefndar og ræddir á fundum með forsvarsmönnum HSV.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samstarfssamningur og verkefnasamningur við Héraðssamband Vestfirðinga verði samþykktir.
Bæjarstjórn samþykkir samstarfssamning við HSV 9-0.
Bæjarstjórn samþykkir verkefnasamning við HSV 9-0.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 20:05.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Jóna Benediktsdóttir, forseti bæjarstjórnar.
Eiríkur Finnur Greipsson.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.
Ingólfur Þorleifsson.
Marzellíus Sveinbjörnsson.
Sigurður Pétursson.
Arna Lára Jónsdóttir.
Kristján Andri Guðjónsson.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.