Bæjarstjórn - 311. fundur - 26. apríl 2012
Fjarverandi aðalfulltrúar: Albertína F. Elíasdóttir í h. st. Marzellíus Sveinbjörnsson. Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Benedikt Bjarnason. Kristján Andri Guðjónsson í h. st. Dagur Hákon Rafnsson. Jóna Benediktsdóttir í h. st. Hermann Vernharður Jósefsson.
Dagskrá:
I | Ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2011 | Síðari umræða |
II | Tillaga frá 746. fundi bæjarráðs | Sala á Eyrarvegi 8, Flateyri. 2012-04-0013. |
III | Tillaga frá 747. fundi bæjarráðs | Tilnefning fulltrúa Ísafjarðarbæjar í Framkvæmdastjórn Skrúðs. 2012-04-0032 |
IV | Tillaga frá 132. fundi íþrótta- og tómstundanefndar | Vinnuskólinn sumarið 2012. 2012-03-0082 |
V | Tillaga frá 373. fundi umhverfisnefndar | Úthlutun lóðar. 2012-04-0010 |
VI | Tillaga frá 373. fundi umhverfisnefndar | Úthlutun lóðar. 2012-04-0018 |
VII | Tillaga frá 373. fundi umhverfisnefndar | Úthlutun lóða. 2012-04-0017 |
VIII | Tillaga frá 373. fundi umhverfisnefndar | Sumarhúsabyggð á Dagverðardal. Heiti gatna. 2012-03-0100 |
IX | Fundargerð(ir) | bæjarráðs 16/4. og 23/4 |
X | " | atvinnumálanefndar 13/4 |
XI | " | félagsmálanefndar 17/4 |
XII | " | fræðslunefndar 18/4 |
XIII | " | hafnarstjórnar 17/4 |
XIV | " | íþrótta- og tómstundanefndar 11/4 |
XV | " | nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ 18/4 |
XVI XVII |
" Lánasjóður sveitarfélaga ohf. |
umhverfisnefndar 18/4 Samþykkt bæjarstjórnar um lántöku. |
I. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2011, síðari umræða. 2012-03-0092.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson og Benedikt Bjarnason.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, lagði fram til síðari umræðu og gerði bæjarstjórn grein fyrir ársreikningi Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2011, ásamt því að gera grein fyrir breytingum, sem gerðar hafa verið á ársreikningi milli fyrri og síðari umræðu og lagði fram endurskoðunarskýrslu Guðmundar E. Kjartanssonar, endurskoðanda, hjá Endurskoðun Vestfjarða ehf., Ísafirði.
Að loknum umræðum um ársreikning bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2011, lagði Gísli H. Halldórsson, forseti, til að breytingar þær sem gerðar hafa verið á ársreikningi milli umræðna verði samþykktar.
Tillaga forseta samþykkt 9-0.
Síðan lagði Gísli H. Halldórsson, forseti, til að ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2011 verði samþykktur.
Tillaga forseta samþykkt 9-0.
II. Tillaga til 311. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 26. apríl 2012.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 746. fundur 16. apríl 2012.
3. Bréf Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. - Sala á Eyrarvegi 8, Flateyri. 2012-04-0013.
Lagt fram bréf Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða dagsett 3. apríl sl., er fjallar um væntanlega sölu á húseigninni Eyrarvegi 8, Flateyri, en Ísafjarðarbær er eigandi að 15% eignarhluta. Stofnunin óskar eftir að Ísafjarðarbær samþykki ofangreinda sölu og leitar jafnframt eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ um leiguhúsnæði fyrir heilsugæslustöð á Flateyri.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimiluð verði sala á húseigninni Eyrarvegi 8, Flateyri.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
III. Tillaga til 311. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 26. apríl 2012.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 747. fundur 23. apríl 2012.
11. Bréf Framkvæmdasjóðs Skrúðs. - Ósk um tilnefningu fulltrúa í Framkvæmdasjóð Skrúðs. 2012-04-0032.
Lagt fram bréf frá Framkvæmdasjóði Skrúðs dagsett í apríl 2012 og undirritað af Brynjólfi Jónssyni, formanni. Í bréfinu er óskað eftir tilnefningu frá Ísafjarðarbæ, um fulltrúa í Framkvæmdasjóð Skrúðs, í stað Ragnheiðar Davíðsdóttur, sem óskað hefur eftir að láta af störfum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Þórir Örn Guðmundsson, Þingeyri, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar í Framkvæmdasjóði Skrúðs.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
IV. Tillaga til 311. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 26. apríl 2012.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Sigurður Pétursson.
Íþrótta- og tómstundanefnd 132. fundur 11. apríl 2012.
4. 2012030082 - Vinnuskólinn 2012.
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs dagsett 10. apríl 2012, þar sem fram kemur tillaga að launum ungmenna í vinnuskólanum sumarið 2012.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.
V. Tillaga til 311. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 26. apríl 2012.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Eiríkur Finnur Greipsson.
Gísli H. Halldórsson, forseti, vék af fundi undir þessum lið dagskrár.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 373. fundur 18. apríl 2012.
1. 2012040010 - Tungudalur 6 - Umsókn um lóð
Lagt fram bréf dags. 4. apríl sl. frá Hjalta Einarssyni þar sem sótt er um lóð nr. 6 í Tunguskógi fyrir sumarhús.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Hjalti Einarsson fái lóð nr. 6 í Tungudal með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Bent er á að eftir snjóflóðið 1994 úrskurðaði umhverfisráðuneytið um heimild til uppbyggingar og búsetu í hverfinu. Skv. því var endurbygging hverfisins heimil, en búseta takmörkuð við tímabilið frá 16. apríl til 15. desember ár hvert.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.
VI. Tillaga til 311. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 26. apríl 2012.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 373. fundur 18. apríl 2012.
2. 2012040018 - Tungudalur 68 - umsókn um lóð
Lagt fram bréf dags. 10. apríl sl. frá Herdísi Önnu Jónasdóttur þar sem sótt er um lóð nr. 68 í Tunguskógi fyrir sumarhús.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Herdís Anna Jónasdóttir fái lóð nr. 68 í Tungudal með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Bent er á að eftir snjóflóðið 1994 úrskurðaði umhverfisráðuneytið um heimild til uppbyggingar og búsetu í hverfinu. Skv. því var endurbygging hverfisins heimil, en búseta takmörkuð við tímabilið frá 16. apríl til 15. desember ár hvert.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
VII. Tillaga til 311. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 26. apríl 2012.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Sigurður Pétursson.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 373. fundur 18. apríl 2012.
3. 2012040017 - Bræðratunga 2-10 - umsókn um lóð
Lagt fram bréf dags. 10. apríl sl. frá Hermanni Þorsteinssyni fh. Vestfirskra verktaka ehf., þar sem sótt er um raðhúsalóðir við Bræðratungu 2 - 10 samkvæmt skipulagi í Tunguhverfi.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskum verktökum ehf. verði úthlutað lóðum nr. 2, 4 og 6 í Tunguhverfi með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðaumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Ekki er hægt úthluta lóðum nr. 7 - 10 fyrr en gengið hefur verið frá samkomulagi við landeigendur Efri-Tungu. Sviðstjóra falið að ganga frá samkomulagi vegna þessara lóða.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
VIII. Tillaga til 311. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 26. apríl 2012.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Sigurður Pétursson og Eiríkur Finnur Greipsson.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 373. fundur 18. apríl 2012.
7. 2012030100 - Sumarhúsabyggð Dagverðardal - heiti á götum.
Lagt fram bréf dags. 28. mars sl. frá byggingarfulltrúanum á Ísafirði þar sem óskað er eftir að umhverfisnefnd komi með nöfn á götur við sumarhúsalóðir í Dagverðardal samkvæmt deiliskipulagi.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að sumarhúsagöturnar fái eftirfarandi nöfn:
A-gata: Lægritröð (austan Vegagerðar)
E-gata: Miðtröð
F-gata: Efritröð
Lægri-, Mið- og Efrihnífar eru örnefni í Hnífafjalli sem að rís yfir byggðinni.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
IX. Bæjarráð.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Eiríkur Finnur Greipsson og Benedikt Bjarnason.
Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir þessum lið dagskrár.
,, Bókun Í-listans vegna fiskveiðistjórnunarfrumvarpa.
Kvótakerfi í sjávarútvegi hefur reynst Vestfirðingum dýrkeypt. Aflahlutdeild útgerða á Vestfjörðum og í Ísafjarðarbæ hefur dregist saman á síðustu 20 árum. Það þýðir að miklir fjármunir hafa streymt burtu af svæðinu, störfum og íbúum fækkað og sveitarfélögin staðið veikari eftir. Breytingar í sjávarútvegi sem auka jafnræði og eðlilega samkeppni í greininni munu gera Vestfirðingum kleyft að ná aftur sterkri stöðu vegna nálægðar við auðug fiskimið. Því ber að fagna breytingum á stjórn fiskveiða sem fela í sér opinn leigumarkað á aflaheimildum.
Fiskistofnarnir við landið eru sameiginleg auðlind þjóðarinnar og frumvörp þau sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir alþingi tryggja með óyggjandi hætti eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni og ráðstöfunarrétt hennar til framtíðar. Tekið er undir það meginsjónarmið að þeir sem fá afnotarétt á mikilvægustu auðlind þjóðarinnar greiði fyrir það sanngjarnt afgjald.
Í frumvarpi að nýrri skipan fiskveiða er mikið tillit tekið til sjávarútvegsfyrirtækja með því að bjóða þeim nýtingarleyfi til 20 ára, eftir ákveðnum reglum. Þar er um að ræða málamiðlun, sem núverandi kvótahafar mega þakka fyrir.
Það er staðreynd að síðustu ár hefur mikill arður skapast í sjávarútvegi. Það er sanngjarnt að eigandi sjávarauðlindarinnar fái hluta þess arðs í sínar hendur gegnum auðlindagjald. Um þetta mun mikill meirihluti þjóðarinnar vera sammála. Ekki má láta háværan hagsmunahóp kvótahafa kæfa skynsamlega umræðu um sjávarútvegsmál með upphrópunum og hræðsluáróðri. Fulltrúar almennings í sveitarstjórnum og á alþingi verða að skoða málin út frá framtíðarhagsmunum íbúa, þar sem heilbrigð samkeppni og sanngjarnar leikreglur verði lagðar til grundvallar. Verði það gert, munu vestfirskar byggðir aftur ná styrk sínum, sem byggist á nálægð við gjöful fiskimið og langri hefð við veiðar og vinnslu sjávarafurða.
Nú er tækifæri til að skapa nýjan grundvöll fyrir sjávarútveginn í landinu, í sátt við þjóðina.“
Undirritað af Sigurði Péturssyni, Degi Hákoni Rafnssyni, Hermanni V. Jósefssyni og Benedikt Bjarnasyni.
Eiríkur Finnur Greipsson lagði fram svohljóðandi bókun undir þessum lið dagskrár. ,,Undirritaður lýsir yfir fullum stuðningi við bókun atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar, um ,,Frumvarp til laga um fiskveiðar“ á 113. fundi atvinnumálanefndar.“
Undirritað af Eiríki Finni Greipssyni.
Gísli Halldór Halldórsson lagði fram svohljóðandi bókun undir þessum lið dagskrár.
,,Undirritaður fagnar því að sá ólögmæti eignarréttur sem kvótahafar á Íslandi hafa gert tilkall til skuli þó afmarkaður með þeim hætti sem gert er í frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Það er þó mikill galli hve óhóflega langur þessi eignaréttur er, eða tuttugu ár. Aðrir annmarkar á frumvörpum ráðherra eru miklir. Veiðigjöld ættu t.d. að ákveðast með markaðstengdum hætti með því að aflaheimildir yrðu boðnar upp á opnum markaði.
Þó svo að frumvörp sjávarútvegsráðherra séu afspyrnu slæm, þá telur undirritaður að með þeim sé stigið skref sem leysir kvótakerfið úr þeim hlekkjum kyrrstöðu sem það hefur verið í árum saman. Hugsanlega getur þetta skref leitt til breytinga og sáttar í fjarlægri framtíð.“
Undirritað af Gísla H. Halldórssyni.
Fundargerðin 16/4. 746. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 23/4. 747. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
X. Atvinnumálanefnd.
Fundargerðin 13/4. 113. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XI. Félagsmálanefnd.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Sigurður Pétursson.
Fundargerðin 17/4. 367. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XII. Fræðslunefnd.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Benedikt Bjarnason, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Sigurður Pétursson.
Fundargerðin 18/4. 319. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIII. Hafnarstjórn.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Dagur Hákon Rafnsson, Eiríkur Finnur Greipsson, Marzellíus Sveinbjörnsson og Benedikt Bjarnason.
Fundargerðin 17/4. 159. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIV. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Dagur Hákon Rafnsson, Sigurður Pétursson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Eiríkur Finnur Greipsson og Benedikt Bjarnason.
Fundargerðin 11/4. 132. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XV. Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir og Benedikt Bjarnason.
Fundargerðin 18/4. 20. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XVI. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson og Marzellíus Sveinbjörnsson.
Fundargerðin 18/4. 373. fundur.
Fundargerðin er í sautján liðum.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 8-0.
XVII. Erindi til 311. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 26. apríl 2012.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Á 310. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 12. apríl sl., var undir IV. lið dagskrár erindi um lántöku Ísafjarðarbæjar hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., að upphæð kr. 200.000.000.-. Í bókuninni ,,Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins“, var ranglega vitnað í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, en komin eru ný sveitarstjórnarlög nr. 138/2011.
Engar aðrar breytingar þarf að gera á ofangreindri bókun/samþykkt bæjarstjórnar, en þessa tilvísun til sveitarstjórnarlaga og verður þá bókunin í heild sinni sem hér segir.
Hér með er óskað eftir að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykki neðangreinda bókun, sem hefur verið leiðrétt í samráði við Lánasjóð sveitarfélaga ohf.
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 200.000.000 kr. sem mun greiðast út með tveimur lánasamningum upp á 140 milljónir kr. annars vegar og 60 milljónir kr. hins vegar. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir lána á gjalddaga hjá lánasjóðum á árinu 2012, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, kt. 170873-4249, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar, að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir ofangreinda bókun 9-0.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 20:15.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.
Eiríkur Finnur Greipsson.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.
Marzellíus Sveinbjörnsson.
Sigurður Pétursson.
Benedikt Bjarnason.
Dagur Hákon Rafnsson.
Hermann V. Jósefsson.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.