Bæjarstjórn - 310. fundur - 12. apríl 2012
Fjarverandi aðalfulltrúar: Albertína F. Elíasdóttir í h. st. Marzellíus Sveinbjörnsson. Kristján Andri Guðjónsson í h. st. Lína Björg Tryggvadóttir.
Dagskrá:
I | Ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækjafyrir árið 2011 | fyrri umræða |
II | Tillaga frá 742. fundi bæjarráðs | Sláttur opinna svæða í Ísafjarðarbæ. 2012-02-0046 |
III | Tillaga frá 744. fundi bæjarráðs | Kaupsamningur og húsaleigusamningu við Byggðasafn Vestfjarða. 2010-11-0025 |
IV | Tillaga frá 745. fundi bæjarráðs | Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga |
V | Tillaga frá 745. fundi bæjarráðs | Skipting jarðarinnar Lækjar í Dýrafirði. 2012-03-0029 |
VI | Tillaga frá 745. fundi bæjarráðs | Útboð á rekstri tjaldsvæðis í Tungudal, Skutulsfirði. 2011-12-0006 |
VII | Tillaga frá 745. fundi bæjarráðs | Samningur um Fab Lab smiðju á Ísafirði. 2011-10-0054 |
VIII | Tillaga frá 318. fundi fræðslunefndar | Beiðni um aukningu á stöðugildi við leikskólann Tjarnabæ. 2012-03-0004 |
IX | Tillaga frá 318. fundi fræðslunefndar | Auglýst staða skólastjóra. 2012-03-0051 |
X | Tillaga frá 372. fundi umhverfisnefndar | Lóðaúthlutun. 2012-02-0084 |
XI | Tillaga frá 372. fundi umhverfisnefndar | Lóðaúthlutun. 2012-03-0035 |
XII | Tillaga frá Eiríki Finni Greipssyni, bæjarfulltrúa | Kauptilboð í eignarhluta Ísafjarðarbæjar í Austurvegi 2, Ísafirði. 2011-07-0038 |
XIII | Fundargerð(ir) | bæjarráðs 19/3., 26/3., 2/4. og 10/4 |
XIV | " | barnaverndarnefndar 4/4 |
XV | " | Byggðasafns Vestfjarða 13/3 |
XVI | " | félagsmálanefndar 13/3 |
XVII | " | fræðslunefndar 14/3 |
XVIII | " | íþrótta- og tómstundanefndar 21/3 |
XIX | " | nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 4/4 |
XX | " | nefndar um sorpmál 14/3 |
XXI | " | umhverfisnefndar 21/3 |
Áður en gengið var til formlegrar dagskrár óskaði Gísli H. Halldórsson, forseti, eftir að Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar, yrði veitt heimild til að taka til máls undir fyrsta lið dagskrár.
Beiðni forseta var samþykkt samhljóða.
I. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2011, fyrri umræða. 2012-03-0092.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jón H. Oddsson, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Sigurður Pétursson og Kristín Hálfdánsdóttir.
Jón H. Oddsson, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar, í fjarveru Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, lagði fram og gerði bæjarstjórn grein fyrir ársreikningi Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2011 og lagði fram skriflega greinargerð með ársreikningi.
Að loknum umræðum um ársreikning bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2011, lagði Gísli H. Halldórsson, forseti, til að ársreikningnum yrði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar á næsta reglulega fundi.
Tillaga forseta samþykkt 9-0.
II. Tillaga til 310. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 12. apríl 2012.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Sigurður Pétursson.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 742. fundur 19. mars 2012.
8. Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar. - Sláttur opinna svæða í Ísafjarðarbæ. 2012-02-0046.
Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar dagsett 15. mars sl., þar sem hann gerir grein fyrir tilboðum í slátt opinna svæða í Ísafjarðarbæ fyrir árin 2012-2014. Neðangreind tilboð bárust.
Félagar ehf., kr. 6,oo pr. fermetra.
Kubbur ehf., " 6,87 " "
Gröfuþjónusta Bjarna ehf., " 7,oo " "
Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs leggur til að gengið verði til samninga við Félaga ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs verði samþykkt.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
III. Tillaga til 310. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 12. apríl 2012.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 744. fundur 2. apríl 2012.
1. Minnisblað bæjarstjóra. - Kaupsamningur og húsaleigusamningur Byggðasafns Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar. 2010-11-0025.
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 29. mars sl., ásamt drögum að kaupsamningi og húsaleigusamningi á milli Byggðasafns Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar, um kaup og útleigu Ísafjarðarbæjar á sýningarhúsi/geymsluhúsi Byggðasafnsins í Neðstakaupstað á Ísafirði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ofangreindur kaupsamningur verði samþykktur.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að húsaleigusamningur við Byggðasafnið verði samþykktur.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
IV. Tillaga til 310. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 12. apríl 2012.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 745. fundur 10. apríl 2012.
1. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga. 2011-02-0021.
Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga nr. 1204_13, sem lánveitanda og Ísafjarðarbæjar, sem lántaka, upp á kr. 200 milljónir. Lánið er tekið til greiðslu tveggja lána samtals að upphæð kr. 200 milljónir.
Bæjarráð leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
,, Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 200.000.000 kr. sem mun greiðast út með tveimur lánasamningum upp á 140 milljónir kr. annars vegar og 60 milljónir kr. hins vegar. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir lána á gjalddaga hjá lánasjóðum á árinu 2012, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, kt. 170873-4249, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar, að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs Ísafjarðarbæjar um ofangreinda bókun 9-0.
V. Tillaga til 310. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 12. apríl 2012.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 745. fundur 10. apríl 2012.
6. Minnisblað bæjarritara. - Skipting jarðarinnar Lækjar í Dýrafirði. 2012-03-0029.
Lagt fram minnisblað frá bæjarritara dagsett 3. apríl sl., er varðar erindi Sæmundar Kr. Þorvaldssonar, Lyngholti í Dýrafirði, dagsett 8. mars sl., varðandi skiptingu jarðarinnar Lækjar í Dýrafirði, þannig að til verði lögbýlið Lyngholt. Erindið var fyrst tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 12. mars sl. og þar samþykkt að leita umsagnar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar. Sú umsögn hefur nú borist og er án athugasemda um skiptingu jarðarinnar.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu umhverfisnefndar og leggur til við bæjarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við skiptingu jarðarinnar Lækjar í Dýrafirði.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs 9-0.
VI. Tillaga til 310. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 12. apríl 2012.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 745. fundur 10. apríl 2012.
8. Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Útboð á rekstri tjaldsvæðis í Tungudal, Skutulsfirði. 2011-12-0006.
Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 3. apríl sl., þar sem hann gerir grein fyrir tilboðum er borist hafa í rekstur tjaldsvæðis Ísafjarðarbæjar í Tungudal, Skutulsfirði. Eftirtalin tilboð bárust.
Kaldasker ehf., kr. 5.600.000.-
Kagrafell ehf., kr. 0.-
Stóll ehf., kr. 980.000.-
GI Halldórsson ehf., kr. - 300.000.-
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri, leggur til að gengið verði til samninga við GI Halldórsson ehf., um rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal, Skutulsfirði, á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við GI Halldórsson ehf., um rekstur tjaldsvæðis Ísafjarðarbæjar í Tungudal, Skutulsfirði, á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs 9-0.
VII. Tillaga til 310. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 12. apríl 2012.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 745. fundur 10. apríl 2012.
9. Drög að samningi vegna Fab Lab smiðju á Ísafirði. 2011-10-0054.
Lögð fram drög að samningi um Fab Lab smiðju á Ísafirði. Að samningnum standa Menntaskólinn á Ísafirði, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Samningnum fylgir yfirlit um stöðu verkefnisins þann 23. mars 2012.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að samningurinn verði samþykktur.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs 9-0.
VIII. Tillaga til 310. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 12. apríl 2012.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar 318. fundur 14. mars 2012.
1. 2012030004 - Beiðni um aukningu á stöðugildum.
Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2012 frá Svövu Rán Valgeirsdóttur, leikskólastjóra Tjarnarbæjar, þar sem hún óskar eftir aukningu á stöðugildum um 0,75 við leikskólann vegna barns sem þarf stuðning og bíður eftir að komast í greiningu á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn, að samþykkt verði aukning á stöðugildum við leikskólann Tjarnarbæ, um 0,75 fram að sumarlokun.
Tillaga fræðslunefndar samþykkt 9-0.
IX. Tillaga til 310. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 12. apríl 2012.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar 318. fundur 14. mars 2012.
4. 2012030051 - Staða skólastjóra.
Lagt fram minnisblað dagsett 13. mars 2012 frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs vegna skólastjórastöðu á Flateyri. Skólastjóri grunnskólans hefur ákveðið að láta af störfum nú í vor og því þarf að auglýsa eftir skólastjóra til að stýra GÖ. Hugmyndir hafa verið uppi um að hugsanlega ætti að sameina leik- og grunnskóla á Flateyri. Tækifæri er því núna fyrir báða skólana að sameinast.
Meira samstarf getur þá orðið og hægt verður að blanda hópum og kennurum meira saman á ýmsa vegu. Einn sterkur stjórnandi getur gert þetta að öflugum skóla. Lagt er því til að auglýst verði eftir einum skólastjóra til að stýra báðum þessum skólum.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að auglýst verði eftir einum skólastjóra til að stýra leik - og grunnskólunum á Flateyri, þessi tilhögun verði tekin til endurskoðunar innan þriggja ára. Benedikt Bjarnason lét bóka hjásetu sína.
Tillaga fræðslunefndar samþykkt 8-0.
X. Tillaga til 310. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 12. apríl 2012.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 372. fundur 21. mars 2012.
1. 2012020084 - Tungudalur 38 - umsókn um lóð.
Lögð fram umsókn um lóð fyrir sumarhús dags. 24. febrúar sl. frá Ragnheiði Hákonardóttur, þar sem sótt er um lóð nr. 38 í Tungudal samkvæmt deiliskipulagi.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Ragnheiður Hákonardóttir fái lóð nr. 38 í Tungudal með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Bent er á að eftir snjóflóðið 1994 úrskurðaði Umhverfisráðuneytið um heimild til uppbyggingar og búsetu í hverfinu. Skv. því var endurbygging hverfisins heimil, en búseta takmörkuð við tímabilið frá 16. apríl til 15. desember ár hvert.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
XI. Tillaga til 310. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 12. apríl 2012.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 372. fundur 21. mars 2012.
4. 2012030035 - Tungudalur 49 - umsókn um lóð.
Lögð fram umsókn um lóð fyrir sumarhús dags. 9. mars sl. frá Sigríði Hrönn Jörundsdóttur, þar sem sótt er um lóð nr. 49 í Tungudal samkvæmt deiliskipulagi.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Sigríður Hrönn Jörundsdóttir fái lóð nr. 49 í Tungudal með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Bent er á eftir snjóflóðið 1994 úrskurðaði Umhverfisráðuneytið um heimild til uppbyggingar og búsetu í hverfinu. Skv. því var endurbygging hverfisins heimil, en búseta takmörkuð við tímabilið frá 16. apríl til 15. desember ár hvert.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
XII. Tillaga til 310. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 12. apríl 2012.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson, Lína Björg Tryggvadóttir, Jóna Benediktsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.
Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi breytingatillögu við tillögu Eiríks Finns Greipssonar. ,,Lagt er til að tillögunni um sölu Austurvegar 2, verði vísað til bæjarráðs, til frekari umfjöllunar.“
Eiríkur Finnur Greipsson lagði fram svohljóðandi breytingartillögu við síðustu málsgrein tillögu sinnar. ,,Bæjarráði er falið að ganga frá endanlegum kaupsamningi, er síðan verði lagður fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.“
Tillaga Eiríks Finns Greipssonar, bæjarfulltrúa.
Kauptilboð í eignarhluta Ísafjarðarbæjar í Austurvegi 2, Ísafirði. 2011-07-0038.
Á 744. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 2. apríl sl., var lagt fram tölvubréf frá Fasteignasölu Vestfjarða dagsett 26. mars sl., ásamt kauptilboði frá Flosa Kristjánssyni, Gísla Má Ágústssyni, Alfreð Erlingssyni og Ágústi Gíslasyni, í fasteign Ísafjarðarbæjar að Austurvegi 2, Ísafirði. Kauptilboðið er upp á kr. 35.000.000.-. Í kauptilboðinu er gert ráð fyrir að eignarhlutanum fylgi 14 bílastæði á planinu norðan við Austurveg 2, Ísafirði.
Bæjarráð samþykkti að eiga viðræður við tilboðsgjafa.
Í framhaldi af afgreiðslu bæjarráðs og með tilvísun til viðræðna er átt hafa sér stað við fulltrúa tilboðsgjafa, er lagt til að undirrituðum ásamt bæjarritara, verði heimilað að ganga til samninga við tilboðsgjafa á grundvelli tilboðs þeirra. Bæjarráði er falið að ganga frá endanlegum kaupsamningi, er síðan verði lagður fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.
(Tekið var út: Bæjarráði er falið að afgreiða endanlegan kaupsamning.)
Tillaga Örnu Láru Jónsdóttur felld 5-4.
Breytingatillaga Eiríks Finns Greipssonar samþykkt 5-0.
Tillaga Eiríks Finns Greipssonar ásamt breytingartillögu hans samþykkt 5-3.
XIII. Bæjarráð.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Lína Björg Tryggvadóttir, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson og Guðfinna Hreiðarsdóttir.
Fundargerðin 19/3. 742. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 26/3. 743. fundur.
Fundargerðin er í átján liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 2/4. 744. fundur.
Fundargerðin er í sautján liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 10/4. 745. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIV. Barnaverndarnefnd.
Fundargerðin 4/4. 121. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XV. Byggðasafn Vestfjarða.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson og Eiríkur Finnur Greipsson.
Fundargerðin 13/3. 33. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XVI. Félagsmálanefnd.
Fundargerðin 13/3. 366. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XVII. Fræðslunefnd.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Lína Björg Tryggvadóttir og Eiríkur Finnur Greipsson.
Fundargerðin 14/3. 318. fundur.
Fundargerðin er í fjórtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XVIII. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Fundargerðin 21/3. 131. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIX. Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.
Fundargerðin 4/4. 15. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XX. Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Kristín Hálfdánsdóttir.
Fundargerðin 14/3. 19. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XXI. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Arna Lára Jónsdóttir og Eiríkur Finnur Greipsson.
Fundargerðin 21/3. 372. fundur.
Fundargerðin er í fjórtán liðum.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 21:05.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.
Eiríkur Finnur Greipsson.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.
Marzellíus Sveinbjörnsson.
Sigurður Pétursson.
Arna Lára Jónsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir.
Lína Björg Tryggvadóttir.