Bæjarstjórn - 304. fundur - 25. nóvember 2011
Fjarverandi aðalfulltrúi: Eiríkur Finnur Greipsson í h. st. Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Dagskrá:
I. |
Tillaga frá 314. fundi fræðslunefndar. - Beiðni um aukið stöðugildi á leikskólanum Grænagarði. 2011-10-0094. |
|
II. |
Tillögur frá 8. fundi nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis. - 1. Verklag við útboð. - 2. Samningur við Verkís. 2008-06-0016. |
|
III. |
Tillaga frá 726. fundi bæjarráðs. - Lánasjóður sveitarfélaga, vaxtaendurskoðunarákvæði láns. 2011-02-0021. |
|
IV. |
Tillaga frá 726. fundi bæjarráðs. - Framlög til stjórnmálaflokka. 2011-08-0013. |
|
V. |
Tillaga frá 363. fundi umhverfisnefndar. - Endurskoðun gjaldskrár gatnagerðargjalda. 2011-08-0013. |
|
VI. |
Tillaga frá B-lista Framsóknarflokks. - Tilnefningar fulltrúa í atvinnumálanefnd og umhverfisnefnd. 2011-09-0012. |
|
VII. | Tillaga til bæjarstjórnar, að ályktun vegna Hvalárvirkjunar. 2008-09-0039. | |
VIII. | Fundargerð(ir) | bæjarráðs 9/11., 14/11. og 21/11. |
IX. | " | atvinnumálanefndar 31/10. |
X. | " | barnaverndarnefndar 17/11. |
XI. | " | félagsmálanefndar 8/11. |
XII. | " | fræðslunefndar 2/11. |
XIII. | " | hafnarstjórnar 3/11. |
XIV. | " | íþrótta- og tómstundanefndar 9/11. |
XV. | " | nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 16/11. |
XVI. | " | nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ 26/10. |
XVII. | " | umhverfisnefndar 9/11. og 22/11. |
XVIII. |
Tillaga frá 726. fundi bæjarráðs. - Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2012, fyrri umræða. 2011-08-0013. |
I. Tillaga til 304. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Gísli H. Halldórsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Kristín Hálfdánsdóttir.
Tillaga frá 314. fundi fræðslunefndar 2. nóvember 2011.
1. Beiðni um aukið stöðugildi við Grænagarð, Flateyri. 2011-10-0094.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn, að beiðnin verði samþykkt og bendir á að ekki eru starfandi dagforeldrar á Flateyri.
Tillaga fræðslunefndar samþykkt 9-0.
II. Tillögur til 304. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti og Sigurður Pétursson.
Tillögur frá 8. fundi nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis í Ísafjarðarbæ.
4. Verklag vegna væntanlegs undirbúnings og framkvæmda. 2008-06-0016.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að farið verði í lokað útboð með forvali. Í kjölfar þess verði farið í tveggja umslaga útfærslu á útboðinu.
Tillagan samþykkt 9-0.
Nefndin leggur jafnframt til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki áframhaldandi samvinnu við Verkís við undirbúning á byggingu hjúkrunarheimilisins.
Tillagan samþykkt 9-0.
III. Tillaga til 304. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.
Erindi frá 726. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 21. nóvember 2011.
3. Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga. - Vaxtaendurskoðunarákvæði láns. 2011-02-0021.
Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 16. nóvember sl., er varðar vaxtaendurskoðunarákvæði á láni Ísafjarðarbæjar hjá sjóðnum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að móta tillögu um vaxtaendurskoðunarákvæði á láni Ísafjarðarbæjar nr. 0610061 við Lánasjóð sveitarfélaga og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, með tilvísun til bréfs Lánasjóðs sveitarfélaga frá 16. nóvember sl., að valið verði verðtryggt jafngreiðslulán, að fjárhæð ISK 178 milljónir til febrúar 2024 með 3,95% föstum vöxtum, hálfsárslegum afborgunum og óuppgreiðanlegt.
Tillaga bæjarstjóra samþykkt 9-0.
IV. Tillögur til 304. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti og Sigurður Pétursson.
Tillaga frá 726. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.
8. Minnisblað bæjarritara. - Framlög til stjórnmálasamtaka 2011. 2011-08-0013.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga um skiptingu milli framboða í minnisblaði bæjarritara verði samþykkt. Skiptingin er út frá fjölda atkvæða er féllu í hlut hvers framboðs.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
V. Erindi til 304. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Gísli H. Halldórsson og Jóna Benediktsdóttir
Erindi frá 363. fundi umhverfisnefndar þann 22. nóvember 2011.
1. 2011-08-0013 - Fjárhagsáætlun 2012 og þriggja ára áætlun. |
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að endurskoðuð verði gjaldskrá um gatnagerðargjöld með tilliti til gjalds á frístundahús. Umhverfisnefnd mælir með að gjaldið verði ákveðin prósenta af byggingarkostnaði "vísitölufjölbýlishúss" skv. útreikningum Hagstofu Íslands. Forseti leggur til að tillögu umhverfisnefndar um endurskoðun gjaldskrár um gatnagerðargjöld verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012. Tillaga forseta samþykkt 9-0.
Jafnframt leggur umhverfisnefnd til að umsóknum um frístundahús í Dagverðardal verði ekki úthlutað fyrr en að ný gjaldskrá um gatnagerðargjöld hefur verið samþykkt. Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að bjóða umsækjendum um frístundalóðir í Dagverðardal að staðfesta umsóknir sínar í ljósi fyrirhugaðra breytinga í gjaldskrá. |
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0. |
|
VI. Tillaga til 304. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Albertína Elíasdóttir, forseti.
Breytingar á aðalfulltrúa í atvinnumálanefnd og umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar. 2011-09-0012
Aðalfulltrúi B-lista í atvinnumálanefnd og umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar, Sigurður J. Hreinsson, Ísafirði, hefur óskað eftir lausn frá störfum í greindum nefndum.
Atvinnumálanefnd.
Albertína F. Elíasdóttir, bæjarfulltrúi B-lista, leggur til að Auðunn Ólafsson, Fremri-Hjarðardal, 471 Þingeyri, verði kjörinn aðalfulltrúi í atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar, í stað Sigurðar J. Hreinssonar.
Tillaga B-lista samþykkt 9-0.
Umhverfisnefnd.
Albertína F. Elíasdóttir, bæjarfulltrúi B-lista, leggur til að Heimir G. Hansson, Hlíðarvegi 20, 400 Ísafirði, verði kjörinn aðalfulltrúi í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar, í stað Sigurðar J. Hreinssonar.
Tillaga B-lista samþykkt 9-0.
VII. Tillaga til 304. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. 2008-09-0039
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.
Tillaga til bæjarstjórnar að ályktun vegna Hvalárvirkjunar á Ströndum.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á ríkisstjórn Íslands að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum með því að tryggja að það afl, sem Hvalárvirkjun kemur til með að framleiða, verði til hagsbóta fyrir samfélag og atvinnulíf á Vestfjörðum. Það verður ekki gert nema að tengigjald virkjunarinnar verði fellt niður.
Hvalárvirkjun er í raun eini nýi virkjunarkostur Vestfjarða, sem getur bætt raforkuöryggi svæðisins og er hægt að hefja framkvæmdir við strax, án ágreinings um vatnsréttindi, land eða annað það er að slíkri framkvæmd snýr.
Hvalárvirkjun er hins vegar ekki arðbær framkvæmd nema tengigjald virkjunarinnar verði að fullu fellt niður. Jafnvel án tengigjalds er virkjunin dýr og við undirbúning hennar hefur því verið gert ráð fyrir hækkandi orkuverði í framtíðinni. Ætlunin er að kosta miklu til við gerð hennar þannig að hún verði umhverfisvæn og er ráðgert að hún verði meira og minna neðanjarðar. Þess má geta að Hvalárvirkjun var sett í nýtingarflokk í nýútkominni orkustefnu fyrir Ísland og er sú eina á Vestfjörðum.
Um þessa framkvæmd hefur ríkt mikil samstaða innan fjórðungsins eins og ályktanir sveitarstjórna á Vestfjörðum, Orkubús Vestfjarða, Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga kveða á um. Jafnframt lögðu nær allir þingmenn NV-kjördæmis fram samsvarandi þingsályktunartillögu á síðasta löggjafarþingi.
Landsnet hefur lagt fram hugmyndir um að tryggja varaafl og bæta afhendingaröryggi raforku til Vestfjarða með því að setja upp díselrafstöð. Þær hugmyndir geta leitt til þess að ekki verða felld niður tengigjöld á Hvalárvirkjun. Þessar hugmyndir eru eingöngu skammtímalausn og ekki til þess fallnar að byggja upp atvinnulíf til framtíðar á svæðinu.
Með því að tryggja orku Hvalárvirkjunar til Vestfjarða, er fjórðungurinn orðin sjálfbær í orkumálum og getur því orðið vænlegur fjárfestingarkostur fyrir fyrirtæki til að koma inn á svæðið. Eins og staðan er í dag er verið að flytja inn á svæðið megnið af þeirri orku sem fjórðungurinn þarfnast.
Orkuþörfin er um 230 megavatnsstundir á ári, en núverandi orkuframleiðsla á Vestfjörðum er um 70 megavattstundir á ári. Með tengingu Hvalárvirkjunar myndi raforkuframleiðsla á Vestfjörðum aukast um 260 megavattstundir og skapa því mörg tækifæri til eflingar atvinnulífs á Vestfjörðum, auk þess að bæta raforkuöryggi stórkostlega.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fer fram á, að þessar framkvæmdir verði skoðaðar í samhengi, uppbygging varaafls með díselrafstöð og að fella niður tengigjald að Hvalárvirkjun. Hagsmunir svæðisins til framtíðar verða að vera settir í forgang, þegar kemur að ákvarðanatöku í þessum málaflokki, en það verður eingöngu gert með því að fella niður tengigjald virkjunarinnar.“
Tillagan að ályktun er undirrituð af eftirtöldum bæjarfulltrúum: Arna Lára Jónsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Sigurður Pétursson, Kristján Andri Guðjónsson, Jóna Benediktsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Ályktunin samþykkt samhljóða 9-0.
VIII. Bæjarráð.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Sigurður Pétursson, Gísli H. Halldórsson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 9/11. 724. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 14/11. 725. fundur.
Fundargerðin er í þrettán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 21/11. 726. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IX. Atvinnumálanefnd.
Fundargerðin 31/10. 111. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
X. Barnaverndarnefnd.
Fundargerðin 17/11. 119. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XI. Félagsmálanefnd.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Sigurður Pétursson.
Fundargerðin 8/11. 362. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XII. Fræðslunefnd.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Gísli H. Halldórsson.
Fundargerðin 2/11. 314. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIII. Hafnarstjórn.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti og Kristján Andri Guðjónsson.
Fundargerðin 3/11. 156. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIV. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti og Kristján Andri Guðjónsson.
Fundargerðin 9/11. 126. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XV. Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.
Fundargerðin 16/11. 8. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XVI. Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Kristín Hálfdánsdóttir.
Fundargerðin 26/10. 17. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XVII. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Kristján Andri Guðjónsson.
Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun frá Í-lista undir þessum lið dagskrár.
,,Í ljósi umræðna í sveitarfélaginu og þess að ýmislegt virðist ekki vera alveg skýrt varðandi skipulagsmál og nýtingu lands í Engidal vill Í-listinn benda á að mikilvægt er að tæknideild tryggi að allir hagsmunaaðilar séu upplýstir um væntanlegar framkvæmdir áður en þær hefjast.“
Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Sigurði Péturssyni og Örnu Láru Jónsdóttur.
Fundargerðin 9/11. 362. fundur.
Fundargerðin er í sautján liðum.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.
Fundargerðin 22/11. 363. fundur.
Fundargerðin er í sextán liðum.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 8-0.
Kristján Andri Guðjónsson óskaði bókaða hjásetu sína við afgreiðslu 363. fundargerðar umhverfisnefndar.
XVIII. Tilvísun til 304. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Gísli H. Halldórsson, Jóna Benediktsdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Arna Lára Jónsdóttir.
Tilvísun frá 726. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 21. nóvember 2011.
1. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir árið 2012. 2011-08-0013.
Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2012, til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 24. nóvember næstkomandi.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, lagði fram frumvarp að fjárhagsáætlun og gjaldskrám bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2012, til fyrri umræðu og gerði grein fyrir frumvarpinu í stefnuræðu sinni.
Að loknum umræðum lagði Albertína Elíasdóttir, forseti, fram svohljóðandi tillögu.
,,Legg til að frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2012, ásamt gjaldskrám, verði vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, sem áætlað er að verði þann 8. desember 2011.“
Tillaga forseta samþykkt 9-0.
Albertína Elíasdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tilkynningu.
,,Breytingartillögur meiri- og minnihluta fyrir síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2012, komi til bæjarstjóra í síðasta lagi þremur dögum fyrir síðari umræðu ef þær eiga að fylgja útsendri dagskrá. Þó þessi tímasetning sé sett, er ekkert sem mælir gegn því að tillögur verði lagðar fram á bæjarstjórnarfundinum sjálfum við síðari umræðu fjárhagsáætlunar.“
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð, fundi slitið kl. 22:00.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Albertína Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar.
Gísli H. Halldórsson.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Guðfinna Hreiðarsdóttir.
Sigurður Pétursson.
Arna Lára Jónsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir.
Kristján Andri Guðjónsson.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.