Bæjarstjórn - 303. fundur - 3. nóvember 2011
Fjarverandi aðalfulltrúar: Kristín Hálfdánsdóttir í h.st. Steinþór Bragason, Arna Lára Jónsdóttir í h.st. Benedikt Bjarnason, Sigurður Pétursson í h.st. Lína Björg Tryggvadóttir.
I | Erindi til 303. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar |
Kauptilboð í húseignina Austurveg 2, Ísafirði. 2011-07-0038. Tillaga bæjarstjóra. |
II. | Tillaga frá 722. fundi bæjarráðs |
Fagráð safna Ísafjarðarbæjar. Kjör fulltrúa. 2010-07-0067. |
III. | Tillaga frá 723. fundi bæjarráðs |
Samkomulag um samstarfsverkefni í öldrunarmálum í Ísafjarðarbæ. 2008-06-0016. |
IV. | Erindi til 303. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar | Kauptilboð, með greinargerð, í Silfurgötu 5, Ísafirði. 2011-10-0004. Tillaga bæjarstjóra. |
V. | Tillaga til 303. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar |
Breyting á aðalfulltrúa B-lista í íþrótta- og tómstundanefnd. |
VI. | Fundargerð(ir) | bæjarráðs 24/10. og 31/10. |
VII. | " | félagsmálanefndar 26/10. |
VIII. | " | fræðslunefndar 19/10. |
IX. | " | hafnarstjórnar 15/10. |
X | " | umhverfisnefndar 26/10. |
I. Erindi til 303. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. - Tillaga bæjarstjóra.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir forseti, Jóna Benediktsdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson og Kristján Andri Guðjónsson.
722. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 24. október 2011.
2. liður. Kauptilboð í húseignina Austurveg 2, Ísafirði. 2011-07-0038.
Lagt fram kauptilboð í húseignina Austurveg 2, Ísafirði, sent frá Fasteignasölu Vestfjarða ehf., þann 20. október sl. Kauptilboðið hljóðar upp á kr. 40.000.000.-.
Bæjarráð vísar kauptilboðinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Með tilvísun til afgreiðslu bæjarráðs og þess, að húseignin Austurvegur 2, Ísafirði, hefur lengi verið til sölu hjá Fasteignasölu Vestfjarða og hér er um að ræða hæsta kauptilboð sem borist hefur, leggur undirritaður til að kauptilboði fjögurra einstaklinga upp á kr. 40.000.000.-, er hér liggur fyrir, verði samþykkt.
Greinargerð.
Unnið verði að því að skipta lóð upp þannig að húsinu fylgi 14 bílastæði sbr. meðfylgjandi teikningar og að ekki verði gerðar breytingar á skólalóð á þessu ári og að tryggt verði að skólalóð þó í minna sniði getir verið þarna áfram á viðunandi hátt.
Ísafirði, 1. nóvember 2011. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.
Bæjarstjórn samþykkir kauptilboðið. Samþykkt 9-0.
II. Tillaga til 303. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir forseti.
Tillaga frá 722. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 24. október 2011.
9. liður. Fagráð safna Ísafjarðarbæjar, kjör fulltrúa. 2010-07-0067.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 21. október sl., er varðar samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 6. október sl., um stofnun ,,Fagráðs safna“ og skipan nefndarinnar. Í minnisblaðinu er bent á að bæjarráð Ísafjarðarbæjar þarf að tilnefna fulltrúa í ráðið.
Tillaga bæjarráðs um tilnefningar í Fagráð safna.
Aðalmenn.
Sigríður Kristjánsdóttir, formaður.
Magni Guðmundsson, varaformaður.
Sunna Dís Másdóttir.
Varamenn.
Guðrún Svava Guðmundsdóttir.
Valdimar Jón Halldórsson.
Herdís Hübner.
Bæjarstjórn samþykkir framangreindar tilnefningar. Samþykkt 9-0.
III. Tillaga til 303. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir forseti og Eiríkur Finnur Greipsson.
Tillaga frá 723. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 31. október 2011.
2. liður. Samkomulag um samstarfsverkefni í öldrunarmálum í Ísafjarðarbæ.
2008-06-0016.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 27. október sl., er varðar breytingar á texta samkomulags um samstarfsverkefni í öldrunarmálum í Ísafjarðarbæ. Samkomulagið var áður lagt fyrir bæjarráð þann 24. október sl. og þar gerðar athugasemdir við síðustu málsgrein 5. liðar, sem nú hefur verið breytt.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samkomulagið þannig breytt verði samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir samkomulagið með þeim fyrirvara að samningar náist við eigendur Félagsbæjar og að ekki komi til óvæntra útgjalda af hálfu Ísafjarðarbæjar. Samþykkt 9-0.
IV. Erindi til 303. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. - Tillaga bæjarstjóra.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Eiríkur Finnur Greipsson, Jóna Benediktsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, Benedikt Bjarnason og Guðfinna Hreiðarsdóttir.
Kauptilboð í húseignina Silfurgötu 5, Ísafirði.
Á 720. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 7. október sl., var lagt fram kauptilboð frá Gistingu ehf., Guðmundi Tryggva Ásbergssyni, í húseignina Silfurgötu 5, Norska bakaríið, Ísafirði. Kauptilboðið hljóðar upp á kr. 1.000.000.-. Tilgangur kaupanna er að gera húsið að utan sem næst tillögu, samanber teikningar frá 1. júní 2011. Að innan verður húsið innréttað sem gistiheimili, er félagið ætlar að reka.
Bæjarráð hafnaði kauptilboðinu og samþykkti að húsið yrði auglýst að nýju á áberandi hátt, sem og var gert.
Engin önnur kauptilboð hafa borist, en Guðmundur Tryggvi Ásbergsson hefur, fyrir hönd Gistingar ehf., endurnýjað fyrra kauptilboð og lagt fram greinargerð um hvernig staðið verður að endurnýjun/endurbyggingu á Silfurgötu 5, Ísafirði.
Í ljósi þess að ekki hafa borist önnur tilboð/fyrirspurnir í eignina leggur undirritaður því til að ofangreindu kauptilboði Gistingar ehf., í Silfurgötu 5, Ísafirði, að upphæð kr. 1.000.000.-, verði tekið með tilvísun til greinargerðar Guðmundar Tryggva Ásbergssonar, um niðurröðun framkvæmda. Það er mikils virði fyrir Ísafjarðarbæ að hús þetta fái nýtt hlutverk.
Jafnframt er lagt til að bæjarstjóra verði falið að finna útfærslu á því að tryggt verði að kaupandi ráðist í umræddar endurbætur á húsinu enda skal söluverð skoðast í ljósi þess að farið verði í þær. Þegar kaupsamningur liggur fyrir verður hann lagður fyrir bæjarráð til samþykktar.
Ísafirði, 1. nóvember 2011. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.
Bæjarstjórn samþykkir að ganga til samninga við tilboðshafa eftir þeirri forskrift sem fram kemur í tillögu bæjarstjóra. Samþykkt 9-0.
V. Tillaga til 303. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir forseti.
Beiðni B-lista í bæjarstjórn um breytingu á aðalfulltrúa í íþrótta- og tómstundanefnd.
Þar sem aðalfulltrúi B-lista í íþrótta- og tómstundanefnd, Þórdís Jakobsdóttir, hefur óskað eftir lausn frá störum í nefndinni vegna anna, er hér með lagt til að í hennar stað, sem aðalfulltrúi í íþrótta- og tómstundanefnd, komi Gauti Geirsson, Móholti 11, 400 Ísafirði.
Ísafirði, 1. nóvember 2011. Albertína F. Elíasdóttir, bæjarfulltrúi B-lista.
Bæjarstjórn samþykkir tilnefninguna. Samþykkt 9-0.
VI. Bæjarráð.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Jóna Benediktsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Eiríkur Finnur Greipsson og Benedikt Bjarnason.
Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun undirritaða af öllum bæjarfulltrúum.
„Undirritaðir fulltrúar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skora á ríkisstjórn Íslands að hraða fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Nauðsynlegt er í þeim breytingum að tryggja að sjávarbyggðirnar allt í kringum landið fái notið þeirra auðlinda sem þær búa við og óvissu um framtíð kerfisins verði eytt.“
Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun.
„Undirritaðir fulltrúar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skora á fiskvinnslu- og útgerðarmenn í bæjarfélaginu að sýna samstöðu og samfélagslega ábyrgð með því að ráðstafa sameiginlegri auðlind íbúanna, fiskinum í sjónum, á þann hátt að hagsmunir samfélagsins verði teknir fram fyrir hagsmuni einstakra útgerðarmanna. Jafnframt lýsum við yfir einlægum vilja til að vinna áfram með útgerðar- og fiskvinnslumönnum að bættum samskiptum um sameiginlega hagsmuni þessara aðila.“
Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni, Línu Björgu Tryggvadóttur, Benedikt Bjarnasyni, Albertínu Elíasdóttur, Gísla Halldóri Halldórssyni, Eiríki Finni Greipssyni og Steinþóri Bragasyni.
Fundargerðin 24/10. 722. fundur.
Fundargerðin er í fjórtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 31/10. 723. fundur.
Fundargerðin er í fjórtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VII. Félagsmálanefnd.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Eiríkur Finnur Greipsson.
Fundargerðin 26/10. 361. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VIII. Fræðslunefnd.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir forseti, Lína Björg Tryggvadóttir, Gísli Halldór Halldórsson, Eiríkur Finnur Greipsson, Jóna Benediktsdóttir og Benedikt Bjarnason.
Fundargerðin 19/10. 313. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IX. Hafnarstjórn.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir forseti.
Fundargerðin 15/10. 155. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
X. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir forseti og Kristján Andri Guðjónsson.
Fundargerðin 26/10. 361. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin staðfest í heild sinni
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð, fundi slitið kl. 19.03.
Hálfdán Bjarki Hálfdánarson, ritari
Albertína Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar
Eiríkur Finnur Greipsson
Gísli H. Halldórsson.
Steinþór Bragason
Guðfinna Hreiðarsdóttir
Lína Björg Tryggvadóttir
Benedikt Bjarnason
Jóna Benediktsdóttir
Kristján Andri Guðjónsson