Bæjarstjórn - 301. fundur - 6. október 2011
Fjarverandi aðalfulltrúi: Albertína F. Elíasdóttir, í h. st. Marsellíus Sveinbjörnsson.
Dagskrá:
I. Tillaga frá 718. fundi bæjarráðs. - Nýtt skjaldarmerki fyrir Ísafjarðarbæ. 2010-11-0044.
II. Tillaga frá 719. fundi bæjarráðs. - Framlenging á samningi við Lindarfoss ehf. 2007-08-0062.
III. Tillögur frá Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra. - Fagráð safna í Ísafjarðarbæ. Erindisbréf nefndar. 2010-07-0067.
IV. Tillaga frá 312. fundi fræðslunefndar. - Skólastefna Ísafjarðarbæjar. 2011-02-0017.
V. Tillaga frá 124. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. - Ósk frá HSV um fleiri leiguíbúðir. 2011-09-0097.
VI. Tillaga frá 358. fundi umhverfisnefndar. - Torfnesvöllur, umsókn um lóð. 2010-12-0036.
VII. Tillaga frá 359. fundi umhverfisnefndar. - Deiliskipulag neðan Gleiðarhjalla. 2011-05-0028.
VIII. Tillaga frá 359. fundi umhverfisnefndar. - Reiðvegur í Engidal. 2011-09-0072.
IX. Tillaga frá 359. fundi umhverfisnefndar. - Deiliskipulag á Ingjaldssandi. 2011-09-0100.
X. Fundargerð(ir) bæjarráðs 19/9., 26/9. og 3/10.
XI. " félagsmálanefndar 27/9.
XII. " fræðslunefndar 21/9.
XIII. " íþrótta- og tómstundanefndar 28/9.
XIV. " nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 14/9. og 19/9.
XV. " umhverfisnefndar 14/9. og 28/9.
XVI. 2. liður á dagskrá 719. fundar bæjarráðs. - Samgöngumál á Vestfjörðum.
I. Tillaga frá 718. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. - Nýtt skjaldarmerki fyrir Ísafjarðarbæ. 2010-11-0044.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Kristján Andri Guðjónsson og Arna Lára Jónsdóttir.
2. Bréf nefndar um nýtt skjaldarmerki fyrir Ísafjarðarbæ. 2010-11-0044.
Lagt fram í bæjarráði bréf nefndar um nýtt skjaldarmerki fyrir Ísafjarðarbæ, dagsett þann 21. september sl. Í bréfinu kemur fram ákveðin tillaga að nýju skjaldarmerki fyrir Ísafjarðarbæ ásamt greinargerð nefndarinnar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga nefndar um nýtt skjaldarmerki fyrir Ísafjarðarbæ, verði samþykkt.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 7-0.
II. Tillaga frá 719. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. - Framlenging á samningi við Lindarfoss ehf. 2007-08-0062.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir og Sigurður Pétursson.
3. Bréf Lindarfoss ehf. - Framlenging á samningi. 2007-08-0062.
Lagt fram í bæjarráði bréf frá Lindarfossi ehf., dagsett 23. september sl., þar sem félagið óskar eftir framlengingu um tólf mánuði á núgildandi vatnskaupasamningi félagsins við Ísafjarðarbæ, samningi er undirritaður var þann 3. mars 2011.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að orðið verði við þeirri beiðni Lindarfoss ehf., að samningurinn verði framlengdur um tólf mánuði.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
III. Tillaga frá Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra. - Endurskoðun á skipulagi safna. Drög að erindisbréfi ,,fagráðs safna í Ísafjarðarbæ“. 2010-07-0067.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir og Guðfinna Hreiðarsdóttir.
4. Endurskoðun á skipulagi safna. - Drög að erindisbréfi ,,fagráðs safna í Ísafjarðarbæ“. 2010-07-0067
Lagt fram í bæjarráði bréf frá Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, dagsett 3. október sl., um endurskoðun á skipulagi safna og tillögum þar að lútandi.
Jafnframt er lögð fram tillaga frá bæjarstjóra, að erindisbréfi ,,fagráðs safna í Ísafjarðarbæ“.
Tillögur bæjarstjóra samkvæmt minnisblaði dagsettu 3. október sl. í sex liðum um skipulag safna samþykkt 9-0.
Tillaga bæjarstjóra að erindisbréfi fagráðs safna í Ísafjarðarbæ, með smá orðalagsbreytingu bæjarstjórnar, samþykkt 9-0.
IV. Tillaga frá 312. fundi fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar. - Skólastefna Ísafjarðarbæjar. 2011-02-0017.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Kristín Hálfdánsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Eiríkur Finnur Greipsson.
3. Skólastefna Ísafjarðarbæjar. 2011-02-0017
Lögð fram lokadrög að skólastefnu Ísafjarðarbæjar. Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að skólastefnan verði samþykkt.
Tillaga fræðslunefndar um skólastefnu Ísafjarðarbæjar samþykkt 9-0.
V. Tillaga frá 124. fundi íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar. Erindi HSV, beiðni um afnot leiguíbúða. 2011-09-0097.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Marsellíus Sveinbjörnsson, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson og Eiríkur Finnur Greipsson.
5. Bréf frá HSV, ósk um leiguíbúðir. 2011-09-0097
Lagt fram bréf frá HSV dagsett 13. september 2011, þar sem óskað er eftir afnotum af fleiri íbúðum Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., en gert er ráð fyrir í samstarfssamningi Ísafjarðarbæjar og HSV.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið svo framarlega að íbúðir séu fyrir hendi og ekki komi til auka kostnaðar fyrir Ísafjarðarbæ.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri lagði til að málinu yrði vísað til stjórnar Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., til afgreiðslu.
Tillaga bæjarstjóra samþykkt 8-0.
VI. Tillaga frá 358. fundi umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar. - Torfnesvöllur, umsókn um lóð. 2010-12-0036.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Jóna Benediktsdóttir.
1. 2010-12-0036 - Torfnesvöllur. - Umsókn um lóð.
Lögð fram umsókn um lóð dags. 16. júní 2011 frá óstofnuðu eignarhaldsfélagi ST2011 ehf. Erindi var síðast tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar 29. júní 2011.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðarumsóknin verði samþykkt á grundvelli nýsamþykkts deiliskipulags með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.
Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu undir þessum lið dagskrár.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir vilja sínum til að úthluta lóðinni, sem er í brekku ofan Torfnesvallar, til þessa verkefnis. Eiginleg úthlutun mun þó ekki fara fram fyrr en eignarhaldsfélag hefur verið stofnað og fjármögnun verkefnisins hefur verið tryggð. Bæjarstjórn er þó ekki reiðubúin til þess að gefa fyrirheit um fjárhagslega aðkomu að byggingu eða rekstri slíkrar stúku sem hér um ræðir.“
Tillaga forseta samþykkt 9-0.
VII. Tillaga frá 359. fundi umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar. - Deiliskipulag neðan Gleiðarhjalla. 2011-05-0028.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
6. 2011-05-0028 - Deiliskipulag neðan Gleiðarhjalla.
Lögð fram drög að deiliskipulagi hlíðarinnar neðan Gleiðarhjalla, innri hluta ásamt greinargerð við umhverfismatsskýrslu, dags. september 2011.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
VIII. Tillaga frá 359. fundi umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar. - Reiðvegur í Engidal, Skutulsfirði. 2011-09-0072.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Sigurður Pétursson
8. 2011-09-0072 - Reiðvegur í Engidal
Lagt fram erindi dags. 20. september sl. frá Elfari Reynissyni fh. Hestamannafélagsins Hendingar þar sem sótt er um leyfi til að gera reiðveg í Engidal samkv. aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið enda verði stígurinn í samræmi við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.
Sigurður Pétursson lagði til að erindi Hestamannafélagsins Hendingar verði sett í grenndarkynningu.
Tillaga Sigurðar Péturssonar samþykkt 9-0.
IX. Tillaga frá 359. fundi umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar. - Deiliskipulag á Ingjaldssandi, Önundarfirði. 2011-09-0100.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
10. 2011-09-0100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi.
Lögð fram lýsing að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Sæbóls I, II og III, Álfadals og Hrauns á Ingjaldssandi í Ísafjarðarbæ dags. 23. september 2011.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og kynnt íbúum og hagsmunaaðilum.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
X. Bæjarráð.
Fundargerðin 19/9. 717. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 26/9. 718. fundur.
Fundargerðin er í sextán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 3/10. 719. fundur.
Fundargerðin er í þrettán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XI. Félagsmálanefnd.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.
Fundargerðin 27/9. 360. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XII. Fræðslunefnd.
Fundargerðin 21/9. 312. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIII. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Fundargerðin 28/9. 124. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIV. Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Sigurður Pétursson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 14/9. 5. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 19/9. 6. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XV. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Marsellíus Sveinbjörnsson, Sigurður Pétursson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Eiríkur Finnur Greipsson.
Fundargerðin 14/9. 358. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.
Fundargerðin 28/9. 359. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.
Forseti lagði fram tillögu um vísan 9. lið 359. fundargerðar umhverfisnefndar til frekari skoðunar í bæjarráði Ísafjarðarbæjar.
Tillaga forseta samþykkt 9-0.
Arna Lára Jónsdóttir óskaði eftir að taka til máls um dagskrá bæjarstjórnar. Hún lagði til, að 2. liður í 719. fundargerð bæjarráðs yrði tekin sérstaklega á dagskrá bæjarstjórnar. Forseti bar tillöguna undir atkvæði og var hún samþykkt samhljóða.
XVI. 2. liður á dagskrá 719. fundar bæjarráðs. - Samgöngumál á Vestfjörðum.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson og Sigurður Pétursson.
Lögð var fram svohljóðandi bókun bæjarráðs, heimfærð sem áskorun frá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur niðurstöðu innanríkisráðherra um að velja leiðina um Ódrjúgháls og Hjallaháls eða leið D, sem kynnt var á fundi samráðsvettvangs þann 9. september s.l. og á íbúafundi í Reykhólahreppi og Vesturbyggð 19. og 20. september sl., hafa valdið öllum Vestfirðingum miklum vonbrigðum, enda er hún í engu samræmi við kröfur samtímans um láglendisvegi.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur heilshugar undir samþykkt stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga og hvetur innanríkisráðherra til að leita áfram nýrra lausna fyrir þennan samgöngukafla, sem endurspegli vilja íbúa og stefnumörkun sveitarstjórna á Vestfjörðum í samgöngumálum landshlutans. Bæjarstjórn telur að nýjar upplýsingar, sem komu fram á fundum samráðsvettvangs innanríkisráðherra kalli á gerð nýs umhverfismats og/eða formats á umhverfisáhrifum samgönguframkvæmda í Gufudalssveit og skorar því á innanríkisráðherra að tryggja nauðsynlegt fjármagn til að hefjast þegar handa við þá vinnu.“
Áskorunin samþykkt 9-0.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð, fundi slitið kl. 19:50.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.
Eiríkur Finnur Greipsson.
Marsellíus Sveinbjörnsson.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Guðfinna Hreiðarsdóttir.
Sigurður Pétursson.
Arna Lára Jónsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir.
Kristján Andri Guðjónsson.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.