Bæjarstjórn - 299. fundur - 1. september 2011
Í upphafi fundar óskaði Albertína Elíasdóttir, forseti, eftir heimild til að taka á dagskrá, sem I. lið, breytingar á skipan í eftirtaldar nefndir. Félagsmálanefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
Beiðni forseta var samþykkt án athugasemda og færast því aðrir liðir samkvæmt boðaðri dagskrá í samræmi við það.
Jafnframt óskaði Albertína Elíasdóttir, forseti, eftir heimild til að taka á dagskrá undir VI. lið, heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., að upphæð kr. 60 milljónir, ásamt heimild til bæjarstjóra um að undirrita viðeigandi skjöl.
Beiðni forseta samþykkt 9-0.
Dagskrá:
I. | Breytingar á skipan í nefndir. - Félagsmálanefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd. | |
II. | Fundartímar bæjarstjórnar og bæjarráðs. | |
III. | Tillaga frá 357. fundi umhverfisnefndar. - Deiliskipulag á Torfnesi, Ísafirði. | |
IV. | Tillaga frá 357. fundi umhverfisnefndar. - Deiliskipulag á Ásgeirsbakka, Ísafirði. | |
V. | Tillaga frá 714. fundi bæjarráðs. - Flutningur verkefna milli sviða. | |
VI. | Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012. - Lánasjóður sveitarfélaga ohf. | |
VII. | Fundargerð(ir) | bæjarráðs 27/6., 1/7., 18/7., 25/7., 8/8., 15/8., 22/8. og 30/8. |
VIII. | " | atvinnumálanefndar 5/7. og 9/8. |
IX. | " | Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. 1/6. og 30/6. |
X. | " | félagsmálanefndar 5/7. |
XI. | " | fræðslunefndar 16/6. og 23/8. |
XII. | " | nefndar um sorpmál 16/6. |
XIII. | " | umhverfisnefndar 29/6., 13/7., 10/8. og 30/8. |
XIV. | Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða 839. þingmál. |
I. Breytingar á skipan í nefndir. - Félagsmálanefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson og Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista um breytingar á skipan í nefndir.
Félagsmálanefnd:
Aðalfulltrúi: Jóna Benediktsdóttir, Fjarðarstræti 39, Ísafirði, í stað Ragnhildar Sigurðardóttur.
Tillagan samþykkt 9-0.
Fræðslunefnd:
Aðalfulltrúi: Benedikt Bjarnason, Fífutungu 8, Ísafirði, í stað Jónu Benediktsdóttur.
Varafulltrúi: Sigurður Hafberg, Ólafstúni 7, Flateyri, í stað Valdísar Báru Kristjánsdóttur.
Tillagan samþykkt 9-0.
Albertína F. Elíasdóttir, forseti lagði fram svohljóðandi tillögu B – lista, um breytingar á fulltrúa og formanni í íþrótta- og tómstundanefnd:
Formaður: Hildur Sólveig Elvarsdóttir, Túngötu 25, 430 Suðureyri,
í stað Guðrúnar Margrétar Karlsdóttur, sem óskað hefur eftir lausn frá nefndarstörfum.
Tillagan samþykkt 9-0.
Eiríkur Finnur Greipsson lagði fram svohljóðandi tillögu D-lista, um breytingar á fulltrúa í fræðslunefnd.
Fræðslunefnd:
Aðalfulltrúi: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Brautarholti 3, Ísafirði, í stað Jónasar Birgissonar.
Tillögu D-lista frestað að sinni.
II. Fundartími bæjarstjórnar og bæjarráðs.
Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Jóna Benediktsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Sigurður Pétursson og Arna Lára Jónsdóttir.
Forseti vísar þessum lið dagskrár til frekari umræðu í bæjarráði Ísafjarðarbæjar.
III. Tillaga frá 357. fundi umhverfisnefndar. - Deiliskipulag á Torfnesi, Ísafirði.
Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Gísli H. Halldórsson, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson og Kristján Andri Guðjónsson.
Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun frá Í-lista undir þessum lið dagskrár.
,, Bæjarfulltrúar Í- listans vilja árétta að með því að samþykkja tillögu um deiliskipulag við Torfnes, þar sem gert er ráð fyrir byggingu stúku, erum við ekki að samþykkja fjárframlög til þessa verkefnis“.
1. 2010-12-0036 - Torfnesvöllur. - Umsókn um lóð.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum að lágreistari byggingin, sem kynnt var verði heimiluð á svæðinu. Umhverfisnefnd telur að sú bygging skerði ekki útsýni yfir Pollinn á Ísafirði.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
IV. Tillaga frá 357. fundi umhverfisnefndar. - Deiliskipulag Ásgeirsbakka, Ísafirði.
Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Gísli H. Halldórsson, Kristján Andri Guðjónsson, Eiríkur Finnur Greipsson, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir og Jóna Benediktsdóttir.
5. 2011-08-0021 - Deiliskipulag. - Ásgeirsbakki, Ísafirði.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu ásamt greinargerð að Ásgeirsbakka, Ísafirði, dags. 17.ágúst 2011. Tillagan er unnin af Teiknistofunni Eik, Ísafirði.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
Forseti lagði til að atkvæðagreiðslu um þennan lið yrði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar.
Tillaga forseta samþykkt 9-0.
V. Tillaga frá 714. fundi bæjarráðs. - Flutningur verkefna milli sviða.
Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Gísli H. Halldórsson og Eiríkur Finnur Greipsson.
7. Minnisblað bæjarstjóra. - Flutningur verkefna milli sviða.
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 29. ágúst sl., þar sem hann gerir grein fyrir tillögu um flutning verkefna milli sviða hjá Ísafjarðarbæ. Um er að ræða flutning verkefna frá umhverfis- og eignasviði á skóla- og tómstundasvið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja flutning ofangreindra verkefna frá umhverfis- og eignasviði yfir á skóla- og tómstundasvið.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
VI. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012. - Staða rekstrar árið 2011.
Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson og Gísli H. Halldórsson.
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mælir með að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykki að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 60.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2011, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, kt. 170873-4249, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar, að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Bæjarstjórn samþykkir að veita ofangreindar heimildir til lántöku og umboð til Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, til að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf., sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum 9-0.
VII. Bæjarráð.
Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Kristján Andri Guðjónsson, Eiríkur Finnur Greipsson, Daníel Jakobsson, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir og Guðfinna Hreiðarsdóttir.
Gísli H. Halldórsson, bæjarfulltrúi, vék af fundi bæjarstjórnar kl. 18:55.
Fundargerðin 27/6. 707. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 1/7. 708. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 18/7. 709. fundur.
Fundargerðin er í fimmtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 25/7. 710. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 8/8. 711. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 15/8. 712. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 22/8. 713. liður.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 30/8. 714. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VIII. Atvinnumálanefnd.
Fundargerðin 5/7. 109. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 9/8. 110. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IX. Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf.
Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir og Jóna Benediktsdóttir.
Fundargerðin 1/6. 72. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 30/6. 73. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
X. Félagsmálanefnd.
Fundargerðin 5/7. 358. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XI. Fræðslunefnd.
Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 16/6. 309. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 23/8. 310. fundur.
Fundargerðin er í sautján liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XII. Nefnd um sorpmál.
Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Jóna Benediktsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir og Guðfinna Hreiðarsdóttir.
Fundargerðin 16/6. 15. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIII. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson og Jóna Benediktsdóttir.
Fundargerðin 29/6. 354. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 13/7. 355. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 10/8. 356. fundur.
Fundargerðin er í nítján liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 30/8. 357. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 8-0.
XIV. Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða 839. þingmál.
Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Sigurður Pétursson, Eiríkur Finnur Greipsson og Kristján Andri Guðjónsson.
Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir þessum lið dagskrár.
,,Bæjarfulltrúar Í-listans í Ísafjarðarbæ taka undir meginsjónarmið í umsögn Sigurðar Hreinssonar fulltrúa í atvinnumálanefnd sem fram koma í bókun hans á fundi nefndarinnar 9. ágúst um afstöðu til stjórnar fiskveiða. Sérstaklega tökum við undir það sjónarmið að sjálfstætt mat fari fram á fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar og þeim rannsóknum sem liggja þar að baki.
Framtíðarskipan fiskveiða er stærsta verkefni sem alþingi stendur nú frammi fyrir. Frumvarp núverandi stjórnarflokka og frumvarp þingmanna Hreyfingarinnar er markvert framlag til þeirrar endurskoðunar sem nauðsynleg er á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Mikilvægt er að nýtt og endurbætt frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sjái dagsins ljós strax í byrjun nýs þings, til gagns og góða fyrir framtíð þjóðarinnar allrar. Mikilvægast af öllu er að nýskipan fiskveiðistjórnunar verði gerð í sátt við þjóðina fremur en að þjóna kröfum einstakra hagsmunaaðila. Jafnræði og réttlæti verða að vera leiðarstef í nýrri lagasetningu.
Nokkur atriði má nefna í því sambandi:
- Taka þarf af allan vafa um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni og þar með setja skorður við framsali og veðsetningu óveidds fisks, líkt og gert er í frumvarpi Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.
- Nýtingarsamningar verði gerðir um veiðar á fiskistofnum sem lúta takmörkunum. Samningarnir verði tímabundnir og tekjur af þeim renni í auðlindasjóð til eflingar byggðar í landinu.
- Styrkja þarf strandveiðar í sessi sem mikilvægt skref í tilliti til atvinnuréttar.
- Jafna þarf aðgang fiskvinnslunnar í landinu að öllum lönduðum afla.“
Bókunin undirrituð af Sigurði Péturssyni, Örnu Láru Jónsdóttur, Jónu Benedikts-dóttur og Kristjáni Andra Guðjónssyni.
Eiríkur Finnur Greipsson lagði fram svohljóðandi bókun undir XIV. lið dagskrár.
„Það er eðlilegt að fram komi frumvarp frá Hreyfingunni í þeirri upplausn sem nú ríkir við endurskoðun á stjórnkerfi fiskveiða. Það sem skiptir mál í þessu sambandi er að ná þarf sátt meðal þjóðarinnar, sátt sem hlýtur m.a. að taka til hagsmuna sjávarbyggða um allt land, enda eru það þjóðhagslegir hagsmunir. Umrætt frumvarp leysir ekki öll vandamál sem tengjast stjórn fiskveiða, en þar koma fram jákvæð atriði sem taka þarf tillit til við endurskoðun laganna.
Á síðasta þingi lagði núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fram frumvarp um stjórn fiskveiða, sem hefur verið metið af ýmsum og hjá flestum fengið algera falleinkunn, enda ekki einu sinni með fylgi allra þingmanna sem styðja ríkisstjórnina. Engar líkur eru á að það frumvarp geti orðið grundvöllur sáttar með þjóðinni.
Í umræðunni um endurskoðun á stjórnkerfi fiskveiða á liðnum misserum hefur berlega komið í ljós að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur nær ekki saman um breytingar á málaflokknum og litlar líkur virðast á að svo verði á næstunni.
Fyrst og fremst er brýnt að binda enda á þá óvissu sem sveitarfélög, fyrirtæki og starfsfólk í sjávarútvegi hefur búið við. Ná þarf sátt um stjórn fiskveiða, sem verður að byggja á víðtækri samvinnu og sameiginlegri niðurstöðu, en hún næst ekki í skjóli styrks einstakra hagsmunaaðila eða pólitískra afla. Grundvallar ábyrgð ríkisstjórnarinnar felst í því að ná slíkri sátt.“
Bókunin er undirrituð af Eiríki Finni Greipssyni, Gísla H. Halldórssyni, Guðfinnu Hreiðarsdóttur og Kristínu Hálfdánsdóttur.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð, fundi slitið kl. 20:40.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar.
Eiríkur Finnur Greipsson.
Gísli H. Halldórsson.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Guðfinna Hreiðarsdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Sigurður Pétursson.
Kristján Andri Guðjónssson.
Jóna Benediktsdóttir.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.