Bæjarstjórn - 284. fundur - 7. október 2010

Fjarverandi aðalfulltrúi: Kristján Andri Guðjónsson í h. st. Benedikt Bjarnason.

 


Dagskrá:

 

 

I.

 Tillaga til bæjarstjórnar frá bæjarráði

Framkvæmdir við tjaldsvæði í Tungudal, Skutulsfirði 
II. 

Tillaga til bæjarstjórnar frá fræðslunefnd

 Ein skólastefna fyrir sveitarfélagið
III. 

Vatnssölusamningur Ísafjarðarbæjar

Beiðni Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa, um að málið sé tekið á dagskrá
IV. 

Fundargerð(ir)

bæjarráðs 20/9. og 4/10
V. 

"

almannavarnanefndar 20/9
VI. 

"

atvinnumálanefndar 29/9
VII. 

"

félagsmálanefndar 21/9
VIII. 

"

fræðslunefndar 14/9. og 28/9
IX. 

"

starfshóps um yfirfærslu á málefnum fatlaðra 16/9., 27/9. og 28/9
X. 

"

umhverfisnefndar 22/9

 


I.  Tillaga til bæjarstjórnar frá bæjarráði. - Framkvæmdir við tjaldsvæði í Tungudal í Skutulsfirði.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benedikts- dóttir og Eiríkur Finnur Greipsson.

 

Tillaga bæjarráðs við 2. lið 672. fundar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimilaðar verði framkvæmdir á tjaldsvæði í Tungudal, Skutulsfirði, nú í haust, að upphæð kr. 6.175.000.-. Fjármögnun verði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2010.


 Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 


II. Tillaga til bæjarstjórnar frá fræðslunefnd. - Ein skólastefna fyrir sveitarfélagið.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, og Jóna Benediktsdóttir.

 

Tillaga fræðslunefndar við 1. lið 299. fundargerðar fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar.


Unnið að endurskoðun leikskólastefnu Ísafjarðarbæjar. Niðurstaða nefndarinnar eftir þá umræðu er sú, að hún mælir með við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að gerð verði ein skólastefna fyrir sveitarfélagið.





 Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði til að tillagan yrði orðuð þannig:


,,Bæjarstjórn samþykkir, að gerð verði ein skólastefna fyrir sveitarfélagið. Fræðslunefnd er falin þessi stefnumótun og skal stefnan lögð fyrir bæjarstjórn eigi síðar en í apríl 2011.?


 Tillaga forseta samþykkt 9-0.


 


III. Vatnssölusamningur Ísafjarðarbæjar. - Beiðni Sigurðar Péturssonar,


 bæjarfulltrúa, um að málið sé á dagskrá bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Eiríkur Finnur Greipsson og Jóna Benediktsdóttir.

 

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir þessum lið dagskrár.


,,Í-listinn í Ísafjarðarbæ lýsir sig reiðubúinn til áframhaldandi samstarfs við Lindarfoss ehf., um vatnsútflutning úr Skutulsfirði. Í-listinn telur að slíkt samstarf skuli ekki fela í sér einkarétt á vatni til útflutnings og ennfremur, að samningar til lengri tíma en 25 ára komi ekki til greina.?


Bókunin undirrituð af Sigurði Péturssyni, Örnu Láru Jónsdóttur, Jónu Benediktsdóttur og Benedikt Bjarnasyni.

 

Eiríkur Finnur Greipsson lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta bæjarstjórnar B- og D-lista. ,,Meirihluti B- og D-lista í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir þau megin sjónarmið, sem fram koma í bókun Í-lista.?


Bókun undirrituð af Eiríki Finni Greipssyni f.h. meirihluta bæjarstjórnar.

 


IV. Bæjarráð.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Benedikt Bjarnason, Eiríkur Finnur Greipsson, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir og Sigurður Pétursson.

 

Fundargerðin 20/9. 671. fundur.


Fundargerðin er í tíu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 4/10. 672. fundur.


Fundargerðin er í átján liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Almannavarnanefnd.


Fundargerðin 20/9. 6. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.





VI. Atvinnumálanefnd.


Fundargerðin 29/9. 103. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VII. Félagsmálanefnd.


Fundargerðin 21/9. 345. fundur.


Fundargerðin er í sjö liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VIII. Fræðslunefnd.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Kristín Hálfdánsdóttir.

 

Fundargerðin 14/9. 298. fundur.


Fundargerðin er í fjórtán liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 28/9. 299. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IX. Starfshópur um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Albertína Elíasdóttir.

 

Fundargerðin 16/9. 5. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 27/9. 6. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 28/9. 7. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


X. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Albertína Elíasdóttir. 

 

Fundargerðin 22/9. 338. fundur.


Fundargerðin er í þrettán liðum.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 19:16.

 

Þorleifur Pálsson, ritari


Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar


Eiríkur Finnur Greipsson


Guðfinna M. Hreiðarsdóttir


ristín Hálfdánsdóttir


Albertína Elíasdóttir


Sigurður Pétursson


Arna Lára Jónsdóttir


Jóna Benediktsdóttir


Benedikt Bjarnason


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri



Er hægt að bæta efnið á síðunni?