Bæjarstjórn - 283. fundur - 16. september 2010

Fjarverandi aðalfulltrúar: Albertína Elíasdóttir í h. st. Marzellíus Sveinbjörnsson. Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Lína Björg Tryggvadóttir. 

 


Dagskrá:

 

 

 I.

 Tillaga til bæjarstjórnar frá bæjarráði

 Lántaka hjá Landsbanka Íslands
 II.

 Tillaga til bæjarstjórnar frá umhverfisnefnd

 Deiliskipulag í Tungudal, Skutulsfirði
 III.

 Tillaga til bæjarstjórnar frá umhverfisnefnd

 Deiliskipulag á Dagverðardal, Skutulsfirði
 IV.

 Tillaga til bæjarstjórnar frá umhverfisnefnd

 Aðalskipulag á Dagverðardal, Skutulsfirði
 V.

 Fundargerð(ir)

 bæjarráðs 13/9.
 VI.

 "

 félagsmálanefndar 7/9.
 VII

 "

 íþrótta- og tómstundanefndar 8/9.
 VIII

 "

 starfshóps um yfirfærslu á málefnum fatlaðra 31/8.
 IX

 "

 umhverfisnefndar 8/9.

 




I.   Tillaga til bæjarstjórnar frá bæjarráði. - Lántaka hjá Landsbanka Íslands.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Eiríkur Finnur Greipsson og Jóna Benediktsdóttir.

 

 Á 670. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 13. september sl., var undir 2. lið dagskrár rætt um  væntanlega lántöku hjá Landsbanka Íslands.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að gengið verði frá lántöku hjá Landsbanka Íslands á grundvelli samkomulags þar um, sem áður hefur verið staðfest í bæjarráði, undir trúnaðarmál þann 19. júlí 2010.


 Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við afgreiðslu I. liðar dagskrár.


,,Bæjarstjórn verður að taka ábyrgð á fjármálalegum ákvörðunum sem teknar hafa verið.  Nauðsynlegt er að ljúka þessu máli og hér er reynt að lágmarka það tap, sem Ísafjarðarbær þarf að taka á sig nú og því samþykkja bæjarfulltrúar Í-listans þessa lántöku.?


Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Línu Björgu Tryggvadóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni og Sigurði Péturssyni.

 




II. Tillaga til bæjarstjórnar frá umhverfisnefnd. - Deiliskipulag í Tungudal, Skutulsfirði.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Lína Björg Tryggvadóttir. 

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 337. fundur 8. september 2010.


4.liður.   Smáhýsi í Tungudal í Skutulsfirði. (2010-08-0007). - Tillaga til bæjarstjórnar.


Lagt fram bréf dags. 1. sept. sl. frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs, vegna erindis Guðmundar Tryggva Ásbergssonar frá 336. fundi umhverfisnefndar.


Þar sem umsóknin fellur að Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að farið verði í breytingu á deiliskipulagi í Tungudal. Jafnframt verði kannaður kostnaður sem fallið gæti á Ísafjarðarbæ  vegna svæðisins.


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi breytingartillögu við tillögu umhverfisnefndar.  ,,Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisnefndar. Svæðið sem verði deiliskipulagt er Tungudalur allur innan Tunguhverfis og Seljalandshverfis, að undanskildu sumarbústaðahverfinu, sem þegar er í deiliskipulagsferli.? 


Breytingatillaga forseta samþykk 9-0.


Tillaga umhverfisnefndar með breytingatillögu forseta samþykkt 9-0.

 


III. Tillaga til bæjarstjórnar frá umhverfisnefnd. - Deiliskipulag á Dagverðardal


 í Skutulsfirði.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Lína Björg Tryggvadóttir og Jóna Benediktsdóttir.

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 337. fundur 8. september 2010.


15. liður.  Deiliskipulag á Dagverðardal í Skutulsfirði. (2008-06-0063).


Auglýsinga og athugasemdarfresti vegna deiliskipulags á Dagverðardal í Skutulsfirði er liðinn. Tvær athugasemdir bárust. Annarsvegar frá núverandi sumarbústaðaeigendum á Dagverðardal og hinsvegar frá Hestamannafélaginu Hendingu, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði tekið til endurskoðunar.


Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 


IV. Tillaga til bæjarstjórnar frá umhverfisnefnd. - Aðalskipulag á Dagverðardal, Skutulsfirði.    


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Jóna Benediktsdóttir.

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 337. fundur 8. september 2010.


15. liður.  Aðalskipulag á Dagverðardal í Skutulsfirði. (2008-06-0063).


Auglýsinga og athugasemdarfresti vegna deiliskipulags á Dagverðardal í Skutulsfirði er liðinn. Tvær athugasemdir bárust. Annarsvegar frá núverandi sumarbústaðaeigendum á Dagverðardal og hinsvegar frá Hestamannafélaginu Hendingu, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Aðalskipulagið er varðar Dagverðardal verði tekið til endurskoðunar.


 


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi breytingartillögu við tillögu í 4. lið dagskrár 283. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 16. september 2010.


Tillagan er svohljóðandi:


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 verði tekið til endurskoðunar.


Greinargerð:


Eins og lög kveða á um þarf bæjarstjórn að taka afstöðu til þess að loknum sveitarstjórnarkosningum hvort taka skuli aðalskipulag til endurskoðunar. Vissulega var gildandi skipulag samþykkt síðastliðið vor og er því ekki orðið gamalt eða úrelt. Engu að síður eru ýmis atriði í skipulaginu sem ástæða er til að gaumgæfa.


Fyrst má auðvitað nefna umrætt skipulag á sumarhúsabyggð í Dagverðardal, sem umhverfisnefnd óskar eftir að verði tekið til endurskoðunar. Einnig er vilji til að leita nýrra lausna varðandi staðsetningu urðunarstaðar sveitarfélagsins, en rætt hefur verið um að núverandi urðunarstaður við Klofningi verði lagður niður. Fleiri atriði má nefna, s.s. skipulag við Pollinn í Skutulsfirði og heildarskipulag fyrir Tungudal.


Alltént er ljóst að annaðhvort verður Aðalskipulagið tekið til endurskoðunar eða ekki. Verði það tekið til endurskoðunar þá verður slík endurskoðun ekki einangruð við skipulag í Dagverðardal. Því er nauðsynlegt að tillagan verði orðuð með almennum hætti.


Breytingatillaga forseta samþykkt 9-0.


Tillaga umhverfisnefndar með breytingatillögu forseta samþykkt 9-0.

 


V. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Eiríkur Finnur Greipsson, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Lína Björg Tryggvadóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Guðfinna Hreiðarsdóttir.

 

Fundargerðin 13/9.  670. fundur.


Fundargerðin er í þrettán liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Félagsmálanefnd.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Guðfinna Hreiðarsdóttir.

 

Fundargerðin 7/9.  344. fundur.


Fundargerðin er í sjö liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.





VII. Íþrótta- og tómstundanefnd.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun undir fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar meistaraflokki karla BÍ/Bolungarvíkur innilega til hamingju með að vera komnir upp í 1. deild í knattspyrnu.  Megi þeim vel þar vegna.?

 

Fundargerðin 8/9.  116. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VIII. Starfshópur um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Jóna Benediktsdóttir.

 

Fundargerðin 31/8.  4. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


 IX. Umhverfisnefnd.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Sigurður Pétursson.

 

Fundargerðin 8/9.  337. fundur.


Fundargerðin er í sautján liðum.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl.19:18. 


 


Þorleifur Pálsson, ritari


Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar


Eiríkur Finnur Greipsson


Guðfinna M. Hreiðarsdóttir


Kristín Hálfdánsdóttir


Marzellíus Sveinbjörnsson


Sigurður Pétursson


Lína Björg Tryggvadóttir


Jóna Benediktsdóttir


Kristján Andri Guðjónsson


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri



Er hægt að bæta efnið á síðunni?