Bæjarstjórn - 282. fundur - 2. september 2010
Fjarverandi aðalfulltrúi: Sigurður Pétursson í h. st. Lína Björg Tryggvadóttir.
Áður en gengið var til dagskrár óskaði Gísli H. Halldórsson, forseti, eftir að taka á dagskrá og þá sem fyrsta lið, tillögu vegna kjörs fulltrúa Ísafjarðarbæjar á 55. Fjórðungsþing Vestfirðinga.
Beiðni forseta samþykkt 9-0.
Röðun dagskrárliða samkvæmt útsendri dagskrá breytist því í samræmi við það og verður sem að neðan greinir.
I. |
Tillaga til bæjarstjórnar |
Fulltrúar Ísafjarðarbæjar á 55. Fjórðungsþing |
II. |
Stefnumótun í atvinnumálum |
Tillaga atvinnumálanefndar |
III. |
Útboðsgögn um sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ |
Tillaga nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ |
IV. |
Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar |
Önnur umræða |
V. |
Ráðning bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar |
|
VI. |
Fundargerð(ir) |
bæjarráðs 2/7., 15/7., 19/7., 4/8., 16/8., 23/8. og 30/8. |
VII. |
" |
atvinnumálanefndar 8/7. og 26/8. |
VIII. |
" |
barnaverndarnefndar 12/7. |
IX. |
" |
félagsmálanefndar 30/6. |
X. |
" |
fræðslunefndar 6/7. og 24/8. |
XI. |
" |
hafnarstjórnar 3/7. og 25/8. |
XII. |
" |
íþrótta- og tómstundanefndar 5/7. |
XIII. |
" |
nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 7/7. |
XIV. |
" |
nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ 11/8. og 25/8. |
XV. |
" |
starfshóps um yfirfærslu á málefnum fatlaðra 13/7., 6/8. og 9/8. |
XVI. |
" |
umhverfisnefndar 7/7., 22/7. og 11/8. |
I. Tillaga til bæjarstjórnar. - Fulltrúar Ísafjarðarbæjar á 55. Fjórðungsþing.
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.
Á 664. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 15. júlí sl., var undir 8. lið lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 2. júlí 2010, þar sem boðað er til
55. Fjórðungsþings Vestfirðinga á Hólmavík þann 3. og 4. september n.k. Fjórðungsþingið var boðað með dagskrá.
Þar sem ofangreint bréf var aðeins lagt fram til kynningar í bæjarráði leggur forseti bæjarstjórnar fram eftirfarandi tillögu:
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, að allir kjörnir bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar eða varamenn þeirra sæki 55. Fjórðungsþing Vestfirðinga og fari með atkvæði Ísafjarðarbæjar að jöfnu. Bæjarritara Ísafjarðarbæjar er falið að ganga frá kjörbréfi vegna þessa.?
Tillaga forseta samþykkt 9-0.
II. Stefnumótun í atvinnumálum. - Tillaga atvinnumálanefndar.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Lína Björg Tryggvadóttir, Eiríkur Finnur Greipsson og Arna Lára Jónsdóttir.
Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar 102. fundur 26. ágúst 2010.
1. Stefnumótun í atvinnumálum. 2010-08-0057
Lagt er fram tilboð frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða í vinnu við stefnumótun í atvinnumálum.
Atvinnumálanefnd leggur til að tilboðinu verði tekið, en leggur jafnframt áherslu á að í stefnunni komi fram mælanleg markmið og viðmið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga atvinnumálanefndar um tilboð Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, um vinnu við stefnumótun í atvinnumálum í Ísafjarðarbæ, verði tekið og kostnaði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2010.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
III. Útboðsgögn um sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ. - Tillaga nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Arna Lára Jónsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir og Kristján Andri Guðjónsson.
Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ 2. fundur 25. ágúst 2010.
1. Drög að útboðsgögnum um sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ.
Tekin fyrir að nýju útboðsgögn unnin af Verkís.
Nefndin felur formanni og sviðstjóra að gera breytingar á útboðsgögnum í samræmi við það sem fram kom á fundinum og leggur til við bæjarstjórn að verkið verði boðið út.
Bæjarráð vísar ákvarðanatöku til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Tillaga nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ, um útboð um sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ samþykkt 5-0.
Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun frá Í-lista við III. lið dagskrá bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
,,Bæjarfulltrúar Í-listans telja að heppilegra hefði verið, að hluta niður útboðið í sorphirðu og sorpförgun. Verulegar líkur eru á því að hagkvæmari tilboð myndu berast ef fleirum aðilum gefst kostur á því að bjóða í verkið. Fyrirliggjandi útboðsgögn gera ráð fyrir að einn aðili bjóði í allt verkið en sá aðili hefur heimild til þess að ráða til sín undirverktaka. Vegna stærðar og umfangs verksins eru fáir verktakar sem hafa getu og burði til að framkvæma verkið. Með því að skipta útboðinu upp í sorphirðu og sorpförgun gefst minni aðilum kostur að bjóða í annan hvorn verkþáttinn, en það útilokar þó ekki að einn aðili bjóði bæði í sorphirðuna og sorpförgunina. Verði sú leið ofan á að endurbyggja Funa þá mætti hugsa sér að notast við tilboð, sem berast í sorphirðuna, en sorpförgunin væri á höndum bæjarins.? Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni, Jónu Benediktsdóttur og Línu Björgu Tryggvadóttur.
IV. Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar, önnur umræða.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Arna Lára Jónsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.
Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram nýjustu drög að bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar, sem dreift hafði verið til bæjarfulltrúa fyrir fundinn og lagði til að hún verði samþykkt með þeim breytingum er gerðar hafa verið á fundinum.
Breytingartillögurnar fram komnar á 282. fundi bæjarstjórnar samþykktar 9-0.
Framlögð drög að bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar ásamt þeim breytingartillögum er samþykktar hafa verið á 282. fundi bæjarstjórnar samþykkt 9-0.
V. Ráðning bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Arna Lára Jónsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson
Eiríkur Finnur Greipsson gerði grein fyrir ráðningarsamningi við Daníel Jakobsson, verðandi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Eiríkur Finnur lagði til að Daníel verði ráðinn bæjarstjóri út þetta kjörtímabil bæjarstjórnar á þeim kjörum er fram koma í ráðningarsamningi.
Tillaga um ráðningu Daníels Jakobssonar sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar samþykkt 5-0.
VI. Bæjarráð.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.
Fundargerðin 2/7. 663. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 15/7. 664. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 19/7. 665. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 4/8. 666. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 16/8. 667. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 23/8. 668. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 30/8. 669. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VII. Atvinnumálanefnd.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Eiríkur Finnur Greipsson.
Fundargerðin 8/7. 101. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 26/8. 102. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VIII. Barnaverndarnefnd.
Fundargerðin 12/7. 113. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IX. Félagsmálanefnd.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.
Fundargerðin 30/6. 343. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
X. Fræðslunefnd.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir og Eiríkur Finnur Greipsson.
Fundargerðin 6/7. 296. fundur.
Fundargerðin er í þrettán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 24/8. 297. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XI. Hafnarstjórn.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.
Fundargerðin 3/7. 147. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 25/8. 148. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XII. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Eiríkur Finnur Greipsson og Jóna Benediktsdóttir.
Fundargerðin 5/7. 115. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIII. Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Eiríkur Finnur Greipsson.
Fundargerðin 7/7. 1. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIV. Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ.
Fundargerðin 11/8. 1. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 25/8. 2. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XV. Starfshópur um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Jóna Benediktsdóttir og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.
Fundargerðin 13/7. 1. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 6/8. 2. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 9/8. 3. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XVI. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Lína Björg Tryggvadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.
Fundargerðin 7/7. 334. fundur.
Fundargerðin er í sautján liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 22/7. 335. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 11/8. 336. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 20:52.
Þorleifur Pálsson, ritari
Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar
Eiríkur Finnur Greipsson
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir
Kristín Hálfdánsdóttir
Albertína Elíasdóttir
Lína Björg Tryggvadóttir
Arna Lára Jónsdóttir
Jóna Benediktsdóttir
Kristján Andri Guðjónsson
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri