Bæjarstjórn - 277. fundur - 20. maí 2010

Fjarverandi aðalfulltrúar: Birna Lárusdóttir í h. st. Ingólfur Þorleifsson. Sigurður Pétursson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.





Birna Lárusdóttir mætti á fund bæjarstjórnar kl. 18:15 og vék Ingólfur Þorleifsson þá af fundinum.





Dagskrá:





 I.

fundargerð(ir)

bæjarráðs 10./5. og 17.5. 
 II.

atvinnumálanefndar  7./5.
 III.

"

byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis


Grunnskólans á Ísafirði
 12./5.
 IV.

"

félagsmálanefndar  4./5.
 V

"

fræðslunefndar  4./5.
 VI

"

íþrótta- og tómstundanefndar  12./5.
 VII

"

umhverfisnefndar  12./5.
 VIII

 Ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2009, síðari umræða.

   







I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. 





Fundargerðin 10/5. 656. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.





Fundargerðin 17/5. 657. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.





II. Atvinnumálanefnd.


Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. 





Fundargerðin 7/5. 99. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.





III. Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Fundargerðin 12/5. 29. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.





IV. Félagsmálanefnd.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Magnús Reynir Guðmundsson, Jóna Benediktsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir og Svanlaug Guðnadóttir.





Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu undir 4. lið 340. fundargerðar félagsmálanefndar.


,,Bæjarstjórn samþykkir að Félag eldri borgara á Ísafirði fái afnot af rými í kjallara Hlífar II samkvæmt samningi þar um, sem staðfestur verði af félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar.?





Fundargerðin 4/5. 340. fundur.


4. liður. Tillaga forseta samþykkt 9-0.


6. liður. Tillaga félagsmálanefndar um tilnefningar í starfshóp, um málefni fatlaðra samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.





V. Fræðslunefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Fundargerðin 4/5. 294. fundur.


1. liður. Tillaga fræðslunefndar, með vísan forseta til endurskoðunar á


fjárhagsáætlun 2010, samþykkt 9-0.


2. liður. Tillaga fræðslunefndar, með vísan forseta til endurskoðunar á


fjárhagsáætlun 2010, samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.





VI. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Fundargerðin 12/5. 114. fundur.


5. liður. Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.


6. liður. Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.





VII. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson, Svanlaug Guðnadóttir, Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Jóna Benediktsdóttir.


Fundargerðin 12/5. 331. fundur.


1. liður. Afgreiðsla umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 


VIII. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2009,  síðari umræða.


Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Magnús Reynir Guðmundsson.





Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði frekari grein fyrir ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2009, við síðari umræðu.





Að lokinni síðari umræðu um ársreikning bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2009, lagði Gísli H. Halldórsson, forseti, til að ársreikningurinn yrði samþykktur.


Tillaga forseta samþykkt 9-0.





Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 20:15.





Þorleifur Pálsson, ritari


Gísli H. Halldórsson, forseti


Birna Lárusdóttir


Svanlaug Guðnadóttir


Guðný Stefanía Stefánsdóttir


Rannveig Þorvaldsdóttir


Arna Lára Jónsdóttir


Jóna Benediktsdóttir


Magnús Reynir Guðmundsson


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri



Er hægt að bæta efnið á síðunni?