Bæjarstjórn - 276. fundur - 6. maí 2010
Fjarverandi aðalfulltrúi: Jóna Benediktsdóttir í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.
Dagskrá:
I. | I. Fundargerð(ir) |
bæjarráðs 19/4. og 3/5. |
II. | " |
atvinnumálanefndar 13/4. |
III. | " |
barnaverndarnefndar 29/4. |
IV. | " |
umhverfisnefndar 28/4. |
V. | Ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2009, fyrri umræða. |
I. Bæjarráð.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Birna Lárusdóttir og Magnús Reynir Guðmundsson.
Tillaga að bókun ásamt greinargerð við 655. fundargerð bæjarráðs 4. lið, lögð fram af Gísla H. Halldórssyni, forseta.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir áskorun samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 26. apríl sl. þar sem skorað er á samgöngunefnd Alþingis að setja aftur inn á samgönguáætlun áranna 2009-2012 framlög til jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.?
Greinargerð:
Bæjarstjórn minnir á byggðaáætlun en þar er gert ráð fyrir því að Ísafjörður sé byggðakjarni fyrir Vestfirði. Slíkri samþykkt fylgir nauðsyn á heilsárssamgöngum um alla Vestfirði. Árið 2010 eru heilsárssamgöngur um Vestfirði verri en þær voru fyrir 20 árum vegna þess að nú nýtur ekki lengur flugsins við á milli byggða.
Vegakerfið milli Þingeyrar og Patreksfjarðar er óbreytt frá því að vegur var opnaður um Dynjandisheiði fyrir 51 ári. Lokað er yfir veturinn og illfært um sumarið.
Á þessu ástandi í vegamálum baðst núverandi samgönguráðherra afsökunar uppi á miðri Dynjandisheiði á 50 ára afmæli malarvegarins yfir Dynjandisheiði sumarið 2009. Vestfirðingar skildu tal ráðherra þannig að nú yrði ráðist í úrbætur svo heilsársvegur yrði milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða. Það verður ekki gert með því að taka helstu fyrirstöðuna á þeirri leið út af gildandi samgönguáætlun.
Fundargerðin 19/4. 654. fundur.
2. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
3. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Fundargerðin 3/5. 655. fundur.
4. liður. Tillaga að bókun, er varðar samgönguáætlun 2009/2012, borin fram af forseta, samþykkt 9-0.
5. liður. Tillaga bæjarráðs er varðar flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga samþykkt 9-0.
6. liður. Tillaga bæjarráðs er varðar menningarsamninga samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
II. Atvinnumálanefnd.
Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Birna Lárusdóttir.
Fundargerðin 13/4. 98. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
III. Barnaverndarnefnd.
Fundargerðin 29/4. 110. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IV. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir, Birna Lárusdóttir og Magnús Reynir Guðmundsson.
Fundargerðin 28/4. 330. fundur.
6. liður. Tillaga forseta um vísan þessa liðar til umsagnar stjórnar Byggðasafns Vestfjarða samþykkt 9-0.
13. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
17. liður. Tillaga forseta um vísan þessa liðar til bæjarráðs samþykkt 9-0.
Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.
V. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2009, fyrri umræða.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Svanlaug Guðnadóttir.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2009 við fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bæjarstjóri gerði jafnframt grein fyrir og lagði fram skýrslu skoðunarmanna, þeirra Bryndísar G. Friðgeirsdóttur og Kristjáns G. Jóhannssonar, sem og endurskoðunarskýrslu löggilts endurskoðanda, Guðmundar E. Kjartanssonar, vegna ársreiknings 2009.
Að loknum umræðum um ársreikning bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2009, lagði Gísli H. Halldórsson, forseti, til að ársreikningnum yrði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 20. maí 2010.
Tillaga forseta samþykkt 9-0.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 21:42.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Gísli H. Halldórsson, forseti.
Birna Lárusdóttir.
Svanlaug Guðnadóttir.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Sigurður Pétursson.
Arna Lára Jónsdóttir.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.