Bæjarstjórn - 266. fundur - 22. október 2009

 

Árið 2009, fimmtudaginn  22. október kl. 17:00 hélt bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fund í fundarsal sínum í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 


Fjarverandi aðalfulltrúar: Birna Lárusdóttir í h. st. Hafdís Gunnarsdóttir. Svanlaug Guðnadóttir í h. st. Albertína Elíasdóttir.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, minntist Björgvins Sighvatssonar, fyrrum skólastjóra og bæjarfulltrúa á Ísafirði, er lést í Reykjavík þann 14. október sl. 92 ára að aldri.  Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vottar eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu samúð sína.   

 


Dagskrá:


 I.

 Fundargerð(ir)

 bæjarráðs 28/9., 5/10. og 19/10.
 II.

 ''

 atvinnumálanefndar 30/9. 
 III.

 ''

 félagsmálanefndar 29/9. og 13/10.
 IV.

 ''

 fræðslunefndar 1/10.
 V.

 ''

 hafnarstjórnar 29/9.
 VI.

 ''

 íþrótta- og tómstundanefndar 23/9. og 14/10.
 VII.

 ''

 umhverfisnefndar 7/10.
 VIII.

 ''

 þjónustuhóps aldraðra 5/10.
 IX.

 ''

 Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar 2010-2012, síðari umræða.
 X.

 ''

 Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020,  þriðja umræða. 

 


I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Arna Lára Jónsdóttir og Albertína Elíasdóttir.

 

Fundargerðin 28/9.  630. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 5/10.  631. fundur.


6. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 

Fundargerðin 19/10.  632. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


 Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson, Arna Lára Jónsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Jóna Benediktsdóttir.


 


Fundargerðin 30/9.  95. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Félagsmálanefnd.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benedikts-dóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.


  


Fundargerðin 29/9.  331. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 13/10.  332. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Fræðslunefnd.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir og Albertína Elíasdóttir.

 

Fundargerðin 1/10.  289. fundur.


1. liður.  Tillaga fræðslunefndar um ráðningu Gunnlaugs Dan Ólafssonar, sem skólastjóra við Grunnskólann á Þingeyri samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Hafnarstjórn.


Til máls tóku:  Gísli H. Halldórsson, forseti, Albertína Elíasdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, og Jóna Benedikts- dóttir. 

 


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram bréf frá Níels R. Björnssyni, nefndarmanni í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar, þar sem hann biðst lausnar úr hafnarstjórn.

 


Tillaga meirihluta lögð fram af Gísla H. Halldórssyni, forseta, við 141. fund hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þakkar Níels R. Björnssyni (D) sem beðist hefur lausnar úr hafnarstjórn fyrir störf hans.


Bæjarstjórn samþykkir að í stað Níels R. Björnssonar (D) taki Gunnar Þórðarson (D) sæti í hafnarstjórn.


 


Bókun meirihluta bæjarstjórnar við 5. lið 141. fundargerðar  hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar.


,,Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar telur ótímabært að álykta um framgang strandveiða liðins sumars. Þó margir fagni þessari tilraun er enn ágreiningur um veiðarnar og ljóst að þær hentuðu ólíkum bæjum og landshlutum misvel.


Spara má fullyrðingar þar til fyrir liggja faglegar úttektir á því hvernig til tókst í sumar og hvort veiðarnar eru hagkvæmar í víðtækum skilningi. Ein slík úttekt fer nú fram við Háskólasetur Vestfjarða.


Samfélagsleg rök kunna að vera fyrir því að halda úti slíkum veiðum og greiða þannig götu nýliða í greininni. Mikilvægt er út frá hugmyndafræði um nýliðun að skoða hvort fyrrum kvótaeigendur eigi að taka þátt í strandveiðum verði ákveðið að halda þeim áfram.?

 


Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 5. lið 141. fundargerð hafnarstjórnar.


,,Bæjarfulltrúar Í-listans fagna og taka heilshugar undir samhljóða bókunar allra fulltrúa í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar frá 29. september sl. varðandi útvíkkun og þróun strandveiða.  Bæjarfulltrúarnir fagna sérstaklega samstöðu hafnarstjórnarfulltrúanna varðandi þetta mál og hvetja sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn til að útvíkka strandveiðikerfið eins og hafnarstjórn leggur til.? 

 

Fundargerðin 29/9.  141. fundur.


Tillaga um Gunnar Þórðarson í stað Níels R. Björnssonar í hafnarstjórn samþykkt 8-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Íþrótta- og tómstundanefnd.


 Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. 

 

Fundargerðin 23/9.  108. fundur.


1. liður.  Tillögu forseta um vísan til gerðar fjárhagsáætlunar 2010 samþykkt 9-0.


4. liður.  Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar um reglur á útleigu eigna félagsmiðstöðvar vísað af forseta til bæjarráðs til afgreiðslu.  Samþykkt 8-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 

Fundargerðin 14/10.  109. fundur.


4. liður.  Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar um opnunartíma á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


VII. Umhverfisnefnd.


 Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson og Albertína Elíasdóttir.  


Fundargerðin 7/10.  319. fundur.


1. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


15. Önnur mál.  Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þakkar Jónasi Sigurðssyni, aðstoðarverkstjóra í áhaldahúsi Ísafjarðarbæjar, fyrir vel unnin störf fyrir sveitarfélagið og óskar honum alls velfarnaðar í framtíðinni.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


VIII. Þjónustuhópur aldraðra.


 Til máls tóku: Sigurður Pétursson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. 





Fundargerðin 5/10.  60. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.





IX. Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar 2010-2012. ? Síðari umræða.


 Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2010-2012 ásamt greinargerð, málaflokkayfirliti, rekstraryfirliti, efnahagsreikningi og yfirliti um sjóðstreymi, við síðari umræðu í bæjarstjórn.


Forseti lagði til, að 3ja ára áætlunin yrði samþykkt.  Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 


X. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020, 3. umræða.


 Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson, 


 


Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar fyrir tímabilið 2008-2020, er nú til þriðju umræðu í bæjarstjórn. 


Þar sem ekki hafa komið fram neinar athugasemdir eða tillögur um breytingar frá annari umræðu á áður framlögðu aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar fyrir tímabilið 2008-2020, leggur forseti bæjarstjórnar til að aðalskipulagið verði samþykkt.


Tillaga forseta samþykkt 9-0.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þakkar öllum þeim er lagt hafa hönd á plóg við gerð þessa aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 22:02.





Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti.


Hafdís Gunnarsdóttir.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Albertína Elíasdóttir.


Sigurður Pétursson.


Arna Lára Jónsdóttir.


Jóna Benediktsdóttir.


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?