Bæjarstjórn - 265. fundur - 24. september 2009
Fjarverandi aðalfulltrúar: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, í h.st. Ingólfur Þorleifsson. Jóna Benediktsdóttir í h.st. Kristján Andri Guðjónsson. Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, mætti á fund bæjarstjórnar kl. 18:18 og er mættur sem bæjarstjóri ekki sem bæjarfulltrúi með atkvæðisrétt.
Dagskrá:
I. | Fundargerð(ir) |
bæjarráðs 14/9. og 21/9. |
II. | ? |
barnaverndarnefndar 3/9. |
III. | ? |
félagsmálanefndar 8/9. |
IV. | ? |
fræðslunefndar 9/9. og 20/9. |
V. | ? |
umhverfisnefndar 9/9. og 14/9. |
VI. | Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar 2010-2012, fyrri umræða. | |
VII. | Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020, síðari umræða. |
I. Bæjarráð.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Birna Lárusdóttir, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Kristján Andri Guðjónsson.
Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögur frá bæjarfulltrúum B- og D-lista í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
Tillaga við 8. lið í 628. fundargerð bæjarráðs.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir þakkir bæjarráðs til Ásthildar Gestsdóttur (B), sem beðist hefur lausnar úr félagsmálanefnd.
Bæjarstjórn samþykkir að í stað Ásthildar Gestsdóttur (B) taki Inga S. Ólafsdóttir (B) sæti í félagsmálanefnd.?
Tillaga við 6. lið í 629. fundargerð bæjarráðs.
,,Með vísan til vistunarmats, sem nýlega var framkvæmt og sýnir að allir íbúar á Þjónustudeild Hlífar á Ísafirði eru í brýnni þörf fyrir vist á hjúkrunarheimili, samþykkir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að Þjónustudeildinni verði lokað frá og með næstu áramótum.
Bæjarstjóra er falið að vinna með starfsfólki, heimilisfólki og aðstandendum ásamt félagsmálanefnd og þjónustuhópi aldraðra, að því að fylgja eftir ákvörðun bæjarstjórnar, en hún byggir á vistunarmati og rétti íbúa á Þjónustudeild til meiri þjónustu en þar er mögulegt að veita.
Einnig er bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, en stofnunin er sú eina í sveitarfélaginu, sem getur veitt þá þjónustu sem íbúar á Þjónustudeildinni eiga rétt á samkvæmt vistunarmatinu.?
Greinargerð.
Þar sem ekki hefur fengist heimild frá ríkisvaldinu til að reka Þjónustudeild Hlífar, sem hjúkrunarrými með tilsvarandi hjúkrunarrýmisgjöldum, var ákveðið að hætta að taka inn nýja vistmenn á árinu 2007. Nú er svo komið að allir fimm íbúar Þjónustudeildar hafa fengið vistunarmat, sem skilgreinir brýna þörf þeirra fyrir vist á hjúkrunarheimili. Engin breyting hefur enn orðið á afstöðu ríkisins í málefnum Þjónustudeildar og meðan þess er beðið að hægt verði að hefjast handa við byggingu nýs hjúkrunarheimilis er viðunandi aðstaða eingöngu boðin á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Lengi hefur verið leitað leiða til að fá viðunandi lausn á rekstri Þjónustudeildar Hlífar. Sú lausn hefur ekki fundist og er ljóst að eina raunverulega úrræðið er bygging hjúkrunarheimilis. Í dag er það almennt viðurkennd stefna hér á landi, að eins lengi og því verður við komið skuli fólki gert kleift að búa í heimahúsum og njóta þar nauðsynlegrar þjónustu. Þegar heimaþjónusta og heimahjúkrun duga ekki lengur til að veita fullnægjandi þjónustu er hjúkrunarheimili næsta skref. Það er því enginn grundvöllur fyrir því að reka Þjónustudeild Hlífar með sömu formerkjum og upphaflega var lagt af stað með.
Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 1. lið 629. fundargerðar bæjarráðs frá 21. september sl.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, að fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 verði endurskoðuð og niðurstöður lagðar fyrir næsta fund bæjarstjórnar.?
Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu við 13. lið bæjarráðs frá 14. september sl. ,,Tillaga um fulltrúa Í-lista í nefnd um valkosti í sameiningu Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, svokallaða ,,hundraðdaganefnd?. Lagt er til að fulltrúi Í-lista verði Arna Lára Jónsdóttir.?
Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 6. lið 629. fundargerðar bæjarráðs.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vísar framkominni tillögu um lokun Þjónustudeildar á Hlíf til umfjöllunar í félagsmálanefnd og þjónustuhópi aldraðra. Bæjarstjórn óskar þess að nefndirnar leggi mat á framkomna tillögu, leiti eftir viðhorfum heimilismanna á Þjónustudeild og aðstandenda þeirra og ræði jafnframt við forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, um það hvort og hvernig stofnunin geti veitt umrædda þjónustu.?
Fundargerðin 14/9. 628. fundur.
8. liður. Tillaga um Ingu S. Ólafsdóttur sem fulltrúa í félagsmálanefnd samþykkt 9-0.
13. liður. Tillaga Í-lista um Örnu Láru Jónsdóttur í hundraðdaganefnd samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Fundargerðin 21/9. 629. fundur.
1. liður. Tillaga forseta um vísan tillögu Í-lista um endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009, til bæjarráðs samþykkt 5-4.
6. liður. Tillaga Í-lista um vísan tillögu B- og D-lista um lokun Þjónustudeildar á Hlíf til nefnda felld 5-4.
6. liður. Tillaga bæjarfulltrúa B- og D-lista í bæjarstjórn er varðar lokun Þjónustudeildar á Hlíf samþykkt 5-4.
Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir 6. lið fundargerðarinnar.
,,Bæjarfulltrúar Í-listans lýsa yfir vonbrigðum og hryggð vegna ákvörðunar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að loka Þjónustudeildinni á Hlíf á Ísafirði og svipta þar með fimm heimilismenn heimili sínu. Þjónustudeildin á Hlíf hefur um árabil verið nauðsynlegur og mikilvægur liður í þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu. Með lokun deildarinnar hættir Ísafjarðarbær að sinna þjónustu við aldraða, sem sinnt hefur verið af bæjarfélaginu frá árinu 1921.
Ábyrgð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er mikil í þessu máli, sérstaklega þar sem tillagan um lokunina hefur ekki fengið umfjöllun í fagnefndum bæjarins, félagsmálanefnd og þjónustuhópi aldraðra og afleiðingarnar því ekki verið metnar.
Bygging nýs hjúkrunarheimilis er ekki í augsýn og núverandi meirihluti hefur sýnt lítið frumkvæði í því máli.
Að loka nauðsynlegri þjónustu og varpa af sér ábyrgð eru ekki vinnubrögð sem lofa góðu þegar fyrir dyrum stendur að sveitarfélög í landinu taki við auknum verkefnum og aukinni ábyrgð í málefnum fatlaðra og aldraðra.?
Birna Lárusdóttir lagði fram svohljóðandi bókun B- og D-lista undir 6. lið fundar-gerðarinnar
,,Meirihluti bæjarstjórnar vísar því algjörlega á bug að verið sé að leggja niður nauðsynlega þjónustu í þágu aldraðra í Ísafjarðarbæ. Liðveisla og heimaþjónusta er veitt í ríkum mæli af sveitarfélaginu, og fer stöðugt vaxandi, en slík þjónusta hefur að miklum hluta komið í stað þess sem á árum áður var jafnan kallað elliheimili. Þessi þjónusta verður nú aukin til muna. Skilgreiningar á þjónustuþörf hafa breyst í tímans rás en í dag er unnið eftir þeirri hugmyndafræði að einstaklingar geti búið í heimahúsum svo lengi sem kostur er. Síðan taki hjúkrunarheimili við. Tímarnir eru breyttir og nútímakrafan er fullkomið hjúkrunarheimili sem uppfyllir þarfir þeirra sem metnir eru í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými. Þá þjónustu er ekki hægt að veita á Þjónustudeildinni, sem nú verður lögð niður.
Meirihlutinn vísar því einnig á bug að hugsanleg lokun Þjónustudeildarinnar hafi ekki verið rædd í félagsmálanefnd og þjónustuhópi aldraðra. Sú umræða hefur staðið yfir um langt skeið og einungis stóð út af að taka endanlega ákvörðun. Það er verkefni bæjarstjórnar.
Að endingu vísar meirihlutinn því á bug að bæjaryfirvöld séu með ákvörðun sinni að varpa af sér ábyrgð á nauðsynlegri þjónustu. Með ákvörðun sinni er bæjarstjórn að leggja drögin að enn betri þjónustu við eldri borgara Ísafjarðarbæjar og taka fyrstu skrefin í þá átt að á Ísafirði rísi innan tíðar fullkomið hjúkrunarheimili.?
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
II. Barnaverndarnefnd.
Fundargerðin 3/9. 105. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
III. Félagsmálanefnd.
Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson og Gísli H. Halldórsson, forseti.
Fundargerðin 8/9. 330. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IV. Fræðslunefnd.
Fundargerðin 9/9. 287. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 20/9. 288. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
V. Umhverfisnefnd.
Fundargerðin 9/9. 317. fundur.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.
Fundargerðin 14/9. 318. fundur.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.
VI. Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar 2010-2012. ? Fyrri umræða.
Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson og Kristján Andri Guðjónsson.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs, lagði fram 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2010-2012 ásamt greinargerð, málaflokkayfirliti áranna, sem og rekstraryfirliti og efnahagsreikningi 2010-2012.
Forseti lagði til, að 3ja ára áætluninni yrði vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar og var það samþykkt 8-0.
VII. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020, 2. umræða.
Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Sæmundur Kr. Þorvaldsson.
Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi tillögu. ,,Legg til að VII. lið verði vísað til 3. umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.?
Tillaga Magnúsar Reynis Guðmundssonar samþykkt 9-0.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 20:04.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Gísli H. Halldórsson, forseti.
Birna Lárusdóttir.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Svanlaug Guðnadóttir.
Ingólfur Þorleifsson.
Sigurður Pétursson.
Sæmundur Kr. Þorvaldsson.
Kristján Andri Guðjónsson.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.