Bæjarstjórn - 263. fundur - 18. júní 2009
Fjarverandi aðalfulltrúar:
Jónína Benediktsdóttir, en í hennar stað Rannveig Þorvaldsdóttir.
Í upphafi fundar, áður en gengið var til dagskrár, lagði Birna Lárusdóttir, forseti, til að bætt yrði við tveimur dagskrárliðum, kosningu samkvæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar og sumarleyfi bæjarstjórnar.
Heimildin samþykkt 9-0.
Dagskrá:
I. | Fundargerð(ir) |
bæjarráðs 15/6. |
II. | ? |
barnaverndarnefndar 24/3. og 4/6. |
III. | ? |
íþrótta- og tómstundanefndar 3/6. |
IV. | Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2008, síðari umræða. |
Viðbót við dagskrá:
V. | Kosningar samkvæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar. |
1) Forseti, 1. og 2. varaforseti. | |
2) Bæjarráð, 3 aðalmenn og 3 til vara. | |
3) Skrifarar, 2 aðalmenn og 2 til vara. | |
VI. | Sumarleyfi bæjarstjórnar. |
I. Bæjarráð.
Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Arna Lára Jónsdóttir, Halldór Halldórsson og Sigurður Pétursson.
Fundargerðin 15/6. 620. fundur.
2. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt. Samþykkt 9-0.
3. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt. Samþykkt 9-0.
Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram fyrir hönd Í-listans svohljóðandi tillögu undir 4. lið 620. fundargerðar bæjarráðs.
?Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á forsvarsmenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Í-lista að birta hið fyrsta upplýsingar um styrktaraðila þessara framboða vegna sveitarstjórnarkosninganna 2006.
Nýlega skipaði forsætisráðherra nefnd til að endurskoða lög nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda, en nefndinni er einnig falið að fylgja eftir og leiða til lykta hugmyndir forsætisráðherra um að Ríkisendurskoðun verði falið að gera úttekt á fjárreiðum þeirra stjórnmálaflokka sem átt hafa fulltrúa á Alþingi, vegna áranna 1999 til 2006, eða fram að gildistöku fyrrnefndra laga.?
Undir tillöguna rita: Magnús Reynir Guðmundsson, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir.
Tillagan var samþykkt 8-0.
11. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt. Samþykkt 9-0.
Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram fyrir hönd Í-listans svohljóðandi tillögu undir 13. lið 620. fundargerðar bæjarráðs.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á útgefendur Fréttarblaðsins að sjá nú þegar til þess að íbúar bæjarfélagsins geti nálgast blaðið eins og var, þar til nú á vormánuðum að breytingar voru gerðar á dreifingunni. Það hlýtur að vera keppikefli Fréttablaðsins að þær skoðanir og fréttir sem í blaðinu birtast nái til sem flestra landsmanna, Vestfirðinga sem annarra.
Undir tillöguna rita: Magnús Reynir Guðmundsson, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir.
Tillagan var samþykkt 6-0.
16. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt. Samþykkt 9-0.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
II. Barnaverndarnefnd.
Fundargerðin 24/3. 103. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 4/6. 104. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
III. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Til máls tók: Arna Lára Jónsdóttir.
Fundargerðin 3/6. 106. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IV. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2008, síðari umræða. 2009-05-0046.
Til máls tóku: Halldór Halldórsson og Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði frekari grein fyrir ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2008 við síðari umræðu og lagði fram svör við fyrirspurnum, er borist hafa á milli fyrri og síðari umræðu.
Bókun bæjarfulltrúa Í-listans vegna ársreiknings Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2008.
?Eftir greinargóðan upplýsingafund með fjármálastjóra, bæjarstjóra og yfirmanni tæknideildar þar sem fjölmörgum fyrirspurnum var svarað varðandi einstaka liði og skýringar gefnar á misræmi milli fjárhagsáætlunar og endanlegs ársreiknings, lýsa bæjarfulltrúar Í-listans í Ísafjarðarbæ yfir samþykki sínu á framlögðum og endurskoðuðum reikningi bæjarins.
Bæjarfulltrúar Í-listans vilja koma á framfæri þökkum til starfsmanna Ísafjarðarbæjar fyrir gott samstarf og upplýsingagjöf varðandi fjármál og framkvæmdir á vegum bæjarins.
Um leið vilja bæjarfulltrúar Í-listans vekja athygli bæjarbúa á veikri rekstrarstöðu bæjarins og vaxandi skuldasöfnun, sem fram kemur í ársreikningnum. Taka verður á fjárhagsvanda bæjarins áður en í óefni er komið. Fulltrúar Í-listans lýsa sig reiðubúna til að vinna að því máli, hér eftir sem hingað til, í samstarfi við aðra kjörna fulltrúa í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.?
Undir bókunina rita: Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson, Arna Lára Jónsdóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir.
Að lokinni síðari umræðu um ársreikning bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2008, lagði Birna Lárusdóttir, forseti, til að ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2008 yrði samþykktur.
Tillaga forseta samþykkt 9 ? 0.
V. Kosningar samkvæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar. 2009-02-0024.
1) Forseti, 1. og 2. varaforseti.
2) Bæjarráð, 3 aðalmenn og 3 til vara.
3) Skrifarar, 2 aðalmenn og 2 til vara.
Birna Lárusdóttir, forseti, kynnti neðangreindar tillögur við V. lið dagskrár er borist höfðu fyrir fundinn.
1) Forseti bæjarstjórnar, 1. og 2. varaforseti.
Tillaga kom fram frá meirihluta um Gísla H. Halldórsson, sem forseta bæjarstjórnar og Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur, sem 1. varaforseta bæjarstjórnar. Tillaga kom fram frá Í-lista um Jónu Benediktsdóttur, sem 2. varaforseta bæjarstjórnar. Aðrar tillögur komu ekki fram.
2) Bæjarráð, 3 aðalmenn og 3 til vara.
Tillaga kom fram frá meirihluta um Birnu Lárusdóttur og Svanlaugu Guðnadóttur, sem aðalmenn í bæjarráð og Albertínu Elíasdóttur og Gísla H. Halldórsson, sem varamenn. Tillaga kom fram frá Í-lista um Sigurð Pétursson, sem aðalmann í bæjarráð og Magnús Reyni Guðmundsson til vara. Aðrar tillögur komu ekki fram.
3) Skrifarar, 2 aðalmenn og 2 til vara.
Tillaga kom fram frá meirihluta um Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur, sem skrifara bæjarstjórnar og Svanlaugu Guðnadóttur til vara.
Tillaga kom fram frá Í-lista um Örnu Láru Jónsdóttur, sem skrifara bæjarstjórnar og Magnús Reyni Guðmundsson til vara. Aðrar tillögur komu ekki fram.
Tillögurnar í fyrsta, öðrum og þriðja lið samþykktar 9-0.
VI. Sumarleyfi bæjarstjórnar 2008.
Til máls tók: Birna Lárusdóttir, forseti.
Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu undir VI. lið dagskrár.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir með vísan til 13. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarskapa bæjarstjórnar, að fella niður fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst 2009 og skal bæjarráð hafa heimild til að ráða málum til lykta fyrir hönd bæjarstjórnar þetta tímabil samkvæmt 39. gr. sveitarstjórnarlaga. Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 3. september 2009?.
Tillaga forseta samþykkt 9-0.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 18:53.
Jón H. Oddsson, ritari.
Birna Lárusdóttir, forseti.
Gísli H. Halldórsson.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Svanlaug Guðnadóttir.
Sigurður Pétursson.
Arna Lára Jónsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.