Bæjarstjórn - 262. fundur - 8. júní 2009
Í upphafi fundar áður en gengið var til dagskrár óskaði Birna Lárusdóttir, forseti, eftir heimild til að maður utan bæjarstjórnar fengi að taka til máls á fundinum, til að svara fyrirspurnum. Viðkomandi er Jón H. Oddsson, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar.
Heimildin samþykkt 7-0.
Dagskrá:
I. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2008, fyrri umræða. 2009-05-0046.
Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Gísli H. Halldórsson, Jón H. Oddsson, fjármálastjóri og Arna Lára Jónsdóttir.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2008 við fyrri umræðu.
Bæjarstjóri gerði jafnframt grein fyrir og lagði fram skýrslu skoðunarmanna, þeirra Bryndísar Friðgeirsdóttur og Kristjáns G. Jóhannssonar, sem og endurskoðunarskýrslu löggilts endurskoðanda, Guðmundar E. Kjartanssonar, vegna ársreiknings 2008.
Eins lagði bæjarstjóri fram og gerði grein fyrir bréfi, er hann og fjármálastjóri hafa ritað Löggiltum endurskoðendum Vestfjörðum ehf., vegna ársreiknings bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2008.
Að loknum umræðum um ársreikning bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2008, lagði Birna Lárusdóttir, forseti, til að ársreikningnum yrði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 18. júní 2009.
Tillaga forseta samþykkt 9-0.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 18:54.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Birna Lárusdóttir, forseti.
Gísli H. Halldórsson.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Svanlaug Guðnadóttir.
Sigurður Pétursson.
Arna Lára Jónsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.