Bæjarstjórn - 261. fundur - 4. júní 2009

Árið 2009, fimmtudaginn  4. júní kl. 17:00 hélt bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fund í fundarsal sínum í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Í upphafi fundar tilkynnti Birna Lárusdóttir, forseti, þá breytingu á boðaðri dagskrá að VIII. lið dagskrár væri frestað.


Dagskrárliðnum er frestað til fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, sem haldinn verður mánudaginn 8. júní n.k. og hefst kl. 16:00.  Breytingin samþykkt 9-0.  





Dagskrá:


 I.

 Fundargerð(ir) 

 bæjarráðs 11/5., 25/5. og 2/6.
 II.

 ? 

 atvinnumálanefndar 13/5.
 III.

 ? 

 félagsmálanefndar 13/5.  
 IV.

 ? 

 fræðslunefndar 19/5., 26/5. og 28/5.
 V.

 ? 

 hafnarstjórnar 6/5.  
 VI.

 ? 

 umhverfisnefndar 26/5.
 VII. 

 ? 

 stjórnar Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs 27/4.




I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli H. Halldórsson og Birna Lárusdóttir, forseti. 

 


Gísli H. Halldórsson lagði fram svohljóðandi bókun undir 9. lið 617. fundargerðar bæjarráðs.


,,Það er sannfæring mín, að lykillinn að þeim breytingum á kvótakerfinu sem þjóðin hefur lengi kallað eftir, liggi að hluta til í afskriftum aflaheimilda. Þó get ég ekki fallist á allt í þeim gjörólíku útfærslum sem nú eru ræddar og nefndar fyrningaleið. Að spyrða þessar ólíku hugmyndir saman sem eina undir orðinu fyrningarleið hefur orðið til þess að halda umræðunni á lágu plani. Ef við vísum á þessum tímapunkti skilyrðislaust á bug öllum breytingum sem mögulega er hægt að tengja við orðið fyrningar, þá höfum við í raun endanlega vísað öllum breytingum á bug. Það væri mikið ólán, því að vel útfærð fyrningaleið hefur alla möguleika til þess að verða í anda sjálfstæðisstefnunnar, í anda frelsis og sjálfstæðis.


Það er í mínum huga ekkert kappsmál að ná kvótanum af núverandi kvótahöfum. Það er heldur engin ástæða til að ná fram hefndum á þeim sem kunna að hafa hagnast á kvótakerfinu. Það sem mestu máli skiptir er að hægt verði að endurúthluta heimildum á jafnréttisgrundvelli, sem að mínu mati verður best gert með útboðum. Það má hinsvegar velta fyrir sér ýmsum aðferðum til þess að fyrningarnar verði útgerðum að sem skaðminnstu meðan þeim er komið á, t.d. að kvótahafar hljóti andvirði útboðanna fyrstu árin.?  Undirritað af Gísla H. Halldórssyni.

 


Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 9. lið 617. fundargerðar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar fram komnu frumvarpi um frjálsar handfæraveiðar og hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarp þess efnis hið fyrsta, þannig að veiðar geti hafist í sumar.?


Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Örnu Láru Jónsdóttur, Magnúsi Reyni Guðmundssyni og Sigurði Péturssyni.

 


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun við 9. lið 617. fundargerðar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar um fiskveiðistjórnunarkerfið.


 ,,Undirrituð bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsa yfir þungum áhyggjum af þeirri óvissu sem komin er upp í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í landinu vegna boðaðrar fyrningarleiðar ríkisstjórnarinnar. Sú leið gengur út á að innkalla aflaheimildir á 20 árum og þannig taka þær frá þeim, sem nú hafa þann afnotarétt af sameiginlegri auðlind landsmanna.


Undirrituð lýsa yfir miklum áhyggjum af þessari leið, ekki síst vegna þess að hún mun koma harðast niður á þeim fyrirtækjum í Ísafjarðarbæ sem hafa á undanförnum árum styrkt sig verulega innan núverandi kerfis og tryggt þannig atvinnu og aukin verðmæti í bænum. Hagræðingin, sem útgerðinni sjálfri var ætlað að skila með því að sameina aflaheimildir á skip, var Vestfirðingum erfið á sínum tíma en fjórðungurinn hefur náð að styrkja stöðu sína umtalsvert á undanförnum árum. Þeirri uppbyggingu er nú stefnt í voða með fyrirhugaðri fyrningarleið.


Nái fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar fram að ganga munu þær koma harðast niður á þeim sem teljast mega nýliðar í sjávarútvegi, þ.e. einstaklingar og smærri fyrirtæki sem hafa síðustu ár verið að byggja sig upp í samræmi við lög og reglur. Þessi fyrirtæki eru skuldsett vegna nýlegra kvótakaupa og aðstöðusköpunar en höfðu allar forsendur til að spjara sig miðað við þær forsendur sem giltu fyrir efnahagshrunið. Innköllun aflaheimilda frá þessum fyrirtækjum mun ríða þeim að fullu á skömmum tíma.


Við vekjum líka athygli á þeirri staðreynd að ýmis þjónustufyrirtæki í bænum munu fara halloka verði fyrningarleiðin farin því að sjávarútvegsfyrirtækin, bæði stór og smá, munu ekki hafa borð fyrir báru í framkvæmdum eða uppbyggingu þegar grundvöllurinn fyrir starfseminni rýrnar ár frá ári.


Sveitarfélög víða um land hafa nú þegar lýst yfir efasemdum og áhyggjum af fyrningarleiðinni. Við tökum undir öll varnaðarorð sem fallið hafa í þessum efnum enda teljum við fyrningarleiðina óafturkræfa aðför að sjávarbyggðum landsins. Að sama skapi teljum við nauðsynlegt að sníða ýmsa vankanta af núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, til að betri sátt megi ríkja um kerfið. Áður en hróflað verður við núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi þarf að fara vandlega yfir það hvaða afleiðingar breytingarnar hafi á hag þeirra sem lifa og starfa í sjávarútvegi. Varað er við aðgerðum sem veikt geta starfsgrundvöll sjávarútvegsins og stefnt búsetu í óvissu.?


Bókunin er undirrituð af Birnu Lárusdóttur, Guðnýu Stefaníu Stefánsdóttur, Svanlaugu Guðnadóttur og Halldóri Halldórssyni.

 

Fundargerðin 11/5.  617. fundur.


9. liður.  Tillaga Magnúsar Reynis Guðmundssonar að bókun felld 4-4.


9. liður.  Tillaga Í-lista um frjálsar handfæraveiðar felld 5-4.

 


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir mótatkvæðum meirihluta.


bæjarstjórnar með eftirfarandi bókun.


,,Við undirrituð getum ekki stutt bókun varðandi frumvarp, sem við höfum ekki náð að kynna okkur ennþá að fullu.  Auknar handfæraveiðar geta verið jákvæður þáttur í efnahagslífi sjávarbyggða, en tryggja þarf að þær nýtist hinum sömu byggðum við uppbyggingu atvinnulífsins og séu í anda góðrar umgengni um auðlindina.?


Undirritað af Svanlaugu Guðnadóttur, Birnu Lárusdóttur, Guðnýu Stefaníu Stefánsdóttur, Gísla H. Halldórssyni og Halldóri Halldórssyni.

 


 Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista.


,,Um leið og bæjarfulltrúar Í-lista í Ísafjarðarbæ flytja nýrri ríkisstjórn Íslands kveðjur og óskir um velgengni á komandi árum, lýsa þeir sérstakri ánægju sinni með það fyrirheit, að fiskveiðistjórnun verði tekin til endurskoðunar.  Það er löngu tímabært, að gera róttækar breytingar á lögunum um stjórn fiskveiða þannig, að mannréttindi verði virt, forréttindi fárra kvótahafa afnumin í áföngum, nýliðun í útgerð gerð möguleg og uppbygging fiskistofna hafin í reynd með banni við brottkasti afla, sem verði fylgt eftir af hörku svo dæmi séu nefnd um nauðsynlegar lagfæringar á núverandi kerfi.  Það sem sérstaklega þarf þó að hafa í huga, er að sjávarbyggðirnar nái aftur vopnum sínum og nái að snúa við þeirri óheillaþróun sem kvótakerfið hefur leitt af sér og birst hefur m.a. í fólksflótta, fækkun fyrirtækja og samdrætti atvinnu- og mannlífs á landsbyggðinni.           Í-listinn bindur vonir við að það sem fyrri ríkisstjórnir vanræktu í þessum efnum náist nú fram undir forystu nýrrar ríkisstjórnar og telur að breytingar þær er ríkisstjórnin hefur nú þegar boðað á fiskveiðistjórnunarkerfinu muni verða til að styrkja atvinnulíf í sjávarbyggðum landsins.?


Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Örnu Láru Jónsdóttur, Magnúsi Reyni Guðmundssyni og Sigurði Péturssyni.

 


 Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista.


,,Í-listinn í Ísafjarðarbæ fagnar fram komnu frumvarpi um frjálsar handfæraveiðar og hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarp þess efnis hið fyrsta þannig að veiðar geti hafist í sumar.?  Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Örnu Láru Jónsdóttur, Magnúsi Reyni Guðmundssyni og Sigurði Péturssyni. 





Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 25/5.  618. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 2/6.  619. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


Fundargerðin 13/5.  94. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Félagsmálanefnd.


Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. 


 


Fundargerðin 13/5.  328. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Fræðslunefnd.


Fundargerðin 19/5.  284. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 26/5.  285. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 28/5.  286. fundur.


1. liður.  Tillaga fræðslunefndar um ráðningu Magnúsar Sæmundssonar, sem skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri, samþykkt 9-0.


Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 


V. Hafnarstjórn.


Fundargerðin 6/5.  140. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson, Jóna Benediktsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 

Fundargerðin 26/5.  312. fundur.


18. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


VII. Stjórn Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs.


Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir.

 

Fundargerðin 27/4.  25. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl.  23:05.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Svanlaug Guðnadóttir.


Sigurður Pétursson.     


Arna Lára Jónsdóttir.


Jóna Benediktsdóttir.


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?