Bæjarstjórn - 256. fundur - 5. febrúar 2009
Árið 2009, fimmtudaginn 5. febrúar kl. 17:00 hélt bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fund í fundarsal sínum í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Fjarverandi aðalfulltrúi: Sigurður Pétursson í h. st. Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Áður en gengið var til dagskrár tók Birna Lárusdóttir, forseti, til máls og greindi frá bréfi er henni hafði borist frá bæjarfulltrúa Jónu Benediktsdóttur, er varðaði umræður á síðasta bæjarstjórnarfundi um hæfi og/eða vanhæfi bæjarfulltrúa. Til máls tóku jafnframt þau Gísli H. Halldórsson og Jóna Benediktsdóttir.
Dagskrá:
I. | Fundargerð(ir) |
bæjarráðs 26/1. og 2/2. |
II. | ? |
almannavarnanefndar 21/1. |
III. | ? |
atvinnumálanefndar 20/1. og 27/1. |
IV. | ? |
félagsmálanefndar 20/1. |
V. | ? |
fræðslunefndar 20/1. og 29/1. |
VI. | ? |
íþrótta- og tómstundanefndar 28/1. |
VII. | ? |
umhverfisnefndar 28/1. |
VIII. | ? |
Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2009, síðari umræða. |
I. Bæjarráð.
Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Magnús Reynir Guðmundsson.
Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta bæjarstjórnar við 7. lið 604. fundargerðar bæjarráðs. ,,Vegna ítrekunar í fyrirspurn foreldrafélags Eyrarskjóls um stefnu Ísafjarðarbæjar varðandi gjaldfrjálsa leikskóla bendir meirihluti bæjarstjórnar B- og D-listi á málefnasamning flokkana, en þar segir: ,,Leikskólavist verði gjaldfrjáls fyrir fimm ára börn og leikskólagjöld lækkuð frá og með áramótum 2006/2007. Unnið verði að viðurkenningu ríkisvaldsins á að leikskóli fyrir fimm ára börn eigi að vera hluti af skólakerfinu og sveitarfélög fái auknar tekjur vegna þess. Dagmæðrakostnaður verði jafn leikskólakostnaði frá og með áramótum 2006/2007.?
Í dag eru 4 klst. orðnar gjaldfrjálsar fyrir fimm ára börn og hafa leikskólagjöld verið lækkuð og áramótin 2006/2007 var dagmæðrakostnaður jafnaður leikskólakostnaði. Í ljósi mjög alvarlegs efnahagsástands telur meirihlutinn ekki forsendur til að fara í frekari lækkun á leikskólagjöldum 5 ára barna að svo stöddu.
Ekki hefur staðið til að vera með gjaldfrjálsan leikskóla í Ísafjarðarbæ enda ekki rekstrarforsendur til þess.?
Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 7. lið 604. fundargerðar bæjarráðs. ,,Í-listinn þakkar foreldrafélagi Eyrarskjóls fyrir ábendingar um mikilvægi þess að tryggja grunnþjónustu á viðsjárverðum tímum. Í-listinn tekur að fullu undir það sjónarmið að þjónusta á leikskólum á að vera hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga.?
Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Lilju Rarney Magnúsdóttur, Magnúsi Reyni Guðmundssyni og Jónu Benediktsdóttur.
Fundargerðin 26/1. 603. fundur.
2. liður. Tillaga bæjarráðs um tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega og aðrar reglur hvað það varðar samþykkt 9-0.
2. liður. Tillaga bæjarráðs um upphæð styrks til greiðslu fasteignagjalda félagasamtaka og reglur hvað það varðar samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Fundargerðin 2/1. 604. fundur.
2. liður. Tillaga bæjarstjórnar að bókun um vegamál samþykkt 9-0.
2. liður. Tillaga bæjarstjórnar að bókun um sjóvarnir samþykkt 9-0.
16. liður. Tillaga bæjarráðs um álagningu sorpeyðingargjalda og flokkun á lögaðila samþykkt 8-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
II. Almannavarnanefnd.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 21/1. 4. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
III. Atvinnumálanefnd.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Birna Lárusdóttir, forseti.
Fundargerðin 20/1. 91. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 27/1. 92. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IV. Félagsmálanefnd.
Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson og Gísli H. Halldórsson.
Fundargerðin 20/1. 324. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
V. Fræðslunefnd.
Til máls tóku: Lilja Rafney Magnúsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 20/1. 279. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 29/1. 280. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VI. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 28/1. 103. fundur.
7. liður. Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
VII. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Svanlaug Guðnadóttir.
Fundargerðin 28/1. 307. fundur.
4. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.
VIII. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2009, síðari umræða.
Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Gísli H. Halldórsson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir fjárhagsáætlun á glærum við síðari umræðu fjárhagsáætlunar 2009, er lögð var fram til fyrri umræðu á 255. fundi bæjarstjórnar þann 22. janúar sl. Eins gerði bæjarstjóri grein fyrir útsendum breytingartillögum með dagskrá bæjarstjórnarfundarins, en samkvæmt þeim breyttist niðurstaða ársins í sjóðsstreymi úr 1.406 þúsundum króna í 7.741 þúsund krónur. Jafnframt gerði bæjarstjóri grein fyrir áætluðum fjárfestingum á árinu 2009, er fylgdu breytingartillögum, upp á kr. 64.375.000.- og er hlutur Ísafjarðarbæjar í þeim fjárfestingum kr. 31.250.000.-.
Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2009 við síðari umræðu.
,,Bæjarfulltrúar Í-listans styðja þær forsendur fjárhagsáætlunar að ná jöfnuði í rekstri bæjarfélagsins. Frekari hallarekstur og lántökur til að standa undir rekstri og viðhaldi teljum við ekki verjandi fyrir framtíð bæjarins og íbúa hans.
Bæjarfulltrúar Í-lista eru reiðubúnir að styrkja markmið fjárhagsáætlunar um 200 milljóna króna niðurskurð og vinna að því verkefni með öðrum flokkum í bæjarstjórn. Í þeirri vinnu eru fulltrúar Í-listans tilbúnir að skoða alla möguleika til hagræðingar og sparnaðar, svo sem endurskipulagningu rekstrarþátta, uppsögn verksamninga og tímabundna skerðingu mannafla. Í þessu sambandi skal ávallt sitja í fyrirrúmi að sú þjónusta sem við teljum nauðsynlega fyrir velferð bæjarbúa njóti forgangs. Þess vegna vilja bæjarfulltrúar Í-listans taka fram tvennt, sem þeir munu ekki samþykkja, varðandi niðurskurð fyrir árið 2009. Það er annars vegar að leggja niður skólastarf á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri, að hluta eða að öllu leyti og hinsvegar að leggja niður þjónustudeild aldraðra á Hlíf, á meðan ekki liggur fyrir að hjúkrunarheimili muni rísa á Ísafirði í staðinn. Með tilliti til þess að fjárhagsáætlun sú sem hér liggur fyrir fundi, getur ekki talist fullunnin, teljum við okkur ekki geta samþykkt hana og munum því sitja hjá við afgreiðslu.?
Birna Lárusdóttir, forseti, bar upp til samþykktar frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2009 með áorðnum breytingum, fjármagnsstreymi, texta og heimildarákvæðum.
Fjárhagsáætlunin þannig breytt samþykkt 5-0.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 10:25.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Birna Lárusdóttir, forseti.
Gísli H. Halldórsson.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Svanlaug Guðnadóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.