Bæjarstjórn - 254. fundur - 8. janúar 2009
Árið 2009, fimmtudaginn 8. janúar kl. 17:00 hélt bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fund í fundarsal sínum í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Fjarverandi aðalfulltrúar: Arna Lára Jónsdóttir, í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir. Guðný Stefanía Stefánsdóttir, í h. st. Hafdís Gunnarsdóttir.
Dagskrá:
I. | Fundargerð(ir) |
bæjarráðs 16/12. og 23/12.08. og 5/1.09. |
II. | ? |
atvinnumálanefndar 18/12.08. |
III. | ? |
barnaverndarnefndar 18/12.08. |
IV. | ? |
félagsmálanefndar 18/12.08. |
V. | ? |
hafnarstjórnar 23/12.08. |
VI. | ? |
íþrótta- og tómstundanefndar 10/12.08. |
VII. | ? |
umhverfisnefndar 17/12.08. |
I. Bæjarráð.
Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir og Magnús Reynir Guðmundsson.
Fundargerðin 16/12.08. 598. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 23/12.08. 599. fundur.
4. liður. Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Fundargerðin 5/1.09. 600. fundur.
2. dagskrárliður. 138. fundargerðar hafnarstjórnar.
1. liður. Tillaga forseta um vísan til síðari umræðu í bæjarstjórn samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
II. Atvinnumálanefnd.
Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Sigurður Pétursson, Gísli H. Halldórsson,
Magnús Reynir Guðmundsson, Jóna Benediktsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Tillögur Í-lista að bókun til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar lagðar fram á fundi bæjarstjórnar 8. janúar 2009, fluttar af Sigurði Péturssyni, undir II. lið dagskrár, 90. fundargerð atvinnumálanefndar.
I. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar krefst þess að sjávarútvegsráðherra heimili nú þegar auknar þorskveiðar á Íslandsmiðum. Ljóst má vera að nýjustu rannsóknir á stofnstærð sýna að auka má þorskveiðiheimildir um að minnsta kosti 50 þúsund tonn á þessu ári án þess að markmið um sjálfbærni þorskstofnsins sé stefnt í hættu. Við núverandi aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar er ekki verjandi að bíða með ákvörðun um aukna þorskveiði.
II. Þá leggur bæjarstjórn til að auknar veiðiheimildir verði að hluta til boðnar út á almennum markaði og afraksturinn renni að stærstum hluta til hinna dreifðu byggða, sem átt hafa í vök að verjast vegna samdráttar í sjávarútvegi.
III. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vill ennfremur minna á fyrri áskorun sína um betri nýtingu línuívilnunar í þorski, þar sem úthlutað aflamagn kemur ekki að notum, nema hlutfalli ívilnunar sé breytt. Aukinn þorskafli skilar margföldum arði í þjóðarbúið og bætir hag sveitarfélaga á landsbyggðinni.
Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögur að bókunum við 90. fundargerð atvinnumálanefndar frá 18. desember 2008.
Tillaga að bókun við 90. fund atvinnumálanefndar.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar beinir þeim eindregnu óskum til iðnaðarráðherra að nútímavæðingu raforkukerfis Vestfirðinga verði hraðað sem mest má og hið fyrsta verði tekin ákvörðun um bestu mögulegu leiðir til uppbyggingar kerfisins. Sérstaklega verði horft til þess möguleika sem stór virkjun á Vestfjörðum, þ.e. virkjun Hvalár í Ófeigsfirði, getur skapað fyrir fjórðunginn í heild.
Greinargerð:
Öruggt aðgengi og gæði raforku eru meðal grundvallarforsendna fyrir uppbyggingu nútímasamfélaga. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér markmið um að samfélög á Íslandi standi jafnfætis í þessum efnum. Ástand raforkukerfisins á Vestfjörðum er hinsvegar þess eðlis að það mun að óbreyttu verða enn frekari dragbítur á samfélagsþróun í fjórðungnum. Margvíslegar betrumbætur hafa verið gerðar á núverandi raforkukerfi, en ljóst er að þær úrbætur nægja ekki til að Vestfirðingar standi jafnfætis öðrum landsmönnum, eins og markmið stjórnvalda segja til um. Ein lausn til frambúðar felst í nýrri aðflutningslínu inn í fjórðunginn og styrkingu núverandi dreifkerfis. Önnur lausn felst í virkjun vatnsafls á Vestfjörðum og lagningu línu sem tryggði hringtengingu rafmagns um fjórðunginn.
Með virkjun Hvalár og styrkingu dreifikerfisins yrði ekki aðeins raforkuöryggi Vestfjarða tryggt heldur skapast jafnframt áhugaverður kostur til eflingar atvinnulífs í fjórðungnum. Ekki síst er spennandi að horfa til virkjunar Hvalár í ljósi þess að þeir einkaaðilar, sem eru í forsvari fyrir verkefninu, telja möguleika á því að hefja framkvæmdir innan tiltölulega skamms tíma ef áætlanir þeirra ganga eftir. Gæti verkefnið þannig tryggt fjölda starfa í erfiðu efnahagsástandi og um leið skapað möguleika á nýrri atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum.
Tillaga að bókun við 90. fund atvinnumálanefndar.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á sjávarútvegsráðherra að sjá til þess að hvalveiðar við Ísland hefjist í sumar á þeim tegundum og innan þeirra marka sem Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til.
Talið er að í hafinu við Ísland séu um 350 þúsund hvalir, stórir og smáir sem árlega éti um 6 milljónir tonna af sjávarfangi, þar af um 2 milljónir tonna af fiski. Mikilvægt er að Íslendingar noti rétt sinn til að nýta þessa auðlind með sjálfbærum hætti.
Fundargerðin 18/12.08. 90. fundur.
Tillaga Í-lista nr. I um aukinn þorskkvóta samþykkt 9-0.
Tillaga Í-lista nr. II um sölu hluta aflaheimilda felld 5-4.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun undirritaðra við tillögu Í-lista nr. II. ,,Undirrituð eru samþykk því að aflaheimildir verði auknar verulega enda varðar það þjóðarhag nú sem aldrei fyrr. Hins vegar geta undirrituð ekki fallist á að ef bætt verði við veiðiheimildir, að þá renni þær ekki til þeirra sem hafa ítrekað orðið fyrir skerðingu. Það er grundvallaratriði, að þeir sem hafa skuldbundið sig í útgerð, njóti þess þegar bætt verður við aflaheimildir.?
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Birna Lárusdóttir, forseti og Svanlaug Guðnadóttir.
Tillaga Í-lista nr. III um línuívilnun samþykkt 6-0.
Tillaga forseta að bókun ásamt greinargerð um raforkumál samþykkt 9-0.
Tillaga forseta að bókun um hvalveiðar við Ísland samþykkt 8-0.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
III. Barnaverndarnefnd.
Fundargerðin 18/12.08. 102. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IV. Félagsmálanefnd.
Fundargerðin 18/12.08. 323. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
V. Hafnarstjórn.
Fundargerðin 23/12.08. 138. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VI. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir.
Fundargerðin 10/12.08. 101. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VII. Umhverfisnefnd.
Fundargerðin 17/12.08. 305. fundur.
1. liður. Afgreiðsla umhverfisnefndar staðfest 9-0.
4. liður. Afgreiðsla umhverfisnefndar staðfest 9-0.
6. liður. Tillaga forseta um vísan þessa liðar aftur til umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 22:00.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Birna Lárusdóttir, forseti.
Gísli H. Halldórsson.
Hafdís Gunnarsdóttir.
Svanlaug Guðnadóttir.
Sigurður Pétursson.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.