Bæjarstjórn - 253. fundur - 11. desember 2008
Fjarverandi aðalfulltrúi: Magnús Reynir Guðmundsson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.
Dagskrá:
I. | Fundargerð(ir) |
bæjarráðs 24/11., 1/12. og 8/12. |
II. | ? |
byggingarnefndar björgunarmiðstöðvar á Ísafirði 6/11. |
III. | ? |
byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 19/11. |
IV. | ? |
félagsmálanefndar 2/12. |
V. | ? |
menningarmálanefndar 18/11. |
VI. | ? |
starfshóps um endurskoðun sorpmála í Ísafjarðarbæ 26/11. |
VII. | ? |
stjórnar Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar 25/11. |
VIII. | ? |
umhverfisnefndar 26/11. |
I. Bæjarráð.
Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi tillögu við 1. lið 596. fundargerðar bæjarráðs.
Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2009.
,, Enn stendur yfir undirbúningsvinna vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 en reiknað er með að í vikunni 15.-21. desember n.k. fari forsendur til sviðsstjóra og nefnda til úrvinnslu.
Hvert einasta skref í vinnunni hefur verið unnið í samstarfi meiri- og minnihluta í samræmi við yfirlýsingu í október sl., um náið samstarf og samvinnu við þær erfiðu aðstæður sem nú eru í efnahagsmálunum. Þær aðstæður munu hafa neikvæð áhrif á tekjur allra sveitarfélaganna, ekki síður Ísafjarðarbæjar en annarra. Því þarf að leita allra leiða í hagræðingu með það markmið að leiðarljósi að við stöndum vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins.
Undirritaður hefur lýst því yfir að hann muni ekki leggja til launaskerðingar starfsfólks að neinu leyti nema ganga á undan með skerðingum á eigin launum.
Í samræmi við þá yfirlýsingu leggur undirritaður til við bæjarstjórn að heildarlaun hans sem bæjarstjóra verði lækkuð um 10% vegna ársins 2009.?
Birna Lárusdóttir, forseti lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun við 595. fund ? lið nr. 3
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir áhyggjum af niðurskurði í vegamálum vegna efnahagsástandsins. Þó skilningur ríki á nauðsyn þess að draga saman í ríkisrekstrinum þarf að minna á forgangsröðun framkvæmda. Þrátt fyrir að 50 ár séu á næsta ári síðan norðan- og sunnanverðir Vestfirðir tengdust með sumarfærum vegi hefur það ekki breyst ennþá. Yfir veturinn er ófært milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Þess vegna leggur bæjarstjórn mikla áherslu á að hvergi verði hvikað frá fyrirhuguðum jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.
Jafnframt er minnt á mikilvægi vegaframkvæmda í A-Barðastrandasýslu þar sem mikið verk er óunnið til að koma á nútíma vegasamgöngum á því svæði.?
Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögur við 596. fund ? lið nr. 1.
,,Fjárhagsáætlun samþykkt í janúar 2009.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir með tilvísan til 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 með síðari breytingum að afgreiða fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2009 í janúar 2009. Bæjarstjóra er falið að tilkynna samgönguráðuneytinu þessa ákvörðun bæjarstjórnar og óska eftir fresti í samræmi við ákvæði 61. gr. sveitarstjórnarlaga.
Útgjalda og rekstrarheimildir fyrir janúar 2009
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir með tilvísan til 61. gr. og 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 með síðari breytingum að útgjalda- og rekstrarheimildir fyrir janúar 2009 verði þær sömu og fyrir 1/12 ársins 2008. Ekki eru samþykktir fyrir fjárfestingum í janúar 2009. Gildir þessi samþykkt þar til fjárhagsáætlun ársins 2009 hefur verið samþykkt við síðari umræðu í bæjarstjórn.?
Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu við 597. fund ? lið nr. 2.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að útsvarsprósenta hjá Ísafjarðarbæ á árinu 2009 verði hámarksálagning samkvæmt lögum. Hámarksálagning er 13,03% í dag en verður 13,28% verði áform ríkisstjórnarinnar, sem kynnt voru í dag, að lögum.?
Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 595. fund bæjarráðs - 3. liður.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir þungum áhyggjum af frestun tillagna í Vestfjarðaskýslunni, sem voru á áætlun á árinu 2009. Bæjarstjórn telur óviðunandi að ekki verði staðið við þær áætlanir, sem þar voru gerðar, enda eru þær samþykktar af ríkisstjórn Íslands?.
Fundargerðin 24/11. 595. fundur.
3. liður. Tillaga forseta að bókun um samgöngumál samþykkt 9-0.
3. liður. Tillaga Í-lista að bókun vegna Vestfjarðaskýrslu samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Fundargerðin 1/12. 596. fundur.
1. liður. Tillaga bæjarstjóra um lækkun launa samþykkt 8-0.
1. liður. Tillaga um afgreiðslu fjárhasáætlunar 2009 samþykkt 9-0.
1. liður. Tillaga um útgjalda- og rekstrarheimildir fyrir janúar 2009 samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Fundargerðin 8/12. 597. fundur.
2. liður. Tillaga forseta um útsvarsprósentu hjá Ísafjarðarbæ 2009 samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
II. Byggingarnefnd björgunarmiðstöðvar á Ísafirði.
Fundargerðin 6/11. 3. fundur.
1. liður. Tillaga nefndarinnar um staðsetningu samþykkt 8-0.
1. liður. Tillaga um að hefja viðræður við lögreglustjórann á Ísafirði, forstjóra Neyðarlínunnar og forsvarsmenn Björgunarfélags Íafjarðar samþykkt 9-0.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
III. Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Svanlaug Guðnadóttir.
Fundargerðin 19/11. 28. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IV. Félagsmálanefnd.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Gísli H. Halldórsson.
Fundargerðin 2/12. 322. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
V. Menningarmálanefnd.
Fundargerðin 18/11. 155. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VI. Starfshópur um endurskoðun sorpmála í Ísafjarðarbæ.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Svanlaug Guðnadóttir.
Fundargerðin 26/11. 5. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VII. Stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir.
Fundargerðin 25/11. 31. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VIII. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 26/11. 304. fundur.
5. liður. Tilnefning umhverfisnefndar um Ragnheiði Davíðsdóttur sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í Framkvæmdasjóð Skrúðs samþykkt 9-0.
Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 19:25.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Birna Lárusdóttir, forseti.
Gísli H. Halldórsson.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Svanlaug Guðnadóttir.
Sigurður Pétursson.
Arna Lára Jónsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.