Bæjarstjórn - 252. fundur - 20. nóvember 2008
Fjarverandi aðalfulltrúi: Magnús Reynir Guðmundsson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.
Dagskrá:
I. | Fundargerð(ir) |
bæjarráðs 10/11. og 17/11. |
II. | ? |
félagsmálanefndar 4/11. |
III. | ? |
fræðslunefndar 11/11. |
IV. | ? |
íþrótta- og tómstundanefndar 12/11. |
V. | ? |
stjórnar Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar 6/11. |
VI. | ? |
umhverfisnefndar 11/11. |
VII. | ? |
Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs 10/11. |
I. Bæjarráð.
Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Gísli H. Halldórsson, Sigurður Pétursson og Arna Lára Jónsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun við 6. lið 594. fundargerðar bæjarráðs. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir þá ályktun, sem samþykkt var á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga 7. nóvember s.l. Sérstaklega er tekið undir þá kröfu stjórnar Fjórðungssambandsins, að staðið verði við þær áætlanir, sem samþykktar hafa verið af hálfu ríkisstjórnar og Alþingis um uppbyggingu á Vestfjörðum.?
Fundargerðin 10/11. 593. fundur.
2. liður. Tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2008 samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Fundargerðin 17/11. 594. fundur.
1. liður. Tillaga bæjarráðs um að samþykkja nýjar reglur fyrir Þróunar- og starfsmenntunarsjóð Ísafjarðarbæjar samþykkt 9-0.
3. liður. Tillaga að reglum um meðferð tölvupósta hjá Ísafjarðarbæ vísað af forseta til bæjarráðs til frekari meðferðar.
6. liður. Tillaga að bókun lögð fram af Jónu Benediktsdóttur samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
II. Félagsmálanefnd.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 4/11. 321. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
III. Fræðslunefnd.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 11/11. 278. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IV. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Fundargerðin 12/11. 100. fundur.
5. liður. Tillaga frá forseta um vísan þessa lið til vinnslu í bæjarráði samþykkt 9-0.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
V. Stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.
Fundargerðin 6/11. 23. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VI. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir og Jóna Benediktsdóttir.
Birna Lárusdóttir, forseti lagði fram svohljóðandi tillögu við 6. lið 303. fundargerðar umhverfisnefndar frá 11. nóvember s.l. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að senda aðalskipulagstillöguna til umsagnar hagsmunaaðila sbr. grein 3.2 skipulagsreglugerðar nr. 400/1998 og 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Þá samþykkir bæjarstjórn, að almennir fundir með íbúum sveitarfélagsins verði haldnir á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.?
Fundargerðin 11/11. 303. fundur.
5. liður. Tillaga umhverfisnefndar um deiliskipulag Geirmundarstaða í Fljótavík samþykkt 9-0.
6. liður. Tillaga forseta um aðalskipulagstillögu samþykkt 9-0.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.
VII. Þróunar- og starfsmenntunarsjóður Ísafjarðarbæjar.
Fundargerðin 10/11. 23. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 19:50.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Birna Lárusdóttir, forseti.
Gísli H. Halldórsson.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Svanlaug Guðnadóttir.
Sigurður Pétursson.
Arna Lára Jónsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.