Bæjarstjórn - 250. fundur - 16. október 2008

 

Fjarverandi aðalfulltrúar:  Sigurður Pétursson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.

 

Áður en gengið var til dagskrár kvað forseti sér hljóðs og flutti eftirfarandi minningarorð um Jóhannes Fylki Ágústsson.


Ég vil í upphafi fundar minnast með örfáum orðum Jóhannesar Fylkis Ágústssonar, sem lést langt um aldur fram eftir erfið veikindi, 9. október síðastliðinn. Fylkir, eins og hann var ávallt nefndur, var um áratugaskeið virkur í félagsmálum á Ísafirði, og gilti þá einu hvort um var að ræða stjórnmál, íþróttalíf eða samskipti við erlend ríki. Á öllum þessum sviðum var Fylkir á heimavelli.


Hann var fæddur á Ísafirði 24. desember 1943 og hefði því orðið 65 ára á aðfangadag. Hann rak um langt skeið bókhaldsþjónustu á Ísafirði ásamt því að reka ferðaskrifstofu sem sérhæfði sig í ferðalögum um Danmörku. Hann var einn af forystumönnum Framsóknarflokksins á Ísafirði um árabil og var m.a. varabæjarfulltrúi auk þess sem hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í Vestfjarðakjördæmi. Hann sat í yfirkjörstjórn Ísafjarðarkaupstaðar og síðar Ísafjarðarbæjar.  Á íþróttasviðinu lét hann til sín taka í sundi og varð Íslandsmeistari í þeirri grein en hann var ötull talsmaður sundfélagsins Vestra á Ísafirði og átti þátt í endurreisn þess. Fylkir lét sig fleiri félagsmál varða og má þar helst nefna Junior Chamber en hann var landsforseti hreyfingarinnar á Íslandi. Einnig var Fylkir formaður stjórnar Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði um árabil. Fylkir var ræðismaður Danmerkur um 16 ára skeið, frá 1991 ? 2007, en hann hafði ungur stundað nám við lýðháskóla í Danmörku. Hann var sæmdur Dannebrogsorðunni af Danadrottningu árið 2000 og var alla tíð góður fulltrúi frændþjóðar okkar Dana.


Fylkir lætur eftir sig eiginkonu, Láru Haraldsdóttur, og fjögur uppkomin börn. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. október.


Um leið og ég votta fjölskyldu Fylkis innilega samúð vil ég biðja bæjarstjórn um að rísa úr sætum og votta minningu Fylkis Ágústssonar virðingu með stuttri þögn.

 


Dagskrá:

 

 

 I. 

 Fundargerð(ir) 

 bæjarráðs 13/10.
 II.

 ?

 atvinnumálanefndar 8/10.
 III.

 ?

 barnaverndarnefndar 2/10.
 IV.

 ?

 byggingarnefndar björgunarmiðstöðvar á Ísafirði 15/5. og 2/10.
 V.

 ?

 byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 17/9.
 VI.

 ?

 félagsmálanefndar 7/10.
 VII.

 ?

 íþrótta- og tómstundanefndar 8/10.
 VIII.

 ?

 menningarmálanefndar 30/9., 7/10. og 9/10.
 IX.

 ?

 starfshóps um endurskoðun sorpmála í Ísafjarðarbæ 22/9.
 X.

 ?

 umhverfisnefndar 8/10.
 XI.    Aðgerðaáætlun Ísafjarðarbæjar vegna atburða í íslensku og


 alþjóðlegu fjármálaumhverfi.

 


I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Fundargerðin 13/10.  590. fundur.


5. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir og Birna Lárusdóttir, forseti.

 


Tillaga að bókun bæjarstjórnar:


?Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ítrekar áskorun sína til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá 18. september sl. um að endurskoða ákvörðun um niðurskurð þorskaflaheimilda í ljósi efnahagsástands þjóðarinnar.


Síðan þessi samþykkt var gerð hefur þjóðin orðið fyrir gríðarlegu efnahagslegu áfalli með gjaldþroti þriggja stærstu banka landsins og þjóðnýtingu þeirra. Þörfin fyrir að auka tekjur þjóðarinnar er því svo mikil að ákvörðun um að auka aflaheimildir í þorski er eðlileg og nauðsynleg við þessar aðstæður.


Þegar ákvörðun um niðurskurð aflaheimilda í þorski var tekin var talað um að óhætt væri að fara svo neðarlega með aflaheimildir vegna þess að efnahagsástandið væri gott. Svo er ekki í dag eins og öllum er kunnugt og því eðlilegt að endurskoða þessa ákvörðun nú þegar með hagsmuni þjóðarbúsins í huga.?

 

Tillagan samþykkt 9-0.


 


Fundargerðin 8/10.  89. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Barnaverndarnefnd.


Fundargerðin 2/10.  101. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Byggingarnefnd björgunarmiðstöðvar á Ísafirði.


Til máls tók: Birna Lárusdóttir, forseti.

 


Birna Lárusdóttir, forseti lagði fram svohljóðandi bókanir. ?Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að Maron Pétursson taki sæti í byggingarnefndinni sem formaður í stað Inga Þórs Ágústsonar.?


Tillaga við 1. lið 2. fundargerðar byggingarnefndar björgunarmiðstöðvar.


?Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögum nefndarinnar um staðsetningu björgunarmiðstöðvar og viðræður við hagsmunaaðila til fullskipaðrar nefndar til frekari umfjöllunar.  Bæjarstjórn bendir á að nú þegar hefur verið rætt við hagsmunaaðila og hafa allir lýst yfir áhuga á að koma að byggingu björgunarmiðstöðvar.?

 

Fundargerðin 15/5.  1. fundur.


1. liður. Tillaga um Maron Pétursson í stað Inga Þórs Ágústssonar í byggingarnefndina samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 2/10.  2. fundur.


1. liður. Tillaga um að vísa tillögum nefndarinnar til fullskipaðrar nefndar til frekari umfjöllunar samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði.


Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun, undirritaða af fulltrúum Í-lista, undir 3. lið 27. fundargerðar byggingarn. framtíðarhúsn. Grunnsk. Ísaf. ?Í- listinn áréttar mikilvægi þess að ávallt sé vandað til verka hjá Ísafjarðarbæ og réttar boðleiðir virtar.?

 

Fundargerðin 17/9.  27. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Félagsmálanefnd.


Fundargerðin 7/10.  319. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VII. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Fundargerðin 8/10.  99. fundur.


4. liður. Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar að gjaldskrá samþykkt


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VIII. Menningarmálanefnd.


Fundargerðin 30/9.  151. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 7/10.  152. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 9/10.  153. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IX. Starfshópur um endurskoðun sorpmála í Ísafjarðarbæ.


Fundargerðin 22/9.  1. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


X. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson, Rannveig Þorvaldsdóttir og Birna Lárusdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 8/10.  300. fundur.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 8-0.

 


XI. Aðgerðaáætlun Ísafjarðarbæjar vegna atburða í íslensku og alþjóðlegu fjármálaumhverfi.


Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson, Arna Lára Jónsdóttir og Jóna Benediktsdóttir.

 


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur fram eftirfarandi aðgerðaáætlun Ísafjarðarbæjar.

 

Aðgerðaáætlun Ísafjarðarbæjar er samþykkt til að bregðast við breytingum á umhverfi í efnhags-, atvinnu- og fjármálum hjá íslenskri þjóð.

 

Alvarleg staða á alþjóðlegum mörkuðum, fyrirsjáanlega minnkandi tekjur Ísafjarðarbæjar vegna útsvars og minnkandi tekna frá Jöfnunarsjóði sem lækka vegna lægri tekna ríkissjóðs, aukinn rekstrarkostnaður og fleiri vísbendingar um þrengingar kalla á aðgerðaáætlun Ísafjarðarbæjar við þessar aðstæður.

 

Meginmarkmiðið er  að ástunda ábyrga fjármálastjórn, tryggja grunnþjónustu og stöðugleika í rekstri.

 

Hlutverk bæjarráðs er að fylgjast með framgangi þessarar aðgerðaáætlunar, fylgjast reglulega með málum, hafa samráð og samstarf við Samband íslenskra sveitarfélaga, önnur sveitarfélög og ríkisvaldið til að tryggja hagsmuni Ísafjarðarbæjar í hvívetna við þessar sérstöku og erfiðu aðstæður. Bæjarráð mun fylgjast grannt með atvinnumálum í bæjarfélaginu og leitast við að tryggja gott atvinnustig í Ísafjarðarbæ.

 

Áherslur í aðgerðaáætluninni verða fyrirmynd í fjárhagsáætlanagerð allra sviða, stofnana og fyrirtækja Ísafjarðarbæjar.

 

Velferðarmálin í forgang 

 

? Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir yfirlýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. október sl. um að verja grunnþjónustuna. Einnig er tekið undir mikilvægi þess að endurskoða fjárhagsáætlanir og forgangsraða upp á nýtt.

 

? Þrengri fjárhagsstöðu verður að svo stöddu ekki mætt með hækkunum á gjaldskrám fyrir grunnþjónustu eða með skerðingu á slíkri þjónustu.

 

? Fjárheimildir verða ekki auknar á árinu 2008 heldur dregið úr innkaupum sem frekast er kostur, með það að markmiði að ná fram sparnaði strax. Ónýttar fjárheimildir deilda, skv. fjárhagsáætlun, verði ekki nýttar nema brýna nauðsyn beri til. Stóraukins aðhalds verður gætt í innkaupum.

 

? Leitast verður við að tryggja endanlega fjármögnun þeirra verka sem lokið er. Samstarf við Lánasjóð sveitarfélaga er mikilvægt í því tilliti. Forgangsröðun framkvæmda verður endurskoðuð á árinu 2008.

 

? Ráðgjöf og velferðarþjónusta Ísafjarðarbæjar til að leiðbeina einstaklingum og fjölskyldum verður efld.

 

Áætlunin samþykkt 9-0

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 20:10

 

Jóhann Birkir Helgason, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Svanlaug Guðnadóttir.


Arna Lára Jónsdóttir.           


Jóna Benediktsdóttir.


Magnús Reynir Guðmundsson.


Rannveig Þorvaldsdóttir.  


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?