Bæjarstjórn - 248. fundur - 18. september 2008
Fjarverandi aðalfulltrúar: Ingi Þór Ágústsson í h. st. Guðný Stefanía Stefánsdóttir. Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.
Í upphafi fundar lagði Birna Lárusdóttir, forseti, fram bréf frá Inga Þór Ágústssyni, bæjarfulltrúa, dagsett 16. september s.l., þar sem hann óskar formlega eftir leyfi frá störfum bæjarfulltrúa á meðan hann tekur feðraorlof á tímabilinu 1. september 2008 til 1. mars 2009. Jafnframt óskar hann eftir að varamaður verði kallaður til í hans stað á fundum menningarmálanefndar á því tímabili. Hann segir sig jafnframt úr byggingarnefnd björgunarmiðstöðvar og óskar eftir að nýr maður verði skipaður í sinn stað.
Dagskrá:
I. | Fundargerð(ir) |
bæjarráðs 8/9. og 15/9. |
II. | ? |
atvinnumálanefndar 9/9. |
III. | ? |
félagsmálanefndar 3/9. |
IV. | ? |
fræðslunefndar 2/9. |
V. | ? |
landbúnaðarnefndar 3/9. |
VI. | ? |
menningarmálanefndar 9/9. |
I. Bæjarráð.
Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Rannveig Þorvaldsdóttir, Sigurður Pétursson, Gísli H. Halldórsson og Magnús Reynir Guðmundsson.
Tillaga frá Í-lista um aðal- og varafulltrúa í íþrótta- og tómstundanefnd.
Aðalfulltrúi í íþrótta- og tómstundanefnd verði Svava Rán Valgeirsdóttir, Suðureyri,
í stað Rannveigar Þorvaldsdóttur.
Varafulltrúi í íþrótta- og tómstundanefnd verði Lísbet Harðardóttir, Seljalandsvegi 6, Ísafirði, í stað Unnars Þórs Reynissonar.
Tillaga meirihluta bæjarstjórnar flutt af Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, við 2. lið 588. fundargerðar bæjarráðs.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, að segja upp samningi dagsettum 24. nóvember 2007 við Alsýn ehf., atvinnuráðgjafafyrirtæki, frá og með deginum í dag í samræmi við ákvæði 2. gr. samningsins.?
Greinargerð:
Bæjarfulltrúum er kunnugt um niðurstöðu atvinnumálanefndar 17. september s.l., þar sem nefndin leggur til uppsögn á samningnum. Samþykkt bæjarstjórnar er gerð í samræmi við þá niðurstöðu. Niðurstaða atvinnumálanefndar er sú að markmið um fjölgun starfa hafi ekki gengið eftir. Þrátt fyrir viðræður um breytingu á samningnum hafi borið of mikið á milli aðila til að samningar gætu náðst.
Undirritað af Svanlaugu Guðnadóttur, Birnu Lárusdóttur, Guðnýu Stefaníu Stefánsdóttur, Gísla H. Halldórssyni og Halldóri Halldórssyni.
Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun við 12. lið 587. fundargerðar bæjarráðs. ,,Ég undirrituð undrast þau vinnubrögð að hvorki samningur sá sem gerður var við íbúa Silfurgötu 1 á Ísafirði, í kjölfar athugasemda þeirra vegna nýbyggingar Grunnskólans á Ísafirði, né þau erindi sem borist hafi bæjaryfirvöldum vegna málsins síðan, hafi ekki verið kynnt í byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði.?
Fundargerðin 8/9. 587. fundur.
2. liður. Tillaga Í-lista um Svövu Rán Valgeirsdóttur, sem aðalmann í
íþrótta- og tómstundanefnd samþykkt 9-0.
2. liður. Tillaga Í-lista um Lísbet Harðardóttur, sem varamann í
íþrótta- og tómstundanefnd samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Fundargerðin 15/9. 588. fundur.
2. liður. Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 5-4.
Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 2. lið 588. fundargerðar
bæjarráðs. ,,Bæjarfulltrúar Í-lista telja ekki tímabært að segja upp samningi bæjarins við Alsýn, um starf að atvinnuuppbyggingu í bænum, þar sem aðeins þriðjungur af upphaflegum samningstíma er liðinn. Ekki hefur verið fullreynt, að ná fram endurskoðun samningsins með lækkun kostnaðar og hagkvæmari skilgreiningu verkefna. Bæjarfulltrúar Í-listans lýsa fullri ábyrgð á hendur bæjarfulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á upphaflegum samningi og snautlegri framkomu við uppsögn hans.? Undirritað af Sigurði Péturssyni, Jónu Benediktsdóttur, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Magnúsi Reyni Guðmundssyni.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta bæjarstjórnar við 2. lið 588. fundargerðar bæjarráðs. ,,Meirihluti bæjarstjórnar telur fullreynt að ná samningi við Alsýn, enda kemur fram, að atvinnumálanefnd taldi of mikið bera á milli til að samningur gæti náðst.?
3. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
II. Atvinnumálanefnd.
Til máls tók: Sigurður Pétursson.
Bókun bæjarstjórnar um sjóflutninga og flutningsjöfnun lögð fram af Sigurði Péturssyni, bæjarfulltrúa og Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, undir 5. lið 87. fundargerðar atvinnumálanefndar.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir ánægju með að sjóflutningar verði aftur teknir upp frá Ísafjarðarhöfn, eftir nokkurt hlé. Fram hefur komið að Eimskip hafa ákveðið að halda uppi reglulegum siglingum til Ísafjarðar næstu þrjá mánuði til reynslu.
Bæjarstjórn leggur áherslu á, að sjóflutningar haldi áfram, þar sem sýnt hefur verið framá þjóðhagslega hagkvæmni þeirra, auk þess sem mikill ávinningur er af því, að minnka flutninga um þjóðvegi landsins vegna öryggis í umferðinni og slits á þjóðvegum. Einnig munu sjóflutningar styrkja hafnarsjóð, sem veitt getur betri þjónustu fyrir vikið.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir skýrslu nefndar sem viðskiptaráðherra skipaði um flutningsjöfnun, olíuverðsjöfnun og sjóflutninga, sem skilaði áliti sínu fyrr í þessum mánuði. Þar er lagt til að teknir verði upp flutningsjöfnunarstyrkir til framleiðslufyrirtækja á landsbyggðinni, til að jafna aðstöðu þeirra gagnvart fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar minnir jafnframt viðskiptaráðherra á, að Alþingi samþykkti á fjárlögum ársins 2008, 150 milljóna króna framlag til flutningsjöfnunar. Það er krafa bæjarstjórnar, að vilji Alþingis í þessu máli verði virtur þegar á þessu ári.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 18. september 2008.
Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu Í-listans til bæjastjórnar Ísafjarðarbæjar undir 5. lið 87. fundargerðar atvinnumálanefndar.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir samþykkt Fjórðungsþings Vestfirðinga 2008 og skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að breyta ákvæðum reglugerðar 741/2008 þannig að kvóti sá sem ætlaður er til línuívilnunar nýtist að fullu. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að niðurskurður aflaheimilda í þorski mun koma af fullum þunga fram á nýbyrjuðu fiskveiðiári, auk þess sem aðstæður í sjávarbyggðum og efnahagslífi landsmanna gera það óverjanlegt að aflamark sem tekið hefur verið frá til línuívilnunar liggi óveitt í sjó og engum til gagns.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar jafnframt á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurskoða ákvörðun um niðurskurð þorksaflaheimilda í ljósi efnahagsástands þjóðarinnar.
Fundargerðin 9/9. 87. fundur.
5. liður. Bókun bæjarstjórnar um sjóflutninga og flutningsjöfnun samþykkt 9-0.
5. liður. Bókun Í-lista samþykkt 8-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
III. Félagsmálanefnd.
Fundargerðin 3/9. 100. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IV. Fræðslunefnd.
Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun undir F lið önnur mál við 275. fundargerð fræðslunefndar. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir þakkir fræðslunefndar til starfsfólks og nemenda við Grunnskólann á Ísafirði. Um leið fagnar bæjarstjórn þeim tímamótum sem urðu í dag í sögu Grunnskólans á Ísafirði þegar nýtt verkgreinahús var formlega tekið í notkun.
Húsnæðið er í alla staði glæsilegt og ber jafnt hönnuði sem iðnaðarmönnum fagurt vitni. Með tilkomu þessa nýja húsnæðis státar Grunnskólinn á Ísafirði nú af bestu verkgreinaaðstöðu á grunnskólastigi sem völ er á. Bæjarstjórn færir öllum þeim sem komið hafa að þessu stóra verkefni bestu þakkir.?
Fundargerðin 2/9. 275. fundur.
3. liður. Tillaga fræðslunefndar samþykkt 9-0.
Önnur mál F liður. Tillaga forseta að bókun samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
V. Landbúnaðarnefnd.
Fundargerðin 3/9. 274. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VI. Menningarmálanefnd.
Fundargerðin 9/9. 150. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 21:55.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Birna Lárusdóttir, forseti.
Gísli H. Halldórsson.
Svanlaug Guðnadóttir.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Sigurður Pétursson.
Jóna Benediktsdóttir.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.