Bæjarstjórn - 246. fundur - 19. júní 2008
Fjarverandi aðalfulltrúar: Birna Lárusdóttir í h. st. Ingólfur Þorleifsson. Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.
Dagskrá:
I. | Fundargerð(ir) |
bæjarráðs 9/6. og 16/6. |
II. | ? |
atvinnumálanefndar 10/6. |
III. | ? |
félagsmálanefndar 3/6. og 11/6. |
IV. | ? |
íþrótta- og tómstundanefndar 11/6. |
V. | ? |
menningarmálanefndar 10/6. |
VI. | ? |
stjórnar Skíðasvæða Ísafjarðarbæjar 28/5. |
VII. | ? |
umhverfisnefndar 11/6. og 12/6. |
VIII. | ? |
Tillaga hafnarstjórnar um gjaldskrárbreytingu, síðari umræða. |
IX. | Kosningar samvkæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar |
|
1) Forseti, 1. og 2. varaforseti | ||
2) Bæjarráð, 3 aðalmenn og 3 til vara. | ||
3) Skrifarar, 2 aðalmenn og 2 til vara. | ||
X. | Sumarleyfi bæjarstjórnar |
I. Bæjarráð.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson, Rannveig Þorvaldsdóttir og Ingi Þór Ágústsson.
Tillaga að bókun: Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar sendir Sigríði Ragnarsdóttur, skólastjóra Tónlistarskóla Ísafjarðar, árnaðaróskir vegna þeirra viðurkenningar, sem felst í veitingu riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu, er forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi Sigríði hinn 17. júní s.l. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vill um leið þakka Sigríði fyrir vel unnin störf um árabil í þágu bæjarfélagsins.?
Tillaga að bókun samþykkt 9-0.
Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögur meirihluta bæjarstjórnar við 577. og 578. fundargerðir bæjarráðs.
Tillaga við 577. fund ? lið nr. 9.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar felur bæjarráði að vinna reglur um stuðning Ísafjarðarbæjar við stjórnmálastarfsemi í samræmi við lög nr. 162/2006. Til hliðsjónar skal hafa bréf bæjarstjóra dags. 6. júní sl.
Tillögur við 578. fund ? lið nr. 7.
Af hálfu B- og D-lista í bæjarstjórn, eru eftirtalin tilnefnd til setu f.h. Ísafjarðarbæjar í svæðisskipulagsnefnd fyrir Vestfirði: Aðalmaður: Svanlaug Guðnadóttir (B). Varamaður: Sigurður Mar Óskarsson (D).
Tillögur við 578. fund ? lið nr. 9.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir innkaupareglur fyrir Ísafjarðarbæ eins og fjármálastjóri og bæjartæknifræðingur hafa lagt þær fram. Samkvæmt reglunum skal meginreglan vera sú að útboð séu viðhöfð og skylt að viðhafa útboð sé fjárhæð vegna verklegra framkvæmda yfir 10 m.kr. og vegna þjónustu- og vörukaupa yfir 3 m.kr.
Tillögur við 578. fund ? lið nr. 12.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 140.000.000.- til 26 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. fjárhagsáætlun 2008 við grunnskóla, höfn og umhverfis-, menningar og atvinnumál, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra, kt. 250764-4059, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar að undirrita lánssamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu við 7. lið 578. fundargerðar bæjarráðs.
,,Fulltrúi Ísafjarðarbæjar frá Í-lista í nefnd um Svæðisskipulag Vestfjarða. Aðalmaður: Sæmundur Kr. Þorvaldsson, varabæjarfulltrúi. Varamaður: Jóna Benediktsdóttir, bæjarfulltrúi.?
Jóna Benediktsdóttir lagði fram breytingartillögu Í-lista við 9. lið 578. fundar bæjarráðs. ,,Innkaupareglur Ísafjarðarbæjar. Í ? listi leggur til að 4. grein innkaupareglanna, sem ber heitið ,,Samningar og fjárhæðir? hljóði svo. Þegar áætluð samningsupphæð verklegrar framkvæmdar er yfir 5 milljónir króna skal útboð viðhaft. Ef áætluð fjárhæð vegna vöru- og eða þjónustukaupa er yfir 3 milljónir króna skal sömuleiðis viðhafa útboð. Allar tölur eru með virðisaukaskatti. Auk þess leggjum við til að allsstaðar þar sem talað er um vörukaup komi í staðinn vöru- og þjónustukaup.?
Greinargerð: Innkaupareglur eru meðal annars settar til að auka gegnsæi í viðskiptum opinberra aðila og til að tryggja jafnræði gagnvart viðskiptum við sveitarfélagið. Við teljum að almennt auki útboð líkurnar á hagstæðum viðskiptum fyrir sveitarfélagið og stuðli jafnframt að vandaðri kostnaðaráætlanagerð. Af þessum sökum er mikilvægt, að viðhafa slíka viðskiptahætti eins oft og mögulegt er. Fjárhæðin 5 milljónir króna vegna verklegra framkvæmda er ekki íþyngjandi þar sem 14. grein reglanna kveður á um að heimilt sé að víkja frá þessum reglum ef ríkar ástæður eru fyrir hendi.
Fundargerðin 9/6. 577. fundur.
8. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
9. liður. Tillaga meirihluta samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Fundargerðin 16/6. 578. fundur.
7. liður. Tillögur meirihluta og minnihluta, um skipan í svæðisskipulagsnefnd fyrir Vestfirði, samþykkt 9-0.
9. liður. Breytingartillaga Í-lista felld 5-4.
9. liður. Tillaga meirihluta, um innkaupareglur fyrir Ísafjarðarbæ, samþykkt 9-0.
12. liður. Tillaga meirihluta um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð kr. 140 milljónir ásamt bókun samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
II. Atvinnumálanefnd.
Til máls tóku: Ingi Þór Ágústsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Svanlaug Guðnadóttir.
Ingi Þór Ágústsson og Svanlaug Guðnadóttir lögðu fram svohljóðandi bókun undir 85. fundargerð atvinnumálanefndar. ,, Við undirrituð óskum eftir því að fá afhent afrit af þeim gögnum sem ráðgjafafyrirtækið Alsýn hefur lagt fyrir á fundum atvinnumálanefndar dagana 8.febrúar, 18.apríl og 6.maí s.l.?
Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista. ,,Umræðum um raforkumál á Vestfjörðum var frestað milli funda í atvinnumálanefnd. Í-listinn kallar eftir framhaldi á þeirri umræðu og niðurstöðum frá nefndinni.? Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Sigurði Péturssyni, Magnúsi Reyni Guðmundssyni og Rannveigu Þorvaldsdóttur.
Fundargerðin 10/6. 85. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
III. Félagsmálanefnd.
Til máls tóku: Rannveig Þorvaldsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Gísli H. Halldórsson, forseti.
Fundargerðin 3/6. 315. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 11/6. 316. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IV. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Ingi Þór Ágústsson og Rannveig Þorvaldsdóttir.
Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu þriggja bæjarfulltrúa Í-lista. ,,Leggjum til að drögum að verkefnasamningi á milli HSV og Ísafjarðarbæjar verði frestað og bæjarstjóra falið að skilgreina betur í samningnum þau verkefni, sem þar greinir og hvernig eftirliti og eftirfylgni verði háttað af hálfu bæjarins.? Undirritað af Sigurði Péturssyni, Magnúsi Reyni Guðmundssyni og Jónu Benediktsdóttur.
Fundargerðin 11/6. 95. fundur.
1. liður. Tillaga þriggja bæjarfulltrúa Í-lista samþykkt 7-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
V. Menningarmálanefnd.
Fundargerðin 10/6. 148. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VI. Stjórn Skíðasvæðis Ísfirðinga.
Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Ingi Þór Ágústsson.
Fundargerðin 28/5. 27. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VII. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta við 13. lið 291. fundargerðar umhverfisnefndar.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, í samræmi við stefnuræðu með fjárhagsáætlun 2008 og bókun í umhverfisnefnd, að skipa starfshóp til að marka nýja stefnu Ísafjarðarbæjar í sorpmálum. Skal starfshópurinn horfa 10-15 ár fram í tímann í sinni stefnumótun og taka tillit til nýrra aðferða við sorphirðu og sorpförgun, þar sem sjálfbær þróun og hagkvæmni er höfð að leiðarljósi. Í starfshópnum eigi sæti bæjarfulltrúi, sem jafnframt er formaður, fulltrúi úr umhverfisnefnd og fulltrúi úr staðardagskrárnefnd. Forstöðumaður Funa og umhverfisfulltrúi skulu vinna með starfshópnum.
Bæjarráði er falið að setja starfshópnum erindisbréf og skipa fulltrúa í hópinn. Skal starfshópurinn skila niðurstöðu eigi síðar en 1. desember 2008.?
Fundargerðin 11/6. 291. fundur.
1. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
8. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
12. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
13. liður. Tillaga meirihluta samþykkt 9-0.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.
Fundargerðin 12/6. 292. fundur.
Tillaga um ráðningu Vernharðs Jósefssonar í starf stöðvarstjóra
Funa samþykkt 9-0.
VIII. Tillaga hafnarstjórnar um gjaldskrárbreytingu, síðari umræða.
Tillaga hafnarstjórnar frá 135. fundi 3. lið um 40% hækkun gjaldskrár vegna hafsögubáts
samþykkt 9-0.
IX. Kosningar samkvæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar.
1) Forseti, 1. og 2. varaforseti.
2) Bæjarráð, 3 aðalmenn og 3 til vara.
3) Skrifarar, 2 aðalmenn og 2 til vara.
Gísli H. Halldórsson, forseti, kynnti neðangreindar tillögur við IX. lið dagskrár er borist höfðu fyrir fundinn.
1) Forseti bæjarstjórnar, 1. og 2. varaforseti.
Tillaga kom fram frá meirihluta um Birnu Lárusdóttur, sem forseta bæjarstjórna og Gísla H. Halldórsson, sem 1. varaforseta bæjarstjórnar. Tillaga kom fram frá Í-lista um Jónu Benediktsdóttur, sem 2. varaforseta bæjarstjórnar. Aðrar tillögur komu ekki fram.
2) Bæjarráð, 3 aðalmenn og 3 til vara.
Tillaga kom fram frá meirihluta um Gísla H. Halldórsson og Svanlaugu Guðnadóttur, sem aðalmenn í bæjarráð og Birnu Lárusdóttur og Albertínu Elíasdóttur, sem varamenn. Tillaga kom fram frá Í-lista um Sigurð Pétursson, sem aðalmann í bæjarráð og Magnús Reyni Guðmundsson til vara. Aðrar tillögur komu ekki fram.
3) Skrifarar, 2 aðalmenn og 2 til vara.
Tillaga kom fram frá meirihluta um Inga Þór Ágústsson, sem skrifara bæjarstjórnar og Svanlaugu Guðnadóttur til vara.
Tillaga kom fram frá Í-lista um Magnús Reyni Guðmundsson, sem skrifara bæjarstjórnar og Örnu Láru Jónsdóttur til vara. Aðrar tillögur komu ekki fram.
Tillögurnar í fyrsta, öðrum og þriðja lið samþykktar 9-0.
Tillaga kom fram frá Í-lista um breytingar á fulltrúum í fræðslunefnd. ,,Aðalmaður í fræðslunefnd verði Jóna Benediktsdóttir í stað Soffíu Ingimarsdóttur. Varafulltrúi verði Sóley Guðmundsdóttir fyrir Jónu Benediktsdóttur og Valdís Bára Kristjánsdóttir fyrir Kristínu Oddsdóttur.?
Tillaga Í-lista samþykkt 9-0.
X. Sumarleyfi bæjarstjórnar 2008.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu undir X. lið dagskrár.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir með vísan til 13. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarskapa bæjarstjórnar, að fella niður fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst 2008 og skal bæjarráð hafa heimild til að ráða málum til lykta fyrir hönd bæjarstjórnar þetta tímabil samkvæmt 39. gr. sveitarstjórnarlaga. Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 4. september 2008?.
Tillaga forseta samþykkt 9-0.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 21:15.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Gísli H. Halldórsson, forseti.
Ingólfur Þorleifsson.
Ingi Þór Ágústsson.
Svanlaug Guðnadóttir.
Sigurður Pétursson.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.