Bæjarstjórn - 237. fundur - 24. janúar 2008


Fjarverandi aðalfulltrúi: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í h. st. Guðný Stefanía Stefánsdóttir.  

 

Dagskrá:


I. Fundargerð(ir)  bæjarráðs 14/1. og 21/1.


II.  "  félagsmálanefndar 15/1.


III.  "  fræðslunefndar 15/1.


IV.  "  menningarmálanefndar 17/1.


V.  "  stjórnar Skíðasvæðis 4/1.


VI.  "  umhverfisnefndar 9/1.


VII.  "  Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs 14/1.

 


I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Gísli H. Halldórsson og Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Arna Lára Jónsdóttir og Jóna Benediktsdóttir lýstu yfir vanhæfi sínu vegna 3. liðar í 557. fundargerð bæjarráðs.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta B- og D-lista undir 3. lið 557. fundargerð bæjarráðs.


,,Bókun meirihluta bæjarstjórnar B- og D-lista við 3. lið 557. fundargerðar bæjarráðs, er varðar stjórnsýslukæru fyrirsvarsmanna vefsíðunnar skutull.is og tengsl bæjarfulltrúa við miðilinn.


  Samkvæmt 19. gr. sveitarstjórnarlaga ber sveitarstjórnarmanni að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls, þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega, að almennt má ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Umrætt ákvæði hefur verið skýrt svo, að það taki m.a. til þess tilviks að sveitarstjórnarmaður er giftur stjórnarmanni í hlutafélagi.


 Dagskrárliðurinn varðar í reynd ósk rekstraraðila um viðskipti við sveitarfélagið. Í bókun bæjarfulltrúa í bæjarráði virðist hann hvetja sveitarfélagið til umræddra viðskipta við rekstraraðila, þar sem maki bæjarfulltrúa sem um ræðir, er í fyrirsvari. Slík tengsl hafa verið tekin sem dæmi um vanhæfi til umfjöllunar um mál í sveitarstjórnum. Er þetta í samræmi við almennar vanhæfisreglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 2. og 3. tl. 3.gr. laganna. Verður að telja að svo mikil tengsl leiði almennt til þess að ætla megi að ,,viljaafstaða hans [sveitarstjórnarmanns] mótist að einhverju leyti þar af? í skilningi 19.gr. sveitarstjórnarlaga.


 Má því gera ráð fyrir að umræddur bæjarfulltrúi hafi verið vanhæfur til að fjalla um málið í bæjarráði og sé jafnframt vanhæfur til að fjalla um það á fundi bæjarstjórnar.


 Sama má ætla að gildi um þá bæjarfulltrúa aðra er sitja í stjórn og ritstjórn viðkomandi vefmiðils skutull.is.?

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi viðaukatillögu við 5. lið 557. fundar bæjarráðs. ,,Bæjarstjórn samþykkir aðgerðaáætlun verkefnisins ,,Allt hefur áhrif - einkum við sjálf ?.  Jafnframt er því beint til nefnda bæjarins, að taka upp þau málefni er tengjast verksviðum þeirra.?

 


Fundargerðin 14/1.  557. fundur.


2. liður.  10. liður umhverfisnefndar samþykktur 9-0.


3. liður. Birna Lárusdóttir, forseti, óskaði eftir að greidd yrðu atkvæði um


hæfi eða vanhæfi Sigurðar Pétrurssonar, bæjarfulltrúa, um þátttöku í umræðum


í bæjarstjórn, um stjórnsýslukæru fyrirsvarsmanna vefsíðunnar skutull.is.


Vanhæfur sögðu fimm, enginn var á móti.   


5. liður. Drög að aðgerðaráætlun vegna ,,Allt hefur áhrif - einkum við sjálf?, með


viðaukatillögu Jónu Benediktsdóttur samþykkt  9-0.


6. liður.  Tillaga forseta um að afgreiðslu á drögum að Grunnskólastefnu Ísafjarðarbæjar verði frestað samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 21/1.  558. fundur.


3. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


4. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


5. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


6. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


7. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Magnús Reynir Guðmundsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.


8. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


9. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Félagsmálanefnd.


 Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Gísli H. Halldórsson. 

 


Fundargerðin 15/1.  301. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Fræðslunefnd.


 Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Birna Lárusdóttir, forseti og Sigurður Pétursson.  

 


Fundargerðin 15/1.  267. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Menningarmálanefnd.


 Til máls tóku:  Arna Lára Jónsdóttir og Ingi Þór Ágústsson.


 


Fundargerðin 17/1.  145. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar. 


Fundargerðin 4/1.  24. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Umhverfisnefnd.


 Til máls tók: Magnús Reynir Guðmundsson. 

 


Fundargerðin 9/1.  280. fundur.


3. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


4. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


5. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 


VII. Þróunar- og starfsmenntunarsjóður Ísafjarðarbæjar.


 Til máls tók:  Jóna Benediktsdóttir.

 


Fundargerðin 14/1.  19. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:05.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.     


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.    


Ingi Þór Ágústsson.     


Svanlaug Guðnadóttir.     


Sigurður Pétursson.     


Jóna Benediktsdóttir.     


Magnús Reynir Guðmundsson.   


Arna Lára Jónsdóttir.




Er hægt að bæta efnið á síðunni?