Bæjarstjórn - 235. fundur - 13. desember 2007

Fjarverandi aðalfulltrúi: Jóna Benediktsdóttir í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.  Magnús Reynir Guðmundsson í h. st. Kristján Andri Guðjónsson.  Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

 

Dagskrá:

I.         Fundargerð(ir)            bæjarráðs 10/12. 

II.                    "                      félagsmálanefndar 4/12.

III.                  "                      íþrótta- og tómstundanefndar 5/12.

IV.                  "                      landbúnaðarnefndar 7/12.

V.                    "                      menningarmálanefndar 4/12.

VI.                  "                      þjónustuhóps aldraðra 5/12.

VII.     Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja 

            fyrir árið 2008, síðari umræða.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, gaf bæjarfulltrúa Gísla H. Halldórssyni orðið í upphafi fundar áður en gengið var til formlegrar dagskrár. 

Gísli H. Halldórsson gerði grein fyrir vanhæfi sínu undir fyrsta lið dagskrár með svohljóðandi bókun.  ,,Um leið og ljóst var að eiginkona mín, Gerður Eðvarsdóttir, hafði sótt um starf mannauðsstjóra, gerði ég samstarfsfólki mínu í meirihlutanum viðvart um það.  Frá þeim tímapunkti hefur mér verið sýnd fullkomin nærgætni í málinu og það ekki verið rætt að mér nærstöddum.  Það er ljóst af þeirri vinnu sem unnin var í stjórnsýslunefnd og samþykktum bæjarstjórnar í framhaldinu, að mikið og áríðandi starf bíður væntanlegs mannauðsstjóra.  Um er að ræða algerlega nýtt starf og lítil þekking er á eðli þess innan stofnunar, fremur en almennt manna á meðal.  Þykir mér því mjög við hæfi að leitað var til R3 ráðgjafar við gerð starfslýsingarinnar og úrvinnslu umsókna.  Starfsmenn R3 hafa mikla reynslu af störfum og ráðgjöf fyrir sveitarfélög og ráðuneyti.  Vona ég að heiðarleiki og heilindi ráði í þessu máli og að niðurstaðan verði til heilla fyrir Ísafjarðarbæ.  Ég óska eftir að fá að víkja af fundi bæjarstjórnar vegna vanhæfis undir þessum 1. lið bæjardagskrár og mun kalla inn varamann í minn stað.“

 

Gísli H. Halldórsson vék síðan af fundi og í hans stað kom á fund bæjarstjórnar Guðný Stefanía Stefánsdóttir, vara bæjarfulltrúi.

 

I.         Bæjarráð.

            Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson,  Rannveig Þorvaldsdóttir, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Ingi Þór Ágústsson og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun við 14. lið 554. fundargerðar bæjarráðs.

,,Fulltrúar Í-listans lýsa yfir andstöðu við starfslokasamning Ísafjarðarbæjar við fjármálastjóra bæjarins, vegna fordæmisgildis hans og telja varhugavert að feta þá braut, sem þar er mörkuð í samskiptum Ísafjarðarbæjar og starfsmanna hans.“

Undirritað af Sigurði Péturssyni, Sæmundi Kr. Þorvaldssyni, Kristjáni Andra Guðjónssyni og Rannveigu Þorvaldsdóttur.

 

Fundargerðin 10/12.  554. fundur.

3. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

8. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

13. liður.  Tillaga um ráðningu Gerði Eðvarsdóttur sem mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar samþykkt 5-0.

Ingi Þór Ágústsson lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun.

,,Bæjarstjórn óskar Gerði Eðvarsdóttur til hamingju með starfið.  Bæjarstjórn vill þakka öðrum umsækjendum fyrir umsóknir þeirra.  Um var að ræða mjög hæfa einstaklinga, sem sómi hefði verið að hafa við störf hjá Ísafjarðarbæ.  Bæjarstjórn óskar umsækjendum alls velfarnaðar.“

Tillaga Inga Þórs að bókun samþykkt 9-0.

Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 

Að lokinni afgreiðslu bæjarstjórnar á 554. fundargerð bæjarráðs vék Guðný Stefanía Stefánsdóttir af fundi og í stað hennar kom Gísli H. Halldórsson, sem áður hafði vikið af fundi vegna vanhæfis 1. liðar á dagskrá.

 

II.        Félagsmálanefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Rannveig Þorvaldsdóttir.  

 

Fundargerðin 4/12.  298. fundur.

7. liður B.  Beiðni félagsmálanefndar samþykkt 8-0.

Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 

III.      Íþrótta- og tómstundanefnd.

Fundargerðin 5/12.  85. fundur.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

IV.      Landbúnaðarnefnd.

            Til máls tóku:Kristján Andri Guðjónsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar undir 83. fundargerð landbúnaðarnefndar.

 

,, Í tilefni af útkomu skýrslna Fjórðungssambands Vestfirðinga um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum, ítrekar bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fyrri samþykkt um áhuga á því að möguleikar á byggingu olíuhreinsistöðvar í Ísafjarðarbæ verði kannaðir til fullnustu.

Vísað er til sömu fyrirvara og áður um að lykilatriði er, að áætlanir um uppbyggingu og rekstur slíkrar stöðvar standist íslensk lög og skuldbindingar í umhverfismálum. Jafnframt er nauðsynlegt að rannsókn verði gerð á áhrifum framkvæmdarinnar á samfélagið og að framkvæmdin muni hafa jákvæð áhrif til eflingar byggðar á Vestfjörðum.“

 

Fundargerðin 7/12.  83. fundur.

Tillaga bæjarstjóra að bókun samþykkt 9-0.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

V.        Menningarmálanefnd.

Fundargerðin 4/12.  144. fundur.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VI.      Þjónustuhópur aldraðra.

            Til máls tók:  Rannveig Þorvaldsdóttir.

 

Fundargerðin 5/12.  53. fundur.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VII.     Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2008, síðari umræða.

            Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Gísli H. Halldórsson, Ingi Þór Ágústsson, Kristján Andri Guðjónsson, Svanlaug Guðnadóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir. 

Með útsendri dagskrá 235. fundar bæjarstjórnar voru neðangreindar breytingartillögur meirihluta B- og D-lista í bæjarstjórn, sem og breytingartillögur minnihluta Í-lista, við frumvarp að fjárhagsáætlun 2008, er lögð var fram á 234. fundi bæjarstjórnar.

 

Breytingartillögur B- og D-lista.  I.

Tillögur og bókanir meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar við breytingartillögur meiri- og minnihluta við síðari umræðu fjárhagsáætlunar.

 

Í tillögum meirihlutans er tekið tillit til einnar tillögu Í-listans við síðari umræðu. Það er tillaga er varðar harmonikkusafn. Að mati meirihlutans eru aðrar tillögur inni í fjárhagsáætluninni nú þegar eða eiga ekki við. Afstaða meirihlutans er skýrð með bókun við hvern lið.

 

Við fyrri umræðu var boðað að breytingar yrðu milli umræðna og í tillögum meirihluta sem bárust fyrir kl. 14:00 mánudaginn 10. desember sl. var tekið fram að þær breytingar yrðu útskýrðar frekar svo og frekari áherslur.

 

Tillögur meirihluta:

 

Tillögur sem bárust fyrir kl. 14:00 mánudaginn 10. desember 2008:

Keypt þjónusta af Funa er leiðrétt um 7.038.000 kr. vegna hækkunar á sorphirðu- og sorpeyðingargjaldi sem verður 35.000 kr. á ári. Þrátt fyrir þetta hátt sorpgjald þarf að greiða með sorpeyðingu, urðun og sorphirðu í Ísafjarðarbæ. Það liggur ekki fyrir hver hækkun verður hjá öðrum þeim sveitarfélögum sem brenna sitt sorp en reikna má með töluverðum hækkunum þar líka. Sveitarfélög sem brenna sorpi skera sig nokkuð úr með hærri gjaldskrár. Athuga verður að mikil og góð þjónusta er á bak við þetta gjald sem er 2.916 kr. á mánuði eða mun lægra en t.d. áskrift að Stöð 2.

Afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega er hækkaður um 1.000.000 kr. til að koma enn frekar til móts við þennan hóp og hækka afsláttinn umfram verðbreytingar sem sama hætti og árið 2007.

Til víkingaverkefnisins á Þingeyri er sett 1.000.000 kr. að beiðni forsvarsmanns verkefnisins. Beiðnin barst á milli umræðna. Hér er um atvinnuskapandi og uppbyggilegt verkefni að ræða.

Framlag úr Varasjóði húsnæðismála til Fastís var ekki inni í útreikningum við fyrri umræðu og er því staðan löguð um 10.000.000 kr. sem því nemur.

Arðgreiðsla vatnsveitu er færð til gjalda við fyrri umræðu og er það leiðrétt við síðari umræðu því arðgreiðsla færist ekki til gjalda heldur í gegnum efnahagsreikning. Er rekstrarstaðan löguð um 17.011.000 kr. vegna þessarar leiðréttingar.

Breytingar vegna stöðugilda í leik- og grunnskólum er í samræmi við útreikninga leikskóla- og grunnskólafulltrúa. Bætt er við þeim stöðuheimildum sem skólarnir þarfnast og fóru fram á í fjárhagsáætlunarvinnunni. Sjá má þessa aukningu í útgefnum stöðugildum á sérblaði. Nettó kostnaðaraukning er áætluð 1.139.000 kr.

 

 

Tillögur sem lagðar eru fram af meirihluta milli umræðna og bárust ekki fyrir kl. 14:00, mánudaginn 10. desember sl.:

Á milli umræðna kom fram beiðni Vesturafls um áframhaldandi stuðning og fleiri slík verkefni eru til meðferðar hjá félagsmálanefnd. Því er tillaga um að ráðstafa 1.000.000 kr. á sérstakan safnlið hjá Skóla- og fjölskylduskrifstofu til ráðstöfunar af hálfu félagsmálanefndar í samráði við forstöðumann Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

Reiknað er með að Eignasjóður fái að lágmarki 6.000.000 kr. tekjur vegna fjárlagabeiðni til Alþingis um stuðning við viðhald gamalla húsa. Tillaga verður lögð fram af Eignasjóði til bæjarráðs.

Til að auka getu Eignasjóðs til almenns viðhalds og vegna þess að eignum á því sviði fjölgar er tillaga um að bæta 5.000.000 kr. í viðhaldsfjármagn sjóðsins og er það umfram 4,5% hækkun á viðhaldsfjármagni. Þessi ráðstöfun er einnig vegna þess að í fjárhagsáætlun er ýmsum viðbótarbeiðnum vísað til Eignasjóðs.

Reiknað er með að skíðasvæðið fái 10.000.000 kr. á fjárlögum ríkisins til að hefja nýtt samstarfsverkefni ríkisins, Ísafjarðarbæjar og einkaaðila um uppbyggingu skíðasvæðisins. (Tekjur á skíðasvæði)

Tillaga er um að 10.000.000 kr. frá ríkinu fari til uppbyggingar skíðasvæðisins og færist því til útgjalda (fjárfestingar).

Tillaga er um að gera ráð fyrir kaupum á nýjum troðara fyrir skíðasvæðið eða rekstrarleigu á troðara, til þess eru áætlaðar 5.000.000 kr. Metnaðarfull starfsemi Skíðafélagsins í bæði alpagreinum og norrænum greinum þarf sem mestan stuðning. Þá eru framundan bæði skíðalandsmót og Fossavatnsganga þannig að troðaramál þurfa að vera í góðu lagi.

Tillaga er um að bæta 1.000.000 kr. við umhverfisstyrki sem umhverfisnefnd ráðstafar. Er þetta gert til að koma betur til móts við skógræktarfélög og ýmsa aðila sem leggja samfélaginu mikið til í umhverfismálum. Liðurinn verður eftir hækkun 1.761.000 kr.

Tillaga er um að setja 2.000.000 kr. til Harmonikkusafns Ásgeirs Sigurðssonar og reiknað með að óska eftir því að Byggðasafn Vestfjarða starfi með Ísafjarðarbæ og Ásgeiri að uppsetningu safnsins. Fjármagninu er ráðstafað til menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar.

Tillaga um breytingar á gjaldskrá vinnuskóla Ísafjarðarbæjar.

 

Eins og fram kemur í yfirliti yfir tillögur meirihluta er nettó niðurstaðan 15.861.000 kr. í tekjuauka sem hefur þau áhrif að veltufé frá rekstri eykst úr 174.066.000 kr. í 189.927.000

 

 

Afgreiðsla og bókanir meirihluta á tillögum minnihluta:

Sérstakt framlag til bókasafnsins á Þingeyri 1.200.000 kr. til skráningar bóka og áætlun um breytingar á húsnæðinu. Meirihlutinn fellst ekki á þessa tillögu vegna þess að bæjar- og héraðsbókasafnið er með á áætlun að skrá þessar bækur án þess að til þurfi að koma sérstakt fjármagn. Þá er ekki fallist á að flytja bókasafnið á jarðhæð því þar er slökkvistöðin til húsa. Bætt var við húsnæði bókasafnsins á annarri hæð og er aðstaðan þar nokkuð góð að mati forstöðumann bæjar- og héraðsbókasafnsins. Verði gerðar breytingar eiga þær að mati meirihlutans að snúa að betri nýtingu félagsheimilisins á Þingeyri en Eignasjóður er með áætlanir um endurbætur á því húsi.

Sérstakt framlag til harmonikkusafns 1.500.000 kr. Í tillögum meirihlutans er gert ráð fyrir 2.000.000 kr. þannig að ekki er fallist á þessa tillögu óbreytta. Ekki er heldur fallist á að framlaginu verði veitt til Byggðasafnsins heldur verði leitað eftir samstarfi við Byggðasafnið um þetta verkefni.

Tillaga um að leikskólagjöld 5 ára barna falli að fullu og öllu niður. Meirihlutinn samþykkti tillögu um tvo tíma gjaldfrjálsa árið 2007 og nú er tillaga um fjóra tíma gjaldfrjálsa. Það er mat meirihlutans að rétt sé að taka þessi skref í áföngum. Þá bendir meirihlutinn á að leikskólagjöld og fæðisgjöld eru lækkuð um 10% frá og með 1. janúar 2008.

Tillaga um uppsetningu lyftu fyrir fatlaða í Sundhöll Ísafjarðar er óþörf vegna þess að Eignasjóður er með þetta verk á áætlun ársins 2008.

Lagt er til að framlög til reksturs grunnskóla Ísafjarðarbæjar verði hækkuð um 7.500.000 kr. til að mæta auknum kostnaði við námsgögn, efniskostnað og kennslutæki til skólastarfs.

Meirihlutinn fellst ekki á þessa tillögu og styður það eftirfarandi rökum:

Í fjárhagsáætlun eru þessir liðir hækkaðir um 4,5%

Nettó rekstrarkostnaður grunnskólanna er 514.297.000 og hækkar um tæpar 50.000.000 kr. milli áranna 2007 og 2008. Til viðbótar þessu má reikna með enn meiri hækkun vegna kennarasamninga sem eru lausir í lok maí. Tillaga um 7.500.000 er tæplega 1,5% af rekstarkostnaði skólanna.

Kostnaður við námsgögn, efniskostnað og kennslutæki er 15.866 á hvern nemanda í Grunnskólanum á Ísafirði. Sami kostnaður er 31.763 á hvern nemanda í Grunnskóla Önundarfjarðar, 29.119 á hvern nemanda í Grunnskólanum á Suðureyri og 20.032 á hvern nemanda í Grunnskólanum á Þingeyri.

Til samanburðar er þessi kostnaður 9.735 á hvern nemanda í grunnskólum Reykjavíkurborgar en þar er úthlutað samkvæmt nemandaígildum. Inni í tölu Reykjavíkurborgar er einnig viðhald tölvubúnaðar.

Að auki skal upplýst að Reykjavíkurborg miðar við 2,5% hækkun á sínum rekstrarliðum á milli 2007 og 2008 en ekki 4,5% eins og Ísafjarðarbær.

Til viðbótar við framlag í rekstri til kennslutækja er gert ráð fyrir nýjum tækjum í nýbyggingu við GÍ og er það inni í fjárfestingaráætlun.

 

Lagt er til að sorpgjöld hækki ekki um meira en 4,5% eða verði 30.035 kr. en ekki 35.000 kr. Meirihlutinn hafnar þessari tillögu með þeim rökum að rekstur Funa og sorphirðing kostar meira en innheimt er af heimilum og fyrirtækjum. Því er eðlilegt að gjaldskráin endurspegli það. Í gjaldskránni er innifalin losun við heimili vikulega á brennanlegu sorpi og losun á óbrennanlegu sorpi þegar á þarf að halda. Þá er öll eyðing innifalin. Í sveitarfélögum sem hafa komið sér upp fullkominni eyðingu á sorpi með brennslu eins og Ísafjarðarbær er gjaldskrá fyrir þessa þjónustu hærri en í sveitarfélögum sem enn urða sitt sorp.

 

Breytingartillögur Í-lista.  II.

Breytingartillögur Í-lista við frumvarp til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.

1.  Sérstakt framlag til bókasafnsins á Þingeyri.

Framlag til  Bæjar- og héraðsbókasafnsins verði hækkað um kr. 1.200.000. Framlagið verði sérstaklega ætlað til að skrá bækur bókasafnsins á Þingeyri.

Jafnframt verði eignasjóði falið að gera áætlun um breytingar á húsnæði bæjarins á Þingeyri með það fyrir augum að flytja bókasafnið niður á jarðhæð og gera þar aðstöðu fyrir bókasafnið og jafnframt móttöku fyrir þjónustu Ísafjarðarbæjar á Þingeyri.

 

2.  Sérstakt framlag til Harmonikkusafns.

Bæjarstjórn samþykkir að veita sérstöku framlagi til Byggðasafnsins, í því skyni að leigja húsnæði og útbúa aðstöðu til sýningar og varðveislu harmonikkusafns Ásgeirs S. Sigurðssonar, kr. 1.500.000.-.

Tillagan dregin til baka á 235. fundi bæjarstjórnar.  Sjá atkvæðagreiðslu.

 

3.  Tillaga um leikskólagjöld 5 ára barna.

Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkir að leikskólagjöld fimm ára barna í Ísafjarðarbæ falli niður að fullu og öllu frá 1. janúar 2008.

Greinargerð:  Í tillögum til fjárhagsáætlunar sem lagðar voru fram í bæjarstjórn 6. desember er gert ráð fyrir að fjórir tímar verði gjaldfrjálsir fyrir fimm ára börn frá 1. janúar 2008. Er talið að það þýði 5,5 milljóna króna tekjuminnkun. Gjaldfrjáls leikskóli fimm ára barna kostaði samkvæmt því um 5 milljónir króna.

 

4.  Tillaga um uppsetningu lyftu fyrir fatlaða í Sundhöll Ísafjarðar.

Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkir framlag til að setja upp lyftu fyrir fatlaða í innganginn að Sundhöll Ísafjarðar, kr. 1.100.000.

Framlag til verksins kom fram við vinnu að fjárhagsáætlun, en var fellt út í meðförum meirihluta bæjarstjórnar. Mótframlag ríkisins til þessarar framkvæmdar er 50%.

 

5.  Framlög til reksturs grunnskóla Ísafjarðarbæjar

Framlög til almenns reksturs grunnskólanna hækki um 7,5 milljónir  til að mæta auknum kostnaði við námsgögn, efniskostnað og  kennslutæki til skólastarfs.

 

6.  Tillaga um sorpgjöld í Ísafjarðarbæ

Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkir að sorpgjöld í Ísafjarðarbæ hækki ekki meir en önnur þjónustugjöld bæjarins, eða um 4,5%.

Rökstuðningur:  Sorpgjöld eru nú samtals 29.000 krónur á hverja íbúð á ári, en verða 30.305 krónur eftir þessa hækkun, en ekki 35.000 einsog gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjárhagsáætlunar.

 

Breytingartillaga Í-lista við frumvarp til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008 lögð fram á 235. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi breytingartillögu frá Í-lista við síðari umræðu um fjárhagsáætlun ársins 2008.

7.  Breytingartillaga Í-lista við frumvarp til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008 vegna sölu íbúða á Hlíf I og byggingar hjúkrunarheimilis.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að ekki verði af frekari sölu á íbúðum í eigu sveitarfélagsins á Hlíf I á Ísafirði.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að hefja nú þegar undirbúning framkvæmda við byggingu nýs hjúkrunarheimilis.  Framkvæmdin verði fjármögnuð af Ísafjarðarbæ og samstarfsaðilum og samningur gerður við heilbrigðisráðuneytið um rekstur og leigu heimilisins.  Vinna við hönnun og útboð hefjist þegar í byrjun næsta árs um leið og leitað verði til félagasamtaka og hagsmunaaðila í Ísafjarðarbæ og nágrenni um samstarf.  Stefnt skal að því að framkvæmdir hefjist strax á næsta ári.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að veita kr. 30 milljónum til verksins á fjárhagsáætlun 2008 til að ýta verkefninu úr vör.

 

Kristján Andri Guðjónsson Í-lista lagði fram svohljóðandi tillögu við frumvarp til fjárhagsáætlunar ársins 2008.  ,,Ekki verði skertar yfirvinnustundir við hafnarsjóð Ísafjarðarbæjar frá því sem er á árinu 2007.“

 

-------------------------

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, flutti stefnuræðu meirihluta bæjarstjórnar við síðari umræðu fjárhagsáætlunar 2008, er lögð var fram til fyrri umræðu á 234. fundi bæjarstjórnar. Eins gerði bæjarstjóri grein fyrir útsendum breytingartillögum meirihluta með dagskrá bæjarstjórnarfundarins, sem og nýjum tillögum meirihluta lögðum fram á fundinum. Breytingatillögum meirihluta er ekki fylgdu dagskrá var dreift á fundinum fyrir stefnuræðu bæjarstjóra. 

Einnig gerði bæjarstjóri grein fyrir afstöðu B og D-lista til tillagna Í-lista er fylgdu dagskrá bæjarstjórnar vegna 235. fundar. 

 

Afgreiðslur tillagna við síðari umræðu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.

 

Tillögur B og D-lista, merktar I.

1.         Keypt þjónusta af Funa.

            Tillagan samþykkt 5-0.

2.         Afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega.

            Tillagan samþykkt 9-0.

3.         Víkingaverkefnið á Þingeyri.

            Tillagan samþykkt 7-0.

4.         Framlag úr Varasjóði húsnæðismála til Fasteigna Ísafjarðarbæjar.

            Tillagan samþykkt 5-0.

5.         Arðgreiðslur vatnsveitu í bæjarsjóð.

            Tillagan samþykkt 8-0.

6.         Breyting vegna stöðugilda í leik- og grunnskólum.

            Tillagan samþykkt 6-0.

7.         Framlag til Skóla- og fjölskylduskrifstofu til ráðstöfunar vegna styrkja.

            Tillagan samþykkt 9-0.

8.         Eignasjóður vegna væntanlegra fjárframlaga frá Alþingi.

            Tillagan samþykkt 8-0.

9.         Aukið framlag til Eignasjóðs.

            Tillagan samþykkt 7-0.

10.       Skíðasvæði vegna fjárframlags á fjárlögum.

            Tillagan samþykkt 7-0.

11.       Uppbygging á skíðasvæði.

            Tillagan samþykkt 7-0.

12.       Framlag til kaupa á nýjum snjótroðara.

            Tillagan samþykkt 6-0.

13.       Hækkun umhverfisstyrkja umhverfisnefndar.

            Tillagan samþykkt 9-0.

14.       Fjárframlag til Harmonikkusafns Ásgeirs Sigurðssonar, Ísafirði.

            Tillagan samþykkt 9-0.

15.       Breytingar á gjaldskrá vinnuskóla.

            Tillagan samþykkt 9-0.

 

Tillögur Í-lista, merktar II.

1.         Framlag til Bæjar- og héraðsbókasafnsins vegna Þingeyrar, tvær tillögur.

            Tillögurnar felldar 5-4. 

2.         Framlag til Harmonikkusafns Ásgeirs Sigurðssonar, Ísafirði.

            Tillaga Í-lista dregin til baka.  Sjá samþykkta tillögu B og D-lista.

3.         Tillaga um leikskólagjöld 5 ára barna.

            Tillagan felld 5-4.

4.         Tillaga um uppsetningu lyftu fyrir fatlaða í Sundhöll Ísafjarðar.

            Tillagan felld 5-4.

5.         Framlög til reksturs grunnskóla Ísafjarðarbæjar.

            Tillagan felld 5-4.

6.         Tillaga um sorpgjöld í Ísafjarðarbæ.

            Tillagan felld 5-4. 

7a.       Frestun sölu íbúða á Hlíf I.   

            Tillagan felld 5-4.

7b.       Tillaga forseta um að vísa tillögu Í-lista um hjúkrunarheimili

            til félagsmálanefndar og þjónustuhóps aldraðra.

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Tillaga Kristján Andra Guðjónssonar, yfirvinna hjá hafnarsjóði.

Tillaga forseta um vísan tillögu Kristjáns Andra Guðjónssonar til vinnslu í hafnarstjórn.  Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, bar upp til samþykktar frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2008, með áorðnum breytingum, fjármagnsstreymi, texta og heimildarákvæðum.

Fjárhagsáætlunin þannig breytt samþykkt 5-0.

 

Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð.  Fundi slitið kl. 21:00.

 

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

 

 

Birna Lárusdóttir, forseti.

 

 

Gísli H. Halldórsson.                                                 Ingi Þór Ágústsson.                                                  

 

Svanlaug Guðnadóttir.                                              Sigurður Pétursson.

 

 

Sæmundur Kr. Þorvaldsson                                      Rannveig Þorvaldsdóttir.

 

 

Kristján Andri Guðjónsson                                       Guðný Stefanía Stefánsdóttir.

 

.                      

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?