Bæjarstjórn - 234. fundur - 6. desember 2007


Vegna tæknilegra örðugleika vantar því miður stóran hluta af upptökunni.


 

Fjarverandi aðalfulltrúi: Jóna Benediktsdóttir í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.

 


Dagskrá:


I. Fundargerð(ir)  bæjarráðs 19/11., 26/11. og 3/12. 


II.  "  atvinnumálanefndar 14/11.


III.  "  barnaverndarnefndar 15/11. og 22/11.


IV.  "  byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis


Grunnskólans á Ísafirði 27/11.


V.  "  félagsmálanefndar 14/11., 20/11. og 27/11.


VI.  "  fræðslunefndar 13/11.


VII.  "  hafnarstjórnar 9/11.


VIII.  "  íþrótta- og tómstundanefndar 7/11.


IX.  "  menningarmálanefndar 15/11.


X.  "  stjórnar Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar 30/10. og 13/11.


XI.  "  umhverfisnefndar 14/11. og 28/11.


XII.  "  Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs 26/11.


XIII. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2008,


fyrri umræða.

 


I. Bæjarráð.


 Til máls tóku:  Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson, Ingi Þór Ágústsson, Arna Lára Jónsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir og Gísli Halldór Halldórsson.

 

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 4. lið 552. fundargerðar bæjarráðs.


,,Innkaupareglur fyrir sveitarfélög.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela bæjarráði að skipa 3ja manna nefnd til að semja innkaupareglur fyrir Ísafjarðarbæ. Í nefndinni skal vera einn fulltrúi í bæjarstjórn og tveir starfsmenn bæjarins. Innkaupareglur Ísafjarðarbæjar skulu taka mið af þeirri fyrirmynd sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur kynnt fyrir sveitarfélögum í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 84/1997. Nefndin skal hraða störfum sínum svo sem kostur er.?


Undir tillöguna rita fulltrúar minnihluta.

 

Halldór Halldórsson lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta bæjarstjórnar við tillögu Í-lista við 4. lið 552. fundargerðar bæjarráðs. 


,,Undirrituð fulltrúar meirihlutans hafna tillögu minnihluta um stofnun sérstakrar nefndar til að semja innkaupareglur fyrir Ísafjarðarbæ þar sem bæjarráð er að vinna þetta verk. Óskað hefur verið eftir umsögnum sviðsstjóra og bæjarráð mun að þeim fengnum vinna áfram að innkaupareglunum. Engin ástæða er til að setja sérstaka nefnd í þetta verkefni.?


Undir bókunina rita fulltrúar meirihluta.


  


Fundargerðin 19/11.  551. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.





Fundargerðin 26/11.  552. fundur.


2. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


4. liður.  Tillaga Í-lista felld 5:4.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.





Fundargerðin 3/12.  553. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


Fundargerðin 14/11.  79. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Barnaverndarnefnd.


Fundargerðin 15/11.  90. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.





Fundargerðin 22/11.  91. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði.


 Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.


Fundargerðin 27/11.  22. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Félagsmálanefnd.


Fundargerðin 14/11. 295. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.





Fundargerðin 20/11. 296. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.





Fundargerðin 27/11. 297. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Fræðslunefnd.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti.


Fundargerðin 13/11. 265. fundur.


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun við fundargerð fræðslunefndar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir ánægju með að grunnskólabörn á Vestfjörðum komi einna best út á Íslandi í nýrri alþjóðlegri Pisa könnun. Án efa má að hluta rekja þennan góða árangur til þess að hlutfall menntaðra kennara á Vestfjörðum hefur hækkað til muna milli kannana. Til marks um það hefur vestfirskum réttindakennurum fjölgað úr 61% í 77% á árunum 2003-2007.?


Bókunin við fundargerðina samþykkt 9:0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VII. Hafnarstjórn.


Fundargerðin 9/11. 130. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VIII. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Ingi Þór Ágústsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.


Fundargerðin 7/11. 84. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IX. Menningarmálanefnd.


Fundargerðin 15/11. 143. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


X. Stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.


Fundargerðin 30/10. 19. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.





Fundargerðin 13/11. 20. fundur


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


XI. Umhverfisnefnd.


Fundargerðin 14/11. 277. fundur.


9. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.





Fundargerðin 28/11. 278. fundur.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


XII. Þróunar- og starfsmenntunarsjóður Ísafjarðarbæjar.


Fundargerðin 26/11. 18. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


XIII. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2008, fyrri umræða.


Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson og Ingi Þór Ágústsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2008, til fyrri umræðu og gerði grein fyrir frumvarpinu í stefnuræðu sinni.

 

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista vegna fyrri umræðu fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2008.


,,Frumvarp til fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2008, sem lögð hefur verið fram af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn, sýnir erfiðan fjárhag Ísafjarðarbæjar. Í skugga fækkunar íbúa og samdráttar í atvinnulífi stendur meirihluti bæjarstjórnar ráðþrota og því endurspeglar fjárhagsáætlunin ráðaleysi hans.

 

Þrátt fyrir það að útsvar, fasteignaskattur og gjaldskrár bæjarins séu með því hæsta sem gerist á landinu, duga tekjur bæjarins vart til að standa undir reglubundnum rekstri og ráðstöfunarfé til viðhalds og framkvæmda þarf nánast allt að taka að láni. Þessi óheillaþróun lýsir sér best í þeirri staðreynd að handbært fé frá rekstri fer minnkandi og uppgreiðslutími langtímalána hækkar því úr 28 árum í 38,6 ár frá 2006-2008. Þá er gert ráð fyrir að langtímaskuldir bæjarsjóðs og stofnana hans hækki um 323 milljónir króna á næsta ári og handbært fé lækkar um rúmar 100 milljónir annað árið í röð. Heildarskuldir Ísafjarðarbæjar og stofnana hans eru rúmlega 3.000 milljónir.

 

Í þessari erfiðu stöðu telja bæjarfulltrúar Í-lista að ekki verði lengra gengið í gjaldtöku af bæjarbúum. Því leggjum við áherslu á:


1.  Útsvar og fasteignaskattur verði óbreytt á næsta ári.


2.  Fasteignagjöld, þar með sorpgjöld, og önnur þjónustugjöld hækki ekki meira en verðlag, eða um 4,5%.


3.  Dagvistunargjöld 5 ára barna verði felld niður frá 1. janúar 2008.

 

Í ljósi þessa leggja fulltrúar Í-listans áherslu á aðhald í rekstri bæjarsjóðs, svo sem með niðurskurði yfirvinnu og endurskoðun verksamninga bæjarins. Ekki eru gerðar tillögur um stórfelld útgjöld, heldur viljum við benda á nokkur verkefni sem full nauðsyn er að sinna betur en gert er ráð fyrir í frumvarpi Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna til að standa undir nauðsynlegri þjónustu við íbúa bæjarins. Meðal þessara atriða eru:


1.  Reikna þarf með auknum framlögum til almenns rekstrar grunnskólanna. Rekstrargjöld grunnskólans á hvern nemenda eru mun lægri en hjá öðrum sveitarfélögum og þrengir að rekstri hans.


2.  Gera þarf ráð fyrir sérstöku framlagi til bókasafnsins á Þingeyri.


3.  Gera þarf ráð fyrir framlagi til Harmonikkusafns.


4.  Setja þarf upp lyftu fyrir fatlaða við Sundhöllina á Ísafirði.

 

Í einu atriði er Í-listinn sérstaklega andvígur stefnu meirihluta bæjarstjórnar. Við leggjumst alfarið gegn sölu íbúða bæjarins á Hlíf I og mótmælum harðlega slíkri sölu á sama tíma og ekkert gerist í byggingamálum hjúkrunarheimilis. Bæjarfulltrúar Í-listans leggja til að Ísafjarðarbær hefji þegar undirbúning að byggingu hjúkrunarheimilis og leiti samninga við ríkisvaldið um leigu og framlög til reksturs þess.?


Undir bókunina rita fulltrúar minnihluta.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tilkynningu.  ,,Breytingartillögur meiri- og minnihluta komi til bæjarstjóra í síðasta lagi kl. 14:00 mánudaginn 10. desember 2007, fyrir síðari umræðu ef þær eiga að fylgja útsendri dagskrá.  Þó þessi tímasetning sé sett er ekkert sem mælir gegn því að tillögur verði lagðar fram á bæjarstjórnarfundinum sjálfum við síðari umræðu fjárhagsáætlunar.?

 

Að loknum umræðum lagði Birna Lárusdóttir, forseti, fram svohljóðandi tillögu.  ,,Legg til að frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2008 og fjárhagsáætlun Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf.,  ásamt gjaldskrám, verði vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, sem verður þann 13. desember 2007.? 


Tillaga forseta samþykkt 8-0.

 

Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð.  Fundi slitið kl. 23:30.

 

Þórir Sveinsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.     


Ingi Þór Ágústsson.     


Svanlaug Guðnadóttir.     


Sigurður Pétursson.


Arna Lára Jónsdóttir.     


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.




Er hægt að bæta efnið á síðunni?