Bæjarstjórn - 230. fundur - 4. október 2007

 

Árið 2007, fimmtudaginn 4. október kl. 17:00 hélt bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fund í fundarsal sínum í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 


Dagskrá:


I. Fundargerð(ir)  bæjarráðs 1/10. 


II.   "  atvinnumálanefndar 25/9.


III.  "  barnaverndarnefndar 28/9.


IV.  "  félagsmálanefndar 25/9.


V.  "  umhverfisnefndar 21/9. og 26/9.


VI. Endurskoðun stjórnskipurits Ísafjarðarbæjar, síðari umræða.

 


I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir, Gísli H. Halldórsson, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Ingi Þór Ágústsson, Sigurður Pétursson og Magnús Reynir Guðmundsson.

 


Fundargerðin 1/10.  545. fundur.


9. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 


Fundargerðin 25/9.  76. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Barnaverndarnefnd.


Fundargerðin 28/9.  87. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Félagsmálanefnd.


 Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Gísli H. Halldórsson.

 


Fundargerðin 25/9.  291. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Umhverfisnefnd.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir og Magnús Reynir Guðmundsson. 


Fundargerðin 21/9.  273. fundur.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.





Fundargerðin 26/9.  274. fundur.


1. liður.  Afgreiðsla umhverfisnefndar staðfest 9-0.


4. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


5. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


VI. Endurskoðun stjórnskipurits Ísafjarðarbæjar, síðari umræða.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 

Tekin fyrir til síðari umræðu í bæjarstjórn drög að breyttu stjórnskipulagi Ísafjarðarbæjar og skipurit ásamt texta, sem unnin voru af nefnd, um endurskoðun stjórnsýslu og bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar, er skipuð var af bæjarstjórn 26. apríl 2007. Fyrri umræða fór fram á 227. fundi bæjarstjórnar þann 21. júní s.l.  Með boðaðri dagskrá þessa bæjarstjórnarfundar undir 6. lið dagskrár, fylgir bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, með breytingartillögum, ásamt athugasemdum og ábendingum frá bæjarfulltrúum og nokkrum starfsmönnum Ísafjarðarbæjar.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi breytingartillögur við tillögur nefndar um endurskoðun stjórnsýslu og bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.

 

,,Starf íþrótta- og tómstundafulltrúa verði ekki lagt niður.  Öll yfirstjórn íþróttamannvirkja flytjist þó frá starfinu til umsjónarmanns eigna.


Íþrótta- og tómstundafulltrúi taki yfir starf forstöðumanns félagsmiðstöðva.


Hlutverk starfsmannsins í nýju stjórnskipulagi verði eftirlit með samningum Ísafjarðarbæjar um íþrótta- og tómstundamál, stefnumótun í málaflokknum svo sem varðandi mótun Frístundamiðstöðvar og yfirumsjón með starfi Félagsmiðstöðva.  Umhverfisfulltrúi og yfirmaður Vinnuskóla útbúi tímanlega verkefnalista fyrir Vinnuskólann.?

 

,,Húsvörður G.Í. heyri fyrst um sinn undir stjórnendur skólans.  Það verði svo endurskoðað í samvinnu skólastjórnenda, umsjónarmanns eigna og mannauðsstjóra að ári liðnu.?

 

,,Starf garðyrkjustjóra falli ekki niður að sinni en heyri undir nýtt starf umhverfisfulltrúa.  Sú ákvörðun verði endurskoðuð í samvinnu umhverfisfulltrúa, sviðstjóra Framkvæmdasviðs og mannauðsstjóra að ári liðnu.?

 

,,Ráðningar starfsmanna samkvæmt skipulagsbreytingum hefjist eins fljótt og kostur er.  Öll störfin hafi verið auglýst fyrir lok janúar mánaðar 2008, þar með talið starf umhverfisfulltrúa.  Fyrstu tillögur um flutning starfa til þjónustuversins komi ekki síðar en í febrúar 2008.?

 

,,Vinna við hlutverk og gildi hefjist eigi síðar en í maíbyrjun 2008.  Skipurit bæjarins verði sett á vef bæjarins fyrir lok apríl 2008.?

 

,,Dæmi um starfsmenn hafna eru hafnarstjóri og hafnarstarfsmenn þrátt fyrir villu í upphaflegum tillögum.  Sú skipulagsteikning sem fylgdi tillögum stjórnsýslunefndar er ekki hluti af tillögunum, heldur lögð fram sem hugmynd til glöggvunar.?

 

Tillögur til breytinga á tillögum nefndar um endurskoðun stjórnsýslu og bæjarmálasamþykktar bornar fram af Birnu Lárusdóttur, forseta, samþykktar 9-0.

 

Tillaga nefndar um endurskoðun stjórnsýslu og bæjarmálasamþykktar með samþykktum breytingartillögum hér að framan samþykkt 9-0.

 

Jóna Benediktsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu með svohljóðandi bókun.


,,Komið hefur fram, að enginn starfsmaður Ísafjarðarbæjar muni lækka í launum við breytingar skipulags.  Í trausti þess og vissu um að bæjaryfirvöld muni vanda samskipti sín við starfsmenn sína samþykki ég þetta nýja skipurit.?


Undirritað af Jónu Benediktsdóttur.

 

Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð.  Fundi slitið kl. 21:00.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.     


Ingi Þór Ágústsson.     


Svanlaug Guðnadóttir.    


Sigurður Pétursson.     


Arna Lára Jónsdóttir.     


Magnús Reynir Guðmundsson.


Jóna Benediktsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.




Er hægt að bæta efnið á síðunni?