Bæjarstjórn - 228. fundur - 6. september 2007

 

Árið 2007, fimmtudaginn 6. september kl. 17:00 hélt bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fund í fundarsal sínum í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Í upphafi fundar fór Birna Lárusdóttir, forseti, með eftirfarandi minningarorð um Einar Odd Kristjánsson, Hansínu Einarsdóttur og Ásgeir Þór Einarsson.

 

Einar Oddur Kristjánsson lést 14. júní s.l.  Einar sat í tólf ár í hreppsnefnd Flateyrarhrepps auk þess að sinna ýmsum öðrum félagsmálum meðfram störfum sínum.  Hann var kjörinn þingmaður Vestfirðinga og síðar Norðvestlinga og hafði setið á alþingi allt frá árinu 1995.  Bæjarstjórn vottar fjölskyldu Einars Odds innilega samúð.


 


Hansína Einarsdóttir lést 11. ágúst s.l.  Hansína var alla tíð virk í margvíslegu félagsstarfi á Ísafirði og sat um langt árabil sem fulltrúi í menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar.  Bæjarstjórn vottar fjölskyldu Hansínu innilega samúð.

 

Ásgeir Þór Jónsson lést 12. ágúst s.l.  Hann var ungur kjörinn bæjarfulltrúi í Bolungarvíkurkaupstað og gegndi um tíma embætti forseta bæjarstjórnar.  Hann var framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga um tæplega tveggja ára skeið.  Bæjarstjórn vottar fjölskyldu Ásgeirs Þórs innilega samúð.

 

Forseti bað bæjarfulltrúa og aðra viðstadda að rísa úr sætum og minnast hinna látnu með virðingu og stuttri þögn.


  


Fjarverandi aðalfulltrúi:  Svanlaug Guðnadóttir í h. st. Gísli Jón Kristjánsson.   

 

Dagskrá:


I. Fundargerð(ir)  bæjarráðs 25/6., 9/7., 16/7., 30/7., 8/8., 13/8., 20/8., 27/8. og 3/9.


II.              "           atvinnumálanefndar 1/6. og 23/8.


III.             "            barnaverndarnefndar 21/6. og 5/7.


IV.            "            byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 18/7. 


V.             "           félagsmálanefndar 19/6. og 21/8.


VI.            "            fræðslunefndar 26/6. og 28/8.


VII.            "           hafnarstjórnar 6/8.


VIII.            "          íþrótta- og tómstundanefndar 20/6.


IX.             "           landbúnaðarnefndar 28/8.


X.             "            menningarmálanefndar 16/8. og 21/8.


XI.            "            stjórnar Skíðasvæðis 19/6., 29/6. og 13/7.


XII.            "            umhverfisnefndar 27/6., 11/7., 25/7., 8/8. og 22/8.

 


I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Gísli H. Halldórsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og Ingi Þór Ágústsson. 

 


Fundargerðin 25/6.  533. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 9/7.  534. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 16/7.  535. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 30/7.  536. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 8/8.  537. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 13/8.  538. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 20/8.  539. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 27/8.  540. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 3/9.  541. fundur.


4. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


5. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Gísli H. Halldórsson, Magnús Reynir Guðmundsson og Ingi Þór Ágústsson.

 

Gísli H. Halldórsson, lagði fram svohljóðandi tillögu að ályktun bæjarstjórnar við 8. lið 74. fundargerðar atvinnumálanefndar.  ,,Í tilefni af umfjöllun um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum, hvetur bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ríkisstjórnina til að sjá til þess, að ekki verði í framtíðinni litið fram hjá Vestfjörðum við úthlutun kolefnislosunarkvóta.? 

 


Fundargerðin 23/8.  74. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.





Fundargerðin 1/6.  73. fundur.


8. liður. Tillaga að ályktun samþykkt 5-2.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


III. Barnaverndarnefnd. 


Fundargerðin 21/6.  84. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 5/7.  85. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði. 


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson og Ingi Þór Ágústsson.

 


Fundargerðin 18/7.  19. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Félagsmálanefnd.


Fundargerðin 19/6.  287. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 21/8.  289. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Fræðslunefnd.


 Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson og Ingi Þór Ágústsson.

 


Fundargerðin 26/6.  259. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 28/8. 260. fundur.


8. liður.  Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar færir Skarphéðni Jónssyni, fráfarandi skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, bestu þakkir fyrir vel unnin störf fyrir Ísafjarðarbæ og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar færir jafnframt Jónu Benediktsdóttur, fráfarandi aðstoðarskóla- stjóra við Grunnskólann á Ísafirði, bestu þakkir fyrir vel unnin störf fyrir Ísafjarðarbæ og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.  


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VII. Hafnarstjórn. 


 Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Sigurður Pétursson.

 


Fundargerðin 6/8.  126. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.





VIII. Íþrótta- og tómstundanefnd.


 Til máls tóku:  Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Magnús Reynir Guðmundsson.

 


Fundargerðin 20/6.  80. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IX. Landbúnaðarnefnd. 


Fundargerðin 28/8.  82. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


X. Menningarmálanefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Ingi Þór Ágústsson, Arna Lára Jónsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 


Fundargerðin 16/8.  138. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 21/8.  139. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


XI. Stjórn Skíðasvæðis.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 


Fundargerðin 19/6.  13. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 29/6.  14. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 13/7.  15. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


XII.  Umhverfisnefnd.


 Til máls tóku:  Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 


Fundargerðin 27/6.  267. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 11/7.  268. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 25/7.  269. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 8/8.  270. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 22/8.  271. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð.  Fundi slitið kl. 00:10 þann 7. september 2007.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.     


Ingi Þór Ágústsson.     


Gísli Jón Kristjánsson.     


Sigurður Pétursson.     


Arna Lára Jónsdóttir.     


Magnús Reynir Guðmundsson.


Jóna Benediktsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.




Er hægt að bæta efnið á síðunni?