Bæjarstjórn - 226. fundur - 7. júní 2007

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Guðni G. Jóhannesson í h. st. Albertína Elíasdóttir. Halldór Halldórsson í h. st. Ingólfur Þorleifsson. Birna Lárusdóttir í h. st. Hafdís Gunnarsdóttir.  Sigurður Pétursson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.   

 

Dagskrá:


I. Fundargerðir  bæjarráðs 29/5. og 5/6.


    (Fundargerðin 5/6. send út í tölvupósti.)


II.  Fundargerðir barnaverndarnefndar 17/4. og 24/5.


III.  Fundargerð félagsmálanefndar 29/5.


IV. Fundargerð fræðslunefndar 29/5.


V. Fundargerð  landbúnaðarnefndar 24/5.


VI. Fundargerð stjórnar Skíðasvæðis 29/5.


VII.  Fundargerð umhverfisnefndar 23/5.


VIII.  Fundargerð þjónustuhóps aldraðra 30/5.

 


I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benedikts- dóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Albertína F. Elíasdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Rannveig Þorvaldsdóttir og Ingólfur Þorleifsson.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta undir 2. lið 530. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn leggur til að formaður bæjarráðs og bæjarritari geri tillögu til sjávarútvegsráðuneytis um sérstakar reglur um úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu vegna fiskveiðiársins 2006/2007 og hafi eftirfarandi þætti til hliðsjónar:


-Að þeir sem þiggi heimildir, landi a.m.k. tvöföldu því magni til vinnslu í sveitarfélaginu.  Vinnsla sé skilgreind sem flatning eða flökun.


-Að vinna megi afla vegna þessara heimilda hvar sem er í sveitarfélaginu, óháð byggðalagi úthlutunar.


-Að þau skip sem sótt er um fyrir hafi verið með aflaheimildir þann 1. maí 2007.


-Að þeir sem fengu úthlutað byggðakvóta síðast þegar úthlutað var fái eingöngu úthlutað nú, geti þeir sýnt fram á að hafa staðið við kvaðir um löndun til vinnslu.


-Þeir sem landa umtalsverðu magni njóti þess, með hlutdeildarmargfaldara sem hlaupi á 50 tonnum landaðs magns, en nái að hámarki gildinu 10.


-20 tonn renni til nýsköpunarverkefna.?


Undirritað af Gísla H. Halldórssyni, Ingólfi Þorleifssyni, Inga Þór Ágústssyni, Albertínu F. Elíasdóttur og Hafdísi Gunnarsdóttur.


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta við 5. lið 530. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn leggur til að Gerður Eðvarsdóttir verði aðalfulltrúi í Menningarráði Vestfjarða og Inga Ólafsdóttir verði hennar varamaður.?


Undirritað af Gísla H. Halldórssyni, Ingólfi Þorleifssyni, Inga Þór Ágústssyni, Albertínu F. Elíasdóttur og Hafdísi Gunnarsdóttur.

 

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu minnihluta við 5. lið 530. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að Ólína Þorvarðardóttir verði aðalfulltrúi Í-listans í Menningarráð Vestfjarða.  Varamaður hennar verði Jóna Benediktsdóttir.?


Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Magnúsi Reyni Guðmundssyni, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Jónu Benediktsdóttur.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta við 1. lið 530. fundar bæjarráðs með tilvísun til fundargerða félagsmálanefndar og fræðslunefndar frá 29. maí s.l.  ,,Bæjarstjórn ákveður að fresta ráðningu í starf forstöðumanns SFS og felur bæjarstjóra að kanna betur hvernig umsækjendur uppfylla hæfniskröfur, sem gerðar voru í auglýsingu vegna starfsins.?


Undirritað af Gísla H. Halldórssyni, Ingólfi Þorleifssyni, Inga Þór Ágústssyni, Albertínu F. Elíasdóttur og Hafdísi Gunnarsdóttur.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta við 4. lið 530. fundar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn samþykkir að lokið verði við gerð starfslýsingar á grundvelli hugmynda stjórnskipulagsnefndar og í framhaldinu verði nýtt starf upplýsingafulltrúa auglýst.?


Undirritað af Gísla H. Halldórssyni, Ingólfi Þorleifssyni, Inga Þór Ágústssyni, Albertínu F. Elíasdóttur og Hafdísi Gunnarsdóttur.

 


Fundargerðin 29/5.  529. fundur.


5. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 7-0.


6. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


12. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 7-0.


Magnús Reynir Guðmundsson gerði svohljóðandi grein atkvæði sínu.  ,,Tel að undirbúningur þessa máls hafi engan veginn verið fullnægjandi, t.d. engin kostnaðaráætlun verkkaupa fyrirliggjandi, en samþykki þó tillögu bæjarráðs í þessu tilviki.?


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 5/6.  530. fundur.


1. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar er varðar ráðningu yfirmanns á


Skóla- og fjölskylduskrifstofu samþykkt 9-0.


2. liður.  Tillaga meirihluta 5-0.


3. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


4. liður.  Tillaga meirihluta samþykkt 9-0.


5. liður.  Tillögur minni- og meirihluta um aðal- og varafulltrúa Ísafjarðarbæjar í Menningarráð Vestfjarða samþykktar 8-0.


6. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Barnaverndarnefnd.


Fundargerðin17/4.  82. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 24/5.  83. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Félagsmálanefnd.


Fundargerðin 2/5.  285. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Fræðslunefnd.


Til máls tóku:  Jóna Benediktsdóttir og Þorleifur Pálsson, bæjarritari.

 


Fundargerðin 29/5.  257. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Landbúnaðarnefnd.


Fundargerðin 24/5.  80. fundur.


1. liður.  Tillaga landbúnaðarnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram.

 


VI. Stjórn Skíðasvæðis.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Ingi Þór Ágústsson og Magnús Reynir Guðmundsson.

 


Fundargerðin 29/5.  12. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VII. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Magnús Reynir Guðmundsson

 


Fundargerðin 23/5.  265. fundur.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


VIII. Þjónustuhópur aldraðra.


Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson og Rannveig Þorvaldsdóttir.

 


Fundargerðin 30/5.  49. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð.  Fundi slitið kl. 20:58.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti.


Ingi Þór Ágústsson.     


Hafdís Gunnarsdóttir.


Albertína Elíasdóttir.     


Ingólfur Þorleifsson.     


Arna Lára Jónsdóttir.     


Magnús Reynir Guðmundsson.       


Jóna Benediktsdóttir.     


Rannveig Þorvaldsdóttir.




Er hægt að bæta efnið á síðunni?