Bæjarstjórn - 225. fundur - 24. maí 2007

 

Árið 2007, fimmtudaginn 24. maí kl. 17:00 hélt bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fund í fundarsal sínum í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Guðni G. Jóhannesson í h. st. Albertína Elíasdóttir. Ingi Þór Ágústsson í h. st. Hafdís Gunnarsdóttir.  Sigurður Pétursson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.   

 


Dagskrá:


I. Fundargerðir bæjarráðs 7/5., 14/5. og 21/5.


II. Fundargerð atvinnumálanefndar 16/5.


III. Fundargerð byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 30/4.


IV. Fundargerð félagsmálanefndar 8/5.


V. Fundargerð fræðslunefndar 8/5.


VI. Fundargerð hafnarstjórnar 27/4.


VII. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 9/5.


VIII. Fundargerð landbúnaðarnefndar 15/5.


IX. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Ísafjarðar 23/8.06. og 17/4.07. 


X. Fundargerðir umhverfisnefndar 8/5. og 14/5.


XI. Fundargerð þjónustuhóps aldraðra 4/5.


XII. Atvinnu- og byggðamál. - Staðan á Flateyri.

 


I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti,  Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Gísli H. Halldórsson.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta við 1. lið 528. fundargerð bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar felur atvinnumálanefnd að kanna möguleika á samstarfi einstaklinga, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja á norðanverðum Vestfjörðum, um að stofna almenningshlutafélag, sem hafi þann tilgang að kaupa veiðiheimildir og tryggja fullvinnslu sjávarafurða á svæðinu. Litið verði til reynslu af eignarhaldsfélaginu Glámu og leitað eftir samstarfi við fjármálastofnanir, Byggðastofnun og stjórn Hvetjanda eignarhaldsfélags.


Atvinnumálanefnd skili tillögum til bæjarstjórnar eigi síðar en 15. júní n.k.?

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun bæjarstjórnar við 3. og 4. lið 527. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir með bæjarráði og færir þeim Rúnari Óla Karlssyni, fráfarandi atvinnu- og ferðamálafulltrúa og Laufeyju Jónsdóttur, fráfarandi formanni barnaverndarnefndar, bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Ísafjarðarbæjar, ásamt góðum óskum um velgengni í nýjum störfum.?

 


Fundargerðin 7/5.  526. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 14/5.  527. fundur.


5. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


13. liður.  Tillaga bæjarráðs um millifærslu samþykkt 9-0.


13. liður.  Tillaga bæjarráðs um verktaka samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 21/5.  528. fundur.


1. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Gísli H. Halldórsson, Rannveig Þorvaldsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögur við 5. lið 72. fundargerðar atvinnumálanefndar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur til að þegar verði ráðist í þær frumrannsóknir sem þurfa að liggja fyrir áður en sveitarstjórnir á Vestfjörðum geta tekið afstöðu til  hugsanlegrar olíuhreinsistöðvar í fjórðungnum. Lykilatriði er að áætlanir um uppbyggingu og rekstur slíkrar stöðvar standist íslensk lög og skuldbindingar í umhverfismálum. Jafnframt er nauðsynlegt að rannsókn verði gerð á áhrifum framkvæmdarinnar á samfélagið og að framkvæmdin muni hafa jákvæð áhrif til eflingar byggðar á Vestfjörðum.?

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögur meirihluta við 5. lið 72. fundargerðar atvinnumálanefndar.


,, Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tilnefnir Þorleif Ágústsson sem aðalfulltrúa bæjarins í stjórn Náttúrustofu Vestfjarða.?

 


Fundargerðin 16/5.  72. fundur.


5. liður.  Tillaga um Þorleif Ágústsson sem fulltrúa í stjórn Náttúrustofu samþykkt 9-0.


5. liður.  Tillaga forseta er varðar byggingu olíuhreinsistöðvar samþykkt  9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


III. Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði.


Fundargerðin 30/4.  18. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Félagsmálanefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Gísli H. Halldórsson.


 


Fundargerðin 8/5.  284. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Fræðslunefnd.


Til máls tóku:  Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Rannveig Þorvaldsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Gísli H. Halldórsson, 

 


Fundargerðin 8/5.  255. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Hafnarstjórn.


Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Jóna Benediktsdóttir.

 


Fundargerðin 27/4.  125. fundur.


1. liður.  Tillaga hafnarstjórnar samþykkt 9-0.


3. liður.  Tillaga hafnarstjórnar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


VII. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 


Fundargerðin 9/5.  77. fundur.


1. liður.  Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


VIII. Landbúnaðarnefnd.


Fundargerðin 15/5.  80. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IX. Skólanefnd Tónlistarskóla Ísafjarðar.


Fundargerðin 23/8.06.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 17/4.07.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


X. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Albertína Elíasdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 


Fundargerðin 8/5.  263. fundur.


1. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.


7. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


12. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


Fundargerðin 14/5.  264. fundur.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


XI. Þjónustuhópur aldraðra.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir.

 


Fundargerðin 4/5.  48. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


XII. Atvinnu- og byggðamál. - Staðan á Flateyri.


Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir því er gert hefur verið í málefnum Flateyrar eftir að eigendur Kambs ehf., Flateyri, tóku þá ákvörðun að selja skip og aflaheimildir fyrirtækisins og hætta landvinnslu jafnframt.

 

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu bæjarfulltrúa Í-lista undir þessum lið.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins í þeim tilgangi að ræða atvinnumál á svæðinu.?


Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Jónu Benediktsdóttur, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Magnúsi Reyni Guðmundssyni.

 

Tillaga Í-lista samþykkt 7-0.

 

Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð.  Fundi slitið kl. 22:15.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.     


Hafdís Gunnarsdóttir.


Albertína Elíasdóttir.     


Magnús Reynir Guðmundsson.    


Jóna Benediktsdóttir.     


Arna Lára Jónsdóttir. 


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.




Er hægt að bæta efnið á síðunni?