Bæjarstjórn - 223. fundur - 26. apríl 2007
Fjarverandi aðalfulltrúar: Guðni G. Jóhannesson í h. st. Svanlaug Guðnadóttir. Birna Lárusdóttir í h. st. Guðný Stefanía Stefánsdóttir. Magnús Reynir Guðmundsson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.
Dagskrá:
I. Fundargerðir bæjarráðs 10/4., 16/4. og 23/4.
II. Fundargerðir félagsmálanefndar 3/4. og 17/4.
III. Fundargerð fræðslunefndar 10/4.
IV. Fundargerð hafnarstjórnar 13/4.
V. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 17/4.
VI. Fundargerð landbúnaðarnefndar 12/4.
VII. Fundargerð menningarmálanefndar 16/4.
VIII. Fundargerð umhverfisnefndar 11/4.
IX. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2006, fyrri umræða.
I. Bæjarráð.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Ingi Þór Ágústsson og Svanlaug Guðnadóttir.
Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögur meirihluta bæjarstjórnar við fundargerðir bæjarráðs.
Tillaga við 523. fundargerð bæjarráðs 5. lið.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að skipa eftirtalda í nefnd um endurskoðun stjórnsýslu og bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar:
Gísli H. Halldórsson, (D) formaður. Kristján G. Jóhannsson, (B) varaformaður. Þorleifur Pálsson, bæjarritari. Björn Jóhannesson, hdl.?
Formaður kalli nefndina ásamt bæjarstjóra til fyrsta fundar. Stefnt verði á að nefndin skili af sér í áföngum en ljúki störfum í október n.k.
Tillaga við 524. fundargerð bæjarráðs 5. lið.
,, Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að auglýsa gömlu slökkvistöðina í Hnífsdal betur. Tilboði Slysavarnardeildarinnar í Hnífsdal er þar með hafnað.?
Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 5. lið 523. fundargerð bæjarráðs. ,,Tillaga um fulltrúa Í-lista í nefnd um endurskoðun stjórnsýslu og bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar. Aðalmaður verði Arna Lára Jónsdóttir og til vara Jóna Benediktsdóttir.?
Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista að ályktun við 3. lið 524. fundargerðar bæjarráðs.
Tillaga bæjarfulltrúa Í-listans í Ísafjarðarbæ að ályktun vegna skýrslu nefndar forsætisráðherra um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar þeim umræðum sem orðið hafa um atvinnumál á Vestfjörðum í kjölfar almenns borgarafundar sem haldinn var í Hömrum á Ísafirði 11. mars síðastliðinn.
Nefnd sú sem forsætisráherra skipaði til að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum hefur nú skilað áliti sínu og tillögum. Þar má finna ýmsar eldri hugmyndir sem fram hafa komið í byggðaáætlun sem Vestfirðingar settu fram árið 2002 og í sambandi við Vaxtasamning Vestfjarða frá árinu 2005. Jafnframt eru þar nýjar hugmyndir um verkefni og verkefnaflutning til Vestfjarða á vegum opinberra aðila. Alls gera tillögurnar ráð fyrir rúmlega 70 opinberum störfum á Vestfjörðum á næstu árum. Miðað við þróun síðustu ára sem þýtt hefur fækkun opinberra starfa í landshlutanum á síðustu árum, ber að fagna slíkum tillögum. Það er ljóst að framkvæmd tillagnanna byggir algerlega á vilja og getu stjórnvalda til að fylgja þeim eftir.
Það veldur hinsvegar vonbrigðum að nefnd forsætisráherra skuli ekki treysta sér til að gera raunhæfar tillögur um jöfnun flutningskostnaðar eða strandsiglingar milli Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins, jafnvel þó hár flutningskostnaður sé einn stærsti þrándur í götu samkeppnisstöðu fyrirtækja á svæðinu. Einnig veldur það vonbrigðum að nefndin skuli ekki gera tillögu um stofnun sjálfstæðs háskóla á Vestfjörðum, þrátt fyrir samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þar um og háværar kröfur heimamanna.
Eftirtekt vekur að nefndin skoðar engar tillögur um leiðir til uppbyggingar hefðbundinna atvinnugreina á Vestfjörðum svo sem fiskveiða, fiskvinnslu og iðngreina þeim tengdum, né heldur um nýjar framleiðslugreinar svo sem fiskeldi eða skelfiskrækt. Þess vegna vekur það nokkra furðu að nefndin skuli taka í skýrslu sína tillögu um olíuhreinsistöð, en ekki hugmyndir um miðstöð pólsiglinga, þjónustustöð fyrir Austur-Grænland, stofnun rannsóknarmiðstöðvar í jarðkerfisfræðum, útflutning á vatni eða bjórverksmiðju.
Bæjarstjórn Ísafjarðar leggur áherslu á hraða og örugga framkvæmd þeirra tillagna sem snúa að ríkisvaldinu, ráðuneytum, opinberum stofnunum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og skorar á núverandi og væntanlega handhafa framkvæmdavaldsins að tryggja strax á þessu ári verulega fjölgun opinberra starfa á Vestfjörðum.
Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Örnu Láru Jónsdóttur, Rannveigu Þorvalds- dóttur og Sigurði Péturssyni.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta bæjarstjórnar undir 3. lið 524. fundargerðar bæjarráðs.
,,Undirrituð fagna skýrslu nefndar á vegum forsætisráðherra. Þar koma fram mikilvægar tillögur sem samþykktar hafa verið í ráðuneytum. Þá eru tillögur um að hraða vegaframkvæmdum, lækkun flutningskostnaðar vegna þungatakmarkana, hringtengingu ljósleiðara, aukið afhendingaröryggi rafmagns og um 80 tillögur að störfum. Því til viðbótar leggur nefndin fram tillögur að 50 öðrum störfum.
Forsætisráðherra hefur fylgt skýrslunni úr hlaði og ber að fagna því að ríkisstjórn hafi samþykkt þessa skýrslu, sem markar nýtt og jákvætt upphaf varðandi fjölgun starfa á Vestfjörðum.
Umræða um atvinnumál og ákvörðun skipan nefndarinnar var tekin áður en almennur borgarafundur var haldinn í Hömrum. Sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum funduðu með ríkisstjórn 2. febrúar s.l. og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar fylgdi eftir samþykktum bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á fundi með forsætisráðherra. Borgarafundur á Ísafirði var góð og þörf viðtöl við fyrri samþykktir og fundi með ríkisstjórninni.
Undirrituð vænta þess að kjörnir fulltrúar á Alþingi og ný ríkisstjórn muni fylgja tillögum nefndarinnar eftir og láti framkvæma allt sem þar kemur fram.
Fjöldi starfa er laus á norðanverðum Vestfjörðum í dag eins og sjá má á atvinnu- auglýsingum og er vonast til að sem flestir sæki um þau, þannig að hér fjölgi íbúum á svæðinu.
Undirritað af Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, Gísla H. Halldórssyni, Svanlaugu Guðnadóttur, Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur og Inga Þór Ágústssyni.
Svanlaug Guðnadóttir lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun undir 3. lið 524. fundar- gerðar bæjarráðs.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggst gegn hugmyndum um að leggja eignarhluta ríkisins í Orkubúi Vestfjarða og Rarik til Landsvirkjunar.?
Fundargerðin 10/4. 522. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 16/4. 523. fundur.
2. liður. Tillaga bæjarráðs við 1. lið í 136. fundargerðar
menningarmálanefndar samþykkt 9-0.
4. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
5. liður. Tillögur meiri- og minnihluta, um skipan í nefnd um endurskoðun
stjórnsýslu og bæjarmálasamþykktar samþykktar 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Fundargerðin 2/4. 524. fundur.
3. liður. Tillaga um ályktun Í-lista samþykkt 4-2.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir hjásetu sinni.
3. liður. Tillaga Svanlaugar Guðnadóttur að bókun samþykkt 9-0.
5. liður. Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 5-4.
9. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir bókun bæjarráðs við 9. lið 524. fundar bæjarráðs, þar sem Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu, eru þökkuð vel unnin störf fyrir Ísafjarðarbæ á liðnum árum og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
II. Félagsmálanefnd.
Fundargerðin 3/4. 282. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 17/4. 283. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
III. Fræðslunefnd.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og Sigurður Pétursson.
Fundargerðin 10/4. 254. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IV. Hafnarstjórn.
Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Svanlaug Guðnadóttir.
Fundargerðin 13/4. 124. fundur.
2. liður. Samþykkt hafnarstjórnar staðfest 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
V. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir og Ingi Þór Ágústsson.
Fundargerðin 17/4. 76. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VI. Landbúnaðarnefnd.
Til máls tók: Sigurður Pétursson.
Fundargerðin 12/4. 79. fundur.
1. liður. Tillaga landbúnaðarnefndar samþykkt 8-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
VII. Menningarmálanefnd.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Sigurður Pétursson og Arna Lára Jónsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista að bókun vegna hátíðarinnar ,, Aldrei fór ég suður?, undir 1. lið 136. fundargerðar menningarmálanefndar.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þakkar öllum þeim, sem unnu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar, einnig þeim sem lögðu fram styrki til hátíðarinnar. Það er mikils virði fyrir hvert bæjarfélag, að eiga öfluga frumkvöðla sem láta verkin tala eins og þessir einstaklingar hafa gert.?
Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Örnu Láru Jónsdóttur, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Sigurði Péturssyni.
Fundargerðin 16/4. 136. fundur.
1. liður. Tillaga Í-lista að bókun samþykkt 9-0.
Fundargerðin sjálf lögð fram til kynningar.
VIII. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Sigurður Pétursson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 11/4. 261. fundur.
1. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
Arna Lára Jónsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.
7. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.
IX. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2006, fyrri umræða.
Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson og Arna Lára Jónsdóttir.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2006 við fyrri umræðu.
Að loknum umræðum um ársreikning bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2006, lagði Gísli H. Halldórsson, forseti, til að ársreikningnum yrði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 3. maí 2007.
Tillaga forseta samþykkt 9-0.
Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð. Fundi slitið kl. 22:03
Þorleifur Pálsson, ritari.
Gísli H. Halldórsson, forseti.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Ingi Þór Ágústsson.
Svanlaug Guðnadóttir.
Sigurður Pétursson.
Jóna Benediktsdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.