Bæjarstjórn - 221. fundur - 15. mars 2007
Fjarverandi aðalfulltrúar: Guðni G. Jóhannesson í h. st. Svanlaug Guðnadóttir. Magnús Reynir Guðmundsson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir. Jóna Benediktsdóttir í h. st. Lilja Rafney Magnúsdóttir. Ingi Þór Ágústsson í h. st. Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Áður en gengið var til dagskrár óskaði Birna Lárusdóttir, forseti, eftir að teknar yrði á dagskrá kosningar í nefndir.
Fræðslunefnd.
Halldór Halldórsson D hættir sem aðalmaður og formaður. Tillaga er um að í hans stað verði Einar Pétursson D aðalmaður og formaður. Tillagan samþykkt 8-0.
Gróa Haraldsdóttir D hættir sem varamaður. Tillaga er um að í hennar stað verði Hrafnhildur Hafberg D varamaður. Tillagan samþykkt 7-0.
Íþrótta- og tómstundanefnd.
Hrafnhildur Hafberg D hættir sem varamaður. Tillaga er um að í hennar stað verði Gróa Haraldsdóttir D varamaður. Tillagan samþykkt 7-0.
Dagskrá:
I. Fundargerðir bæjarráðs 8/3. og 12/3.
II. Fundargerð atvinnumálanefndar 28/2.
III. Fundargerð barnaverndarnefndar 23/2.
IV. Fundargerð félagsmálanefndar 6/3.
V. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 7/3.
VI. Fundargerð stjórnar Skíðasvæðis 1/3.
VII. Fundargerðir umhverfisnefndar 27/2. og 7/3.
VIII. Fundargerð þjónustuhóps aldraðra 28/2.
IX. Fundargerð Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs 5/3.
X. Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans
fyrir árin 2008-2010, fyrri umræða.
I. Bæjarráð.
Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir, Gísli H. Halldórsson, Rannveig Þorvaldsdóttir og Sigurður Pétursson.
Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögur meirihluta bæjarstjórnar við 7. lið 518. fundar bæjarráðs.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að Svanlaug Guðnadóttir verði aðalfulltrúi Ísafjarðarbæjar á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í stað Guðna G. Jóhannessonar og að Ingi Þór Ágústsson verði aðalfulltrúi í stað Halldórs Halldórssonar.
Bæjarstjórn samþykkir að Svanlaug Guðnadóttir verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar á stofnfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., sem haldinn verður 23. mars 2007. Mun Svanlaug fara með atkvæðisrétt Ísafjarðarbæjar og undirrita stofnsamning félagsins f.h. Ísafjarðarbæjar.?
Arna Lára Jónsdóttir lagði fram fyrir hönd Í-lista svohljóðandi tillögu undir 518. fundargerðar bæjarráðs önnur mál.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar því frumkvæði íbúa að halda opinn borgarafund undir yfirskriftinni ?Lifi Vestfirðir?. Fundurinn var afar vel sóttur og málefnalegur þar sem vandamál og ekki síst tækifæri Vestfjarða voru til umræðu. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur heilshugar undir ályktun fundarins sem samþykkt var samhljóða.?
Ályktun: Opinn borgarafundur, haldinn í Hömrum á Ísafirði sunnudaginn 11. mars 2007, skorar á fulltrúa Vestfirðinga á alþingi og í sveitarstjórnum, hvar í flokki sem þeir standa, að taka höndum saman, leggja flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinast um þau brýnu úrlausnarefni sem við blasa í atvinnu- og byggðamálum hér á Vestfjörðum. Fundurinn krefst þess að stjórnvöld standi við margítrekuð loforð og stefnumótun um uppbyggingu Ísafjarðar sem eins af þremur byggðakjörnum utan höfuðborgarsvæðisins. Ennfremur að þessu svæði verði settar sanngjarnar leikreglur með ákvörðunum um nauðsynlegar framkvæmdir í samgöngumálum, tilfærslu opinberra starfa og eðlilegt aðgengi að fjármagni. Mikið vantar á að þetta landsvæði njóti jafnræðis á við aðra landshluta varðandi samgöngur, fjarskipti, flutningskostnað, menntunarkosti og almenn skilyrði í atvinnulífi. Beinir fundurinn því til frambjóðenda stjórnmálaflokkanna í Norðvesturkjördæmi að mæta til kosningabaráttunnar nú í vor með haldbærar tillögur um framtíð byggðar á Vestfjörðum. Við köllum eftir samstöðu þings og þjóðar gagnvart þeim vanda sem Vestfirðingar standa nú frammi fyrir.?
Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Lilju Rafney Magnúsdóttur, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Sigurði Péturssyni.
Gísli H. Halldórsson lagði fram svohljóðandi bókun við tillögu Í-lista vegna fundarins ,,Lifi Vestfirðir?.
,,Bæjarfulltrúar tóku þátt í að samþykkja ályktun fundarins í Hömrum þann 11. mars s.l. Látum fundinn eiga þessa ályktun eins og honum ber. Bæjarstjórn hefur gefið nægar yfirlýsingar að sinni. Nú bíðum við úrlausna.?
Undirritað af Gísla H. Halldórssyni.
Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun f.h. Í-lista við 518. fundargerð bæjarráðs önnur mál.
,,Fulltrúar Í-listans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsa yfir furðu sinni vegna skipan nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar, sem hefur það hlutverk að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum. Fulltrúar Í-listans telja það vera tímasóun að skipa nefnd til að fjalla um tillögur sem liggja nú þegar fyrir, í því samhengi má nefna þær tillögur sveitarstjórna á Vestfjörðum, sem lagðar voru fyrir ríkisstjórnina í byrjun febrúar og tillögur verkefnisstjórnar um byggðaáætlun fyrir Vestfirði. Fulltrúar Í-lista í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skora á fulltrúa í nefnd ríkisstjórnarinnar að hraða störfum sínum.?
Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Lilju Rafney Magnúsdóttur, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Sigurði Péturssyni.
Tillaga við 11. lið 518. fundargerðar bæjarráðs 12. 3. 2007 frá Sigurði Péturssyni fyrir hönd bæjarfulltrúa Í-listans:
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að segja upp samningum við SKG- Veitingar um starfrækslu mötuneytis í Grunnskóla Ísafjarðar frá 1. apríl næstkomandi, ef fyrirtækið samþykkir ekki að lækka matarverð í samræmi við lækkun virðisaukaskatts á matvæli sem tók gildi 1. mars síðastliðinn. Sama gildi um samninga sem bærinn hefur gert við fyrirtækið um matarkaup fyrir leikskólann Bakkaskjól í Hnífsdal og íbúa á Hlíf á Ísafirði.?
Greinargerð.
Á fundi bæjarráðs 12. mars síðastliðinn kom fram að SKG-veitingar hafa hafnað því að lækka verðskrá mötuneytis í Grunnskóla Ísafjarðar, í kjölfar lækkunar á virðisaukaskatti á matvæli frá 1. mars síðastliðinn. Jafnframt kom fram í greinargerð sviðsstjóra Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar að matarkostnaður Bakkaskjóls í Hnífsdal og íbúa á Hlíf muni heldur ekki lækka. Bæjarstjóra var falið að ræða frekar við fyrirtækið um þessa ákvörðun. Verði ekki árangur af þeim viðræðum er bæjarstjóra falið með samþykkt þessari að segja upp samningum bæjarins við ofannefnt fyrirtæki um matarkaup og starfrækslu mötuneytis. Það er skýlaus krafa að lækkun matarverðs komi neytendum til góða á þessu sviði sem öðrum.
Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Lilju Rafney Magnúsdóttur, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Sigurði Péturssyni.
Fundargerðin 8/3. 517. fundur.
7. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
10. liður. Tillaga bæjarstjóra varðandi skipan nefndar um nýtt byggðamerki fyrir Ísafjarðarbæ samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Fundargerðin 12/3. 518. fundur.
5. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
7. liður. Tillaga lögð fram af Birnu Lárusdóttur, forseta, um breytingu á fulltrúum á XXI. landsþing Samb. ísl. sveitarf. samþykkt 9-0.
7. liður. Tillaga lögð fram af Birnu Lárusdóttur, forseta, um fulltrúa Ísafjarðarbæjar á stofnfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., samþykkt 9-0.
11. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
11. liður. Tillaga Í-lista um samninga við SKG-Veitingar felld 5-4.
Önnur mál. Tillaga Í-lista vegna fundarins ,,Lifi Vestfirðir? samþykkt 8-1.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
II. Atvinnumálanefnd.
Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu f.h. Í-lista við 4. lið 71. fundargerðar atvinnumálanefndar. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra, að óska eftir viðræðum við Orkubú Vestfjarða á grundvelli niðurstaðna nýrra skýrslna um hitastigulsboranir í Bolungarvík og Álftafirði, sem framkvæmdar voru síðasta sumar. Þær niðurstöður gefa til kynna að miklar líkur séu á því að heitt vatn sé að finna bæði í Tungudal og Engidal og í ljósi þess, sé rétt að ræða við forsvarsmenn Orkubúsins, um næstu skref í þessu stóra hagsmunamáli sveitarfélagsins.?
Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Lilju Rafney Magnúsdóttur, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Sigurði Péturssyni.
Tillaga lögð fram af Sigurði Péturssyni fyrir hönd bæjarfulltrúa Í-listans við 5. lið 71. fundargerðar atvinnumálanefndar frá 28. febrúar 2007.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela atvinnumálanefnd að láta nú þegar kanna möguleika á stofnun fyrirtækis til nýtingar ferskvatns úr Vestfjarðagöngunum. Í því sambandi verði í fyrsta lagi kannað hvort mögulegt er að selja vatnið úr landi í samstarfi við innlenda eða erlenda aðila og í öðru lagi hvort fýsilegt er að stofna bruggverksmiðju sem nýtt gæti vatnið úr göngunum til ölgerðar.?
Greinargerð. Það er ljóst að mikið magn hreins og ómengaðs vatns rennur stöðugt úr Vestfjarðagöngum og með minnkandi úrvinnslu sjávarafurða hér á Ísafirði þarf að leita nýrra leiða til að nýta þessa auðlind. Því er lagt til að atvinnumálanefnd hafi forgöngu um könnun á möguleikum til nýtingar vatnsins til framleiðslu og útflutnings.
Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Lilju Rafney Magnúsdóttur, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Sigurði Péturssyni.
Fundargerðin 28/2. 71. fundur.
4. liður. Tillaga Í-lista samþykkt 9-0.
5. liður. Tillaga Í-lista samþykkt 9-0.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
III. Barnaverndarnefnd.
Fundargerðin 23/2. 80. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IV. Félagsmálanefnd.
Fundargerðin 6/3. 280. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
V. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Til máls tóku: Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Fundargerðin 7/3. 74. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VI. Stjórn Skíðasvæðis.
Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 1/3. 9. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VII. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Sigurður Pétursson.
Fundargerðin 27/2. 256. fundur.
Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.
Fundargerðin 7/3. 257. fundur.
4. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
10. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.
VIII. Þjónustuhópur aldraðra.
Fundargerðin 28/2. 47. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IX. Þróunar- og starfsmenntunarsjóður.
Fundargerðin 5/3. 17. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
X. Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2008-2010, fyrri umræða.
Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir drögum að þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2008-2010 við fyrri umræðu.
Að loknum umræðum um þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans, lagði Birna Lárusdóttir, forseti, til að áætluninni yrði vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar. Tillaga forseta samþykkt 9-0.
Í fundarlok.
Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í lok fundar bæjarstjórnar.
,,Í kjölfar hörmulegs sjóslyss í mynni Ísafjarðardjúps aðfaranótt 14. mars s.l., vottar bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar aðstandendum hinna látnu dýpstu samúð.?
Bæjarfulltrúar og aðrir viðstaddir risu úr sætum og vottuðu hinum látnu virðingu sína með einnar mínútu þögn.
Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð. Fundi slitið kl. 21:30.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Birna Lárusdóttir, forseti.
Gísli H. Halldórsson.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Svanlaug Guðnadóttir.
Sigurður Pétursson.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.