Bæjarstjórn - 216. fundur - 21. desember 2006
Fjarverandi aðalfulltrúi: Guðný Stefanía Stefánsdóttir í h. st. Níels Björnsson.
Í upphafi fundar leitaði Gísli H. Halldórsson, forseti, eftir heimild bæjarstjórnar, til að taka inn á dagskrá fundarins 249. fundargerð fræðslunefndar frá 19. desember s.l., sem IV. lið dagskrár.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Jóna Benediktsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir beiðni forseta 9-0.
Dagskrá:
I. Fundargerðir bæjarráðs 11/12. og 18/12.
II. Fundargerðndargerð barnaverndarnefndar 14/12.
III. Fundargerð félagsmálanefndar 14/12.
IV. Fundargerð fræðslunefndar 19/12.
V. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 5/12.
VI. Fundargerð staðardagskrárnefndar 5/12.
VII. Fundargerð stjórnar Skíðasvæðis 7/12.
VIII. Fundargerð umhverfisnefndar 13/12.
IX. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2007, síðari umræða.
I. Bæjarráð.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Guðni G. Jóhannesson, Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson, Arna Lára Jónsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Jóna Benediktsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu við 3. lið 506. fundargerðar bæjarráðs. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við aðstandendur fyrirhugaðrar miðstöðvar fyrir fólk með skert lífsgæði með það að markmiði að Ísafjarðarbær leggi miðstöðinni til hentugt húsnæði.?
Fundargerðin 11/12. 506. fundur.
3. liður. Gísli H. Halldórsson, forseti, leggur til að tillögu Sigurðar verði vísað frá.
Tillagan Gísla H. Halldórssonar, forseta, samþykkt 5-4.
Gísli H. Halldórsson, forseti lagði fram svohljóðandi bókun við 3. lið. ,,Málið er í réttum farvegi og verður unnið eins fljótt og auðið er.?
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Fundargerðin 18/12. 507. fundur.
2. liður. Afgreiðsla bæjarráðs staðfest 9-0.
5. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
II. Barnaverndarnefnd.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Magnús Reynir Guðmundsson.
Fundargerðin 14/12. 76. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
III. Félagsmálanefnd.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Gísli H. Halldórsson, forseti og Magnús Reynir Guðmundsson,
Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu við 4. lið 277. fundargerðar félagsmálanefndar. ,,Legg til að bæjarstjóra verði falið að kanna hvort og þá hverning önnur sveitarfélög koma að stuðningi við fjölskyldumeðferð vegna vímuefnavanda.?
Fundargerðin 14/12. 277. fundur.
4. liður. Tillaga Jónu Benediktsdóttur samþykkt 9-0.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IV. Fræðslunefnd.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Magnús Reynir Guðmundsson.
Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í- lista við 1. lið 249. fundargerðar fræðslunefndar. ,,Þar sem afgreiðslu tillögunnar ber að án þess að bæjarfulltrúar hafi haft tækifæri til nauðsynlegs undirbúnings, leggjum við fram eftirfarandi. Í trausti þess að faglega hafi verið staðið að vali milli þessara þriggja hæfu umsækjenda, um stöðu leikskólastjóra og öll gögn verið metin á hlutlausan hátt, samþykkjum við tillögu fræðslunefndar.?
Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Sigurði Péturssyni, Magnúsi Reyni Guðmundssyni og Örnu Láru Jónsdóttur.
Fundargerðin 19/12. 249. fundur.
1. liður. Tillaga fræðslunefndar samþykkt 9-0.
Jóna Benediktsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Forseti vísar fundargerðinni að undanskildum 1. lið til næsta fundar bæjarráðs.
V. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Ingi Þór Ágústsson.
Fundargerðin 5/12. 69. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VI. Staðardagskrárnefnd.
Til máls tók: Arna Lára Jónsdóttir.
Fundargerðin 5/12. 30. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VII. Stjórn Skíðasvæðis.
Fundargerðin 7/12. 4. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VIII. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson, Guðni G. Jóhannesson og Arna Lára Jónsdóttir.
Fundargerðin 13/12. 247. fundur.
4. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
5. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.
IX. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2007, síðari umræða.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson, Guðni G. Jóhannesson, Arna Lára Jónsdóttir, Ingi Þór Ágústsson og Jóna Benediktsdóttir.
Með útsendri dagskrá 216. fundar bæjarstjórnar voru neðangreindar breytingatillögur meirihluta B- og D-lista í bæjarstjórn, sem og breytingatillögur minnihluta Í-lista, við frumvarp að fjárhagsáætlun 2007, er lögð var fram á 215. fundi bæjarstjórnar.
Tillögur merktar nr. I.
Tillögur meirihluta bæjarstjórnar að breytingum í frumvarpi til fjárhagsáætlunar 2007, 18. desember 2006.
Tekjur.
Áætlað aukið framlag úr Jöfnunarsjóði v. fasteignaskatts kr. 10.000.000.-
Áætlað aukið framlag úr Jöfnunarsjóði v. útgjaldajöfnunarframlags kr. 20.000.000.-
Aukin útgjöld/(lækkun) útgjalda.
Varasjóður húsnæðismála, framlag ársins 2007 kr. 300.000.-
Staðardagskrárnefnd kr. 200.000.-
Kosningar til Alþingis, nefndalaun kr. (324.000.-)
Hagræðingarkrafa til Fasteigna Ísafjarðarbæjar kr.(10.000.000.-)
Hagræðingarkrafa, 4% hækkun óbundinna liða í stað 8% kr.(30.000.000.-)
Tillögur merktar nr. II.
Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2007.
Tillögur bæjarfulltrúa Í-listans, 18. desember 2006.
A. Sparnaðartillögur og tekjuaukning:
1. Föst yfirvinna samkvæmt ráðningarsamningum verði skorin niður um 25% (undanskildir eru samningar sem lækkaðir hafa verið á síðustu mánuðum).
2. Yfirvinnuþak verði sett á allar deildir og stofnanir. Yfirvinna skorin niður um 10% að meðaltali.
3. Bifreiðastyrkir samkvæmt ráðningarsamningum verði skornir niður um 25%.
4. Föst laun bæjarstjóra verði lækkuð um kr. 160.000 á mánuði, í samræmi við breytingar á störfum hans eftir að hann var kjörinn formaður Sambands isl. sveitarfélaga. Ennfremur verði bifreiðastyrkur og föst yfirvinna lækkuð um 30%.
5. Laun vegna nefndarstarfa hækki ekki frá því sem verið hefur síðastliðin ár. Laun formanna nefnda verði með 50% álagi í stað 100%.
6. Fasteignaskattur samkvæmt flokki C, lögaðilar (atvinnuhúsnæði), hækki úr 1,49% af mati í 1,65%.
B. Hagræðingartillögur:
1. Skipulagsbreytingar á skóla- og fjölskyldusviði. Markmið þeirra verði að færa ábyrgð aftur til einstakra stofnana.
2. Skíðasvæði verði sameinað Þjónustustöð (áhaldahúsi).
3. Unnið verði að skipulagsbreytingu varðandi slökkvistöð og sjúkraflutninga.
C. Tillögur til breytinga á frumvarpi til fjárhagsáætlunar:
1. Leikskólar. Gjaldfrjáls leikskóli fyrir 5 ára börn frá 1. janúar 2007.
2. Sett verði að nýju upp Íslandskort á Grunnskóla Suðureyrar.
3. Framlag til Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar hækki um 8%.
4. Gert verði ráð fyrir framlagi til sparkvallar á Flateyri.
5. Gert verði ráð fyrir framlag vegna útboðs á gámastöð við Suðureyri.
6. Framlag til undirbúnings og hönnunar hjúkrunarheimilis á Ísafirði.
7. Framlag til leitar að heitu vatni í Skutulsfirði.
D. Sérstakar tillögur:
1. Afsláttur til ellilífeyris- og örorkuþega af fasteignaskatti og holræsagjaldi, vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota, verði hlutfallslega sá sami og hækkanir á þessum gjöldum samkvæmt fjárhagsáætlun.
2. Þjónustudeild Hlífar verði ekki lögð niður nema tryggt sé að aukin heimahjúkrun og heimaþjónusta geti komið í staðinn þann tíma sem beðið er eftir nýju hjúkrunarheimili.
3. Ekki verði samþykkt heimild til sölu 7 íbúða á Hlíf - I á næsta ári (sbr. stefnuræðu bæjarstjóra bls. 3).
4. Framlag til byggingar nýs safnahúss í Neðstakaupstað, kr. 10.000.000 fjárhagsáætlun 2006, verði sett á sérstakan biðreikning þar til unt verður að hefja framkvæmdir, en ekki fellt niður eins og segir í stefnuræðu bæjarstjóra.
5. Leitað verði samninga við K.S.Í. um byggingu þriggja grasvalla, á Flateyri, Suðureyri og í Hnífsdal, á kjörtímabilinu og jafnframt rætt við íbúasamtök á þessum stöðum um að koma að framkvæmdunum.
6. Framlög Ísafjarðarbæjar vegna þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi verði endurskoðuð og að því stefnt, að úthlutað verði
ákveðinni upphæð til hvers barns á ári í þessu skyni. Hafnar verði viðræður
við íþrótta- og tómstundafélög, Tónlistarskóla Ísafjarðar og Listaskóla
Rögnvaldar Ólafssonar um þessa hugmynd.
7. Gengið verði frá lóð Tjarnar á Þingeyri (dvalarheimili aldraðra) á árinu 2007.
8. Gert verði ráð fyrir framlagi til stuðnings við innflytjendur og stefnumótunar í málefnum þeirra. Málið verði unnið í samstarfi við Fjölmenningarsetur á Ísafirði.
Bæjarfulltrúar Í-listans í Ísafjarðarbæ.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, flutti stefnuræðu meirihluta bæjarstjórnar við síðari umræðu fjárhagsáætlunar 2007 með áður útsendum breytingartillögum meirihluta við frumvarp að fjárhagsáætlun 2007, er lagt var fram á 215. fundi bæjarstjórnar. Eins gerði bæjarstjóri í stefnuræðu grein fyrir breytingum á gjaldskrám, sem orðið hafa á milli fyrri og síðari umræðu, ásamt álagningaprósentu einstakra fasteignagjalda. Breytingatillögum meirihluta er ekki fylgdu dagskrá var dreift á fundinum fyrir stefnuræðu bæjarstjóra.
Tillögur merktar nr. III.
Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögur og bókanir meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar við tillögur Í-lista við fjárhagsáætlun 2007.
,, Tillögur Í-lista eru án kostnaðarmats þannig að ekki kemur fram í þeim hver sparnaður verði af sparnaðartillögum, né heldur hver útgjöld verði. Kostnaður umfram sparnað í tillögum Í-lista er að mati bæjarstjóra um 40-50 m.kr. Er þá miðað við fjárfestingartillögur og tillögur sem hækka rekstur.
Margar tillögurnar má þegar sjá í stefnuræðu bæjarstjóra við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar og í málefnasamningi meirihlutaflokkanna. Þess vegna ætti að geta náðst sátt um margar af þeim áherslum sem koma fram í tillögum Í-lista.
A. Sparnaðartillögur og tekjuaukning:
1. Föst yfirvinna samkvæmt ráðningarsamningum er um 3,7% af allri yfirvinnu hjá Ísafjarðarbæ. Með þessari tillögu næst fram sparnaður sem nemur innan við 1/2 % af launakostnaði bæjarins. Niðurskurður yfirvinnu um 25% kallar á uppsögn allra samninga og skv. áliti verkalýðsfélaga jafngildir það uppsögn viðkomandi starfsmanns. Meirihlutinn leggur því til að þessari tillögu verði vísað til vinnu sem framundan er við endurskoðun yfirvinnu eins og boðað er í stefnuræðu við fyrri umræðu.
2. Yfirvinnuþak 10% á allar deildir og stofnanir. Reikna þarf út hagkvæmni þess að setja 10% yfirvinnuþak og hvort það hafi þau áhrif að fjölga þurfi starfsfólki til að standa áfram undir sömu þjónustu. Meirihlutinn leggur því til að þessari tillögu verði vísað til vinnu sem framundan er við endurskoðun yfirvinnu eins og boðað er í stefnuræðu við fyrri umræðu.
3. Bifreiðastyrkir verði skornir niður um 25%. Hér er um tæpar 10 m.kr. að ræða á ársgrundvelli þar sem starfsfólk leggur til eigin bifreið í þágu starfs síns. Hér þarf að skoða hvort ekki eigi að segja upp öllum bifreiðastyrkjum og að greitt verði samkvæmt akstursdagbók. Meirihlutinn leggur því til að þessari tillögu verði vísað til vinnu sem framundan er við endurskoðun yfirvinnu eins og boðað er í stefnuræðu við fyrri umræðu.
4. Í haust var gerður nýr ráðningarsamningur við bæjarstjóra þar sem miðað var við laun annarra bæjarstjóra í landinu. Eru þau laun fyllilega samanburðarhæf. Þegar sá ráðningarsamningur er gerður situr bæjarstjóri í nefndum og ráðum eins og algengt er með þá er sinna starfi bæjarstjóra. Meirihlutinn leggur til að þessi tillaga verði felld.
5. Laun vegna nefndastarfa hafa ekki hækkað síðastliðin tvö ár að tillögu meirihlutans. Í samanburði milli sveitarfélaga má sjá að laun til bæjarfulltrúa og nefndafólks í Ísafjarðarbæ eru fyllilega samanburðarhæf við það sem gerist annars staðar. Störf bæjarfulltrúa og nefndafólks eru mikil að vöxtum og hafa aukist á undanförnum árum með fleiri og flóknari verkefnum og auknum kröfum. Engin rök eru færð fyrir því að greiða eigi nefndaformönnum lægri laun en þeir fá í dag. Það er mikil vinna að vera formaður nefndar. Meirihlutinn leggur til að þessi tillaga verði felld. 6. Í tillögum meirihluta með tilvísun til stefnuræðu við fyrri umræðu er gert ráð fyrir hækkun álagningarprósentu ef forsendur fyrir hækkun fasteignamats standast ekki. Meirihlutinn gerir því tillögu að hækkun C-flokks úr 1,49% í 1,60%.
B. Hagræðingartillögur:
1. Tillaga Í-lista er um skipulagsbreytingar á skóla- og fjölskyldusviði. Það er í samræmi við málefnasamning meirihlutaflokkanna og ákvörðun um almenna endurskoðun í stefnuræðu við fyrri umræðu. Meirihlutinn leggur til að þessu verði vísað til vinnu sem er framundan vegna endurskoðunar á skipuriti og stjórnsýslunni.
2. Sameining skíðasvæðis og þjónustustöðvar gæti komið til greina en það er álit meirihlutans að ný stjórn skíðasvæðis þurfi ráðrúm til að koma með tillögur vegna rekstrarins. Þá kemur einnig til álita að leita frekara samstarfs við íþróttafélögin um rekstur íþróttamannvirkja að mati meirihlutans. Meirihlutinn leggur til að beðið verði eftir tillögum frá stjórn skíðasvæðis.
3. Skipulagsbreytingar varðandi slökkvistöð og sjúkraflutninga tengist annarri úttekt sem framundan er. Nýbúið er að skrifa undir samning um sjúkraflutninga milli Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðisstofnunar og þar með er gert ráð fyrir að vera áfram með sjúkraflutninga frá slökkvistöðinni á Ísafirði. Meirihlutinn leggur til að þessari vinnu verði vísað til endurskoðunar.
C. Tillögur til breytinga á frumvarpi til fjárhagsáætlunar:
1. Í tillögum meirihluta er gert ráð fyrir að stíga fyrsta skref að gjaldfrjálsum leikskóla fyrir 5 ára börn. Tveir tímar verða gjaldfrjálsir frá og með 1. janúar 2007. Meirihlutinn leggur til að þessi tillaga Í-lista verði felld.
2. Tillaga Í-lista um að setja upp að nýju Íslandskort á Grunnskóla Suðureyrar er óþörf því það hefur ávallt verið hluti af því verki að klæða skólann og hefur oft komið fram. Kortið verður sett upp næsta sumar og er verkefni Eignasjóðs.
3. Framlag til Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar hækki um 8%. Framlagið er hækkað um 5% í frumvarpi að fjárhagsáætlun og var hækkað um 1,5 m.kr. á árinu 2006. Meirihlutinn leggur til að tillagan verði felld.
4. Í stefnuræðu við fyrri umræðu kom fram af hálfu meirihluta að bygging sparkvalla sé háð framlagi KSÍ. Nú hefur fengist staðfest að KSÍ mun styrkja a.m.k. einn sparkvöll í Ísafjarðarbæ á næsta ári. Meirihlutinn leggur til að gert verði ráð fyrir sparkvelli í fjárhagsáætlun og leitað verði til íbúa, íbúasamtaka og íþróttafélaga um samstarf við byggingu vallarins.
5. Vegna mikilla framkvæmda á næsta ári er ekki gert ráð fyrir uppbyggingu gámastöðva. Takmarka verður framkvæmdir og útgjöld og dreifa á fleiri ár. Meirihlutinn leggur til að þessi tillaga verði felld.
6. Nú hefur verið kynnt sú ákvörðun heilbrigðisráðherra að byggja hjúkrunarheimili á Ísafirði. Það er óþarfi að gera ráð fyrir framlagi til þess af hálfu Ísafjarðarbæjar á árinu 2007 þar sem ráðherra kynnti að hönnun yrði á árinu 2009 og byggingaframkvæmdir á árinu 2010. Meirihlutinn leggur til að þessi tillaga verði felld.
7. Framlag til leitar að heitu vatni verður ekki ákveðið fyrr en fyrir liggur hvort og þá hvernig samstarf verður um þá leit. Í málefnasamningi meirihlutaflokkanna er gert ráð fyrir þessu verkefni. Meirihlutinn leggur til að þessi tillaga verði felld.
D. Sérstakar tillögur:
1. Meirihlutinn gerir ráð fyrir því að afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og holræsagjaldi vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota verði hærri en aðrar hækkanir á gjöldum samkvæmt fjárhagsáætlun. Að mati meirihlutans gengur tillaga Í-lista ekki nógu langt. Meirihlutinn leggur til að afsláttur til elli- og örkorkulífeyrisþega verði aukinn umfram áætlaðar kostnaðarhækkanir og verði ákveðinn samkvæmt venju í bæjarráði í janúar áður en álagning fer fram.
2. Fram hefur komið af hálfu meirihlutans að þjónustudeildin á Hlíf verður ekki lögð niður nema veitt verði aukin heimaþjónusta. Heimahjúkrun er á vegum ríkisins.
3. Gert er ráð fyrir sölu allt að 7 íbúða á Hlíf I í frumvarpinu. Áfram verður boðið upp á leiguhúsnæði á Hlíf I enda eru 30 íbúðir þar. Meirihlutinn leggur til að þessi tillaga Í-lista verði felld.
4. Gert er ráð fyrir samkvæmt stefnuræðu við síðari umræðu að framlag til safnahúss í Neðstakaupstað á fjárhagsáætlun 2006 verði greidd inn á reikning byggingarinnar. Þá er gert ráð fyrir framlagi af fjárlögum Alþingis 4,5 m.kr. árið 2007 og að Eignasjóður Ísafjarðarbæjar komi með framlag sé þörf á því árið 2007 til viðbótar því sem áður er nefnt.
5. Bygging sparkvalla er skilgreind í málefnasamningi meirihlutaflokkanna.
6. Framlög Ísafjarðarbæjar vegna þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi er skilgreint í málefnasamningi. Hafin er vinna við þetta nú þegar eins og fram koma á 215. fundi bæjarstjórnar.
7. Gert er ráð fyrir því að ganga frá lóð við Tjörn á Þingeyri næsta sumar.
8. Gert er ráð fyrir framlagi vegna fjölmenningarstefnu og vinna stendur yfir á vegum Ísafjarðarbæjar í þessu máli.
Undirritað af Gísla H. Halldórssyni, forseta.
Tillögur merktar nr. IV.
Tillögur meirihluta að breytingum á gjaldskrám frá fyrri umræðu.
Afgreiðslur tillagna við síðari umræðu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
Tillögur merktar nr. I.
Tillögur meirihluta bæjarstjórnar að breytingum í frumvarpi til fjárhagsáætlunar 2007, dagsettar þann 18. desember 2006.
Tillögurnar bornar upp í heild og samþykktar 5-4.
Tillögur merktar nr. II.
Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2007. Tillögur bæjarfulltrúa Í-lista, dagsettar 18. desember 2007. Hver og ein tillaga var borin upp sérstaklega og hlutu eftirfarandi tillögur afgreiðslu.
A. Sparnaðartillögur og tekjuaukning.
4. Tillagan felld 5-4.
5. Tillagan felld 5-4.
6. Tillagan felld 5-4.
B. Hagræðingartillögur.
2. Tillagan felld 5-4.
C. Tillögur til breytinga á frumvarpi til fjárhagsáætlunar.
1. Tillagan felld 5-4.
2. Tillagan samþykkt 9-0.
3. Tillagan felld 5-4.
4. Tillagan samþykkt 4-0.
5. Tillagan felld 5-4.
6. Tillagan felld 5-4.
7. Tillagan felld 5-4.
D. Sérstakar tillögur.
2. Tillagan samþykkt 8-1.
3. Tillagan felld 5-4.
4. Tillagan dregin til baka við afgreiðslu.
5. Tillagan samþykkt 9-0.
6. Tillagan samþykkt 9-0.
7. Tillagan dregin til baka við afgreiðslu.
8. Tillagan samþykkt 9-0.
Tillögur merktar nr. III.
Tillögur og bókanir meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar við tillögur Í-lista við fjárhagsáætlun 2007. Hver og ein tillaga var borin upp sérstaklega og hlutu eftirfarandi tillögur afgreiðslu.
A. Sparnaðartillögur og tekjuaukning.
1. Tillagan samþykkt 5-4.
2. Tillagan samþykkt 5-4.
3. Tillagan samþykkt 5-4.
6. Tillagan samþykkt 5-4.
B. Hagræðingartillögur.
1. Tillagan samþykkt 9-0.
2. Tillagan samþykkt 7-0.
3. Tillagan samþykkt 9-0.
D. Sérstakar tillögur.
1. Tillagan samþykkt 9-0.
Tillögur merktar nr. IV.
Tillögur meirihluta að breytingum á gjaldskrám frá fyrri umræðu.
Tillögurnar bornar upp til atkvæða í heild og samþykktar 5-4.
Gísli H. Halldórsson, forseti, bar upp til samþykktar frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2007, með áorðnum breytingum, fjármagnsstreymi, texta og heimildarákvæðum.
Fjárhagsáætlunin þannig breytt samþykkt 5-4.
Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
Bókun bæjarfulltrúa Í-lista vegna samþykktar fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2007. ,,Bæjarfulltrúar Í-lista lýsa yfir andstöðu sinni gegn fjárhagsáætlun, sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa samþykkt fyrir árið 2007. Í áætluninni eru óljósar og óraunhæfar hagræðingarkröfur og flatur niðurskurður rekstrarútgjalda, sem geta þýtt skerðingu á grunnþjónustu við bæjarbúa. Þar er einnig gert ráð fyrir niðurskurði í skólamálum á Flateyri og Suðureyri, sem eru í beinni andstöðu við stefnu Í-lista. Fjárhagsáætlun ársins 2007 gerir ráð fyrir áframhaldandi rekstrarhalla Ísafjarðarbæjar og aukinni skuldasöfnun, án þess að tekið sé á þeim vanda. Bæjarfulltrúar Í-lista lýsa fullri ábyrgð á hendur fulltrúum D- og B-lista vegna samþykktar þessarar fjárhagsáætlunar og greiða því atkvæði gegn henni.
Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Jónu Benediktsdóttur, Sigurði Péturssyni og Magnúsi Reyni Guðmundssyni.
Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð. Fundi slitið kl. 22:15.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Gísli H. Halldórsson, forseti.
Guðni G. Jóhannesson.
Ingi Þór Ágústsson.
Níels Björnsson.
Sigurður Pétursson.
Arna Lára Jónsdóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Jóna Benediktsdóttir.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.