Bæjarstjórn - 213. fundur - 23. nóvember 2006

 

Fjarverandi aðalfulltrúar:  Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, í h. st. Ingólfur Þorleifsson.  Magnús Reynir Guðmundsson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.

 

Dagskrá:


I. Fundargerðir bæjarráðs 6/11., 13/11. og 20/11.


II. Fundargerð atvinnumálanefndar 6/11.


III. Fundargerðir barnaverndarnefndar 26/10. og 16/11.


IV. Fundargerðir félagsmálanefndar 7/11. og 9/11.


V. Fundargerð fræðslunefndar 14/11.


VI. Fundargerðir hafnarstjórnar 1/11. og 9/11.


VII. Fundargerð menningarmálanefndar 6/11.


VIII. Fundargerðir umhverfisnefndar 8/11. og 16/11.

 


I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Guðni G. Jóhannesson, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir, Ingi Þór Ágústsson og Jóna Benediktsdóttir.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta bæjarstjórnar við 9. lið 503. fundargerðar bæjarráðs.


,,Bæjarfulltrúar B- og D-lista í meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar leggja til, að samþykktir verði samningar við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf., Ísafirði, um sorphirðu í Ísafjarðarbæ, gámahreinsun í Ísafjarðarbæ og urðun á óbrennanlegu sorpi að Klofningi við Flateyri, samningar er lagðir voru fram undir 9. lið á 503. fundi bæjarráðs þann 20. nóvember s.l. og vísað var til afgreiðslu í bæjarstjórn.  Gildistími verði eins og segir í greindum samningum frá 1. nóvember 2006 til 31. október 2010.


Um leið falli úr gildi samningur við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf., er undirritaður var þann 25. júlí s.l., um hirðun á húsasorpi, brennanlegu og óbrennanlegu, í þéttbýliskjörnum Ísafjarðarbæjar, ásamt gámum og körum af þar til gerðum gámasvæðum og stofnunum. Gildistími þess samnings var frá 1. júlí 2006 til 30. júní 2007.


Ekki verði að sinni tekin afstaða til samnings, um sorphirðu frá stofnunum Ísafjarðarbæjar, er jafnframt var lagður fram undir 9. lið 503. fundar bæjarráðs.?


 


Fundargerðin 6/11.  501. fundur.


9. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 13/11.  502. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 20/11.  503. fundur.


4. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


5. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.


8. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


9. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 5-4.


Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við afgreiðslu bæjarstjórnar á 9. lið 503. fundar bæjarráðs.


Bókun vegna samninga Ísafjarðarbæjar og Gámaþjónustu Vestfjarða ehf., um sorphreinsun, gámahreinsun og urðun á óbrennanlegu sorpi. 


,,Undirritaðir bæjarfulltrúar Í-listans í Ísafjarðarbæ gagnrýna harðlega meirihluta bæjarstjórnar fyrir að semja án útboðs um sorphreinsun og sorpurðun til fjögurra ára.  Bæjarfulltrúar Í-listans ítreka fyrri tillögur sínar um útboð á sorphirðu, gámahirðingu og urðun sorps í sveitarfélaginu.  Við teljum að leita skuli útboða á stórum verkþáttum á vegum sveitarfélagsins eins og hér um ræðir, til að halda niðri kostnaði íbúanna og til að jafnræðis sé gætt meðal þeirra sem stunda verktakastarfsemi hér í bæ. 


Í júlímánuði síðastliðnum samþykkti meirihluti bæjarráðs að semja til eins árs við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf., um sorphirðingu og gámahirðingu.  Var sú ákvörðun staðfest af bæjarstjórn 31. ágúst s.l. og allar tillögur bæjarfulltrúa Í-listans um útboð á sorphirðingu og sorpurðun felldar.  Í bókun frá fulltrúa meirihlutans til rökstuðnings þessari ákvörðun kom þetta fram:  ,,Framundan eru miklar breytingar á tilhögun sorphirðu og sorpeyðingar í landinu með tilkomu Úrvinnslusjóðs.  Fyrir liggur að sorpflokkun mun breytast þar sem skilagjald leggst á ákveðin efni eins og pappír, plast o.fl.  Sorpflokkun eykst, gjaldskrár munu breytast og mjög líklegt er að taka fyrir upp nýtt kerfi varðandi innheimtu á sorphirðu og sorpeyðingu.  Þar til reynsla hefur fengist á nýja tilhögun er útboð á sorphirðu erfitt í framkvæmd og óhagkvæmt.?


Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hefur meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks nú ákveðið að semja við verktaka án útboðs til næstu fjögurra ára.  Þessi stefnubreyting vekur furðu okkar.  Teljum við að hagsmunum bæjarsjóðs og bæjarbúa sé ekki þjónað með þessari samþykkt.?


Undirritað af Sigurði Péturssyni, Örnu Láru Jónsdóttur, Jónu Benediktsdóttur og Rannveigu Þorvaldsdóttur.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


Til máls tók: Arna Lára Jónsdóttir.

 


Fundargerðin 6/11.  68. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Barnaverndarnefnd. 


Til máls tóku: Rannveig Þorvaldsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Arna Lára Jónsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Guðni G. Jóhannesson og Gísli H. Halldórsson, forseti.

 


Fundargerðin 26/10.  74. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.





Fundargerðin 16/11.  75. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Félagsmálanefnd.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Guðni G. Jóhannesson. 

 


Fundargerðin 7/11.  275. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 9/11.  276. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Fræðslunefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Arna Lára Jónsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir og Guðni G. Jóhannesson. 

 


Fundargerðin 14/11.  245. fundur.


6. liður. Tillaga frá 503. fundi bæjarráðs við 6. lið  fræðslunefndar samþykkt 8-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


VI. Hafnarstjórn.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson og Guðni G. Jóhannesson.

 


Fundargerðin 1/11.  119. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 9/11.  120. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VII. Menningarmálanefnd.


Fundargerðin 6/11.  128. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VIII. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Guðni G. Jóhannesson, Arna Lára Jónsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Jóna Benediktsdóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir.

 

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 6. lið 244. fundargerðar umhverfisnefndar.  ,,Að gefnu tilefni lýsir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar því yfir, að engin áform eru uppi um sölu á jörðinni Seljalandi í Álftafirði, sem er í eigu sveitarfélagsins.?


Tillagan er undirrituð af Sigurði Péturssyni, Rannveigu Þorvaldsdóttur, Örnu Láru Jónsdóttur og Jónu Benediktsdóttur.

 


Fundargerðin 8/11.  244. fundur.


1. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


2. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


3. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


4. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


6. liður.  Tillaga borin fram af Í-lista felld 5-4.


6. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 5-1.


8. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


11. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


Fundargerðin 16/11.  245. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 21:32

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti.


Guðni G. Jóhannesson.     


Ingi Þór Ágústsson.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.    


Sigurður Pétursson.


Arna Lára Jónsdóttir.     


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Jóna Benediktsdóttir.     


Ingólfur Þorleifsson.


 

 

 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?