Bæjarstjórn - 211. fundur - 19. október 2006
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar
211. fundur
Árið 2006, fimmtudaginn 19. október kl. 17:00 hélt bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fund í fundarsal sínum í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Fjarverandi aðalfulltrúar: Guðni G. Jóhannesson í h. st. Svanlaug Guðnadóttir. Jóna Benediktsdóttir í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.
Dagskrá:
I. Fundargerðir bæjarráðs 9/10. og 17/10.
II. Fundargerð barnaverndarnefndar 5/10.
III. Fundargerð félagsmálanefndar 3/10.
IV. Fundargerð fræðslunefndar 10/10.
V. Fundargerðir menningarmálanefndar 2/10. og 10/10.
VI. Fundargerð starfshóps um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 4/10.
VII. Fundargerðir umhverfisnefndar 4/10. og 11/10.
VIII. Önnur mál.
Tvær meðfylgjandi tillögur bæjarfulltrúa Í-lista.
I. Bæjarráð.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Ingi Þór Ágústsson og Svanlaug Guðnadóttir.
Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta við 8. lið 498. fundar bæjarráðs. ,, Með tilliti til umferðaröryggis samþykkir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að ökuhraði verði óbreyttur á þeim stöðum sem tillaga er um í bréfi Leiðar ehf.?
Fundargerðin 9/10. 497. fundur.
12. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Fundargerðin 17/10. 498. fundur.
6. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
8. liður. Tillaga meirihluta samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
II. Barnaverndarnefnd.
Fundargerðin 5/10. 73. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
III. Félagsmálanefnd.
Fundargerðin 3/10. 273. fundur.
3. liður. Tillaga félagsmálanefndar samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
IV. Fræðslunefnd.
Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson, Rannveig Þorvaldsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 10/10. 244. fundur.
1. liður. Forseti vísar þessum lið til bæjarráðs til skoðunar og var það staðfest 9-0..
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
V. Menningarmálanefnd.
Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Magnús Reynir Guðmundsson og Rannveig Þorvaldsdóttir.
Fundargerðin 2/10. 126. fundur.
4. liður. Bæjar stjórn staðfestir ákvörðun menningarmálanefndar 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Fundargerðin 10/10. 127. fundur.
1. liður. Tillaga menningarmálanefndar samþykkt 9-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
VI. Starfshópur um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.
Til máls tóku: Sigurður Pétursson og Svanlaug Guðnadóttir.
Svanlaug Guðnadóttir lagði fram svohljóðandi tillögu undir 6. fundargerð starfshóps um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar gerir það að tillögu sinni, að gagnagrunnur með heildarupplýsingum um þjónustu við aldraða um allt land, verði staðsett í Ísafjarðarbæ og felur bæjarstjórn bæjarstjóra að vinna að málinu.?
Undirritað af Svanlaugu Guðnadóttur.
Fundargerðin 4/10. 6. fundur.
Tillaga Svanlaugar Guðnadóttur samþykkt 9-0.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VII. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson, Ingi Þór Ágústsson og Sigurður Pétursson.
Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta við 5. lið 242. fundargerð umhverfisnefndar. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar til yfirstandandi vinnu við aðalskipulag Ísafjarðarbæjar.?
Jafnframt lagði forseti fram svohljóðandi tillögu við 9. lið 242. fundargerðar umhverfisnefndar. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela tæknideild að ljúka málinu í samræmi við skilyrði umhverfisnefndar og tillögu bæjartæknifræðings um frágang vegslóða í Leirufjörð.?
Fundargerðin 4/10. 241. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 11/10. 242. fundur.
1. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
4. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
5. liður. Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 9-0.
7. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
9. liður. Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 6-0.
Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.
VIII. Önnur mál. Tvær tillögur bæjarfulltrúa Í-lista er fylgdu dagskrá.
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Magnús Reynir Guðmundsson, Ingi Þór Ágústsson, Sigurður Pétursson, Svanlaug Guðnadóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir.
Tillaga bæjarfulltrúa Í-listans:
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að kjósa þriggja manna starfshóp til að móta tillögur um þátttöku Ísafjarðarbæjar við byggingu og rekstur nýrrar sundhallar og líkamsræktarstöðvar við Torfnes á Ísafirði. Starfshópurinn leggi tillögur sínar fyrir bæjarráð fyrir nóvemberlok svo hægt verði að taka tillit til þeirra við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
Tillaga bæjarfulltrúa Í-listans Sigurðar Péturssonar:
Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkir að breyta nöfnum á götum í nýju hverfi í landi Tungu í Skutulsfirði, þannig að þau taki mið af sögu og landsháttum hverfisins. Tveir fulltrúar verði valdir til að velja heppileg nöfn á göturnar í samræmi við ofangreint markmið.
Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta með greinargerð, við tillögu Í-lista um kosningu þriggja manna starfshóps til að móta tillögur um þátttöku Ísafjarðarbæjar við byggingu og rekstur nýrrar sundhallar og líkamsræktarstöðvar við Torfnes á Ísafirði.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela bæjarráði úttekt á byggingar- og rekstrarkostnaði vegna nýrrar sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Ísafirði.?
Greinargerð:
Í málefnasamningi meirihlutaflokkanna er gert ráð fyrir þátttöku Ísafjarðarbæjar í byggingu íþróttamiðstöðvar með sundlaug á Ísafirði.
Einkaaðili hefur kynnt hugmyndir fyrir bæjarstjóra um slíka byggingu í einkaframkvæmd og eru þær trúnaðarmál. Meirihluti bæjarstjórnar hefur ekki skuldbundið Ísafjarðarbæ gagnvart nokkrum einstökum aðila eða starfshópi um hvaða leið skuli farin. Við verðum að
gefa okkur betri tíma áður en ráðist er í framkvæmdir sem geta kostað allt að 50% af veltu sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri hefur hafið undirbúning að úttekt eins og nauðsynlegt er fyrir slíka framkvæmd. Verður úttektin kynnt fyrir bæjarráði á næstunni svo taka megi ákvarðanir um næstu skref.
Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram fyrir hönd Í-lista, viðaukatillögu við tillögu meirihluta bæjarstjórnar við byggingu og rekstur nýrrar sundhallar og líkamsræktarstöðvar við Torfnes á Ísafirði. Aftan við tillögu meirihluta komi, ,,Miða skal við að úttektinni verði lokið fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007?.
Tillagan í heild sinni hljóði því svo. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela bæjarráði úttekt á byggingar- og rekstrarkostnaði vegna nýrrar sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Ísafirði. Miða skal við að úttektinni verði lokið fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007?.
Ingi Þór Ágústsson lagði fram svohljóðandi bókun við tillögu Sigurðar Péturssonar um breytingu á nöfnum gatna í nýja hverfinu í landi Tungu í Skutulsfirði.
Bókun við VIII. liðs önnur mál. Varðandi breytingar á götunöfnum í Lundarhverfi.
,,Á síðastliðnu kjörtímabili var farið í könnun og samkeppni um götunöfn í Lundarhverfi.
Margar tillögur komu inn og sitt sýndist hverjum um þau nöfn sem bárust í þá samkeppni. Umhverfisnefnd lagði í talsverða vinnu við samkeppnina og úrvinnslu eftir hana. Sátt var um það í nefndinni að leggja fram tillögur að núverandi götunöfnum. Tillaga umhverfisnefndar var síðan samþykkt í bæjarstjórn.
Því telja undirritaðir að það séu mistök að breyta nöfnunum vegna þess, að sumir bæjarfulltrúar telja nöfnin ekki við hæfi. Undirritaðir telja að breytingar á núverandi götunöfnum skapi rugling og óþarfa kostnað hjá sveitarfélaginu. Því greiða undirritaðir ekki atkvæði með tillögunni.?
Ingi Þór Ágústsson.
Svanlaug Guðnadóttir.
Viðaukatillaga Í-lista flutt af Magnúsi Reyni Guðmundssyni samþykkt 9-0.
Tillaga meirihluta bæjarstjórnar með viðaukatillögu Í-lista varðandi byggingu og rekstur nýrrar sundlaugar og íþróttamiðstöðvar samþykkt 9-0.
Tillaga Sigurðar Péturssonar, um að breyta nöfnum á götum í nýju hverfi í landi Tungu í Skutulsfirði samþykkt 7-2.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 21.53.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Gísli H. Halldórsson, forseti.
Svanlaug Guðnadóttir.
Ingi Þór Ágústsson.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Sigurður Pétursson.
Arna Lára Jónsdóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.